Björt framtíð heilbrigðisþjónustunnar

Sigrún Gunnarsdóttir
Auglýsing

Við erum öll sam­mála um hversu brýnt er að hefj­ast handa um úrbætur í heil­brigð­is­þjón­ust­unn­i.  En hvaða áherslur eru mik­il­vægastar til að tryggja örugga og aðgengi­lega heil­brigð­is­þjón­ustu hér á landi? Þing­menn Bjartrar fram­tíðar hafa und­an­farin ár sér­stak­lega beint sjónum að vel­ferð barna og eldri borg­ara, bæði hvað varðar þjón­ustu innan og utan sjúkra­hús. Jafn­framt hefur verið lögð áhersla á bætt aðgengi að þjón­ustu, til dæmis með frum­varpi um efl­ingu fjar­heil­brigð­is­þjón­ustu sem þing­kona flokks­ins lagði fram og felur það í sér veru­leg tæki­færi til að auka aðgengi að heil­brigð­is­þjón­ustu, ekki síst í dreifðum byggðum lands­ins. 

Heild­ræn hugsun í heil­brigð­is­þjón­ustu er grund­völlur lang­tíma­ár­ang­urs og í því sam­bandi leggur Björt fram­tíð sér­staka áherslu á mark­vissar aðgerðir til að tryggja nægan mann­afla í heil­brigð­is­þjón­ust­unni. Við blasir alvar­legur skortur á hjúkr­un­ar­fræð­ingum og í mörgum sér­greinum lækna blasir einnig við skort­ur. Þrátt fyrir nýja kjara­samn­inga þarf að gera enn betur til að laða að nægan fjölda heil­brigð­is­starfs­manna sem sér störf hér á landi sem heill­andi kost þar sem starfs­um­hverfi og aðbún­aður gerir þeim bæði kleift að veita fag­lega og góða heil­brigð­is­þjón­ustu og lifa ­mann­sæm­and­i og góðu lífi. Þekk­ing sem byggir á ára­tuga rann­sóknum um heil­brigt og aðlað­andi starfs­um­hverfi gerir okkur kleift að ráð­ast í úrbætur sem fela í sér lang­tíma­lausnir til hags­bóta fyrir sjúk­linga og starfs­fólk.

Um leið og ráð­ist er í mark­vissar aðgerðir til að efla mannauð heil­brigð­is­þjón­ust­unnar er mik­il­vægt að bæta skipu­lag og stefnu þannig að skjól­stæð­ing­arnir njóti þekk­ingar og færni þver­fag­legs hóps starfs­fólks, ekki síst innan heilsu­gæsl­unn­ar. Þar er mik­il­vægt að flétta saman þjón­ustu lækna, hjúkr­un­ar­fræð­inga, sjúkra­þjálf­ara, sál­fræð­inga, félags­ráð­gjafa og fleiri stétta þannig að ein­stak­lingar hafi aðgang að sem allra bestri þjón­ustu á hag­kvæman og skil­virkan hátt. Þver­fag­leg nálgun og góð teym­is­vinna getur tryggt að snemma sé gripið inn í vanda og komið í veg fyrir að leita þurfi flók­inna og dýrra úrræða. 

Auglýsing

Það er mikið fagn­að­ar­efni að búið er að sam­þykkja nýtt frum­varp um greiðslu­þátt­töku vegna heil­brigð­is­þjón­ustu og þar með ætti að vera úr sög­unni að ein­stak­lingar standi frammi fyrir ofur­háum reikn­ingum vegna heil­brigð­is­þjón­ustu. Þak á upp­hæð sem hver ein­stak­lingur greiðir hefur verið lækkað en betur má ef duga skal. Meðal þess sem þarf að vinna að er að þjón­usta sál­fræð­inga falli undir sama hatt og önnur þjón­usta sem og tann­lækna­þjón­usta. Það er algjört for­gangs­verk­efni að tryggja gott aðgengi að sál­fræði­þjón­ustu með lág­marks­kostn­aði ein­stak­ling­anna. 

Heil­brigð­is­þjón­usta hér á landi er að stórum hluta veitt á vett­vangi sjálf­stæðs rekst­urs en til þess að tryggja jafnt aðgengi, gæði og hag­kvæma nýt­ingu fjár­magns er mjög mik­il­vægt að bæta laga­lega umgjörð og eft­ir­lit. Sömu­leiðis þarf að skerpa reglur og leið­bein­ingar um sam­spil og sam­vinnu opin­berrar þjón­ustu og þjón­ustu sem veitt er á stofum t.d. varð­andi mat á gæð­um, eft­ir­fylgni og við­brögð við frá­vikum og fylgi­kvill­um.

Um leið og Björt fram­tíð fagnar nýjum áformum um bygg­ingar öldr­un­ar­heim­ila er mjög ­mik­il­vægt að stór­efla heima­þjón­ustu til aldr­aðra. Með ein­stak­lings­mið­aðri heima­þjón­ustu er stutt við sjálf­stæði og lífs­gæði aldr­aðra og sýnt hefur verið fram á að heima­þjón­usta er hag­kvæmt úrræði og getur í mörgum til­vikum hentað mun betur en vistun á stofn­un. 

Björt fram­tíð leggur áherslu á lang­tíma­hugsun í heil­brigð­is­þjón­ustu. Með því að byggja á reynslu og nýta nýja þekk­ingu til að end­ur­skoða skipu­lag og starfs­um­hverfi getum við laðað að hæfi­leik­a­ríkt heil­brigð­is­starfs­fólk sem getur veitt örugga og góða þjón­ustu og staðið vörð um lífs­gæði skjól­stæð­ing­anna og eflt um leið sín eigin lífs­gæði, innan og utan vinn­unn­ar.

Höf­undur er hjúkr­un­ar­fræð­ingur og skipar annað sæti á lista Bjartrar fram­tíðar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður vegna vænt­an­legra alþing­is­kosn­inga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None