Auglýsing

Stjórn­mál eiga að snú­ast um hug­myndir og skyn­semi. Það er eðli­legt að hug­myndir allra séu ekki þær sömu og að skyn­semi eins leiði hann í aðra átt í ákvörð­un­ar­töku en skyn­semi ann­ars. Síð­ustu árin hefur skyn­semin yfir­gefið marga sem stunda stjórn­mál. Þeir eru hættir að styðj­ast við stað­reyndir en láta full­yrð­ingar og til­finn­ingar nægja til að rök­styðja ákvarð­anir sínar og stefn­ur. Og þol gagn­vart öðrum hug­myndum fer sífellt minnk­andi. Sam­an­dregið má kalla þessi stjórn­mál rót­tæka skyn­sem­is­hyggju, en sam­kvæmt henni eru stað­reyndir val­kvæðar og þurfa ekki að vera raun­veru­legar ef þær henta ekki þeim mál­flutn­ingi sem við­kom­andi er að selja.

Þetta end­ur­spegl­ast mjög vel í því að valdir stjórn­mála­menn kalla sífellt eftir að umræða sé mál­efna­leg og á efn­is­legum for­sendum en neita svo að beita fyrir sig nokkrum vit­rænum rökum til að styðja mál­flutn­ing sinn eða ræða aðal­at­riði máls. Og ef ein­hver er þeim ósam­mála, eða neitar að ræða málin á þeirra for­send­um, þá er það vegna þess að við­kom­andi er and­stæð­ing­ur. Óvin­ur.

Fárán­leiki sem virk­aði

Þessi sam­sær­is­kenn­inga- og stríðspóli­tík hefur færst upp á annað stig fárán­leik­ans hjá fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þjóð­ar­innar og þeim sem standa honum næst.

Auglýsing

Það er kannski ekki skrýtið að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son treysti á þessa taktík. Það reynd­ist honum mjög vel í póli­tík framan af að búa til strá­menn sem áttu að vilja Íslandi allt illt. Í Ices­a­ve-­mál­inu var það Evr­ópu­sam­bandið og þáver­andi rík­is­stjórn. Efna­hags­lega var það Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn, Bretar og Hol­lend­ing­ar. Í aðdrag­anda síð­ustu kosn­inga voru það hrægamm­arnir sem ætl­uðu að blóð­mjólka Ísland.

Eftir að hafa unnið for­dæma­lausan og glæstan kosn­inga­sigur snéri Sig­mundur Davíð sér að fjöl­miðl­um. Eftir mánuð á valda­stóli skrif­aði hann fræga grein um loft­árásir þeirra, og nafn­greindi þar sér­stak­lega frétta­stofu RÚV, sem honum hefur alla tíð síðan verið sér­stak­lega í nöp við. Sig­mundur Davíð boð­aði meðal ann­ars þáver­andi útvarps­stjóra RÚV á sinn fund til að kvarta undan umræðu til­tek­inna starfs­manna um Fram­sókn­ar­flokk­inn. Í jan­úar 2015 end­ur­tók hann leik­inn og boð­aði þáver­andi frétta­stjóra 365 á fund vegna umræðu um hann sjálfan og flokk hans. Þá var Sig­mundur Davíð með fyrir framan sig grein­ingu á skrifum frétta­stjór­ans og ann­arra sem skrif­uðu fyrir Frétta­blaðið á þeim tíma. For­sæt­is­ráð­herr­ann þáver­andi sagði þessi skrif gera sér og rík­is­stjórn sinni erfitt fyrir og væri þeim til trafala.

Þegar Seðla­banki Íslands og atvinnu­lífið urðu óvinir

Í ræðu sem Sig­mundur Davíð hélt á Við­skipta­þingi í febr­úar 2014 hellti hann sér yfir Seðla­banka Íslands fyrir að hafa greint áhrif skulda­leið­rétt­ingar rík­is­stjórn­ar­innar í ritum sín­um, og sagð­ist ekki skilja af hverju hann eyddi tíma sínum í það. Frekar hefði verið ástæða til að fjalla um áhrif Ices­a­ve-­samn­ing­anna á íslensk heim­ili. For­sæt­is­ráð­herra þjóð­ar­innar ásak­aði Seðla­banka hennar um að stunda póli­tík gegn sér. Að vera óvin­ur.

Gagn­rýnin var for­dæma­laus og bar með sér að rík­is­stjórn Íslands van­treysti Seðla­bank­anum til að gegna lög­bundnum skyldum sín­um. Í kjöl­farið var staða Más Guð­munds­sonar seðla­banka­stjóra aug­lýst til umsókn­ar. Aðgerð­irnar leiddu til þess að lyk­il­starfs­menn innan bank­ans íhug­uðu að segja störfum sínum lausum og sögðu að ummæli Sig­mundar Dav­íðs hefðu vegið að trú­verð­ug­leika bank­ans. Þeir upp­lifðu raun­veru­lega að ákvörð­unin um að aug­lýsa stöðu seðla­banka­stjór­ans lausa til umsóknar hefði verið hefnd­ar­að­gerð vegna þess að Seðla­bank­inn vann vinn­una sína og greindi áhrif for­dæma­lausrar skulda­nið­ur­fell­ingar á jafn­vægi efna­hags­kerf­is­ins.

Í ræð­unni frægu gagn­rýndi hann einnig Sam­tök atvinnu­lífs­ins harð­lega vegna þess að Ásdís Krist­jáns­dótt­ir, for­stöðu­maður efna­hags­sviðs sam­tak­anna, hafði sagt á opin­berum vett­vangi að íslensk stjórn­völd virt­ust ekki vilja erlenda fjár­fest­ingu. Sig­mundur Davíð hellti sér yfir hana í ræð­unni og lagði til að Sam­tök atvinnu­lífs­ins myndu annað hvort nota fjár­magn og bol­magn sitt til að vinna með stjórn­völd­um, eða spara félags­mönnum sínum fram­lögin og setja bara á fót blogg­síðu.

Þegar háskóla­sam­fé­lagið og Gísli Mart­einn urðu að óvinum

Sig­mundur Davíð mætti svo í sjón­varps­þátt hjá Gísla Mart­eini Bald­urs­syni skömmu síðar til að ræða þessi mál. Eitt af því sem hann hafði rætt um í Við­skipta­þings­ræð­unni var að póli­tískir kross­farar í háskóla­sam­fé­lag­inu ynnu gegn rík­is­stjórn hans. Í þætt­inum sagði hann: „Það sem ég er að setja út á er þegar menn skrifa af heift og skrifa tóma vit­leysu – það er ósæm­andi háskóla­sam­fé­lag­inu, þegar menn eru bara í póli­tískri her­ferð gegn ein­hverjum sem þeir líta á sem and­stæð­inga sína og nýta aðstöðu sína, hvort sem er í háskól­anum eða ein­hvers staðar ann­ars stað­ar, eru ekki að taka þátt í póli­tískri rök­ræðu, eru heift­úð­ugir og eru her­ferð gegn ákveðnum hópum í sam­fé­lag­in­u.“ Háskóla­sam­fé­lagið var í her­ferð gegn hon­um. Það var óvin­ur.

Hann gagn­rýndi líka Gísla Mart­ein sjálfan í við­tal­inu fyrir að vera að koma skoð­unum sínum of mikið á fram­færi í stað þess að spyrja hann spurn­inga. Þegar Gísli Mart­einn sagð­ist stýra við­tal­inu sagði Sig­mundur Dav­íð: „Nei.“ Nýr óvinur hafði fæðst.

Ices­ave vinir verða óvinir

Á síð­ustu tveimur árum hefur fjölgað veru­lega í óvina­stoði for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins. Þar hafa and­lits­lausir erlendir kröfu­hafar auð­vitað verið fyr­ir­ferð­ar­mikl­ir. Með því að benda á þá sem helstu and­stæð­inga íslenskrar þjóðar tókst Sig­mundi Davíð nokkuð vel að búa til „við gegn þeim“ stemn­ingu í sam­fé­lagi sem átti ekki gott með að skilja alla fleti þeirrar úrlausnar sem unnið var að til að klára upp­gjör gömlu bank­anna, og lauk með samn­ingum um greiðslu stöð­ug­leika­fram­laga sem draga úr áhrifum útflæðis á greiðslu­jöfnuð Íslands.

Sá mikli sigur sem samn­ingar rík­is­ins við kröfu­hafa átti að verða varð þó fljót­lega súr þegar gagn­rýni var sett fram um að greiðslur til rík­is­ins vegna þeirra væru allt of lág­ar. Sér­stak­lega vegna þess að sú gagn­rýni kom frá Indefence-hópn­um, sem Sig­mundur Davíð og nán­ustu sam­starfs­menn hans höfðu unnið náið með þegar Ices­a­ve-­deilan stóð yfir. Indefence-lið­ar, sem stutt höfðu Sig­mund Davíð fram að þessu, urðu sam­stundis að óvinum hans og því var skil­merki­lega komið á fram­færi við þá.

Óvinir reyna að kné­setja yfir­burða­mann

En óvina­her­inn fór fyrst að taka á sig heild­ar­mynd þegar for­sæt­is­ráð­herr­ann fyrr­ver­andi varð upp­vís að því að eiga aflands­fé­lag í skatta­skjóli sem geymdi gríð­ar­lega miklar fjár­hæð­ir, að hann væri kröfu­hafi í slitabú bank­anna sem hann hafði unnið að slitum á og að hann hefði logið í við­tali þegar hann var spurður út í þetta.

Wintris-­málið kost­aði Sig­mund Davíð for­sæt­is­ráð­herra­stól­inn en hann hefur aldrei sýnt neina iðrun vegna þess að öðru leyti en að hafa við­ur­kennt að hafa staðið sig illa í við­tal­inu fræga sem hann rauk út úr. Þess í stað fór for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins í langt frí, hugs­aði málin gaum­gæfi­lega og mætti síðan aftur í haust með það sem hann taldi vera heild­ar­mynd af því sem átt hefði sér stað. Sögu­skýr­ing Sig­mundar Dav­íðs er sú að hann hafi ekki gert neitt rangt heldur sé fórn­ar­lamb risa­sam­sær­is.

Í bréfi sem hann rit­aði flokks­mönnum í lok júlí, þegar hann snéri aftur úr fríi, boð­aði hann end­ur­komu sína í stjórn­mál. „Það mun vekja við­brögð. Látið það ekki slá ykkur út af lag­inu. Við­brögð, jafn­vel ofsa­fengin við­brögð gegn mér og okkur eru nú sem fyrr til marks um að and­stæð­ingar telji sér að sér standi ógn af okk­ur. Þótt fram­sókn­ar­menn láti and­stæð­ing­ana ekki slá sig út af lag­inu er mik­il­vægt að hafa helstu stað­reyndir á hrein­u.“

Panama­sam­særið

Rann­sókn Sig­mundar Dav­íðs á mál­inu leiddi hann að þeirri nið­ur­stöðu að hand­rit hefði verið skrifað að mál­inu, það und­ir­búið í sjö mán­uði í mörgum lönd­um, og því svo fram­fylgt af fjöl­miðlum víða um heim í byrjun apríl 2016. Fyrst ásak­aði hann vog­un­ar­sjóðs­stjór­ann George Soros um að hafa staðið að baki þessu sam­særi. Hann hefði keypt Panama­skjölin sem Wintris-­málið byggði á og notað þau að vild. Þegar bent var á að Soros hefði sjálfur verið opin­ber­aður í lek­anum færð­ist fók­us­inn víð­ar.

Væn­i­sýkin náði svo hámarki á mið­stjórn­ar­fundi á Akur­eyri nýverið þegar for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins hélt rúm­lega klukku­tíma­langa ræðu með glær­um. Á glær­unum birt­ist sterkt mynd­mál sem ætlað var að styðja við þann mál­flutn­ing hans að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son væri sterkasti stjórn­mála­mað­ur­inn í hinum vest­ræna heimi. Á Íslandi hafi stjórn­­völd sigr­­ast á alþjóða­fjár­­­mála­­kerf­inu og Íslend­ingar væru eina þjóðin í heim­inum sem hefði gert það. Um leið birti hann mynd af merki Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins.

Næsti fasi ræð­unnar sner­ist um hvernig sím­inn hans hafi verið hler­að­ur, brot­ist hefði verið inn í tölv­una hans, hann hafi verið eltur víða í útlöndum af skugga­legum and­stæð­ingum og full­trúar „kerf­is­ins“ reynt að lokka hann inn í bjálka­kofa í Norð­ur­-Da­kóta til að semja við hann um að hætta að standa svona fast í lapp­irnar gegn þeim.

Sig­mundur Davíð óskaði reyndar eftir því að rekstr­ar­fé­lag stjórn­ar­ráðs­ins myndi skoða hvort brot­ist hefði verið inn í tölv­una hans 1. apríl síð­ast­lið­inn, þremur dögum áður en að frægur Kast­ljós­þáttur um Wintris var sýnd­ur. Þá var þegar búið að ganga frá öllum samn­ingum við kröfu­hafa föllnu bank­anna og engin sýni­leg ástæða fyrir þá að vera að brjót­ast inn hjá hon­um. Enda fund­ust engin stað­fest ummerki um að slíkt inn­brot hafi átt sér stað við ítar­lega skoðun rekstr­ar­fé­lags­ins á því.

Eftir að hafa talað sig upp færði Sig­mundur Davíð sig yfir í að útlista hvað þyrfti að gera til að hin óslitna sig­ur­ganga sín gæti haldið áfram, þrátt fyrir ein­beittan vilja óvina hans til að koma í veg fyrir það. Hann hvatti flokks­menn til að taka sér her­menn Well­ington í orust­unni um Waterloo til fyr­ir­myndar í þeirri bar­áttu sem væri fram und­an. „Þetta er stundum til­finn­ing­in, að ridd­ar­arnir séu að sækja að okk­ur,“ sagði hann. Standa þyrfti saman gegn óvin­unum til að sigur ynn­ist. Öllum var ljóst að sam­staðan sem Sig­mundur Davíð kall­aði eftir snérist um að styðja hann sjálf­an. Óskorað og án fyr­ir­vara.

Eftir að Sig­urður Ingi Jóhanns­son for­sæt­is­ráð­herra, sem Sig­mundur Davíð hefur síðar sagt að hafi ein­ungis verið feng­inn tíma­bundið til að setj­ast í þann stól fyrir sig á meðan æsinga­menn róuð­ust, sagði að hann gæti ekki unnið áfram í for­ystu Fram­sókn­ar­flokks­ins með for­mann­inum og fleiri áhrifa­menn köll­uðu eftir að hann viki varð til enn einn óvin­ur: and­stæð­ingar innan flokks­ins.

Óheil­indi og væn­i­sýki

Sagan mun dæma Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son sem einn áhuga­verð­asta og umdeildasta stjórn­mála­mann sem uppi hefur verið á Íslandi. Mað­ur­inn sem kom svo ferskur inn í hinn staðn­aða Fram­sókn­ar­flokk árið 2009 og leiddi hann til ótrú­legs kosn­inga­sig­urs í apríl 2013 hefur orðið upp­vís að for­dæma­lausum óheil­indum og ótrú­legri væn­i­sýki, sem birt­ist í því að hann er ófær um að líta í eigin barm og býr þess í stað alltaf til strá­menn sem hægt er að kenna um ófarir hans.

Á und­an­förnum árum hefur fjölgað mikið í þeim strá­manna­her sem tekið hefur sig saman til að fella Sig­mund Dav­íð, að hans mati. Í honum eru RÚV, nær allir aðrir fjöl­miðlar lands­ins, liðs­menn ann­arra stjórn­mála­flokka, ýmis hags­muna­sam­tök, Evr­ópu­sam­band­ið, Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn, Seðla­banki Íslands, Gísli Mart­einn Bald­urs­son, háskóla­sam­fé­lag­ið, atvinnu­lífið, Indefence, 26 þús­und manns sem mót­mæltu honum á Aust­ur­velli í byrjun apr­íl, 80 pró­sent þjóð­ar­innar sem seg­ist ekki treysta hon­um, ónafn­greindir og and­lits­lausir kröfu­hafar, menn sem elta hann í útlöndum eða brjót­ast inn í tölv­una hans, nafn­greindir vog­un­ar­sjóða­stjórar, alþjóða­fjár­mála­kerfið og hluti Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Í júní 2013 skrif­aði Sig­mundur Davíð grein á heima­síðu sína um fugla­hræð­ur. Í nið­ur­lagi hennar seg­ir: „Ef stjórn­málin eiga að virka sem skyldi, ef menn vilja raun­veru­lega bæta stjórn­mál­in, þurfa menn að vera reiðu­búnir til að vinna saman og gefa fólki sem vill láta gott af sér leiða tæki­færi til þess. Aðal­at­riðið er að ræða málin út frá stað­reyndum og rökum en ekki for­dómum og gömlum brell­um. Strá­menn geta reynst vel til að fæla fugla af ökrum, en þeir hafa lítið hlut­verk í upp­byggi­legri póli­tískri rök­ræð­u.“ 

Sig­mundur Davíð dags­ins í dag ætti að lesa þessa grein sem Sig­mundur Davíð skrif­aði fyrir þremur árum. Og máta hana á sjálfan sig.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None