Of víðtækar heimildir til upplýsingaöflunar í LÍN frumvarpi?

Bjarkey Olsen
Auglýsing

Óhætt er að full­yrða að frum­varp Ill­uga Gunn­ars­son­ar, mennta­mála­ráð­herra, um breyt­ingar á Lána­sjóði íslenskra náms­manna sé ekki ein­göngu umdeilt meðal náms­manna og háskóla­fólks, heldur er alvar­lega gagn­rýni að finna víð­ar. 

Sú gagn­rýni hefur m.a. komið skýrt fram á fundum í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd Alþingis þegar fjallað hefur verið um frum­varp­ið. Í stuttu máli er það svo að meiri­hluti umsagn­ar­að­ila um málið hafa miklar athuga­semdir við það. 

Í umsögn rík­is­skatt­stjóra, en full­trúi hans kom á fund nefnd­ar­inn­ar, koma fram upp­lýs­ingar sem afar brýnt er að vekja athygli á en hann telur að alls­herjar – og menna­mála­nefnd þurfi að skoða  alvar­lega hversu víð­tæka heim­ild LÍN hefur til að afla sér upp­lýs­inga um ein­stak­linga. 

Auglýsing

Í núgild­andi lögum um Lána­sjóð­inn hefur það ítrekað komið fyrir að for­eld­ar, sem voru ábyrgð­ar­menn barna sinna, lentu í því að inn­heimtu­að­ilar fyrir hönd Lána­sjóðs­ins köll­uðu eftir skatt­fram­tölum þeirra með vísan til þess að inn­heimta á nám­skuldum félli undir fram­kvæmd lag­anna. Þessu er haldið eftir í frum­varpi Ill­uga um breyt­ingar á LÍN og þýðir í raun að í frum­varp­inu eru allt of víð­tækar heim­ildir til upp­lýs­inga­öfl­unar um fjár­hags­lega hagi lán­þega. 

Rík­is­skatt­stjóri leggur til að í frum­varp­inu verði ákvæð­ið ­þrengt þannig að emb­ættið þurfi ekki að upp­lýsa annað en það sem varðar lán­taka sjálfan eða sem snýr beint að veit­ingu náms­að­stoð­ar, en ekki önnur atriði sem eru lán­tök­unni óvið­kom­andi. Þetta þarf að byggja á upp­lýstu sam­þykki umsækj­anda en ekki á að hafa allt stjórn­kerfið undir í heim­ild­inni til upp­lýs­inga­öfl­unar um ein­stak­ling­inn. Það er  er óvið­kom­andi því að hann vill ein­fald­lega taka náms­lán sér til fram­færslu á meðan námi stend­ur. 

Þetta er eitt­hvað sem Per­sónu­vernd þyrfti að kafa mun betur ofan í að mínu mati.

Annað sem kom fram hjá full­trúa rík­is­skatt­stjóra varð­andi náms­styrk­inn, sem er tekju­skatt­skyldur en ekki stað­greiðslu­skyld­ur, að um slíka styrki gildi lög og reglu­gerðir sem þyrfti að breyta.  Ekk­ert liggur fyrir um það hvort og hvaða kostnað náms­menn mega draga frá til að mæta tekju­skatts­skyld­unni eins og gildir um aðra styrki. Styrk­ur­inn er sem sagt reikn­aður nem­endum til tekna og bæt­ist við þær tekjur sem náms­menn vinna sér inn og skerðir því lána­fyr­ir­greiðsl­una hjá LÍN.  Þetta mis­munar fólki eftir efna­hags­legri stöðu þess og er því á skjön við hlut­verk Lána­sjóðs íslenskra náms­manna. 

Margt annað væri hægt að nefna en þessi tvö dæmi und­ir­strika að málið allt er van­hugsað á svo marga vegu.  

Höf­undur er þing­maður VG og nefnd­ar­maður í alls­herj­ar-og mennta­mála­nefnd. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 þúsund eldislaxar sluppu úr einni kví Arnarlax í Arnarfirði síðasta sumar.
Segja stjórnvöld gefa erlendum stórfyrirtækjum auðlindir Íslands
80 þúsund frjóir laxar eru taldir hafa sloppið úr kvíum Arnarlax á Vestfjörðum. Villti laxastofninn á Íslandi telur aðeins um 50 þúsund laxa. Um er að ræða „grafalvarlegt umhverfisslys“.
Kjarninn 5. desember 2022
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinsambands Íslands.
Vörn Vilhjálms: „Dapur að sjá fólk sem ég taldi vini stinga mig í bakið“
„Ef fólk heldur að það sé auðvelt að semja við Halldór Benjamín og hans fólk þá veður fólk villu vegar,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins sem svarar fullum hálsi gagnrýni formanns Eflingar á nýjan samning við SA.
Kjarninn 4. desember 2022
Spilamiðstöð sem eflir félagsleg tengsl og sköpunarkraft
Framkvæmdaglaðir Norðlendingar safna fyrir rekstri spilasalarins Goblin á Akureyri þar sem þau vilja bjóða upp á aðstöðu fyrir skapandi spilamennsku þar sem lögð er áhersla á skjálausa skemmtun.
Kjarninn 4. desember 2022
Signý Sigurðardóttir
Vinnumarkaður hins sterka
Kjarninn 4. desember 2022
Fólk sem ann Siglunesi
Áfram Siglunes – ævintýrið er þarna úti!
Kjarninn 4. desember 2022
Stefán Jón Hafstein
Árásin á vistkerfin
Kjarninn 4. desember 2022
Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun
Loftslagsmarkmið Íslands nást með „norsku leiðinni“
Markmið um samdrátt í losun frá vegasamgöngum á Íslandi nást ef við förum sömu leið og Norðmenn þegar kemur að rafbílavæðingu. „Við státum okkur af silfurverðlaunum, sem ég er orðinn hundleiður á,“ segir sviðsstjóri loftslagsmála hjá Orkustofnun.
Kjarninn 4. desember 2022
Fjölskyldustund í uppnámi?
Í 31 ár hafa danskar fjölskyldur sest saman við sjónvarpið á föstudagskvöldum og horft á dagskrárliðinn Disney Sjov og borðað vikuskammtinn af sælgæti. Nú hverfa Disney myndirnar af skjánum en nýr þáttur kemur í staðinn. Ekki eru allir jafn spenntir.
Kjarninn 4. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None