Landsnet, fyrritæki með einokun á flutning raforku, virðist enn eina ferðina halla sér að stjórnvöldum í trausti þess að þau skeri sig úr snörunni.
Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa um langt árabil haft að engu önnur sjónarmið en að fara skuli beint af augum í lagningu raflína og gildir þá einu hvort það er í samræmi við það markmið raforkulaga að taka tillit til umhverfissjónarmiða eða náttúruverndarlög.
Af þessum sökum einum er Landsnet nú búið að koma sér í þá stöðu að efni kæra á framkvæmdaleyfum tveggja sveitarfélaga er talið svo alvarlegt að framkvæmdir hafa verið stöðvaðar af óháðri úrskurðarnefnd.
Framkvæmdin sem um ræðir færi yfir hraun sem njóta sérstakrar verndar og hafa notið allt frá árinu 1999 þegar eldri náttúruverndarlög voru sett. Landsnet hefur hinsvegar að engu haft þessi ákvæði þegar fyrirtækið valdi legustæði raflínanna. Eðlilega var sú hemilid sem er í lögum nýtt og framkvæmdaleyfin frá í vor kærð enda er það eina kæruheimildin í öllu þessa langa ferli.
Í stað þess að skikka Landsnet til að fara að lögum virðist samkvæmt fréttum sem stjórnvöld ætli að þrengja lýðræðilegan rétt almennings.
Illa er farið fyrir stjórnvöldum ef það verður raunin.