Starri Reynisson
Auglýsing

Spurn­ingin um hvort Ísland eigi að ganga í Evr­ópu­sam­bandið hefur verið eitt helsta bit­bein íslenskra stjórn­mála um ára­bil, en þrátt fyrir það hefur umræðan um aðild að ESB og afleið­ingar hennar aldrei rist neitt rosa­lega djúpt. Hún hefur reyndar ekki rist mikið dýpra en svo að tvær fylk­ingar hrópi á hvor aðra, þar sem önnur öskrar já og hin æpir nei. 

And­stæð­ingar Evr­ópu­sam­bands­ins á Íslandi, sem og ann­ars stað­ar í Evr­ópu, eru gjarnir á að nota mýtur sem eiga oft litla eða enga stoð í raun­veru­leik­anum til stuðn­ings sínu máli. Mýtan um að Evr­ópu­sam­bandið hafi bannað bogna ban­ana er senni­lega mín upp­á­halds. Hafi maður komið inn í mat­vöru­verslun í Evr­ópu á maður að vita að það er lítið til í því. Það var vissu­lega sett reglu­gerð sem er hluti af neyt­enda­vernd­ar­lögum Evr­ópu­sam­bands­ins sem kveður m.a. á um að ban­anar eigi að vera lausir við hvers konar „al­var­legar afmynd­an­ir“, því­lík illska sem það nú er.

Önnur mýta sem er gjarnan slengt fram er sú að Evr­ópu­sam­band­inu sé stjórnað af ókjörn­um bjúrókrötum í Brus­sel. Þetta er ein­fald­lega rangt. Í fyrsta lagi er æðsta vald Evr­ópu­sam­bands­ins, Evr­ópu­ráð­ið, kosið af Evr­ópu­þing­inu og Evr­ópu­þingið af íbúum sam­bands­ins. Alls ekki ósvipað og myndun rík­is­stjórnar hér heima. Í öðru lagi þá eru aðeins rétt í kringum 50.000 manns sem vinna fyrir Evr­ópu­sam­band­ið, ef við berum saman umfang og höfða­tölu er það svipað og að sirka 11 manns væru að vinna hjá Reykja­vík­ur­borg.

Auglýsing

„Það sjá nú allir hvers konar ástand er þar“

And­stæð­ingar aðildar Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu hafa um ára­bil fabúlerað eins og eng­inn sé morg­un­dag­ur­inn um að ef Ísland gangi í ESB fari íslenskur land­bún­aður á haus­inn. Þetta er ein­fald­lega rangt. Aðgengi að almennum land­bún­að­ar­styrkjum Evr­ópu­sam­bands­ins og sér­stökum styrkjum fyrir norð­lægan land­bún­að, ásamt toll­frjálsum við­skiptum við löndin á meg­in­landi Evr­ópu gera það að verkum að Evr­ópu­sam­bands­að­ild kæmi fáum stéttum jafn vel og bænda­stétt­inni. Páll Valur Björns­son, þing­maður Bjartrar fram­tíð­ar, benti á þetta á dög­unum í óund­ir­bú­inni fyr­ir­spurn til land­bún­að­ar­ráð­herra. Ráð­herr­ann vék sér undan þeirri umræðu með því að svara þannig að „Það sjá nú allir hvers konar ástand er þar, þannig að við erum fljót að afgreiða það allt sam­an.“ Ég ætla að ger­ast svo djarfur að ganga út frá því að þetta „ástand“ sem Gunnar Bragi talar um sé eft­ir­köst þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar í Bret­landi og efna­hags­vand­ræði Grikk­lands. Ræðum þetta „ástand“ endi­lega aðeins.

Vissu­lega var nið­ur­staða þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar í Bret­landi högg fyrir Evr­ópu­sam­band­ið. Það var samt ekki alveg jafn mikið högg og and­stæð­ingar ESB vilja margir meina. Á heild­ina litið var nið­ur­staðan nokkuð tæp, 52% vildu út og 48% vildu vera áfram inni. Það sem virð­ist hafa gert gæfumun­inn var grímu­laus ras­ista­á­róður breska Sjálf­stæð­is­flokks­ins og popúl­ísk lof­orð þeirra sem börð­ust fyrir útgöngu, sem sýndu það svo í kjöl­farið að þeir ætl­uðu aldrei að standa við þau. Skotar og N-Írar létu hins vegar ekki gabba sig og kusu afger­andi með áfram­hald­andi aðild. Það hvað Skotar og Írar eru ánægðir innan ESB ætti að senda skýr skila­boð til okkar á Íslandi, enda þau lönd, utan Norð­ur­land­anna, sem við eigum hvað mest sam­eig­in­legt með.

Hvað Grikk­land varðar þá eru and­stæð­ingar Evr­ópu­sam­bands­ins ansi dug­legir að kenna því um vand­ræði Grikk­lands og benda gjarna á efna­hags­vand­ræðin þar sem rök­stuðn­ing fyrir þeim full­yrð­ingum að Evran sé í besta falli mis­heppn­aður gjald­mið­ill og í versta falli rót alls ills. Það er sára­lítið til í þessu. Ef við horfum á lönd eins og Írland, Portú­gal og Kýp­ur, sem komu álíka illa út úr hrun­inu og Grikk­land, sjáum við að þau hafa öll náð nokkuð góðum bata á síð­ustu árum. Það má vel vera að Evran hjálpi ekki Grikkjum í þeirra vand­ræð­um. Hún er hins vegar langt frá því að vera rót vand­ans og er sömu­leiðis ekki það sem kemur í veg fyrir lausn hans. Rót vand­ans í Grikk­landi er fyrst og fremst slæm hag­stjórn í aðdrag­anda hruns­ins. Ástæð­urnar fyrir því að illa gengur að leysa vand­ann eru svo í aðal­at­riðum slæm hag­stjórn í kjöl­far hruns­ins í bland við gíf­ur­legan trega til þess að ráð­ast í mjög þarfar kerf­is­breyt­ing­ar.

Nið­ur­staðan er sú að vegna lýð­skrums í Bret­landi mega íslenskir bændur ekki stunda toll­frjáls við­skipti við Finn­land eða Búlgaríu og vegna efna­hags­vanda í Grikk­landi mega þeir ekki fá aðgang að styrkja­kerfi Evr­ópu­sam­bands­ins. Það virð­ist í það minnsta skoðun land­bún­að­ar­ráð­herra.

Af hverju Evr­ópu­sam­band­ið?

Í fyr­ir­sjá­an­legri fram­tíð verður þró­unin sú að þunga­miðja alþjóða­sam­skipta og við­skipta mun fær­ast sífellt hraðar úr Norð­ur­-Atl­ants­hafi og yfir í Kyrra­haf­ið. Raunin er því sú að innan 20 ára mun senni­lega ekki eitt ein­asta Evr­ópu­land, hvorki Frakk­land, Bret­land, Þýska­land né Spánn (hvað þá litla Ísland), vera meðal áhrifa­mestu þjóða heims. Evr­ópu­löndin eru á nið­ur­leið og lönd eins og Brasil­ía, Ind­land, Mexíkó, Tyrk­land, Indónesía og Ka­sakstan eru á upp­leið. Eina leiðin til þess að sporna við þess­ari þró­un, eina leiðin til þess að Evr­ópu­löndin (að Íslandi með­töldu) geti áfram gert sig gild­andi á alþjóða­vett­vangi, er með náinni sam­vinnu og sterku Evr­ópu­sam­bandi.

Evr­ópu­sam­bandið er langt frá því að vera galla­laust. Bann við alvar­lega afmynd­uðum banönum er vissu­lega óþarfi og þó full­yrð­ingar um skort á lýð­ræði séu oft ýktar þá má alltaf auka það, bæði í Evr­ópu­sam­band­inu og hér heima. Aðild að Evr­ópu­sam­band­inu er alls ekki ein­hver töfra­lausn sem kæmi til með að kippa öllum okkar vanda­málum í lag, en ég held hins vegar að kost­irnir við aðild séu bæði fleiri og vegi þyngra en gall­arn­ir. Mögu­leik­inn til þess að losa okkur við okkar sveiflugjarnan og óstöðugan gjald­miðil og taka upp Evr­una er tví­mæla­laust einn af stærri kost­un­um. Það að geta haft áhrif á alla þá lög­gjöf sem við inn­leiðum hvort sem er vegna aðildar okkar að evr­ópska efna­hags­svæð­inu vegur líka þungt. Ef við vöndum valið á full­trúum okkar í stofn­unum Evr­ópu­sam­bands­ins þá efast ég ekki um að við gætum haft tölu­verð áhrif.

Það liggur ljóst fyrir að við munum ekki fá að kjósa um áfram­hald­andi aðild­ar­við­ræður á þessu kjör­tíma­bili eins og lofað var fyrir kosn­ing­arnar 2013. Ég vona mjög inni­lega að við get­um, sem þjóð, tekið mál­efna­lega og góða umræðu um Evr­ópu­sam­bandið og hugs­an­lega aðild Íslands að því á næsta kjör­tíma­bili og von­andi tekið ákvörðun um hvort við ætlum inn eða ekki, því óvissan er vond fyrir alla.

Höf­undur skipar 3. sæti á lista Bjartrar fram­tíðar í Reykja­vík norð­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None