Hvalárvirkjun á Ströndum: Mikil og óafturkræf umhverfisáhrif

Fyrri grein af tveimur eftir formann Landverndar um Hvalárvirkjun á Ströndum.

Auglýsing

Virkjun Hvalár í Ófeigs­firði á Ströndum sætir nú mati á umhverf­is­á­hrifum og hefur verk­fræði­stof­an Ver­kís skilað inn viða­mik­illi frum­mats­skýrsluHval­ár­virkjun var skipað í orku­nýt­ing­ar­flokk í 2. áfanga ramma­á­ætl­unar á grunni verð­mæta- og áhrifa­ein­kunna undir með­al­lagi. Þá sem nú lá fyrir að þessi virkjun væri óhag­kvæm vegna mik­ils tengi­kostn­aðar við flutn­ings­kerfi raf­orku, lands­net­ið. Ekki er úti­lokað að það hafi haft áhrif á mat fag­hópa. Nú liggur aftur á móti fyrir ein­beittur vilji iðn­að­ar­ráð­herra til að nið­ur­greiða flutn­ing raf­orkunnar frá tengi­virki á Naut­eyri við Ísa­fjarð­ar­djúp að Geira­dal í Króks­firði. 

Við það verður Hval­ár­virkjun skyndi­lega arð­bær kostur fyrir einka­að­ila að ráð­ast í. 

Í tveimur tengdum greinum verður gerð grein fyrir ann­ars vegar miklum nei­kvæðum umhverf­is­á­hrifum Hval­ár­virkj­unar og hins vegar áætl­unum um teng­ingu hennar við lands­net­ið. Þar hyggst iðn­að­ar­ráð­herra liðka fyrir með beinum rík­is­styrk sem skilar Vest­firð­ingum litlum sem engum ávinn­ingi í bættu raf­orku­ör­ygg­i. 

Auglýsing

Hval­ár­virkjun - verk­lýs­ing

Fyr­ir­huguð Hval­ár­virkjun í Ófeigs­firði virkjar afl þriggja vatns­falla með upp­tök á Ófeigs­fjarð­ar­heið­i, Rjúkanda, Hvalár og Eyvind­ar­fjarð­ar­ár. Ófeigs­fjarð­ar­heiði er skil­greind sem óbyggt víð­erni. Ánni Rjúkanda syðst á heið­inni verður veitt yfir í Vatna­laut­ar­vötn (sem verða Vatna­laut­ar­lón) á vatna­sviði Hvalár. Þaðan er vatni veitt í mið­lægt Hvalár­lón í vatns­stæðum Efra- og Neðra Hvalár­vatns. Í Hvalár­lón er enn frem­ur ­fyr­ir­hugað að veita vatni af vatna­sviði Eyvind­ar­fjarð­arár á norð­an­verðri Ófeigs­fjarð­ar­heiði um miðlun í Neðra-Ey­vind­ar­fjarð­ar­vatni (sem verður Eyvind­ar­fjarð­ar­lón). Frá Hvalár­lóni er svo öllu þessu vatni beint að stöðv­ar­húsi neð­an­jarðar í Ófeigs­firði með frá­rennsli í ós Hvalár. Rjúk­andi og Hvalá sam­ein­ast í Ófeigs­firði en Eyvind­ar­fjarð­ará rennur í sam­nefndan fjörð. Báðir firðir eru komnir í eyði, þótt sum­ar­dvöl sé enn í Ófeigs­firð­i. 

Hvaða nátt­úru­verð­mæti eru í húfi?

Verð­mæti óbyggðra víð­erna og eyði­byggða á fyr­ir­hug­uðu virkj­un­ar­svæði, og í raun á öllum aust­an­verðum Vest­fjarð­ar­kjálk­anum til og með Horn­stranda­friðlandi, fel­ast ekki síst í þeim áhrifum sem saga, feg­urð og fram­and­leiki eyði­byggða og lítt eða ósnort­innar nátt­úru hafa á fólk í sífellt ­mann­gerðri heimi. Þá á ég ekki bara við ferða­menn heldur okkur öll. Fá ef nokkur svæði á land­inu skarta sam­spili eyði­byggða og víð­erna af sama umfangi og er að finna á norð­an­verðum Strönd­um. Við eigum að fyll­ast stolti yfir því að eiga slík svæði eftir til að njóta og ekki láta hvarfla að okkur að eyði­leggja þau fyrir hagnað fárra. 

Á þessu svæði hefur nútím­inn með sinni vél­væddu umferð, raf­lín­um, skurð­um, skóg­rækt, og verk­smiðjum ýmist vart hafið inn­reið sína eða hörfað aftur inn í gamla tím­ann. Á þessu svæði er saga íslensks þjóð­lífs og atvinnu­hátta fyrri alda við hvert fót­mál og þar fær nátt­úran að þró­ast eftir eigin höfði og birt­ast okkur eins og hún er, tær og ómeng­uð. Þarna væri auð­veld­lega hægt stofna stóran þjóð­garð – sem spannað gæti svæðið allt frá Ing­ólfs­firði að aust­an­verðu og a.m.k. frá Kalda­lóni ef ekki Langa­dals­strönd allri að vest­an­verðu, til og með Horn­stranda – og byggja hann upp af miklum metn­aði fyrir hluta af þeim rík­is­styrk sem fyr­ir­hug­aður er vegna Hval­ár­virkj­un­ar. 

Vatnafar

Eitt helsta aðdrátt­ar­afl og ein­kenni nátt­úru Ófeigs­fjarðar og nágrennis eru hin miklu vatns­föll sem þar steyp­ast til sjávar með til­heyr­andi fossnið. Hvalár­foss í sam­nefndri á rétt ofan fjöru­borðs í Ófeigs­firði er mikið nátt­úru­vætti enda Hvalá vatns­mesta á Vest­fjarða. Hvalá sam­ein­ast ánni Rjúkanda spöl­korn fyrir ofan bæi í Ófeigs­firði en stór hluti vatns­ins í Hvalá kemur úr þeirri á. Í Rjúkanda er sam­nefndur sjald­séður foss sem ekki sést nema gengið sé alveg að hon­um. Sama á við um fossinn Drynj­anada í Hvalá. Hvalár­foss­arnir neðst í Hvalá eru mun þekkt­ari enda sjást þeir langt að og göngu­brúin yfir Hvalá er rétt ofan við foss­ana. Í næsta firði, Eyvind­ar­firði fellur Eyvind­ar­fjarð­ará til sjávar í geysi­miklum flúðum eða hávöðum rétt ofan sjáv­ar­máls. Þar er brú fyrir göngu­menn yfir illa vætt vatns­fall­ið. Engin byggð er í hinum fagra en hrjóstruga Eyvind­ar­firði og því upp­lifun af kom­unni að foss­unum mjög sterk. Áin kemur úr sam­nefndum vötnum hátt á fjöllum uppi og margir fossar og flúðir í henni á þeirri leið sem bera ekki nöfn og fáir hafa séð að smala­mönnum und­an­skild­um.

Á­form um Hval­ár­virkjun munu ger­bylta vatnaf­ari á þessu land­svæði og ræna flesta fossa þess mik­il­feng­leik sín­um, feg­urð og fossa­dyn, en fossar og næsta nágrenni þeirra njóta sér­stakrar verndar sam­kvæmt nátt­úru­vernd­ar­lögum nr. 60/2013 (61. grein). Vatns­magn í þessum fossum og flúðum verður aðeins svipur hjá sjón eftir virkjun miðað við nátt­úr­legt ástand, eða á bil­inu 3–36% skv. frum­mats­skýrslu Ver­kís og eitt­hvað meira á yfir­falli. Á Ófeigs­fjarð­ar­heið­inni eru all­mörg stöðu­vötn sem ná þeim 1.000 m2 stærð­ar­mörkum sem skil­greind eru í nátt­úru­vernd­ar­lögum (61. grein) til að þau njóti sér­stakrar vernd­ar. Sjö þeirra verða eyðilögð og hverfa undir lón ef virkjun verður að veru­leika. Þau eru: Syðra- og Nyrðra-Vatna­laut­ar­vatn, auk tveggja ónefndra vatna sem hverfa undir Vatna­laut­ar­lón, Efra- og Neðra-Hvalár­vatn sem hverfa undir Hvalár­lón og Neðra-Ey­vind­ar­fjarða­vatn sem hverfur undir Eyvind­ar­fjarða­lón.  

Þar sem fyr­ir­hug­aðar virkj­un­ar­fram­kvæmdir stemma þrjár ósnortnar ár með þverám og lækjum að sama ósi og leggja undir sig sjö stöðu­vötn sem njóta sér­stakrar vernd­ar, auk fjöl­margra fossa, er ein­sýnt áhrif fram­kvæmd­anna á vatnafar svæð­is­ins í heild sinni verða óaft­ur­kræf og veru­lega nei­kvæð.

Lands­lag – víð­erni

Ófeigs­fjarð­ar­heiðin er hluti af stærsta sam­fellda óbyggða víð­erni Vest­fjarða, alls um 1635 km2, sem nær suður frá Stein­gríms­fjarð­ar­heiði um Dranga­jök­ul, allt norður um Horn­stranda­friðland. Veitu- og vega­fram­kvæmdir á Ófeigs­fjarð­ar­heiði munu að mati Ver­kís skerða þetta víð­erni um 14% en 21% þegar lína yfir Ófeigs­fjarð­ar­heiði niður að Naut­eyri á Langa­dals­strönd við Ísa­fjarð­ar­djúp er tekin með í dæm­ið. 

Pró­sentu­tölur eru í þessu til­viki vill­andi því virkj­un­ar­fram­kvæmdir ásamt línu yfir að Naut­eyri við Ísa­fjarð­ar­djúp munu brjóta ofan­greint víð­erni upp í tvo mis­stóra hluta. Syðri hlut­inn sem eftir verður er það lít­ill að hann nær vart máli sem óbyggt víð­erni. Því má vel rök­styðja að virkj­un­ar­fram­kvæmdir skerði víð­erni á aust­an­verðum Vest­fjörðum um allt að 40%. Hvort sem rætt er um 21% eða 40% skerð­ingu víð­erna á þessu svæði eru umhverf­is­á­hrifin veru­leg og óásætt­an­leg.   

Sam­fé­lag/­ferða­mennska

Fram­kvæmda­svæði Hval­ár­virkj­unar er í Árnes­hreppi á Ströndum sem taldi 54 íbúa 1. jan­úar sl. Talið er lík­legt að fram­kvæmd­irnar dragi til sín vinnu­afl og þjón­ustu af öllum Ströndum sem sam­an­standa, auk Árnes­hrepps, af Kald­rana­nes­hreppi og Stranda­byggð. Heild­ar­fjöldi íbúa á Ströndum var 639 hinn 1. jan­úar sl. Stærsti byggða­kjarn­inn er á Hólma­vík þar sem ríf­lega helm­ingur íbúa svæð­is­ins býr. 

Gert er ráð fyrir allt að 350 árs­verkum á þriggja ára fram­kvæmda­tíma við Hval­ár­virkjun og að hluti þess­ara árs­verka verði unnin af heima­mönn­um, en að sá hluti fari þó eftir almennu atvinnu­á­standi á virkj­un­ar­tím­an­um. Þetta er gríð­ar­leg atvinnuinn­spýt­ing fyrir svo lítið sam­fé­lag. Sam­kvæmt mats­skýrslu Ver­kís er talið lík­legt að þenslu­á­stand muni skap­ast á fram­kvæmda­tíma en samt sem áður eru áhrif fram­kvæmd­anna metin nokkuð jákvæð til skamms tíma vegna auk­inna umsvifa og til langs tíma vegna auk­inna tekna fyrir sveit­ar­fé­lag­ið. Ég ætla ekki að gera lítið úr því að efna­hags­legur ávinn­ingur til skamms tíma er umtals­verð­ur. Stærri spurn­ing er hver lang­tíma­á­vinn­ingur verður eftir að fram­kvæmd­um líkur þar sem ekki er gert ráð fyrir föstum störfum við virkj­un­ina eftir að hún er ris­in.

Í mats­skýrslu Ver­kís kemur fram að sér­staða Vest­fjarða varð­andi ferða­mennsku sé m.a. hrein­leiki, eyði­byggð­ir, fámenni, róleg­heit og kyrrð. Aðdrátt­ar­afl virkj­un­ar­svæð­is­ins sé nátt­úran, fámenna land­bún­að­ar­sam­fé­lagið og sagan sem þar er að finna og gildi þess felist ekki síst í nátt­úru­ferða­mennsku á mörkum Horn­stranda­friðlands. Við­mæl­andi nefnir að „…stóra aðdrátt­ar­aflið sé þetta eyði­byggð­ar­yf­ir­bragð…“ (bls. 142). Þar sem talað er um við­horf ferða­þjón­ustu­að­ila og ann­arra heima­manna, bls. 144, kemur fram að sumir telji að virkjun geti jafn­vel aukið áhuga ferða­manna á svæð­inu. Sjón­ar­mið ann­ars við­mæl­anda er hins veg­ar það að virkj­unin muni breyta lands­lagi og til­teknum nátt­úru­fyr­ir­bærum, svo sem flúðum Eyvind­ar­fjarð­ar­ár, á óásætt­an­legan hátt. 

Að mati þess sem hér heldur um penna mun sú sér­staða land­svæð­is­ins sem nefnd er hér að framan hverfa að meira eða minna leyti þegar Hval­ár­virkjun er risin með til­heyr­andi veit­um, uppi­stöðu­lónum og upp­hækk­uðum veg­um. Er fram­kvæmdin og ávinn­ingur hennar þess virði? Það verður að telj­ast nokkur ósk­hyggja að ferða­menn fari alla leið norður á Strandir til að upp­lifa virkjun sem þeir geta auð­veld­lega skoðað á Suð­ur­landi í alls konar útgáfum í innan við 150 km rad­íus frá höf­uð­borg­inn­i. 

Heild­ar­nið­ur­staða

Heild­ar­nið­ur­staða Ver­kís er að umhverf­is­á­hrif Hval­ár­virkj­unar til langs tíma á sam­tals fjóra umhverf­is­þætti af átta (50%), vatnaf­ar, vatna­líf, ásýnd lands og lands­lag, ferða­mennsku og úti­vist, séu tals­vert nei­kvæð. Áhrif á tvo þættisam­fé­lag og ferða­mennsku og úti­vist, eru met­in nokkuð jákvæð. Eins og rök­stutt er hér að framan telur und­ir­rit­aður ein­sýnt að umhverf­is­á­hrif á a.m.k. þrjá af þessum átta þátt­um, vatnaf­ar, ásýnd lands og lands­lag og ferða­mennsku, séu van­metin og þess vegna beri skil­yrð­is­laust að hætta við þessa virkj­un. Ekki er ásætt­an­legt að spilla var­an­lega svo ein­stakri óspilltri nátt­úru og fornri atvinnu­sögu á þeim hæpnu for­sendum sem lagt er upp með (sjá næstu grein).

Orku­stofnun og ýmsir virkj­ana­að­ilar hafa ítrekað bent á að flokkun svæða í orku­nýt­ing­ar­flokk þýði ekki sjálf­krafa að þar verði virkjað þar sem eftir sé langt ferli umhverf­is­mats og leyf­is­veit­inga

Nú reynir á þessa varnagla og tæki­færi til að hætta við Hval­ár­virkjun í Ófeigs­firði á grunni óásætt­an­legra umhverf­is­á­hrifa. 

Höf­undur er for­maður Land­vernd­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar