Davíð Ingason
Auglýsing

Í skýrslu McK­insey um íslenskan þjóð­ar­hag frá 2012, sem Við­skipta­ráð vitnar stöðugt í, er fjallað um nauð­syn þess að auka hug­vits­drif­inn útflutn­ing og bæta fram­leiðni. Þetta eru tvö helstu mark­miðin sem McK­insey telur að við ættum að vinna að. Skemmst er frá að segja að lítið hefur gerst á þessum fjórum árum sem færir okkur nær þessum mark­mið­um.

Skýrslan skiptir atvinnu­vegum okkar upp í þrjá geira: þjón­ustu­geira (op­in­ber þjón­usta, fjar­skipt­i,  ­bankar,  verslun og við­skipt­i), auð­linda­geira (sjáv­ar­út­veg­ur, orku­iðn­aður og ferða­manna­þjón­usta) og að síð­ustu alþjóða­geira (ný­sköpun og fyr­ir­tæki á alþjóða­mörk­uð­u­m). 

Í þjón­ustu­geir­anum er lagt til að sam­keppni sé auk­in, við­skipta­hindr­unum aflétt og stjórn höfð á vexti opin­berrar þjón­ustu. Í auð­linda­geir­anum er lögð áhersla á bætta fram­leiðni fjár­magns í orku­iðn­aði, að haldið sé áfram á sömu braut í sjáv­ar­út­vegi og að áhersla sé aukin á verð­mæta­sköpun í ferða­þjón­ustu. Þegar kemur að alþjóða­geir­anum er talað um að styrkja rekstr­ar­um­hverfi, styðja við nýlið­un, styðja nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki og efla upp­bygg­ingu mannauðs.

Auglýsing

Til að allrar sann­girni sé gætt varð­andi alþjóð­lega geirann, sem er vissu­lega langt á eftir áætlun miðað við til­lögur skýrsl­unn­ar, hefur þó verið tekið aðeins til varð­andi lög og reglu­gerð­ir. Skatta­legir hvatar hafa verið bættir og auð­veld­ara er að fá hingað erlenda sér­fræð­inga en áður. Hins vegar hefur ekki verið unnið að því að auka hvata til að fjölga tækni- og raun­greina­mennt­uðu fólki sem hlýtur að telj­ast veiga­mikil for­senda árang­urs á þessu sviði.

Enn verðum við að horfa upp á atgervis­flótta frá land­inu. Tækni- og raun­greina­menntað fólk flýr land, ekki ein­göngu vegna þess að laun ann­ars staðar eru betri, heldur vegna þess að fá tæki­færi eru fyrir það að láta reyna á getu sína hér heima. Umhverfið hér er enn ekki orðið þannig að eft­ir­sókn­ar­vert sé að byggja upp slík fyr­ir­tæki. Mörg eldri fyr­ir­tæki í þessum geira hafa þar að auki þegar flúið land eða eru und­ir­búa brott­för.

Lífs­gæði í lágu orku­verði

Af þeim gæðum sem gert hafa Ísland byggi­legt á und­an­förnum ára­tugum vil ég sér­stak­lega nefna hið lága orku­verð sem almenn­ingur nýtur hér. Þar njótum við góðs af mark­vissri upp­bygg­ingu orku­tengds iðn­aðar sem hófst fyrir hálfri öld og hefur greitt niður orku til almenn­ings allar götur síð­an. Ég er í hópi þeirra Íslend­inga, sem flust hafa heim eftir að hafa búið í erlendis um ára­bil og finna fljótt að orku­verð hér er eitt helsta mót­vægið við það, hve langt úr alfara­leið við búum. Það var ein­falt reikn­ings­dæmi hjá okkur að orku­kostn­að­ur­inn ytra reynd­ist rúm­lega tvö­falt hærri en hér heima. 

Lands­virkjun er fyr­ir­tæki í almanna­eigu og ætti því að hugsa um hag almenn­ings. LV hef­ur hins­vegar af eigin hvötum drifið harðan áróður á und­an­förnum miss­erum fyrir því að flytja út íslenska orku til þess að hækka verð­mið­ann á henni. Þó að fyr­ir­tækið reyni að fara lágt með áhrif hækk­aðs orku­verðs á almenn­ing með því að mála upp ýmsar myndir mik­illa heilla fyrir þjóð­ina sem raf­magns­snúra til útlanda færi okk­ur, er öruggt að verð til almenn­ings mun hækka veru­lega. Þar með herð­ist enn á atgervis­flótt­anum og lík­urnar minnka að sama skapi á að alþjóða­geiri sá sem McK­insey talar um, komi undir sig fót­unum hér­lend­is.

Kanarí norð­urs­ins

Á meðan flyst hingað ágætis fólk af erlendum upp­runa því að hér er gnægð vinnu að fá þar sem lítið mennt­aðir eða ómennt­aðir ein­stak­lingar geta unnið við að skipta um lök og ljósa­perur á hót­elum lands­ins. Slíkum störfum fer fjölg­andi en lítið bólar á árangri við að auka verð­mæta­sköpun í ferða­iðn­aði. Magnið eykst en gæðin ekki. Massa­t­úrismi er stað­reynd. Við erum ekki að verða Kúba norð­urs­ins, eins og ein­hverjir snill­ingar spáðu hér um árið, held­ur Kanarí norð­urs­ins. Áskor­un McK­insey um auk­inn útflutn­ing úr alþjóða­geir­anum virð­ist ekki ætla að verða að veru­leika. 

Á síð­ustu fimm árum hefur störfum í ferða­þjón­ustu fjölgað um tæp fjöru­tíu pró­sent á meðan störfum í land­inu hefur fjölgað um sex pró­sent. Aukið vægi ferða­þjón­ustu getur gert land­ið  ber­skjald­aðra fyrir áföll­um. Hlýtur því ekki að telj­ast brýnt að útflutn­ings­vöxtur komi ann­ars staðar frá til mót­væg­is? 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None