Of víðtækar heimildir til upplýsingaöflunar í LÍN frumvarpi?

Bjarkey Olsen
Auglýsing

Óhætt er að full­yrða að frum­varp Ill­uga Gunn­ars­son­ar, mennta­mála­ráð­herra, um breyt­ingar á Lána­sjóði íslenskra náms­manna sé ekki ein­göngu umdeilt meðal náms­manna og háskóla­fólks, heldur er alvar­lega gagn­rýni að finna víð­ar. 

Sú gagn­rýni hefur m.a. komið skýrt fram á fundum í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd Alþingis þegar fjallað hefur verið um frum­varp­ið. Í stuttu máli er það svo að meiri­hluti umsagn­ar­að­ila um málið hafa miklar athuga­semdir við það. 

Í umsögn rík­is­skatt­stjóra, en full­trúi hans kom á fund nefnd­ar­inn­ar, koma fram upp­lýs­ingar sem afar brýnt er að vekja athygli á en hann telur að alls­herjar – og menna­mála­nefnd þurfi að skoða  alvar­lega hversu víð­tæka heim­ild LÍN hefur til að afla sér upp­lýs­inga um ein­stak­linga. 

Auglýsing

Í núgild­andi lögum um Lána­sjóð­inn hefur það ítrekað komið fyrir að for­eld­ar, sem voru ábyrgð­ar­menn barna sinna, lentu í því að inn­heimtu­að­ilar fyrir hönd Lána­sjóðs­ins köll­uðu eftir skatt­fram­tölum þeirra með vísan til þess að inn­heimta á nám­skuldum félli undir fram­kvæmd lag­anna. Þessu er haldið eftir í frum­varpi Ill­uga um breyt­ingar á LÍN og þýðir í raun að í frum­varp­inu eru allt of víð­tækar heim­ildir til upp­lýs­inga­öfl­unar um fjár­hags­lega hagi lán­þega. 

Rík­is­skatt­stjóri leggur til að í frum­varp­inu verði ákvæð­ið ­þrengt þannig að emb­ættið þurfi ekki að upp­lýsa annað en það sem varðar lán­taka sjálfan eða sem snýr beint að veit­ingu náms­að­stoð­ar, en ekki önnur atriði sem eru lán­tök­unni óvið­kom­andi. Þetta þarf að byggja á upp­lýstu sam­þykki umsækj­anda en ekki á að hafa allt stjórn­kerfið undir í heim­ild­inni til upp­lýs­inga­öfl­unar um ein­stak­ling­inn. Það er  er óvið­kom­andi því að hann vill ein­fald­lega taka náms­lán sér til fram­færslu á meðan námi stend­ur. 

Þetta er eitt­hvað sem Per­sónu­vernd þyrfti að kafa mun betur ofan í að mínu mati.

Annað sem kom fram hjá full­trúa rík­is­skatt­stjóra varð­andi náms­styrk­inn, sem er tekju­skatt­skyldur en ekki stað­greiðslu­skyld­ur, að um slíka styrki gildi lög og reglu­gerðir sem þyrfti að breyta.  Ekk­ert liggur fyrir um það hvort og hvaða kostnað náms­menn mega draga frá til að mæta tekju­skatts­skyld­unni eins og gildir um aðra styrki. Styrk­ur­inn er sem sagt reikn­aður nem­endum til tekna og bæt­ist við þær tekjur sem náms­menn vinna sér inn og skerðir því lána­fyr­ir­greiðsl­una hjá LÍN.  Þetta mis­munar fólki eftir efna­hags­legri stöðu þess og er því á skjön við hlut­verk Lána­sjóðs íslenskra náms­manna. 

Margt annað væri hægt að nefna en þessi tvö dæmi und­ir­strika að málið allt er van­hugsað á svo marga vegu.  

Höf­undur er þing­maður VG og nefnd­ar­maður í alls­herj­ar-og mennta­mála­nefnd. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
Kjarninn 1. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None