Hvalárvirkjun á Ströndum: Ríkisstyrkur til einkaaðila

Seinni grein af tveimur eftir formann Landverndar um Hvalárvirkjun á Ströndum.

Auglýsing

Virkjun Hvalár í Ófeigs­firði sætir nú mati á umhverf­is­á­hrifum og hefur verk­fræði­stof­an Ver­kís skilað inn viða­mik­illi frum­mats­skýrslu (sjá fyrri grein). Hval­ár­virkjun var skipað í orku­nýt­ing­ar­flokk í 2. áfanga ramma­á­ætl­unar á grunni verð­mæta- og áhrifa­ein­kunna undir með­al­lagi. Þá sem nú lá fyrir að þessi virkjun væri óhag­kvæm vegna mik­ils tengi­kostn­aðar við við flutn­ings­kerfi raf­orku, lands­net­ið. Í fyrri grein var rætt um þau gríð­ar­legu umhverf­is­á­hrif sem þessi virkjun mun hafa á eyði­byggðir og víð­erni á norð­an­verðum Strönd­um. Í þess­ari grein verður sjónum beint að því hvernig rík­is­valdið hyggst greiða fyrir því að einka­fyr­ir­tæki, Vest­ur­Verk (Eig­endur Vest­ur­verks eru HS-Orka, Gunn­ar G. Magn­ús­son véla­tækni­fræð­ing­ur, Valdi­mar Stein­þórs­son rekstr­ar­fræð­ing­ur, og Hall­varður E. Aspelund arki­tekt.), geti ráð­ist í þessa virkjun og hagn­ast á henn­i. 

For­sendur Hval­ár­virkj­unar

Áætluð stærð fyr­ir­hug­aðrar Hval­ár­virkj­unar er 55 MW. Mark­mið hennar skv. mats­skýrslu Ver­kís (bls. 1) er „…að virkja rennsli ánna Hvalár, Rjúkanda og Eyvind­ar­fjarð­arár til að fram­leiða orku til nota við upp­bygg­ingu atvinnu­starf­semi sem nýtir orku við fram­leiðslu.“ Aðeins síðar seg­ir  „Ekki er ljóst  nú til hvaða atvinnu­starf­semi orkan verður einkum seld“. Að mati und­ir­rit­aðs er vart hægt að hugsa sér metn­að­ar­laus­ara meg­in­mark­mið með virkjun sem fórnar jafn miklum nátt­úru­verð­mætum og við blasir (sjá fyrri grein) aðeins til þess að geta selt ein­hverjum orku sem hugs­an­lega vill kaupa hana til að knýja ein­hverja atvinnu­starf­sem­i. 

Mark­mið Vest­ur­Verks með bygg­ingu virkj­un­ar­innar er sagt vera að stuðla að auknu öryggi raf­orku­dreif­ingar á Vest­fjörð­um. „Virkjun Hvalár og teng­ing hennar við flutn­ings­kerfi Lands­nets mun auð­velda hring­teng­ingu raf­orku um Vest­firð­i..” (bls. 1). Síðar í mats­skýrsl­unni (bls. 42) kemur reyndar fram að þetta sé aðeins mögu­legt vegna fyr­ir­ætl­ana iðn­að­ar­ráð­herra um að ríkið leggi fram fé til að setja upp tengi­virki við Naut­eyri í Ísa­fjarð­ar­djúpi og línu þaðan í Geira­dal í Króks­firði á Strönd­um.

Auglýsing

Þar með þarf fyr­ir­tæk­ið Vest­ur­Verk að­eins að leggja línu frá Hvalá um Ófeigs­fjarð­ar­heiði til Naut­eyrar (áætlað tengi­gjald 526 mkr.) í stað þess að fara alla leið suður í Geira­dal (áætlað tengi­gjald 1960 mkr), og sparar þannig 1434 m­kr. Þess má þó geta að teng­ing yfir Ófeigs­fjarð­ar­heiði var metin „erf­ið” í skýrslu sem starfs­hópur iðn­að­ar­ráð­herra skil­aði 2012, Afhend­ingar­ör­yggi raf­orku á Vest­fjörð­um. 

En er eitt­hvað unnið fyrir Vest­firð­inga með teng­ingu frá Hvalá að Geira­dal um Naut­eyri við Ísa­fjarð­ar­djúp?  ­Trufl­anir í raf­orku­af­hend­ingu á norð­an­verðum Vest­fjörðum hafa lengi verið til umræð­u. Í skýrslu sem Lands­net birti árið 2009, Bætt afhend­ingar­ör­yggi raf­orku á Vest­fjörðumgerði fyr­ir­tækið grein fyrir mögu­legum úrbót­um. Í kjöl­farið var komið upp sjálf­virkri vara­afls­stöð á Bol­ung­ar­vík til að koma í veg fyrir straum­leysi þar og á Ísa­firði. Lesa má um hvernig til tókst árs­skýrslu Orku­bús Vest­fjarða fyrir árið 2015(bls. 4): „Nokkrar óveð­urslægðir fóru yfir Vest­firði á síð­asta ári og sú versta í byrjun des­em­ber. Þetta óveður grand­aði tæp­lega 200 staurum í loft­línu­kerfi OV og rúm­lega 20 tví­stæðum í flutn­ings­kerfi Lands­nets á Vest­fjörð­um. Fyrr á árum hefðu þessir atburðir valdið fleiri sóla­hringa raf­magns­leysi í þétt­býli og dreif­býli en með varafls­stöð Lands­nets í Bol­ung­ar­vík, strenglögnum OV á liðnum árum og auknum við­bún­aði með vara­afls­vélum varð straum­leysi hjá not­endum í lág­marki þrátt fyrir mestu línu­brot í sögu OV. 

Að miklu leyti er því vitnað í for­tíð­ar­vanda þegar rætt er um lítið raf­orku­ör­yggi á norð­an­verðum Vest­fjörð­u­m. 

Í áður­nefndri skýrslu Lands­nets seg­ir um teng­ingu hugs­an­legrar Hval­ár­virkj­unar við flutn­ings­kerfið í Geira­dal (bls. 3-4): Tengi­kostn­aður er veru­lega hár og þjóð­hags­legur ábati (í formi lækk­unar á sam­fé­lags­legum kostn­aði vegna straum­leys­is) er ekki það mik­ill að hann nægi til þess að arð­semi teng­ing­ar­innar sé jákvæð. Það hafa heldur ekki farið fram athug­anir á hugs­an­legum streng­leiðum á botni Ísa­fjarð­ar­djúps, t.d. með til­liti til fiski­miða og sigl­inga­leiða.“ Aðeins síðar seg­ir: „Teng­ing Hval­ár­virkj­unar í Geira­dal hefur lítil áhrif á spennu og afhend­ingar­ör­yggi á norð­an­verðum Vest­fjörð­um. Við óbreytt ástand er þörf á auk­inni launafls­fram­leiðslu, til dæmis á Ísa­firði. Það er óbreytt þó Hval­ár­virkjun teng­ist í Geira­dal. Teng­ing í Geira­dal leysir um það bil 5 – 10% af þeim straum­leys­istil­vikum sem upp koma á Vest­ur­línu. Hvorug tengi­leiðin er arð­söm, hvorki fyrir Lands­net né þjóð­hags­lega.“  

Sem sagt, Hval­ár­virkjun og teng­ing hennar við Geira­dal, hvort sem farið er beina leið eða um tengi­virki á Naut­eyri við Ísa­fjarð­ar­djúp, mun aðeins leysa 5 – 10% af þeim raf­magns­trufl­unum sem kvartað er yfir. Iðn­að­ar­ráð­herra rær því nú öllum árum að því að rík­ið, í gegn um Lands­net, legg­i feikna­leg­ar ­upp­hæðir í að greiða niður óhag­kvæm flutn­ings­mann­virki sem í litlu sem engu bæta afhend­ingar­ör­yggi raf­orku á Vest­fjörð­u­m! 

Raf­orku­trufl­anir á Vest­fjörðum stafa ekki síst af bil­unum á loft­línum á heið­unum norðan Mjólk­ár­virkj­un­ar. Raun­hæf­asta bótin á þeim vanda, og mun ódýr­ari en nið­ur­greidd flutn­ings­mann­virki frá fyr­ir­hug­aðri Hval­ár­virkj­un, virð­ist því fel­ast í stærri spenni við Mjólká og lagn­ingu 66 kv jarð­strengs þaðan um vænt­an­leg Dýra­fjarð­ar­göng og Vest­fjarð­ar­göng. Hvers vegna er þessi mögu­leiki ekki rædd­ur? 

Iðn­að­ar­ráð­herra og virkj­un­ar­að­ilar hafa rétt­lætt mögu­legt tengi­virki á Naut­eyri við Ísa­fjarð­ar­djúp sem byrjun á hring­teng­ingu raf­lína á Vest­fjörð­um. Lands­net hef­ur hins­veg­ar bent á að slík hring­teng­ing sé ein­fald­lega of dýr miðað við raf­orku­notkun og til­kostn­að. Teng­ing frá Naut­eyri á Ísa­fjörð kostar a.m.k. 2 millj­arða króna og tvö­földun um 180 km langrar Vest­ur­línu frá Mjólká í Hrúta­fjörð yfir 9 millj­arða, svo fátt eitt sé talið. Engin raun­hæf áform eru uppi um slíka hring­teng­ing­u. 

Mun far­sælli kostur (en Hval­ár­virkj­un) fyrir Vest­firð­inga, og umtals­vert skárri umhverf­is­lega, virð­ist vera lítil virkjun í Djúp­inu (Skúfna­vötn eða Aust­ur­gil), jarð­strengur vestur Snæfjalla­strönd og sæstrengur þaðan þvert yfir Djúpið til Ísa­fjarð­ar. Virkj­unin þyrfti að duga vel fyrir eðli­legri atvinnu­upp­bygg­ingu á Ísa­firði og nágrenni. Raf­orku­not­endur á Suð­ur­fjörð­unum nytu líka góðs af þess­ari teng­ingu ef lagðir yrðu jarð­strengir í núver­andi og vænt­an­leg jarð­göng á svæð­inu.

Orku­geir­inn, sveit­ar­fé­lög og ríkið verða að fara sníða orku­öflun eftir vexti. Í til­viki Hval­ár­virkj­unar er verið að ræða millj­arða fjár­fest­ingu Lands­nets [fyr­ir­tækis í rík­i­s­eigu] til þess að virkj­un, sem er of stór fyrir orku­flutn­ings­kerfið og mark­að­inn á Vest­fjörð­um, verði hag­kvæmur fjár­fest­ing­ar­kostur fyrir einka­að­ila. Er slík rík­is­að­stoð rétt­læt­an­leg miðað svo lít­inn ávinn­ing sem raun ber vitni, að ekki sé talað um fórn­ar­kostn­að­inn? Vest­ur­Verk mun að öllum lík­indum græða vel á fram­kvæmd­inni en ólík­legt er að ávinn­ingur íbúa verði merkj­an­legur til langs tíma lit­ið. 

Sífellt gengur á óbyggðir jarð­ar­innar og þær verða verð­mæt­ari með hverju nýju fram­kvæmda­svæði sem við bæt­ist. Á áhrifa­svæði Hval­ár­virkj­unar væri auð­veld­lega hægt stofna glæsi­legan þjóð­garð – sem spannað gæti svæðið allt frá Ing­ólfs­firði á Ströndum að aust­an­verðu og a.m.k. frá Kalda­lóni, ef ekki Langa­dals­strönd all­ri, að vest­an­verðu til og með Horn­stranda –  og byggja hann upp hann upp af miklum mynd­ar­skap fyrir sam­bæri­legan rík­is­styrk og fyr­ir­hug­aður er vegna Hval­ár­virkj­un­ar. Fyrir þá upp­hæð má einnig greiða sveit­ar­fé­lag­inu aðstöðu­gjöld fyrir mann­virki þjóð­garðs­ins og land­eig­endum sann­gjarnt verð fyrir afnot af land­inu. Und­ir­rit­aður er ekki í nokkrum vafa um að lang­tíma­á­vinn­ingur sam­fé­lags­ins á Ströndum af þjóð­garði og þeirri atvinnu­upp­bygg­ingu sem gæti orðið í kring um hann á næstu ára­tugum yrði marg­faldur á við virkj­un. Ég skora því á Stranda­menn að hafna öllum virkj­un­ar­hug­myndum í Hvalá og nágrenni en knýa þess í stað á um stuðn­ing rík­is­ins við stofnun þjóð­garðs á svæð­in­u. 

Höf­undur er for­maður Land­vernd­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar