Hinn ótrúlega áhugaverði sannleikur um hið óvenjulega stjórnmálalega landslag Pírata

Nói Kristinsson
Auglýsing

Und­an­farið hefur eitt­hvað verið á milli tanna á fólki og það hafa ekki ver­ið mat­ar­leif­ar. Ítrekað eru að birt­ast greinar um Pírata: Össur tal­aði um próf­kjör Pírata sem „bömmer“, Jón Gunn­ars­son skil­greindi okkur sem „ólýð­ræð­is­leg“ og Kol­brún Berg­þórs­dóttir hjá DV líkir próf­kjör­inu við ferm­ing­ar­veislu, sem ég sé reyndar ekki sem neitt nei­kvætt þar sem ferm­ing­ar­veislur er yfir­leitt vett­vangur góðs sam­neyt­is.

Próf­kjör Pírata hafa verið sér­stak­lega vin­sæl í frétta- og sam­fé­lags­miðlum und­an­far­ið, ekki af því að þar var verið að velja þá frá­bæru ein­stak­linga sem munu berj­ast fyrir sæti á þingi, heldur hvernig það var gert, hvaða aðferðir voru not­að­ar, vanda­mál sem komu upp og svo fram eftir göt­um.

Það er þó svo að Píratar eru og munu von­andi alltaf vera öðru­vísi flokkur en allir hinir flokk­arn­ir.

Auglýsing

Það að fáir hafi kosið í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi eða nokkru öðru, er ekki merki um ólýð­ræði, það er á engan hátt bömmer og umræður um lög og end­ur­taln­ingu hafa ekki verið til einskis heldur ýtt undir áfram­hald­andi betrumbætur á innra starfi flokks­ins.En víkjum okkur aðeins frá Pírötum og horfum á hina flokk­ana.Gömlu flokk­arnir standa fyrir ákveðin hug­mynda­fræði­leg gildi og hafa gert í langan tíma. Þeir búa að mik­illi og langri sögu. Með þeim er mikil holl­usta þar sem börn fæð­ast jafn­vel inn í flokk­ana, kjósa þá líkt og for­eldrar gerðu á undan þeim og afar og ömmur þar á und­an.

Þeir búa við blindu óvé­fengj­an­legu trausti… næstum eins og for­eldri hefur á barni sínu; blint auga fyrir mis­tökum og óbilandi trúa á getu og hæfni.En þar er snurð­an, hið óvé­fengj­an­lega traust.Það er þannig í sögu stjórn­mála að gagn­gerar stjórn­mála­legar breyt­ingar eiga sér aðeins stað fyrir til­stilli sam­fé­lags­legra breyt­inga og áhrifa.

Það eru stór­tækar breyt­ingar í sam­fé­lag­inu og köll eftir breyttum áherslum sem setja stórt spurn­ing­ar­merki við hið óvé­fengj­an­lega traust sem eitt sinn ríkti.

Píratar hafa orðið svar við þeim efa sem sækir að fólki. Ljós í myrk­inu, mögu­leik­inn fyrir breyt­ing­um.

Píratar eru ekki flokkur sem byggir á gömlum hefðum og venj­um, hann mun seint standa fyrir ákveðna rót­gróna stjórn­mála­lega hug­mynda­fræð­i. Píratap­artýið er flæð­andi flokkur sem breyt­ist og aðlag­ast að þeim þörfum sem eru í þjóð­fé­lag­inu.

Hann er í rödd margra en heim­ili fárra.Píratar eru flokkur sem byggir fylgi sitt á því að gera rétt fyrir fólk­ið, rétt fyrir land­ið, rétt fyrir þá sem kosn­ing­ar­rétt­inn hafa. Stöðnun eða ef rangt skref er tekið í þágu fjöld­ans mun end­ur­óma í hverf­andi fylgi og áhuga.Það er mik­il­væg­asti kjarni Pírata, eig­in­leik­inn til að breyt­ast með þjóð­fé­lag­inu, aðlaga sig að breyttum háttum og hug­mynd­um, vinna út frá þeim gögnum sem liggja fyrir að hverju sinni. Með öðrum orð­um: vel upp­lýstar ákvarð­anir sem er ætlað að betrumbæta sam­fé­lag­ið.Það er því ekki hægt að segja það of oft, að svo lengi sem flokk­ur­inn breyt­ist og mætir þörfum sam­fé­lags­ins þá verður fólk sem kýs hann, því innan hans er fólk sem berst fyrir þeim breyt­ingum sem kjós­endur leita eft­ir, svar þegar ann­ars er ekk­ert svar er að finna.

En um leið og það verður stöðnun og um leið og breyt­ingar sjást ekki lengur og flokk­ur­inn fellur í sama far og hinir flokk­arnir í íslensku stjórn­mála­lands­lagi þá mun hann viðra upp og deyja.

Píratar eru flokkur breyt­inga, hann er breyt­ing­in. Það sem skiptir þó mestu máli er að Pírat­ar, og fólkið innan flokks­ins mun berj­ast fyrir rétt­indum kjós­enda, leit­ast við að laga og bæta sam­fé­lag­ið, halda áfram að þró­ast og breyt­ast því íhaldið og stöðnun er bana­mein Pírata.

Skip eru kannski örugg í höfn en það er ekki til­gangur þeirra og Píratar munum sigla áfram í gegnum þann storm sem nú geisar í íslenskum stjórn­málum og íslensku þjóð­lífi, þar sem ungir geta ekki eign­ast heim­ili og elli­líf­eyr­is­þegar og öryrkjar geta varla haldið í sín.Mögu­leik­inn á breyt­ingum er handan við horn­ið, tæki­færið er núna… kannski við ættum ekki að láta það tæki­færi fram hjá okkur fara.

Höf­undur er Mann­fræð­ing­ur, Mennt­un­ar­fræð­ingur og Pírati.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None