Olof Palme og Fundur Fólksins

Auglýsing

Þegar Olof Palme steig á stokk í sum­ar­frí­inu sínu á Gotlandi árið 1967 og fór að tala um póli­tík - þvert á lof­orð við konu sína um að gera það ekki, gat honum ekki hugn­ast þau áhrif sem þessi fundur átti eftir að hafa í för með sér. Hann end­ur­tók síðan leik­inn og á end­anum fór fólk að flykkj­ast til Gotlands til að ræða saman á afslapp­aðan máta um sam­fé­lags­mál. Hann kom sér fyrir í miðjum bænum á gras­fleti sem nefn­ist Almeda­len og hátíðin sem spratt uppúr þessu fram­taki hans nefn­ist Almedals­veckan - enda taka Svíar sér viku í hátíð­ina.

Bæj­ar­yf­ir­völd á Gotlandi hafa síðan tekið þessa hátíð að sér og í dag er hún stærsti póli­tíski við­burð­ur­inn í Sví­þjóð sem laðar að sér þús­undir manna - og það sem meira er, fólk tekur viku af sum­ar­frí­inu sínu til að mæta.

Auglýsing

Almedals­veckan er fyr­ir­mynd Fundar Fólks­ins á Íslandi en við vorum síð­asta nor­ræna þjóðin til að taka upp þetta form og umræðu­hefð. Hátíðin verður um næstu helgi og verða tjald­búðir reistar á gras­fl­löt­inni fyrir framan Nor­ræna húsið til að koma öllum þeim aðilum fyrir sem vilja leggja þjóð­fé­lag­inu lið með umræðum um þau mál sem á þeim brenna og mögu­legar lausnir á þeim.

Það er af mörgu að taka en hátíðin hefur tvö­fald­ast í umfangi milli ára en umræður verða í öllum kimum Nor­ræna húss­ins auk tjald­búð­anna. Á hátíð­inni eru skráðir um 100 við­burðir og verður m.a. rætt um þá bylt­ingu sem orðin er á því hvernig nálg­ast má per­sónu­upp­lýs­ingar á net­inu undir yfir­skrift­inni: Er verið að selja mig á net­inu? Kassettu­gjaldið svo­kall­aða - um fram­tíð höf­unda­réttar verður einnig á dag­skrá, þjóð­ern­is­hyggja og popúl­ismi á Norð­ur­lönd­un­um, menntun í lýð­ræði, sam­spil lista og ferða­þjón­ustu, neyt­enda­vernd á fjár­mála­mark­aði, nýja tíma í fjöl­miðl­um, syk­ur­skatt­inn, þriðju leið­ina í vel­ferð, fátækt­ar­klám, stolt­göngu fatl­aðra, lofts­lags­mál og um það hvernig í fjand­anum ungt og efna­m­inna fólk geti komið sér þaki yfir höf­uð­ið. 

Þátt­tak­endur í Fundi Fólks­ins eru rúm­lega 80 að þessu sinni eða tvö­falt fleiri frá því í fyrra þegar hátíðin var fyrst hald­in. Við erum að byggja upp nýja umræðu­hefð á Íslandi þar sem ráða­menn þjóð­ar­innar hitta almenn­ing og ræða saman af heið­ar­leika um þau mál sem brenna á þjóð­inni. Það má búast við líf­legum umræðum á Fundi Fólks­ins enda hátíðin í upp­takti kosn­inga og fjöldi stjórn­mála­manna hafa boðað þátt­töku sína. Í stjórn­mála­búðum hátíð­ar­innar verða pall­borðsum­ræður með for­ystu­mönnum flokk­anna ásamt því að sam­töl blaða­manna við stjórn­mála­menn verða á hálf­tíma fresti.

Það er Almanna­heill - sam­tök þriðja geirans sem er fram­kvæmda­að­ili hátíð­ar­innar í sam­starfi við Vel­ferða­ráðu­neyt­ið, Reykja­vík­ur­borg og Nor­ræna hús­ið. Hátíðin er öllum opin og aðgangur er ókeyp­is.

Dag­skrá hátíð­ar­innar má finna hér.

Vertu með og segðu þína skoð­un!

Höf­undur er verk­efna­stjóri Fundar Fólks­ins.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar“
Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Yfirdeild MDE kvað upp niðurstöðu í málinu í morgun.
Íslenska ríkið tapaði málinu fyrir yfirdeildinni
Yfirdeild Mannréttindadómstól Evrópu staðfesti í dag fyrri dóm réttarins í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 1. desember 2020
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Rithöfundaspjall: Sagnaheimur og „neðanmittisvesen“
Kjarninn 1. desember 2020
Frumvarp Páls breytir litlu um samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp takmarkanir á úthlutaðri aflahlutdeild. Það gengur mun skemur en aðrar tillögur sem lagðar hafa verið fram til að draga úr samþjöppun í sjávarútvegi.
Kjarninn 1. desember 2020
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Hefði verið gott að „átta sig fyrr á því að þessi bruni væri öðruvísi en aðrir“
Dagur B. Eggertsson segir að borgaryfirvöld verði að taka til sín þá gagnrýni sem eftirlifendur brunans á Bræðraborgarstíg hafa sett fram á þann stuðning og aðstoð sem þeir fengu.
Kjarninn 1. desember 2020
Barist við elda í Ástralíu.
Eldar helgarinnar slæmur fyrirboði
„Svarta sumarið“ er öllum Áströlum enn í fersku minni. Nú, ári seinna, hafa gróðureldar kviknað á ný og þó að slökkvistarf hafi gengið vel um helgina er óttast að framundan sé óvenju heit þurrkatíð.
Kjarninn 30. nóvember 2020
Húsarústirnar standa enn.
Dómstjóri synjar beiðni um lokað þinghald í manndrápsmálinu á Bræðraborgarstíg
Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur hefur synjað beiðni um lokað þinghald í máli mannsins sem er ákærður fyrir brennu og manndráp á Bræðraborgarstíg 1 í sumar. Þrír fórust í eldsvoðanum og tveir slösuðust alvarlega.
Kjarninn 30. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Vísaði frá kvörtun vegna ummæla Þórhildar Sunnu um merki á lögreglubúningum
Viðbrögð þingmanns Pírata í pontu Alþingis við umfjöllun í fjölmiðlum um þýðingu merkja sem lögreglumenn hefðu borið við störf sín fela ekki í sér brot á siðareglum þingmanna.
Kjarninn 30. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None