Of víðtækar heimildir til upplýsingaöflunar í LÍN frumvarpi?

Bjarkey Olsen
Auglýsing

Óhætt er að full­yrða að frum­varp Ill­uga Gunn­ars­son­ar, mennta­mála­ráð­herra, um breyt­ingar á Lána­sjóði íslenskra náms­manna sé ekki ein­göngu umdeilt meðal náms­manna og háskóla­fólks, heldur er alvar­lega gagn­rýni að finna víð­ar. 

Sú gagn­rýni hefur m.a. komið skýrt fram á fundum í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd Alþingis þegar fjallað hefur verið um frum­varp­ið. Í stuttu máli er það svo að meiri­hluti umsagn­ar­að­ila um málið hafa miklar athuga­semdir við það. 

Í umsögn rík­is­skatt­stjóra, en full­trúi hans kom á fund nefnd­ar­inn­ar, koma fram upp­lýs­ingar sem afar brýnt er að vekja athygli á en hann telur að alls­herjar – og menna­mála­nefnd þurfi að skoða  alvar­lega hversu víð­tæka heim­ild LÍN hefur til að afla sér upp­lýs­inga um ein­stak­linga. 

Auglýsing

Í núgild­andi lögum um Lána­sjóð­inn hefur það ítrekað komið fyrir að for­eld­ar, sem voru ábyrgð­ar­menn barna sinna, lentu í því að inn­heimtu­að­ilar fyrir hönd Lána­sjóðs­ins köll­uðu eftir skatt­fram­tölum þeirra með vísan til þess að inn­heimta á nám­skuldum félli undir fram­kvæmd lag­anna. Þessu er haldið eftir í frum­varpi Ill­uga um breyt­ingar á LÍN og þýðir í raun að í frum­varp­inu eru allt of víð­tækar heim­ildir til upp­lýs­inga­öfl­unar um fjár­hags­lega hagi lán­þega. 

Rík­is­skatt­stjóri leggur til að í frum­varp­inu verði ákvæð­ið ­þrengt þannig að emb­ættið þurfi ekki að upp­lýsa annað en það sem varðar lán­taka sjálfan eða sem snýr beint að veit­ingu náms­að­stoð­ar, en ekki önnur atriði sem eru lán­tök­unni óvið­kom­andi. Þetta þarf að byggja á upp­lýstu sam­þykki umsækj­anda en ekki á að hafa allt stjórn­kerfið undir í heim­ild­inni til upp­lýs­inga­öfl­unar um ein­stak­ling­inn. Það er  er óvið­kom­andi því að hann vill ein­fald­lega taka náms­lán sér til fram­færslu á meðan námi stend­ur. 

Þetta er eitt­hvað sem Per­sónu­vernd þyrfti að kafa mun betur ofan í að mínu mati.

Annað sem kom fram hjá full­trúa rík­is­skatt­stjóra varð­andi náms­styrk­inn, sem er tekju­skatt­skyldur en ekki stað­greiðslu­skyld­ur, að um slíka styrki gildi lög og reglu­gerðir sem þyrfti að breyta.  Ekk­ert liggur fyrir um það hvort og hvaða kostnað náms­menn mega draga frá til að mæta tekju­skatts­skyld­unni eins og gildir um aðra styrki. Styrk­ur­inn er sem sagt reikn­aður nem­endum til tekna og bæt­ist við þær tekjur sem náms­menn vinna sér inn og skerðir því lána­fyr­ir­greiðsl­una hjá LÍN.  Þetta mis­munar fólki eftir efna­hags­legri stöðu þess og er því á skjön við hlut­verk Lána­sjóðs íslenskra náms­manna. 

Margt annað væri hægt að nefna en þessi tvö dæmi und­ir­strika að málið allt er van­hugsað á svo marga vegu.  

Höf­undur er þing­maður VG og nefnd­ar­maður í alls­herj­ar-og mennta­mála­nefnd. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Náttúrufegurð Færeyja er eitt helsta aðdráttarafl eyjanna.
Færeyingar opna landamærin „sérstaklega fyrir Íslendinga“
„Kæru frændur, nú er rétti tíminn til að heimsækja Færeyjar,“ stendur í skilaboðum frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None