Frá vöxtum til vaxtar – viðsnúningur í Hafnarfirði

Guðlaug Kristjánsdóttir
Auglýsing

Árið 2016 eru að verða vatna­skil í rekstri Hafn­ar­fjarð­ar­bæj­ar. Stærsta fréttin er eflaust sú að bær­inn er að greiða niður lán án þess að stofna til nýrra, í fyrsta skipti síðan að minnsta kosti 2002. Það var tími til kom­inn. 

Á yfir­stand­andi ári var staðan orðin sú að fjár­magns­gjöld (kostn­aður vegna lána) voru nán­ast á pari við öll launa­gjöld í leik­skólum bæj­ar­ins, en hvor stærðin um sig losar tvo millj­arða. 

Ein af stærstu áskor­unum sveit­ar­fé­laga næstu miss­erin er að lækka inn­rit­un­ar­aldur barna í leik­skóla og leggja þannig sitt af mörkum til að brúa bilið milli for­eldra­or­lofs og leik­skóla­byrj­un­ar. Það er því mikið fagn­að­ar­efni að okkur í Hafn­ar­firði sé að takast að vinda ofan af skulda­byrð­inni, losa um fé til upp­bygg­ingar - til að fjár­festa í upp­vext­inum frekar en vöxtum til banka. 

Auglýsing

Þessi árangur er til kom­inn vegna mark­vissrar end­ur­skoð­unar á fjár­hag bæj­ar­ins. Gerð var heild­stæð óháð úttekt á rekstr­inum og til­lögur úr þeirri vinnu nýttar til að hag­ræða, undir þeim for­merkjum að við­halda eða auka þjón­ustu til bæj­ar­bú­a.  Jafn­framt hefur mark­viss end­ur­nýjun átt sér stað í inn­kaupum með gerð útboða á öllum sviðum bæj­ar­ins. Sú end­ur­skoðun var löngu tíma­bær og hefur létt tals­vert á útgjöld­um.

Byggjum upp fram­tíð­ina

Hafn­ar­fjörður hefur und­an­farin ár staðið höllum fæti í sam­an­burði á kostn­aði íbúa vegna þjón­ustu, sér­lega hvað ungar fjöl­skyldur varð­ar. Úrbætur á þeirri stöðu eru í for­gangi, enda höfum við meðal ann­ars haldið dval­ar­gjöldum í leik­skólum bæj­ar­ins óbreyttum í þrjú ár í röð í stað þess að láta þau fylgja verð­lagi, sem leiðir af sér raun­lækkun til not­enda. Styrkir vegna frí­stunda­starfs barna hafa verið hækk­aðir og efri ald­urs­mörk þeirra færð úr 16 upp í 18 ár, auk þess sem núna má nýta styrki til frí­stunda­iðk­unar utan bæj­ar­markanna sem áður var óheim­ilt. Þá hafa styrkir til fjöl­skyldna vegna dag­for­eldragjalda verið hækk­aðir og lækkun inn­rit­un­ar­ald­urs í leik­skóla inn­leidd í skref­um, meðal ann­ars með því að inn­rita tvisvar á ári.

Þetta hefur okkur tek­ist að gera þrátt fyrir þrönga stöðu og mark­vissan við­snún­ing á skulda­byrði bæj­ar­ins. Hálfs­árs­upp­gjör bæj­ar­sjóðs 2016 sýnir glögg­lega að okkur er að takast að styrkja grunn­inn með afger­andi hætti. Hag­stæð ytri áhrif, svo sem útsvars­tekjur umfram áætlun og lægri vaxta­gjöld verða síðan til að styrkja stöð­una enn frekar og því ber að fagna.

Hafn­ar­fjörður á nýjan leik­skóla skuld­laust

Að lokum er mér ljúft og skylt að vekja athygli á því að nýjasti leik­skóli bæj­ar­ins, Bjarka­lundur í Valla­hverf­inu, var byggður fyrir eigið fé og er því skuld­laus með öllu. Það er ekki svo lítil frétt þegar Hafn­ar­fjörður er ann­ars veg­ar. Það var ein­stak­lega góð til­finn­ing á opn­un­ar­dag­inn í sumar að skoða þennan fal­lega skóla vit­andi að honum fylgja ekki íþyngj­andi bók­halds­liðir vegna lána, heldur ein­göngu gleði­leg fjár­fest­ing í fram­tíð bæj­ar­ins.

Það er björt fram­tíð í því.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None