Lífeyriskerfi fyrir alla(r)?

Guðlaug Kristjánsdóttir
Auglýsing
Ísland er gjarnan sagt búa við besta líf­eyr­is­kerfi heims, enda byggi það á sjóð­söfnun fremur en gegn­um­streymi. Sjaldn­ast er rætt, nema þá á jafn­rétt­is­þing­um, um inn­byggða kynja­halla sem fylgir rétt­inda­á­vinnsl­unni. Hann er þó auð­skil­inn og end­ur­speglar vinnu­markað þar sem konur hafa átt styttri starfsævi, frekar unnið hluta­störf (sinnt heim­ili og börnum meira en karl­arn­ir) og búið við mik­inn kyn­bund­inn launa­mun. Lægri ævi­tekjur eru ávísun á lægri líf­eyr­is­rétt. Ein­falt. 

Þrjár stoð­ir 

Okkar heims­ins besta kerfi byggir á þremur stoð­um; líf­eyri, almanna­trygg­ingum og einka­sparn­aði. Lægri ævi­tekjur skila lík­lega minni einka­sparn­aði, þó aldrei skyldi van­meta ráð­deild eða áhættu­fælni tekju­lægri helm­ings­ins. Almanna­trygg­inga­hlut­inn er háður skerð­ing­um, réttur hjá líf­eyr­is­sjóði dregst frá greiðslum TR. Þessi stoð bætir því aldrei upp mik­inn mun á upp­söfn­uðum rétti heldur mið­ast við að tryggja öllum ákveðið lág­mark, sem eins og nafnið bendir til, er lág­t. Ævi­tekjur eru því sterk for­spá um kjör á efri árum, hvað allar stoð­irnar snert­ir. 

Samið um nýtt kerfi fyrir fram­tíð­ina 

Nýverið leit dags­ins ljós sam­komu­lag um fram­tíð­ar­líf­eyr­is­kerfi. Frum­for­senda við þá vinnu var að ekki mætti skerða þegar áunnin rétt­indi, enda hefðu sam­tök launa­fólks aldrei haft umboð til að verð­fella fram­tíð­ar­eign umbjóð­enda. Inn­byggður kynja­halli varð­veit­ist því. ­Meðal breyt­ing­anna er hækk­aður líf­eyr­i­s­töku­aldur sem er ekk­ert annað en eðli­leg við­brögð við hækk­andi lífaldri þjóð­ar­inn­ar. Þá hækka iðgjöld á almennum mark­aði til jafns við hinn opin­bera, sem reyndar hafði verið samið um áður. Ávinnsla rétt­inda á opin­berum mark­aði var síðan gerð ald­urstengd til jafns við almennan mark­að, sem er breyt­ing sem kallar á árvekni til fram­tíð­ar. Ið­gjöld í upp­hafi starfsævi verða sem sagt verð­mæt­ari en þau sem greið­ast síð­ar, sem end­ur­speglar að því er mér skilst að pen­ingar sem séu geymdir lengst ávaxt­ist mest. 

Auglýsing

Ólík áhrif 

Þessi breyt­ing snertir ekki alla hópa á vinnu­mark­aði jafnt. Þeir sem koma seint inn á vinnu­mark­að, eða vinna minna á yngri árum, njóta síður þessa verð­mæta upp­söfn­un­ar­tíma. Lang­skóla­gengið fólk hjá hinu opin­bera er einn þeirra hópa sem þarna þarf að huga að. Breytt ávinnsla líf­eyr­is­rétt­inda í nýju kerfi styður enn við þá kröfu að menntun sé metin til launa, ef ævi­tekju­mögu­leikar eiga ekki að skerð­ast. Íslenskur vinnu­mark­aður stendur nú þegar höllum fæti í sam­keppni um menntað vinnu­afl og nýtt líf­eyr­is­kerfi eykur mögu­lega á þann halla. 

Ungar konur minna verð­mæt­ar? 

Ald­urstengd ávinnsla getur líka vegið að líf­eyr­is­kjörum kvenna, sem vinna oftar hluta­störf á barn­eign­ar­aldr­inum og búa lengur en karlar við bág kjör í fæð­ing­ar­or­lofi, svo ekki sé minnst á launa­mun­inn út ævina. Nýtt líf­eyr­is­kerfi eykur því enn kröf­una á leið­rétt­ingu kjara í fæð­ing­ar­or­lofi og að kynin sinni ungum börnum til jafns, sem næst lík­lega seint nema orlofið leng­ist. 

Kynja­gler­augu takk! 

Líf­eyr­is­kerfið hefur alltaf haft inn­byggðan kynja­halla og nýlegar breyt­ingar munu ekki draga úr hon­um, enda bannað að skerða það sem þegar er áunn­ið. Ald­urstengd ávinnsla eykur þennan halla, nema kyn­bund­inn launa­munur minnki og menntun verði betur metin til launa. Hvað ætli taki marga ára­tugi að tækla það? Nýtt sam­komu­lag um fram­tíð­ar­líf­eyri setur reyndar fram áætlun (óút­færða) um að minnka launa­mun milli almenns og opin­bers vinnu­mark­að­ar. Að feng­inni reynslu og að teknu til­liti til tregðu­lög­máls­ins hef ég þrjú orð um þá fyr­ir­ætlan að segja: Fugl í skóg­i. Því miður sýn­ist mér að jafn­réttasta land í heimi, með besta líf­eyr­is­kerf­ið, sé að stíga skref aftur á bak frekar en áfram hvað varðar lífs­kjör gam­alla kvenna í fram­tíð­inn­i. ­Konur lifa lengur en karl­ar, reiða sig lengur á líf­eyr­is­sparn­að­inn sinn. Pössum nú að skerða hann ekki!

Höf­undur er fyrr­ver­andi for­maður BHM, sat í stjórn LSR og starfs­hópum um nýtt líf­eyr­is­kerfi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None