Auglýsing

Hinn 11. sept­em­ber 2001, fyrir fimmtán árum, breytt­ist heims­mynd­in. Þá var ráð­ist á Banda­ríkin og sjálft hjartað í hinu alþjóða­vædda við­skipta­líf­i, Tví­bura­t­urn­ana í New York. Allt í allt var um fjórar árásir að ræða. Sam­tals lét­ust 2.996 í árás­unum og yfir 6.000 slös­uð­ust, flest þegar ráð­ist var á t­urn­anna með tveimur far­þega­þotum sem hafði verið rænt og þeim stýrt á skot­mörkin af ógur­legri grimmd.

Fálm­kennt og óskipu­lagt

Mikið hefur verið rætt og ritað um þessar árás­ir, enda var heim­ur­inn breyttur eftir þær. Banda­ríkin svör­uðu fyrir sig með hern­aði í Afganistan, Írak og síðan með sér­tækum aðgerðum gegn grun­uð­u­m hryðju­verka­mönn­um, og er óhætt að segja að svif­ist hafi verið einskis. Menn voru hand­teknir og fang­els­aðir án dóms og laga. Pynt­ingum var beitt, eins og rakið hefur verið nákvæm­lega í skýrslum og bók­um. Ghost Plane, eftir Steph­en Grey, er sér­lega áhuga­verð bók um þessi eft­ir­köst árásanna og það sama má segja um Fiasco, eftir Thomas Ricks, blaða­mann The Was­hington Post. Þar er Íraks­stríðið til ítar­legrar umfjöll­unar og nafnið á bók­inni segir allt sem segja þarf. Inn­rás­in, sem átti sér rætur í við­bragðs­press­unni sem mynd­að­ist eftir árás­irnar 11. sept­em­ber, var algjört klúð­ur, fíaskó.

Þær draga vel fram hversu fálm­kenndar og óskipu­lagð­ar­ að­gerðir yfir­valda í Banda­ríkj­anna í raun voru, ofan á mann­rétt­inda­brot og ár­ang­ur­slitlar hern­að­ar­að­gerð­ir. George W. Bush, sem var for­seti Banda­ríkj­anna þegar árás­irnar áttu sér stað, við­ur­kenndi á tíu ára afmæli árásanna, í ít­ar­legu við­tali við National Geograp­hic, að hann og stjórn hans hefðu ver­ið ­gripin í bólinu. Hann hefði verið maður sem var með augun á þróun í inn­lend­um ­mál­efnum en á einni nóttu – með árás­unum 11. sept­em­ber – þá kúvent­ist stað­an, og hann þurfti að móta sér sýn á aðgerðir undir mik­illi pressu, og verða stríðs­tíma-­for­seti. Hann hafð­i ­tak­mark­aða þekk­ingu á hlut­un­um, og ráð­gjafar hans réðu að miklu leyti ferð­inni.

Auglýsing



Vissi ekki betur

Eins og Bush birt­ist í þessu við­tali, þá fannst mér hann við­ur­kenna van­mátt sinn. Hann var ekki með nægi­lega fast land undir fót­um, og í stað þess að koma fyrir sjónir sem hálf­gert ill­menni, eins og oft hefur fylg­t hans póli­tíska ferli í fjöl­miðla­um­ræðu, þá kom hann fyrir sem við­kvæmur mað­ur­ ­sem vissi ekki alveg hvað hann var að gera í erf­iðum aðstæð­um.

Í New York voru áhrifin af árás­unum vita­skuld mest og ­til­finn­inga­ríku­st, enda alvar­leg­ustu áhrifin þar þó stjórn­sýslan hafi lík­a ­fengið gríð­ar­legt högg með spreng­ing­unni í Penta­gon. Þessi suðu­pottur mann­lífs, þar sem menn­ing­ar­straumar heims­ins mætast, breytt­ist í víg­völl í byrj­un vinnu­dags þegar flestir eru á ferli. Frétta­flutn­ing­ur­inn frá þessu degi tók mið af þessu, enda oft talað um New York sem fjöl­miðla­höf­uð­borg heims­ins. Fólk var hrætt. Skelf­ingu lost­ið.

Hetj­urnar í úthverf­unum

Einn af fjöl­mörgum stöðum sem heldur minn­ingu þeirra sem lét­ust á lofti er Slökkvi­liðs­safnið á Man­hattan (New York City Fire Museum), við Spring Street í nálægð við Hud­son Squ­are. Þarna var fyrsta slökkvi­stöðin á Man­hatt­an, í nálægt við það svæði sem fékk yfir sig reyk­mökk­inn eftir árás­irn­ar.

Þetta litla aðlað­andi safn er einkar skemmti­legt að heim­sækja með börn, en það er líka áhrifa­mikið að heim­sækja þar lítið her­bergi þar sem myndum af öllum þeim slökkvi­liðs­mönnum sem lét­ust í New York hefur verið komið upp. Sam­tals lét­ust 343 slökkvi­liðs­menn og 72 lög­reglu­menn í árás­unum Al-Qa­eda.

Margir slökkvi­liðs­mann­ana lét­ust þegar turn­arnir hrundu. Á safn­inu um atburð­ina, sem er stað­sett á Ground Zero, er atburða­rásinni gerð ít­ar­leg skil og ýmsir munir til sýn­is. Aðstand­endur þeirra látnu fá for­gang í röð­ina.

Þegar ég fór með strák­ana mína í hjóla­túr um Bronx, þá var slá­andi að sjá minn­is­varða sem stendur nærri slökkvi­stöð­inni sem er í grennd við Bronx Zoo dýra­garð­inn. Allir slökkvi­liðs­menn á þeirri stöð lét­ust. Það þurfti að manna hana alveg upp á nýtt. Margar deildir í úthverfum New York urð­u ­fyrir gríð­ar­legu mann­falli, þar sem þær komu með aðeins síðar á vett­vang, og ­leystu dauð­þreytta slökkvi­liðs­menn af, sem höfðu komið fyrstir á vett­vang. Þeir ­fóru rak­leitt inn í bygg­ing­una til að bjarga fólki, en fengu hana svo yfir sig. Hund­ruð lét­ust á auga­bragði.

Alþjóða­póli­tísk sprengja

Spreng­ing­arnar sem urðu 11. sept­em­ber 2001 voru gríð­ar­lega á­hrifa­miklar þegar horft er á málin með alþjóða­póli­tískum gler­aug­um. Það er efni í greina­flokk að rekja alla þá fjöl­mörgu og flóknu þætti sem hafa breyst, eftir atburð­ina. 

En einn lær­dóm­ur­inn sem draga má af eft­ir­mál­unum er að víg­völl­ur­inn í bar­átt­unni gegn hryðju­verkum er ekki til. Það er ekki hægt að ­senda þangað her­menn, skrið­dreka og orr­ustu­þot­ur. Alveg sama hversu miklu­m hern­aði er beitt, þá eyð­ist ekki hættan á hryðju­verk­um, eins og komið hefur í ljós. Hat­rið sem knýr menn til árása eins og skullu á heims­byggð­inni 11. sept­em­ber á sér djúp­stæð­ari skýr­ingar og ástæð­ur. Það er líka hug­lægt og sið­ferði­leg­t ­at­riði, sem þol­in­móð alþjóða­sam­vinna getur unnið gegn. Mann­úð, þol­in­mæði og góð­mennska eru lík­lega beitt­ustu vopnin sem til eru í þeirri bar­áttu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None