Auglýsing

Hinn 11. sept­em­ber 2001, fyrir fimmtán árum, breytt­ist heims­mynd­in. Þá var ráð­ist á Banda­ríkin og sjálft hjartað í hinu alþjóða­vædda við­skipta­líf­i, Tví­bura­t­urn­ana í New York. Allt í allt var um fjórar árásir að ræða. Sam­tals lét­ust 2.996 í árás­unum og yfir 6.000 slös­uð­ust, flest þegar ráð­ist var á t­urn­anna með tveimur far­þega­þotum sem hafði verið rænt og þeim stýrt á skot­mörkin af ógur­legri grimmd.

Fálm­kennt og óskipu­lagt

Mikið hefur verið rætt og ritað um þessar árás­ir, enda var heim­ur­inn breyttur eftir þær. Banda­ríkin svör­uðu fyrir sig með hern­aði í Afganistan, Írak og síðan með sér­tækum aðgerðum gegn grun­uð­u­m hryðju­verka­mönn­um, og er óhætt að segja að svif­ist hafi verið einskis. Menn voru hand­teknir og fang­els­aðir án dóms og laga. Pynt­ingum var beitt, eins og rakið hefur verið nákvæm­lega í skýrslum og bók­um. Ghost Plane, eftir Steph­en Grey, er sér­lega áhuga­verð bók um þessi eft­ir­köst árásanna og það sama má segja um Fiasco, eftir Thomas Ricks, blaða­mann The Was­hington Post. Þar er Íraks­stríðið til ítar­legrar umfjöll­unar og nafnið á bók­inni segir allt sem segja þarf. Inn­rás­in, sem átti sér rætur í við­bragðs­press­unni sem mynd­að­ist eftir árás­irnar 11. sept­em­ber, var algjört klúð­ur, fíaskó.

Þær draga vel fram hversu fálm­kenndar og óskipu­lagð­ar­ að­gerðir yfir­valda í Banda­ríkj­anna í raun voru, ofan á mann­rétt­inda­brot og ár­ang­ur­slitlar hern­að­ar­að­gerð­ir. George W. Bush, sem var for­seti Banda­ríkj­anna þegar árás­irnar áttu sér stað, við­ur­kenndi á tíu ára afmæli árásanna, í ít­ar­legu við­tali við National Geograp­hic, að hann og stjórn hans hefðu ver­ið ­gripin í bólinu. Hann hefði verið maður sem var með augun á þróun í inn­lend­um ­mál­efnum en á einni nóttu – með árás­unum 11. sept­em­ber – þá kúvent­ist stað­an, og hann þurfti að móta sér sýn á aðgerðir undir mik­illi pressu, og verða stríðs­tíma-­for­seti. Hann hafð­i ­tak­mark­aða þekk­ingu á hlut­un­um, og ráð­gjafar hans réðu að miklu leyti ferð­inni.

AuglýsingVissi ekki betur

Eins og Bush birt­ist í þessu við­tali, þá fannst mér hann við­ur­kenna van­mátt sinn. Hann var ekki með nægi­lega fast land undir fót­um, og í stað þess að koma fyrir sjónir sem hálf­gert ill­menni, eins og oft hefur fylg­t hans póli­tíska ferli í fjöl­miðla­um­ræðu, þá kom hann fyrir sem við­kvæmur mað­ur­ ­sem vissi ekki alveg hvað hann var að gera í erf­iðum aðstæð­um.

Í New York voru áhrifin af árás­unum vita­skuld mest og ­til­finn­inga­ríku­st, enda alvar­leg­ustu áhrifin þar þó stjórn­sýslan hafi lík­a ­fengið gríð­ar­legt högg með spreng­ing­unni í Penta­gon. Þessi suðu­pottur mann­lífs, þar sem menn­ing­ar­straumar heims­ins mætast, breytt­ist í víg­völl í byrj­un vinnu­dags þegar flestir eru á ferli. Frétta­flutn­ing­ur­inn frá þessu degi tók mið af þessu, enda oft talað um New York sem fjöl­miðla­höf­uð­borg heims­ins. Fólk var hrætt. Skelf­ingu lost­ið.

Hetj­urnar í úthverf­unum

Einn af fjöl­mörgum stöðum sem heldur minn­ingu þeirra sem lét­ust á lofti er Slökkvi­liðs­safnið á Man­hattan (New York City Fire Museum), við Spring Street í nálægð við Hud­son Squ­are. Þarna var fyrsta slökkvi­stöðin á Man­hatt­an, í nálægt við það svæði sem fékk yfir sig reyk­mökk­inn eftir árás­irn­ar.

Þetta litla aðlað­andi safn er einkar skemmti­legt að heim­sækja með börn, en það er líka áhrifa­mikið að heim­sækja þar lítið her­bergi þar sem myndum af öllum þeim slökkvi­liðs­mönnum sem lét­ust í New York hefur verið komið upp. Sam­tals lét­ust 343 slökkvi­liðs­menn og 72 lög­reglu­menn í árás­unum Al-Qa­eda.

Margir slökkvi­liðs­mann­ana lét­ust þegar turn­arnir hrundu. Á safn­inu um atburð­ina, sem er stað­sett á Ground Zero, er atburða­rásinni gerð ít­ar­leg skil og ýmsir munir til sýn­is. Aðstand­endur þeirra látnu fá for­gang í röð­ina.

Þegar ég fór með strák­ana mína í hjóla­túr um Bronx, þá var slá­andi að sjá minn­is­varða sem stendur nærri slökkvi­stöð­inni sem er í grennd við Bronx Zoo dýra­garð­inn. Allir slökkvi­liðs­menn á þeirri stöð lét­ust. Það þurfti að manna hana alveg upp á nýtt. Margar deildir í úthverfum New York urð­u ­fyrir gríð­ar­legu mann­falli, þar sem þær komu með aðeins síðar á vett­vang, og ­leystu dauð­þreytta slökkvi­liðs­menn af, sem höfðu komið fyrstir á vett­vang. Þeir ­fóru rak­leitt inn í bygg­ing­una til að bjarga fólki, en fengu hana svo yfir sig. Hund­ruð lét­ust á auga­bragði.

Alþjóða­póli­tísk sprengja

Spreng­ing­arnar sem urðu 11. sept­em­ber 2001 voru gríð­ar­lega á­hrifa­miklar þegar horft er á málin með alþjóða­póli­tískum gler­aug­um. Það er efni í greina­flokk að rekja alla þá fjöl­mörgu og flóknu þætti sem hafa breyst, eftir atburð­ina. 

En einn lær­dóm­ur­inn sem draga má af eft­ir­mál­unum er að víg­völl­ur­inn í bar­átt­unni gegn hryðju­verkum er ekki til. Það er ekki hægt að ­senda þangað her­menn, skrið­dreka og orr­ustu­þot­ur. Alveg sama hversu miklu­m hern­aði er beitt, þá eyð­ist ekki hættan á hryðju­verk­um, eins og komið hefur í ljós. Hat­rið sem knýr menn til árása eins og skullu á heims­byggð­inni 11. sept­em­ber á sér djúp­stæð­ari skýr­ingar og ástæð­ur. Það er líka hug­lægt og sið­ferði­leg­t ­at­riði, sem þol­in­móð alþjóða­sam­vinna getur unnið gegn. Mann­úð, þol­in­mæði og góð­mennska eru lík­lega beitt­ustu vopnin sem til eru í þeirri bar­áttu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
FME segir eftirlit með innherjum ekki hafa minnkað þrátt fyrir minni kvaðir
Skilgreiningin á innherjum fyrirtækja tók breytingum nýlega með nýjum lögum sem byggja á evrópskri reglugerð. Samkvæmt Fjármálaeftirlitinu mun fækka í hópi þeirra sem taldir eru hafa aðgang að mestu innherjaupplýsingum með lagabreytingunni.
Kjarninn 28. september 2021
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari
None