Að vanmeta vitsmuni námsmanna

Jóhannes Stefánsson
Auglýsing

Því hefur verið haldið fram opin­ber­lega að með nýju náms­styrkja­kerfi sé gert ráð fyrir því að náms­menn muni á ein­hvern hátt verða með lægri ráð­stöf­un­ar­tekj­ur. Þetta er alfarið rangt.

Fram­færslu­lán LÍN eru nú og verða áfram að öllu leyti óháð þeim bótum sem ein­stak­lingum kunna að standa til boða. Með öðrum orð­um, þeir ein­stak­lingar sem njóta bóta­greiðslna, t.d. vegna barna, geta líka sótt í fram­færslu hjá LÍN sem er óskert með öllu þrátt fyrir bóta­greiðsl­ur. Þannig er það nú, og þannig mun það áfram verða. Full­yrð­ingar um annað eru rang­ar. Náms­menn geta því eftir atvikum áfram verið með ráð­stöf­un­ar­tekjur tals­vert umfram fram­færslu­við­mið LÍN ef þeir þurfa - eða vilja.

Nýtt náms­styrkja­kerfi dregur úr lán­töku­þörf

Sem dæmi má taka ein­stætt for­eldri með tvö börn á fram­færi. Mán­að­ar­leg mæðra/­feðra­laun, bóta­greiðsl­ur, ein­falt með­lag og náms­styrkur eru 256.560 kr. áður en nokk­urt lán kemur til sög­unn­ar. Fram­færslu­við­mið LÍN er hins vegar 306.993 kr. á mán­uði fyrir þennan ein­stak­ling og því þarf annað hvort aðrar tekjur eða náms­lán sem nemur 50.433 kr. til þess að dekka mis­mun­inn.

Auglýsing

Ef ekki er gert ráð fyrir neinum tekjum er láns­þörf þessa ein­stak­lings miðað við fram­færslu­við­mið LÍN í nýju náms­styrkja­kerfi því 50.433 kr. á mán­uði (vegna 65.000 kr. náms­styrks) en í núver­andi kerfi er láns­þörfin 115.433 kr. á mán­uði. Vegna þess að náms­að­stoð verður áfram óháð bóta­greiðslum verður ónýttur láns­réttur umfram fram­færslu­við­mið LÍN í nýju kerfi því 191.560 kr. á mán­uði, að því gefnu að engar aðrar tekjur komi til.

Náms­menn geta haft vit fyrir sjálfum sér

Það má gera ráð fyrir því að sumir náms­menn nýti sér allt þetta svig­rúm og að aðrir nýti sér hluta þess. Sumir munu láta sér nægja að vera með tekjur að fram­færslu­við­miði og enn aðrir velja að vinna með skóla til að draga úr lán­töku­þörf. Það veltur á per­sónu­bundnum aðstæð­um, lífs­stíl, ákvörð­unum um að nýta nið­ur­greidd náms­lán til að safna fyrir íbúð­ar­kaup­um o.s.frv. Það er enda ekki hlut­verk stjórn­mála­manna að hafa vit fyrir fólki, heldur er það hlut­verk þeirra að búa þannig um hnúta að það geti haft vit fyrir sjálfu sér.

Ef náms­mað­ur­inn sem um ræðir hefði engar tekjur og nýtti sér alla náms­að­stoð LÍN væru bóta­greiðslur (m.v. ein­falt með­lag) og náms­styrkur 256.560 kr. á mán­uði og náms­lán 241.993 kr. á mán­uði, eða sam­tals 498.553 kr. á mán­uði. Til þess að hafa svo háar ráð­stöf­un­ar­tekjur á vinnu­mark­aði þyrftu laun að vera 760.576 kr. á mán­uði, miðað við að við­kom­andi hefði fullan per­sónu­af­slátt. Það sjá það allir í hendi sér að fæstir náms­menn taka svo há náms­lán þegar þeir hafa fyrir aðrar tekjur og bóta­greiðsl­ur, enda eru náms­menn ekki vit­laus­ir.

Jafn­framt má þá búast við því að lífs­kjör þeirra sem taka svo há lán yrðu tals­vert betri á meðan þeir væru í námi og myndu skerð­ast umtals­vert eftir að komið væri út á vinnu­mark­að, enda eru fáir nýút­skrif­aðir háskóla­nemar með svo há laun.

Náms­menn sníða sér stakk eftir vexti

Það er ein­fald­lega rangt sem hefur verið haldið fram að náms­menn taki almennt hámarks­lán hjá LÍN. Margir eru með bóta­greiðslur úr öðrum kerfum eða með aðrar tekjur og sumir eiga jafn­vel sparnað eða bak­hjarla sem hægt er að nota til að drýgja tekj­urnar og nýta til fram­færslu.

Að sjálf­sögðu taka náms­menn almennt ekki lán umfram það sem er nauð­syn­legt hverju sinni. Enda sést það best á því að með­al­lán LÍN er um 3,8 millj­ónir króna á meðan hámarks­lán miðað við fulla fram­færslu nema á Íslandi liggur á bil­inu 7.385.000 kr., fyrir ein­stak­ling í for­eldra­húsum, til 16.856.000, fyrir ein­stætt for­eldri með tvö börn. Ef eitt­hvað væri hæft í því að náms­menn myndu almennt nýta sér hámarks­lán er aug­ljóst að með­al­lán lægi þá á þessu bili.

Þeir sem halda því fram opin­ber­lega að náms­menn muni allt í einu byrja að skuld­setja sig langt umfram það sem þeir gera nú og þörf er á hafa í fyrsta lagi rangt fyrir sér og í öðru lagi van­meta þeir veru­lega vits­mun­i ­náms­manna með því að gera lítið úr getu þeirra til að haga fjár­málum sínum með skyn­sömum hætti.

Af þessu sést að það er langt því frá þannig að náms­menn séu almennt að taka hámarks­lán, enda sníða þeir sér flestir stakk eftir vexti og taka ekki hærri lán en ástæða er til hverju sinni. Fyrir þá sem taka mjög há lán, annað hvort til að vera með háar ráð­stöf­un­ar­tekjur í nám­inu umfram fram­færslu­við­mið og taka hámarks­lán ofan á aðrar bætur og tekj­ur, eða þá til dæmis til þess að safna fyrir útborgun í fast­eign, þá er full­kom­lega eðli­legt að þeir beri ábyrgð á þeirri ákvörðun sinni. Þeim mun eftir sem áður standa til boða náms­styrkur og nið­ur­greiddir náms­lána­vextir ofan á aðrar tekjur eða bæt­ur.

Full­yrð­ingar þarf að styðja með rökum

Nið­ur­staðan er sú að það er ekki gert ráð fyrir neinni breyt­ingu á ráð­stöf­un­ar­tekjum eða lán­töku­hegðun náms­manna með nýju náms­styrkja­kerfi. Helsta breyt­ingin er hins vegar sú að náms­að­stoðin er að hækka og hluti hennar verður greiddur út ­fyrir fram í formi beinna styrkja. Sam­kvæmt óháðri grein­ingu á frum­varp­inu mun það leiða af sér lægri greiðslu­byrði fyrir veru­legan meiri­hluta náms­manna, en það er sama nið­ur­staða og stúd­entar hafa sjálfir kom­ist að með sínum grein­ingum á frum­varp­inu. Þetta kostar allt tölu­vert mik­ið, eða 5 millj­arða króna vegna fyr­ir­fram­greiðsl­unnar og síðan 2,3 millj­arða króna árlega til við­bótar eftir það. Þetta er það sem stúd­enta­hreyf­ingar hafa svo árum skiptir kallað eft­ir.

Þeir sem hafa haldið því fram að með nýju náms­styrkja­kerfi sé gert ráð fyrir lægri ráð­stöf­un­ar­tekjum náms­manna hafa ekki rök­stutt það á nokkurn hátt, en slíkar full­yrð­ingar þarf að styðja með rök­um. Ein­ungis miðað við þá röngu for­sendu fæst sú nið­ur­staða að náms­menn verði verr settir í nýju náms­styrkja­kerfi.

Hér með skora ég á þá sem halda því fram að náms­menn muni breyta hegðun sinni og byrja að taka hærri lán en þeir hafa gert hingað til, að rök­styðja það hvers vegna þeir telji að nýtt náms­styrkja­kerfi muni leiða af sér aukna skuld­setn­ingu nem­enda.

Höf­undur er aðstoð­ar­maður mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None