Er sjúklingurinn virkilega í öndvegi?

Auglýsing

Sumar setn­ingar hafa orðið mér minn­is­stæð­ari en aðrar á lífs­leið­inni. Hér eru nokkur dæmi, sem snerta umfjöll­un­ar­efni mitt í dag. „Sjúk­ling­ur­inn í önd­vegi“ var yfir­skrift aðal­fundar Land­spít­ala í ár. „Hlust­aðu á sjúk­ling­inn. Hann segir þér, hvað sé að sér.“ „Lík­am­inn er þín und­ir­vit­und.“ „Fólk í fyr­ir­rúmi.“

Hvert og eitt okkar er hluti af þessu meist­ara­stykki, sköp­un­ar­verk­inu. Inn­byggð skynjun sér til þess, að sér­hver fruma manns­lík­am­ans veit nákvæm­lega, til hvers er ætl­ast af henni. Eft­ir­lits­kerfið ann­ast jafn­væg­ið. Umhverfið ræður mestu um, hvernig til tekst. 

Þegar lang­vinnir sjúk­dómar þró­ast innra með okk­ur, fram­kall­ar  und­ir­vit­undin ýmist lík­am­leg eða and­leg ein­kenn­i,. Oftar en ekki orsakast ójafn­væg­ið, ein­kennin og síðar sjúk­dóm­arnir af fjöl­mörgum sam­verk­andi þátt­um. Stundum leita ein­stak­lingar sér aðstoðar og fá lyf til þess að draga úr ein­kenn­um. Oft beita aðilar heild­rænum aðferð­um, grand­skoða mál­in, hlusta, beita gagn­rýnni hugsun og visku svo að þeim áskotn­ist sú yfir­sýn, sem nauð­syn­leg reyn­ist til lang­tíma bata.

Auglýsing

Fyrir skömmu öðl­að­ist ég nýja sýn á orðið sam­viska. Áður fyrr var orðið í mínum huga eitt­hvað nei­kvætt, plag­andi sárs­auki, ef eitt­hvað var gert, sem stríddi gegn betri vit­und. Ég gerði mér grein fyrir því, að orðið gat líka þýtt sam­eig­in­leg viska.

Þjóð­ar­lík­am­inn hefur þjáðst und­an­farin ár. Í upp­hafi fengu ráða­menn ítar­lega skýrslu um sjúk­legt ástand lík­am­ans og hvernig mætti lina og lækna ástand­ið. Auk þess hitt­ist stór hópur ein­stak­linga víðs vegar úr sam­fé­lag­inu og kom sér saman um leið­bein­ing­ar, leið­ar­ljós til heil­brigðis þjóð­ar­lík­am­ans til fram­tíð­ar.

Þrátt fyrir fögur lof­orð hlusta ráða­menn ekki á sjúk­ling­inn. Vilji þjóð­ar­innar er van­virt­ur. Hvorki hægri né vinstri stjórnum hefur tek­ist að upp­ræta spill­ingu. Telja ráða­menn þjóð­ar­innar sig bera ábyrgð á ástandi þjóð­ar­lík­ama og sál­ar? Skortur er á lausn­a­mið­uðum aðgerðum í mik­il­væg­ustu mála­flokk­um. Umræðan fjallar meira um vanda­mál í stað lausna. Fjár­mála­geir­inn safnar enn frek­ari auði, á meðan órétt­læti ríkir meðal almenn­ings. Þjóð­arsálin kallar á sam­stöðu og sam­vinnu.

Hvaða aðferða­fræði hefur lík­ami og sál íslensku þjóð­ar­innar notað til þess að höfða til hinnar sam­eig­in­legu visku ráða­manna? Ég nefni hér nokkur dæmi: myndun nýrra stjórn­mála­flokka, félaga­sam­tök látið til sín taka, ver­ald­ar­vef­ur­inn með grein­ar, blogg og Fés­bók­ina, efnt hefur verið til hóp­funda og mót­mæla­að­gerða.

Svo virð­ist sem aðferð­irnar hafi ekki dugað fram að þessu til þess að knýja fram altækar breyt­ingar á okkar innra manni og sam­fé­lag­inu. Rotin innri sem ytri kerfi hafa hindrað nauð­syn­legar breyt­ing­ar; ýmsir lestir og breysk­leiki svo sem spill­ing, græðgi og óheið­ar­leiki, breytni gegn betri vit­und, heimska, von­leysi, eigin hags­munir umfram hag fjöld­ans, skortur á ábyrgð og gagn­rýnni hugs­un, áróð­ur fjár­mála­afla og fjöl­miðla, kredd­ur, inn­ræt­ing og þrýsti­hóp­ar.

Nú þegar líður að kosn­ing­um, duga hvorki plástrar né sára­bætur fyrir svikin lof­orð. Vit­und þjóð­ar­inn­ar, hennar lík­ami og sál, kallar til ykk­ar, þeirra, sem gefa kost á sér í leið­toga­hlut­verk hinna ýmsu flokka. Þjóð­ar­lík­am­inn er sár­þjáð­ur, ein­kennin eru óein­ing, bit­ur­yrði, ótti og reið­i. 

Skrif mín í dag eru ákall til ykk­ar, sem vilja leiða, lækna og líkna þjáðri sál og lang­veikum lík­ama þjóð­ar. Setj­ist nú fljót­lega niður saman í hóp eina helgi fyrir kosn­ing­ar.  ­Leggið flokka­drætti og titla­tog til hlið­ar, gefið egóinu og sund­ur­lynd­is­fjand­an­um  frí. Látið ekki sam­visku­bitið plaga ykk­ur. Beitið sam­eig­in­legri visku, þekk­ingu og reynslu.

Gerið með ykkur mál­efna­samn­ing, sátt­mála um lækn­ingu meina okkar sem þjóð­ar. Nátt­úran, öryrkjar, sjúkir og aldr­aðir gráta. Opnið hjörtu ykk­ar. Sýnið sam­kennd. Þegar þið takið þess­ari áskor­un, mun þjóð­arsál­in sýna þakk­læti sitt með auk­inni virð­ingu fyrir ykkur og vænt­an­legum vinnu­stað ykk­ar, Alþingi. Hlust­ið. Ykkur hefur þegar verið sagt, hvað hrjáir þjóð­ar­lík­ama og sál. Gefið þjóð­inni von um bata. Hún vill hvorki óör­yggi né ótta. Hún vill gjarnan treysta ykk­ur.

Fylgið for­dæmi Land­spít­ala og setjið sjúk­ling­inn í önd­vegi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None