Óhreinu börnin hennar Evu

Matthías Freyr Matthíasson
Auglýsing

Sem betur fer finn­ast margar ólíkar per­sónu­gerðir í öllum sam­fé­lögum og mann­eskjur sem ná að skara fram úr á ein­hvern hátt og eru skap­andi á akademískum, við­skipta­legum, félags­legum og íþrótta­legum vett­vangi sem og í menn­ingu og list­um. Því ber að fagna og það ber að hlúa að öllu skap­andi fólki, gefa hverjum og einum þau tæki­færi sem þarf til þess að hver og einn fái að dafna og vaxa á því sviði sem við­kom­andi hefur kosið sér.

Því miður hefur íslensku sam­fé­lagi mis­tek­ist að ein­hverju leyti með það verk­efni. Stað­reyndin er sú að til er hópur barna og ung­menna sem ein­hverra hluta vegna hefur farið hall­oka í sam­fé­lag­inu. Það geta ver­ið marg­vís­leg­ar á­stæður fyrir því. Erf­ið­ar­ heim­il­is­að­stæð­ur, félags­legar aðstæður eða per­sónu­leg vand­ræði. Og svo það sem ekki má segja upp­hátt, að skóla­kerfið er jafn­vel að bregð­ast sumum þeirra.

Umræðu um þessa ein­stak­linga er því miður ekki nógu mikið haldið á lofti því eng­inn vill snerta á umræð­unni um óhreinu börnin hennar Evu. Það er hins vegar einn þing­maður sem talar mikið og oft um stöðu þess­ara barna og ung­menna, Páll Valur Björns­son þing­maður Bjartar fram­tíð­ar. Það er nefni­lega þannig að Björt fram­tíð er stjórn­mála­flokkur sem er öðru­vísi en margir aðr­ir. Björt fram­tíð er full af fólki sem kemur alls staðar að úr sam­fé­lag­inu og veit hversu miklu máli fjöl­breytni skiptir og að hvert og eitt okkar fái notið sín. Að allir litir regn­bog­ans fái að skína. Því er vel­ferð barna og ung­linga sem skil­greind eru ,,utan­garðs“, okkur mik­il­væg. 

Auglýsing

Við viljum að þar til bærir aðilar fái það fjár­magn og þau úrræði sem þarf til að halda utan um og leiða þessa ein­stak­linga til vaxt­ar. Það er til að mynda ekki ásætt­an­legt að barn þurfi að bíða í lengri tíma eftir því að kom­ast að hjá sér­fræð­ingum til grein­ingar svo hægt sé að hefja við­eig­andi ferli til þess að aðstoða og hjálpa við­kom­andi til að verða besta útgáfan af sjálfu sér. Þessu vill Björt fram­tíð m.a. breyta.

Minna fúsk, meiri Bjarta fram­tíð.

Höf­undur situr í 4. sæti á lista Bjartrar fram­tíðar í NV kjör­dæmi. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svavar Halldórsson
Dýravelferð í íslenskum landbúnaði
Kjarninn 23. október 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
„Vanda þarf til verka á þessu mikilvæga og viðkvæma horni“
Borgarstjóri segir að hvorki endanlegar né ásættanlegar tillögur séu komnar fram um uppbyggingu á Bræðraborgarstíg þar sem mannskæðasti eldsvoði í sögu Reykjavíkur varð í fyrrasumar. Vanda þurfi til verka og gera megi ráð fyrir því að vinnan taki tíma.
Kjarninn 23. október 2021
283 lítra af vatni þarf til framleiða eitt kíló af „græna gullinu“
Sprenging í eftirspurn eftir avókadó hefur orðið til þess að skógar hafa verið ruddir, ár og lækir mengaðir og mikilvægum vistkerfum stefnt í voða. Eiturlyfjahringir kúga fé út úr smábændum og nota viðskipti með ávöxtinn til peningaþvættis.
Kjarninn 23. október 2021
Míla hefur verið seld til franska fjárfesta. Útbreiðsla 5G og ljósleiðarauppbygging er meðal þess sem nýr eigandi leggur áherslu á.
Sala á Mílu skilar Símanum 46 milljörðum
Síminn hefur selt Mílu til eins stærsta sjóðsstýringarfyrirtækis Evrópu. Hagnaður af sölunni er 46 milljarðar króna. Kaupandinn, Ardian France SA, hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignast allt að 20 prósenta hlut í Mílu.
Kjarninn 23. október 2021
Stefán Ólafsson
Gott lífeyriskerfi – en með tímabundinn vanda
Kjarninn 23. október 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er lóðaskortur virkilega flöskuhálsinn?
Kjarninn 23. október 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýjar Macbook Pro og Pixel 6 símar
Kjarninn 23. október 2021
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None