Innflutningur og upprunamerkingar

Björgvin Jón Bjarnason
Auglýsing

Ólaf­ur Steph­en­sen, fram­kvæmda­stjóri Félags atvinnu­rek­enda, ákvað að svara grein­ar­korn­i mín­u og for­manns Félags kjúklinga­bænda um upp­runa­merk­ingar sem birt­ist í Kjarn­anum sl. þriðju­dag. Lítið fór fyrir mál­efna­legri umræðu í grein Ólafs, en reynt var að krafsa yfir mál­efna­skort­inn með skæt­ingi og skatt­yrðum í garð grein­ar­höf­unda. Eftir standa efn­is­at­riði greinar okkar óhögguð. Grein­ar­höf­undum var satt að segja hálf­skemmt yfir til­raunum til að gera okkur tor­tryggi­lega með því að upp­nefna okk­ur for­kólfa íslenskrar iðn­að­ar­fram­leiðslu á kjúklinga- og svína­kjöti og full­trúa skemmu­bú­skap­ar­ins. End­ur­spegla þessi ummæli afstöðu Félags atvinnu­rek­enda til búgreina sem standa undir rúm­lega helm­ingi allrar kjöt­fram­leiðslu í land­inu? Ólafur vitnar í ESB-­reglur og umhverfi í grein sinni og hann ætti því að vita að kjúklinga- og svína­rækt er þar flokkuð sem land­bún­að­ur. Auð­vitað er freist­andi að svara skæt­ingi með skæt­ingi, en við erum öll full­orðið fólk, eða hvað?

Þörf á inn­flutn­ingi

Íslenskir svína­bændur gera sér fulla grein fyrir að inn­lend fram­leiðsla annar ekki eft­ir­spurn eftir vissum vöru­liðum. Inn­flutt svína­kjöt er um 20% alls þess svína­kjöts sem við neytum og hefur marg­fald­ast á liðnum árum. Okkar athuga­semdir varð­andi frum­varp til stað­fest­ingar við­skipta­samn­ingi með land­bún­að­ar­af­urðir við ESB hafa fyrst og fremst snúið að hrak­legum vinnu­brögðum við hann, algerum skorti á hags­muna­mati og eft­irá­skýr­ingum um mark­mið með samn­ing­un­um. Þetta breytir engu um þá von okkar að aukin festa fær­ist á inn­flutn­ing, með auknu fæðu­ör­yggi, auk­inni fjöl­breytni og vissu fram­leið­enda fyrir því í hvaða umhverfi þeir starfa.

Neyt­endur vilja vita upp­runa

Eitt bar­áttu­mála íslensks land­bún­aðar hefur verið að tryggt sé að ekki sé flutt inn kjöt sem er fram­leitt við lak­ari kring­um­stæður en gerðar eru kröfur um í íslenskum land­bún­aði, því ann­ars erum við ekki í sam­keppni á sömu for­send­um. Evr­ópu­lönd eru komin mis­langt í inn­leið­ingu sinni á sam­hæfðum reglum um vel­ferð og aðbúnað dýra. Þessar kröfur hafa, svo því sé haldið til haga, verið upp­fylltar með ríku­legum rík­is­stuðn­ingi í flestum löndum í kringum okk­ur. Sams­konar stuðn­ing má finna í nýjum búvöru­samn­ingi, en þá ein­göngu til kúa­bænda.

Auglýsing

Sýnt hefur verið fram á bresti í reglum ESB um upp­runa­merk­ing­ar, þeir eru ekki upp­finn­ing svína­bænda. Við, og reyndar rúm 88% Íslend­inga sam­kvæmt nýlegri könn­un Gallup, teljum upp­runa­merk­ingar afar mik­il­vægar og að nauð­syn­legt sé að ganga mun lengra en nú er gert til að gera neyt­endum ljóst hvaða vöru það er að með­höndla.

Ólafur kemur gjarnan fram sem tals­maður neyt­enda, þegar það hentar honum og mál­stað inn­flytj­end­anna sem hann starfar fyr­ir. Sem slíkur ætti hann að hafa meiri áhyggjur af málum er varða upp­runa­merk­ing­ar. Stað­reyndin er sú að ekki einu sinni starfs­fólk Mat­væla­stofn­unar getur sagt til um upp­runa­land þess hráa kjúklinga­kjöts ­sem flutt er til lands­ins frá Dan­mörku. Í nýlegri frétt RÚV getur full­trúi stofn­un­ar­innar ekki svarað því hvort upp­runa­land kjúklinga­kjöts­ins sé Dan­mörk eða hvort það komi frá landi utan Evr­ópu. Þetta getur ein­fald­lega ekki verið sú staða sem við ætlum okkur að vera í.

Er lægsti sam­nefn­ar­inn nóg?

Íslend­ingar eru í þeirri kjör­stöðu að búa við heil­brigðan land­búnað þar sem ekki þarf að vera í óvissu um lyfja­notkun og heil­brigði. Nauð­syn­legt er að sömu reglur gildi um það kjöt sem við flytjum inn, þess vegna skiptir upp­runinn máli og þá raun­veru­legur upp­runi, ekki hvaðan kjötið fór í gám á leið til Íslands­. Slíkar kröfur hafa FA kallað tækni­lega við­skipta­hindrun og virð­ist sú skoðun ríkj­andi að við eigum að miða okkur við lægsta sam­nefn­ara. Við erum hins vegar þeirrar skoð­unar að það sé ekk­ert tækni­legt við það að vilja að það kjöt sem íslenskum neyt­endum stendur til boða sé heil­brigt, bæði inn­lent og inn­flutt, og upp­runi þess liggi ljós fyr­ir­. Það er kannski skilj­an­leg afstaða hjá sam­tökum inn­flytj­enda, en þá er ekki á sama tíma hægt að segj­ast bera hags­muni neyt­enda fyrst og fremst fyrir brjósti.

Það er gott að skipt­ast á skoð­unum um mál­efni líð­andi stund­ar. Slík skoð­ana­skipti eru for­senda fram­þró­unar og vel­sæld­ar. Upp­nefni og skæt­ingur gerir lítið til að örva slík skoð­ana­skipt­i. Í því sam­hengi gerði umrædd grein fram­kvæmda­stjóra FA fátt til að þroska umræð­una. Ég óska fram­kvæmda­stjóra og félags­mönn­um FA góðra stunda.

Höf­undur er for­maður Svína­rækt­ar­fé­lags Íslands.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 22. maí 2022
Kristín Ása Guðmundsdóttir
Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá
Kjarninn 22. maí 2022
Einar kveðst þurfa að íhuga stöðuna sem upp er komin.
Einar ætlar að ræða við baklandið um eina möguleikann í stöðunni
Einar Þorsteinsson oddivit Framsóknarflokksins í Reykjavík segir aðeins einn meirihluta mögulegan í ljósi yfirlýsingar oddvita Viðreisnar um að ekki komi annað til greina en að virða bandalagið við Samfylkinguna og Pírata.
Kjarninn 22. maí 2022
Þórdís Lóa segir Viðreisn vilji láta á bandalagið reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviræður með Framsóknarflokknum.
Vill hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir flokkinn vera í bandalagi með Pírötum og Samfylkingu af heilum hug og vill láta á það reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum.
Kjarninn 22. maí 2022
Silja Bára var gestur í Silfrinu á RÚV þar sem hún sagði óásættanlegt að senda eigi 300 flóttamenn frá Íslandi til Grikklands á næstu misserum.
Útlendingastefnan elti þá hörðustu í hinum Norðurlöndunum
Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir uppruna og að verið sé að taka upp á Íslandi útlendingastefnu sem elti hörðustu stefnur annarra Norðurlanda.
Kjarninn 22. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
Kjarninn 22. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None