Auglýsing

Hinn 11. sept­em­ber 2001, fyrir fimmtán árum, breytt­ist heims­mynd­in. Þá var ráð­ist á Banda­ríkin og sjálft hjartað í hinu alþjóða­vædda við­skipta­líf­i, Tví­bura­t­urn­ana í New York. Allt í allt var um fjórar árásir að ræða. Sam­tals lét­ust 2.996 í árás­unum og yfir 6.000 slös­uð­ust, flest þegar ráð­ist var á t­urn­anna með tveimur far­þega­þotum sem hafði verið rænt og þeim stýrt á skot­mörkin af ógur­legri grimmd.

Fálm­kennt og óskipu­lagt

Mikið hefur verið rætt og ritað um þessar árás­ir, enda var heim­ur­inn breyttur eftir þær. Banda­ríkin svör­uðu fyrir sig með hern­aði í Afganistan, Írak og síðan með sér­tækum aðgerðum gegn grun­uð­u­m hryðju­verka­mönn­um, og er óhætt að segja að svif­ist hafi verið einskis. Menn voru hand­teknir og fang­els­aðir án dóms og laga. Pynt­ingum var beitt, eins og rakið hefur verið nákvæm­lega í skýrslum og bók­um. Ghost Plane, eftir Steph­en Grey, er sér­lega áhuga­verð bók um þessi eft­ir­köst árásanna og það sama má segja um Fiasco, eftir Thomas Ricks, blaða­mann The Was­hington Post. Þar er Íraks­stríðið til ítar­legrar umfjöll­unar og nafnið á bók­inni segir allt sem segja þarf. Inn­rás­in, sem átti sér rætur í við­bragðs­press­unni sem mynd­að­ist eftir árás­irnar 11. sept­em­ber, var algjört klúð­ur, fíaskó.

Þær draga vel fram hversu fálm­kenndar og óskipu­lagð­ar­ að­gerðir yfir­valda í Banda­ríkj­anna í raun voru, ofan á mann­rétt­inda­brot og ár­ang­ur­slitlar hern­að­ar­að­gerð­ir. George W. Bush, sem var for­seti Banda­ríkj­anna þegar árás­irnar áttu sér stað, við­ur­kenndi á tíu ára afmæli árásanna, í ít­ar­legu við­tali við National Geograp­hic, að hann og stjórn hans hefðu ver­ið ­gripin í bólinu. Hann hefði verið maður sem var með augun á þróun í inn­lend­um ­mál­efnum en á einni nóttu – með árás­unum 11. sept­em­ber – þá kúvent­ist stað­an, og hann þurfti að móta sér sýn á aðgerðir undir mik­illi pressu, og verða stríðs­tíma-­for­seti. Hann hafð­i ­tak­mark­aða þekk­ingu á hlut­un­um, og ráð­gjafar hans réðu að miklu leyti ferð­inni.

AuglýsingVissi ekki betur

Eins og Bush birt­ist í þessu við­tali, þá fannst mér hann við­ur­kenna van­mátt sinn. Hann var ekki með nægi­lega fast land undir fót­um, og í stað þess að koma fyrir sjónir sem hálf­gert ill­menni, eins og oft hefur fylg­t hans póli­tíska ferli í fjöl­miðla­um­ræðu, þá kom hann fyrir sem við­kvæmur mað­ur­ ­sem vissi ekki alveg hvað hann var að gera í erf­iðum aðstæð­um.

Í New York voru áhrifin af árás­unum vita­skuld mest og ­til­finn­inga­ríku­st, enda alvar­leg­ustu áhrifin þar þó stjórn­sýslan hafi lík­a ­fengið gríð­ar­legt högg með spreng­ing­unni í Penta­gon. Þessi suðu­pottur mann­lífs, þar sem menn­ing­ar­straumar heims­ins mætast, breytt­ist í víg­völl í byrj­un vinnu­dags þegar flestir eru á ferli. Frétta­flutn­ing­ur­inn frá þessu degi tók mið af þessu, enda oft talað um New York sem fjöl­miðla­höf­uð­borg heims­ins. Fólk var hrætt. Skelf­ingu lost­ið.

Hetj­urnar í úthverf­unum

Einn af fjöl­mörgum stöðum sem heldur minn­ingu þeirra sem lét­ust á lofti er Slökkvi­liðs­safnið á Man­hattan (New York City Fire Museum), við Spring Street í nálægð við Hud­son Squ­are. Þarna var fyrsta slökkvi­stöðin á Man­hatt­an, í nálægt við það svæði sem fékk yfir sig reyk­mökk­inn eftir árás­irn­ar.

Þetta litla aðlað­andi safn er einkar skemmti­legt að heim­sækja með börn, en það er líka áhrifa­mikið að heim­sækja þar lítið her­bergi þar sem myndum af öllum þeim slökkvi­liðs­mönnum sem lét­ust í New York hefur verið komið upp. Sam­tals lét­ust 343 slökkvi­liðs­menn og 72 lög­reglu­menn í árás­unum Al-Qa­eda.

Margir slökkvi­liðs­mann­ana lét­ust þegar turn­arnir hrundu. Á safn­inu um atburð­ina, sem er stað­sett á Ground Zero, er atburða­rásinni gerð ít­ar­leg skil og ýmsir munir til sýn­is. Aðstand­endur þeirra látnu fá for­gang í röð­ina.

Þegar ég fór með strák­ana mína í hjóla­túr um Bronx, þá var slá­andi að sjá minn­is­varða sem stendur nærri slökkvi­stöð­inni sem er í grennd við Bronx Zoo dýra­garð­inn. Allir slökkvi­liðs­menn á þeirri stöð lét­ust. Það þurfti að manna hana alveg upp á nýtt. Margar deildir í úthverfum New York urð­u ­fyrir gríð­ar­legu mann­falli, þar sem þær komu með aðeins síðar á vett­vang, og ­leystu dauð­þreytta slökkvi­liðs­menn af, sem höfðu komið fyrstir á vett­vang. Þeir ­fóru rak­leitt inn í bygg­ing­una til að bjarga fólki, en fengu hana svo yfir sig. Hund­ruð lét­ust á auga­bragði.

Alþjóða­póli­tísk sprengja

Spreng­ing­arnar sem urðu 11. sept­em­ber 2001 voru gríð­ar­lega á­hrifa­miklar þegar horft er á málin með alþjóða­póli­tískum gler­aug­um. Það er efni í greina­flokk að rekja alla þá fjöl­mörgu og flóknu þætti sem hafa breyst, eftir atburð­ina. 

En einn lær­dóm­ur­inn sem draga má af eft­ir­mál­unum er að víg­völl­ur­inn í bar­átt­unni gegn hryðju­verkum er ekki til. Það er ekki hægt að ­senda þangað her­menn, skrið­dreka og orr­ustu­þot­ur. Alveg sama hversu miklu­m hern­aði er beitt, þá eyð­ist ekki hættan á hryðju­verk­um, eins og komið hefur í ljós. Hat­rið sem knýr menn til árása eins og skullu á heims­byggð­inni 11. sept­em­ber á sér djúp­stæð­ari skýr­ingar og ástæð­ur. Það er líka hug­lægt og sið­ferði­leg­t ­at­riði, sem þol­in­móð alþjóða­sam­vinna getur unnið gegn. Mann­úð, þol­in­mæði og góð­mennska eru lík­lega beitt­ustu vopnin sem til eru í þeirri bar­áttu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiLeiðari
None