Starri Reynisson
Auglýsing

Spurn­ingin um hvort Ísland eigi að ganga í Evr­ópu­sam­bandið hefur verið eitt helsta bit­bein íslenskra stjórn­mála um ára­bil, en þrátt fyrir það hefur umræðan um aðild að ESB og afleið­ingar hennar aldrei rist neitt rosa­lega djúpt. Hún hefur reyndar ekki rist mikið dýpra en svo að tvær fylk­ingar hrópi á hvor aðra, þar sem önnur öskrar já og hin æpir nei. 

And­stæð­ingar Evr­ópu­sam­bands­ins á Íslandi, sem og ann­ars stað­ar í Evr­ópu, eru gjarnir á að nota mýtur sem eiga oft litla eða enga stoð í raun­veru­leik­anum til stuðn­ings sínu máli. Mýtan um að Evr­ópu­sam­bandið hafi bannað bogna ban­ana er senni­lega mín upp­á­halds. Hafi maður komið inn í mat­vöru­verslun í Evr­ópu á maður að vita að það er lítið til í því. Það var vissu­lega sett reglu­gerð sem er hluti af neyt­enda­vernd­ar­lögum Evr­ópu­sam­bands­ins sem kveður m.a. á um að ban­anar eigi að vera lausir við hvers konar „al­var­legar afmynd­an­ir“, því­lík illska sem það nú er.

Önnur mýta sem er gjarnan slengt fram er sú að Evr­ópu­sam­band­inu sé stjórnað af ókjörn­um bjúrókrötum í Brus­sel. Þetta er ein­fald­lega rangt. Í fyrsta lagi er æðsta vald Evr­ópu­sam­bands­ins, Evr­ópu­ráð­ið, kosið af Evr­ópu­þing­inu og Evr­ópu­þingið af íbúum sam­bands­ins. Alls ekki ósvipað og myndun rík­is­stjórnar hér heima. Í öðru lagi þá eru aðeins rétt í kringum 50.000 manns sem vinna fyrir Evr­ópu­sam­band­ið, ef við berum saman umfang og höfða­tölu er það svipað og að sirka 11 manns væru að vinna hjá Reykja­vík­ur­borg.

Auglýsing

„Það sjá nú allir hvers konar ástand er þar“

And­stæð­ingar aðildar Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu hafa um ára­bil fabúlerað eins og eng­inn sé morg­un­dag­ur­inn um að ef Ísland gangi í ESB fari íslenskur land­bún­aður á haus­inn. Þetta er ein­fald­lega rangt. Aðgengi að almennum land­bún­að­ar­styrkjum Evr­ópu­sam­bands­ins og sér­stökum styrkjum fyrir norð­lægan land­bún­að, ásamt toll­frjálsum við­skiptum við löndin á meg­in­landi Evr­ópu gera það að verkum að Evr­ópu­sam­bands­að­ild kæmi fáum stéttum jafn vel og bænda­stétt­inni. Páll Valur Björns­son, þing­maður Bjartrar fram­tíð­ar, benti á þetta á dög­unum í óund­ir­bú­inni fyr­ir­spurn til land­bún­að­ar­ráð­herra. Ráð­herr­ann vék sér undan þeirri umræðu með því að svara þannig að „Það sjá nú allir hvers konar ástand er þar, þannig að við erum fljót að afgreiða það allt sam­an.“ Ég ætla að ger­ast svo djarfur að ganga út frá því að þetta „ástand“ sem Gunnar Bragi talar um sé eft­ir­köst þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar í Bret­landi og efna­hags­vand­ræði Grikk­lands. Ræðum þetta „ástand“ endi­lega aðeins.

Vissu­lega var nið­ur­staða þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar í Bret­landi högg fyrir Evr­ópu­sam­band­ið. Það var samt ekki alveg jafn mikið högg og and­stæð­ingar ESB vilja margir meina. Á heild­ina litið var nið­ur­staðan nokkuð tæp, 52% vildu út og 48% vildu vera áfram inni. Það sem virð­ist hafa gert gæfumun­inn var grímu­laus ras­ista­á­róður breska Sjálf­stæð­is­flokks­ins og popúl­ísk lof­orð þeirra sem börð­ust fyrir útgöngu, sem sýndu það svo í kjöl­farið að þeir ætl­uðu aldrei að standa við þau. Skotar og N-Írar létu hins vegar ekki gabba sig og kusu afger­andi með áfram­hald­andi aðild. Það hvað Skotar og Írar eru ánægðir innan ESB ætti að senda skýr skila­boð til okkar á Íslandi, enda þau lönd, utan Norð­ur­land­anna, sem við eigum hvað mest sam­eig­in­legt með.

Hvað Grikk­land varðar þá eru and­stæð­ingar Evr­ópu­sam­bands­ins ansi dug­legir að kenna því um vand­ræði Grikk­lands og benda gjarna á efna­hags­vand­ræðin þar sem rök­stuðn­ing fyrir þeim full­yrð­ingum að Evran sé í besta falli mis­heppn­aður gjald­mið­ill og í versta falli rót alls ills. Það er sára­lítið til í þessu. Ef við horfum á lönd eins og Írland, Portú­gal og Kýp­ur, sem komu álíka illa út úr hrun­inu og Grikk­land, sjáum við að þau hafa öll náð nokkuð góðum bata á síð­ustu árum. Það má vel vera að Evran hjálpi ekki Grikkjum í þeirra vand­ræð­um. Hún er hins vegar langt frá því að vera rót vand­ans og er sömu­leiðis ekki það sem kemur í veg fyrir lausn hans. Rót vand­ans í Grikk­landi er fyrst og fremst slæm hag­stjórn í aðdrag­anda hruns­ins. Ástæð­urnar fyrir því að illa gengur að leysa vand­ann eru svo í aðal­at­riðum slæm hag­stjórn í kjöl­far hruns­ins í bland við gíf­ur­legan trega til þess að ráð­ast í mjög þarfar kerf­is­breyt­ing­ar.

Nið­ur­staðan er sú að vegna lýð­skrums í Bret­landi mega íslenskir bændur ekki stunda toll­frjáls við­skipti við Finn­land eða Búlgaríu og vegna efna­hags­vanda í Grikk­landi mega þeir ekki fá aðgang að styrkja­kerfi Evr­ópu­sam­bands­ins. Það virð­ist í það minnsta skoðun land­bún­að­ar­ráð­herra.

Af hverju Evr­ópu­sam­band­ið?

Í fyr­ir­sjá­an­legri fram­tíð verður þró­unin sú að þunga­miðja alþjóða­sam­skipta og við­skipta mun fær­ast sífellt hraðar úr Norð­ur­-Atl­ants­hafi og yfir í Kyrra­haf­ið. Raunin er því sú að innan 20 ára mun senni­lega ekki eitt ein­asta Evr­ópu­land, hvorki Frakk­land, Bret­land, Þýska­land né Spánn (hvað þá litla Ísland), vera meðal áhrifa­mestu þjóða heims. Evr­ópu­löndin eru á nið­ur­leið og lönd eins og Brasil­ía, Ind­land, Mexíkó, Tyrk­land, Indónesía og Ka­sakstan eru á upp­leið. Eina leiðin til þess að sporna við þess­ari þró­un, eina leiðin til þess að Evr­ópu­löndin (að Íslandi með­töldu) geti áfram gert sig gild­andi á alþjóða­vett­vangi, er með náinni sam­vinnu og sterku Evr­ópu­sam­bandi.

Evr­ópu­sam­bandið er langt frá því að vera galla­laust. Bann við alvar­lega afmynd­uðum banönum er vissu­lega óþarfi og þó full­yrð­ingar um skort á lýð­ræði séu oft ýktar þá má alltaf auka það, bæði í Evr­ópu­sam­band­inu og hér heima. Aðild að Evr­ópu­sam­band­inu er alls ekki ein­hver töfra­lausn sem kæmi til með að kippa öllum okkar vanda­málum í lag, en ég held hins vegar að kost­irnir við aðild séu bæði fleiri og vegi þyngra en gall­arn­ir. Mögu­leik­inn til þess að losa okkur við okkar sveiflugjarnan og óstöðugan gjald­miðil og taka upp Evr­una er tví­mæla­laust einn af stærri kost­un­um. Það að geta haft áhrif á alla þá lög­gjöf sem við inn­leiðum hvort sem er vegna aðildar okkar að evr­ópska efna­hags­svæð­inu vegur líka þungt. Ef við vöndum valið á full­trúum okkar í stofn­unum Evr­ópu­sam­bands­ins þá efast ég ekki um að við gætum haft tölu­verð áhrif.

Það liggur ljóst fyrir að við munum ekki fá að kjósa um áfram­hald­andi aðild­ar­við­ræður á þessu kjör­tíma­bili eins og lofað var fyrir kosn­ing­arnar 2013. Ég vona mjög inni­lega að við get­um, sem þjóð, tekið mál­efna­lega og góða umræðu um Evr­ópu­sam­bandið og hugs­an­lega aðild Íslands að því á næsta kjör­tíma­bili og von­andi tekið ákvörðun um hvort við ætlum inn eða ekki, því óvissan er vond fyrir alla.

Höf­undur skipar 3. sæti á lista Bjartrar fram­tíðar í Reykja­vík norð­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Reikna með 800-1.650 smitum í þriðju bylgjunni
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni
Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.
Kjarninn 29. september 2020
Í gær voru tekin yfir 2.300 sýni.
Tveir á gjörgæslu með COVID-19 – 32 ný smit
32 ný smit af kórónuveirunni greindust í gær, mánudag, og eru 525 eru nú með COVID-19 hér á landi og í einangrun. Tveir sjúklingar eru nú á gjörgæslu.
Kjarninn 29. september 2020
Yfirmaður Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til að fara með rannsókn á bankanum DNB. Málið verður fært til annars embættis.
Æðsti yfirmaður Økokrim segist vanhæfur til að rannsaka DNB
Nýlega ráðinn yfirmaður hjá norsku efnahagsbrotadeildinni Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til þess að koma að rannsókn á bankanum DNB, sem fór af stað eftir umfjöllun um Samherjaskjölin í fyrra. Málið verður fært til annars embættis.
Kjarninn 29. september 2020
Verðbólgan komin upp í 3,5 prósent
Verðbólgan í september er sú hæsta sem mælst hefur á árinu og hefur nú náð svipuðum hæðum og í fyrra.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None