Auglýsing

25 þing­menn úr fjórum stjórn­mála­flokkum lögðu í vik­unn­i fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu þess efnis að haldin verð­i ­þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um veru flug­vall­ar­ins í Vatns­mýri. ­Tíma­setn­ingin er ein­kenni­leg, og til­lagan út í hött.

Fyrir það fyrsta átti þingi að ljúka í dag, þótt aug­ljóst sé að tals­vert sé í það. 57 dagar eru í þing­kosn­ingar og það er ómögu­legt að kosið yrði um málið sam­hliða þeim. Það vita all­ir, en greini­lega á nú að tromma upp flug­völl­inn í Vatns­mýr­inn­i ­sem kosn­inga­mál – í það minnsta próf­kjörs­mál. Fyrir þau sem ætla sér áfram­hald­andi setu á Al­þingi er þetta kjörið tæki­færi til að hreykja sér af í slíkri bar­áttu. Við skulum ekki gleyma hvað Fram­sókn og flug­vall­ar­vin­ir ­náðu miklum árangri í borg­inni með hræðslu­á­róðri um flug­völl­inn (og kyn­þátta­for­dóm­um). Allir óbreyttir þing­menn þess flokks utan eins taka þátt í fram­lagn­ingu þessa máls. 

Ódýrt lýð­skrum

Það er hins vegar ódýrt lýð­skrum að leggja þessa þings­á­lykt­un­ar­til­lögu fram, líkt og svo margt í umræðu um flug­völl­inn hefur verið um langt skeið. Það leysir engan vanda að kjósa um málið eins og það er lagt fram, það mun bara ýta okkur lengra niður í skot­graf­irn­ar. 

Auglýsing

Til­raunir hafa vissu­lega verið gerðar til þess að hefja málið upp úr skot­gröf­un­um, til dæmis með Rögnu­nefnd­inni svoköll­uðu, sem skil­aði vand­aðri vinnu þótt í skýrsl­una hafi vantað margt, meðal ann­ars mögu­leik­ann á því að færa inn­an­lands­flugið til Kefla­vík­ur. 

Ef þing­menn­irnir 25 hefðu haft raun­veru­legan áhuga á raun­veru­legri lausn á mál­inu þá hefðu þeir getað ýtt á það að inn­an­rík­is­ráðu­neytið færi í við­ræður um þá skýrslu og nið­ur­stöður hennar fyrir rúm­lega ári síð­an, þegar nið­ur­staða hennar lá ljós fyr­ir. Flestir þeirra til­heyra jú stjórn­ar­meiri­hlut­an­um. Þeir hefðu getað staðið fyrir upp­lýstri umræðu um mál­ið, kosti og galla.

Í stað­inn hafa stjórn­völd misst algjör­lega stjórn­ina á þró­un­inni. Icelanda­ir, sem tók þátt í Rögnu­nefnd­inni, er hætt að nenna að bíða eftir ríki og borg og hefur hafið sínar eigin athug­anir á besta kost­inum sam­kvæmt skýrslu nefnd­ar­innar – Hvassa­hrauni. „Það liggur alveg fyrir að Reykja­vík­ur­flug­völlur er að fara úr Vatns­mýr­inn­i,“ sagði Björgólfur Jóhanns­son, stjórn­ar­for­maður Icelanda­ir, um málið í sumarEinka­fyr­ir­tækið hefur því tekið af skarið og sagt eins og er, þessi stóra fjár­fest­ing og þetta stóra mál yfir höf­uð, þarfn­ast þess að mögu­leik­arnir séu skoð­aðir eins vel og hægt er. 

Þetta er áfell­is­dómur yfir stjórn­völd­um, og stjórn­mál­unum öll­um. Þau geta þverskall­ast við og reynt að banna flutn­ing vall­ar­ins með lög­um, en þró­unin er farin af stað, án þeirra. 

Betri borg þarf Vatns­mýri – betri lands­byggð þarf heil­brigð­is­þjón­ustu

Það hefur lengi verið mín skoðun að flug­völl­ur­inn ætti að víkja úr Vatns­mýr­inni. Það þýðir ekki að ég vilji skerða þjón­ustu við lands­byggð­ina eða vilji að fólk deyi. Það þýðir ein­fald­lega að ég trúi þeim sér­fræð­ingum sem segja að Vatns­mýrin sé besta, og eig­in­lega eina, tæki­færið til þess að þróa Reykja­vík og gera hana að betri og þétt­býlli borg. Betri Reykja­vík yrði okkur öllum til hags­bóta og við höfum ein­stakt tæki­færi til þess að byggja hana. Upp­bygg­ing í Vatns­mýri myndi auk þess vera stærsta inn­leggið í lausn á hús­næð­is­skorti í höf­uð­borg­inn­i. 

Margir segja að flug­völl­ur­inn eigi að vera þar sem hann er, þannig hafi það alltaf verið og þannig þurfum við ekki að taka flóknar ákvarð­anir og takast á við breyt­ing­ar. En vanda­málið er að þannig verður engin fram­þró­un. Við eigum bara þessa einu borg enn­þá, við öll, og til þess að hún haldi áfram að þróast, batna og geti orðið sam­keppn­is­hæf við aðrar borgir, þá þurfum við að grípa til aðgerða. Sam­keppnin er ein­fald­lega ekki á milli lands­byggðar og borg­ar, hún er á milli Íslands og ann­arra landa. Borga í öðrum lönd­um. Við snúum ekki við alþjóð­legri borg­ar­þróun með inn­an­lands­flugi í Vatns­mýri. 

Þetta eru helstu rökin fyrir því að loka flug­vell­in­um. En það eru líka afskap­lega sterk rök fyrir því að halda flug­vell­inum á sínum stað – þau rök eru sjúkra­flug­ið. Ekki vöru­flutn­ing­ar, ekki einka­flug eða kennslu­flug, ekki stjórn­sýslan, ekki neitt annað en sjúkra­flug­ið. Ekk­ert okkar vill að fólk deyi sökum fjar­lægðar frá góðri heil­brigð­is­þjón­ust­u. 

Það er hins vegar óskilj­an­legt hvers vegna ein­blínt er svona mikið á einn af mörgum þáttum í sjúkra­flutn­ingum milli lands­hluta. Lítið er talað um við­bragðs­tím­ann frá því að beiðni um sjúkra­flug berst og þangað til flug­vél er farin í lof­ið. Væri hægt að stytta þennan tíma? Lítið er talað um tím­ann sem það getur tekið að koma fólki að flug­völlum svo það geti kom­ist um borð í sjúkra­flug­vél. Sá tími er oft lang­ur, oft vegna lélegra sam­gangna. Lítið er talað um að stundum þurfa flug­vélar fyrst að fljúga frá Akur­eyri til Reykja­víkur til að sækja heil­brigð­is­starfs­fólk áður en flogið er á áfanga­stað þar sem sjúk­lingur er. Lítið er minnst á að það er ekki einu sinni búið að meta það hvort flutn­ingur flug­vallar í Hvassa­hraun myndi ógna öryggi sjúk­linga á nokkurn hátt. Svo nokkur dæmi séu tek­in. 

Hvers vegna erum við ekki að beina sjónum okkar að því að auka og bæta heil­brigð­is­þjón­ustu og sam­göngur á lands­byggð­inni? Hvar eru byggð­ar­sjón­ar­miðin í því að krefj­ast bara aðgangs að Reykja­vík­ur­flug­velli, en ekki almenni­legrar þjón­ustu í hverjum fjórð­ungi? Það eru stóru málin sem verið er að leiða okkur fram­hjá í enda­lausum, yfir­borðs­kenndum rifr­ildum stjórn­mála­manna og í til­lögum eins og þeirri sem nú hefur verið lögð fram á Alþingi. Með því að leggja málin svona á borð þurfa þeir nefni­lega ekki að koma með raun­veru­legar lausnir á alvöru vanda­mál­u­m. 

Við kjós­endur eigum að geta gert meiri kröfur til stjórn­mála­manna en það sem þeir eru að bjóða okkur upp á hér. 

Við skulum ekki leyfa þeim að kom­ast upp með þetta. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eftirlaun ráðherra og þingmanna kostuðu ríkissjóð 876 milljónir króna í fyrra
Umdeild eftirlaunalög ráðamanna frá árinu 2003 voru felld úr gildi 2009. Fjöldi ráðamanna fær þó enn greitt á grundvelli laganna, eða alls 257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar.
Kjarninn 18. janúar 2022
Úttekt á séreignarsparnaði var kynnt sem úrræði til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, sem var kynntur í mars 2020.
Tekjur ríkissjóðs vegna úttektar á sparnaði um tíu milljörðum hærri en áætlað var
Þegar ríkisstjórnin ákvað að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn til að takast á við kórónuveirufaraldurinn var reiknað með að teknir yrðu út tíu milljarðar króna. Nú stefnir í að milljarðarnir verði 38.
Kjarninn 18. janúar 2022
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiLeiðari
None