Endurreisn bankanna - Má ekki tala um efnið?

Einkavæðingin hin síðari
Auglýsing

Jú, það má sko tala um efn­ið. Það má hins vegar ekki aug­lýsa blaða­manna­fund og hrak­yrða þar fólk í nafni þing­nefndar Alþing­is. Sér­stak­lega þegar í ljós er komið að þing­nefndin hafði aldrei fjallað um málið og nefnd­ar­menn ekki lesið þá skýrslu sem eignuð var nefnd­inni. Það er efn­is­legt hneyksli en ekki forms­at­riði.

Látum það samt liggja á milli hluta í bili. Kallað er eftir umræðu um efn­is­at­riði og hún hefur að mörgu leyti farið nú þegar fram þótt mál­efnið verð­s­kuldi reglu­lega upp­rifj­un.

Fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra útskýrði efn­is­at­riði end­ur­reisn­ar­innar í ítar­legri skýrslu til Alþingis á árinu 2011. Í fram­hald­inu spurðu þing­menn spurn­inga og fengu skrif­leg svör, t.d. um þau lán sem ríkið veitti bönk­un­um. Núver­andi for­maður fjár­laga­nefndar kall­aði þá skýrslu nýverið hvít­þvotta­skýrslu, en aðspurð um hvað væri rangt í skýrsl­unni sagði hún að það væri ekki neitt heldur vant­aði ýmis­legt, sem var ekki frekar útskýrt. 

Auglýsing

Alþjóða gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn (AGS) skil­aði nákvæmi úttekt á end­ur­reisn fjár­mála­kerf­is­ins á Íslandi árið 2012 þar sem ítar­legar upp­lýs­ingar er að finna um hvernig til tók­st, kostnað og áhættu rík­is­sjóðs. Skýrslu­höf­undar töldu þær aðferðir sem hér var beitt að mörgu leyti nýmæli. Þær væru til eft­ir­breytni í því skyni að draga úr rík­i­s­væð­ingu taps einka­fyr­ir­tækja og að kostn­að­ur­ ­rík­is­ins hefði orðið minni en sjóð­ur­inn hafði áætl­að.

Við Þor­steinn Þor­steins­son, aðal­samn­inga­maður rík­is­ins, skrif­uðum ítar­legar greinar í blöð á síð­asta ári þar sem nokkur atriði voru útskýrð að gefnu til­efni. Í byrjun júní sl. var birt skýrsla tveggja hag­fræð­inga um fjár­hags­lega nið­ur­stöðu end­ur­reisn­ar­innar sem sýnir þá gleði­legu nið­ur­stöðu að rík­is­sjóður mun ekki bera neinn skaða heldur á ríkið verð­mæta eign sem hægt er að nýta til að bæta annan skaða af banka­hrun­inu. Ef bara er litið á end­ur­reisn bank­anna þá hefur hún fært rík­is­sjóði tugi millj­arða. Tap vegna ást­ar­bréfa­við­skipta og hagn­aður vegna stöð­ug­leika­fram­laga er þar fyrir utan. 

***

Hvað er nýtt núna í skýrslu Vig­dísar Hauks­dótt­ur? Í fyrsta lagi voru það per­sónu­legu ávirð­ing­arnar sem fjallað hefur verið nokkuð um í fjöl­miðlum síð­ustu vik­una og virð­ast vera horfnar úr nýjasta ein­taki skýrsl­unn­ar. Í öðru lagi eru álykt­anir skýrslu­höf­undar í fimm punktum í upp­hafi skýrsl­unnar sem ég vil gera hér að umtals­efni:

1. ­Stjórn­völd tóku fram fyrir hendur Fjár­mála­eft­ir­lits­ins og breyttu ákvörð­unum þannig að þær byggð­ust ekki á neyð­ar­lög­unum ein­göng­u. 

Nei, svo var ekki. Upp­gjör á verð­mæti þeirra eigna sem fluttar voru í nýju bank­anna byggðu á sam­eig­in­legu mati gömlu og nýju bank­anna. Um þetta segir Fjár­mála­eft­ir­litið í yfir­lýs­ingu frá 29. jan­úar 2015: „Nið­ur­staða mats­ins stað­festi að mikil óvissa væri um verð­mæti eign­anna. Ætla mátti að alvar­legur laga­legur ágrein­ingur myndi rísa ef upp­gjörið færi fram ein­vörð­ungu með útgáfu skulda­bréfs. Af þeim sökum meðal ann­ars hófust samn­inga­við­ræður milli gömlu og nýju bank­anna um upp­gjörið sem lauk með samn­ingum á milli aðila, 14. ágúst 2009 í til­viki Glitnis banka og Kaup­þings banka og í des­em­ber 2009 í til­viki Lands­banka Íslands. Fyrir hönd nýju bank­anna var samn­inga­við­ræð­unum stýrt af bönk­unum sjálf­um, en að því verki kom einnig fjár­mála­ráðu­neytið sem var hand­hafi hluta­fjár nýju bank­anna fram að upp­gjör­inu milli aðil­anna. FME var upp­lýst um gang samn­inga­við­ræðn­anna og taldi þær sam­ræm­ast ákvörð­unum þess.“

2. ­Geng­is­tryggðu lánin voru „end­ur­vak­in“ með sér­stök­um ­upp­gjöru­m í bönk­unum þremur undir stjórn Rík­is­end­ur­skoð­anda. Þetta virð­ist ganga þvert á ákvörð­un? Fjár­mála­eft­ir­lits­ins í októ­ber 2008. 

Nei, það var ekki einu ein­asta láni breytt. Eins og neyð­ar­lögin kveða á um er hægt að ráð­stafa eignum (lán­um) til ann­arra banka en það er ekki hægt að breyta lána­skil­málum í leið­inni. Fjár­mála­eft­ir­litið segir sjálft um þetta: „Sam­ræmd geng­is­við­miðun (m.v. 30. sept­em­ber 2008) breytti engu um kröfu­virði ein­stakra útlána og virði þeirra.“ Ímyndið ykkur til dæmis hvernig fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi hefði brugð­ist við ef lánum þess í erlendum myntum hefði allt í einu, án sam­ráðs við fyr­ir­tæk­ið, verið breytt í krónu­lán með háum íslenskum vöxt­um.

3. ­Seðla­bank­inn var lát­inn leysa hús­næð­is­lán ein­stak­linga úr veð­böndum svo að þrotabú gömlu bank­anna gætu inn­heimt þau. Ó­upp­lýst er hvert tjón Seðla­bank­ans af þessum aðgerðum varð. 

Þetta er allt rangt. Seðla­bank­inn átti veð í nokkru magni fast­eigna­lána vegna eldri fyr­ir­greiðslu við gömlu bank­anna. Seðla­bank­inn fékk greiðslu frá nýju bönk­unum fyrir að leysa veð­böndin af þessum lána­söfn­um. Þau gengu síðan inn í nýju bank­ana sem héldu þannig áfram við­skipta­sam­band­inu við þá sem höfðu tekið lán. Þessu er nánar lýst í skýrslu fjár­mála­ráð­herra til Alþingis frá mars 2011 á bls. 49 (um Íslands­banka) og 58 (um Arion banka) og hefur alla tíð legið fyr­ir. Mér vit­an­lega inn­heimtu gömlu bank­arnir engin hús­næð­is­lán. Tjón Seðla­bank­ans vegna upp­gjörs á end­ur­hverfum lánum og veð­lánum (ást­ar­bréfa­við­skipt­um) er þessu ótengt, en því er blandað saman í skýrsl­unni.

4. Þeg­ar ­Arion ­banki og Íslands­banki voru afhentir kröfu­höfum virð­ist hafa verið gef­inn eftir 40 millj­arða kr. ávinn­ingur af verð­mæta­aukn­ingu í áætl­uðum vaxta­greiðsl­um, virð­is­auka og end­ur­hverfum lánum og veð­lánum hjá Seðla­banka Íslands. 

Ég átta mig ekki alveg á þess­ari full­yrð­ingu. Í meg­in­at­riðum sner­ust samn­ingar um að ríkið fékk til baka fjár­fest­ingu sína í Arion banka og Íslands­banka ásamt áföllnum vöxt­um. Ekki þó að fullu í Arion banka eins og gerð er grein fyrir í skýrslu fjár­mála­ráð­herra frá árinu 2011 (bls. 33). Í stað þess að Arion greiddi rík­is­sjóði vexti var greiddur arður að fjár­hæð kr. 6,5 millj­arður króna sem tók mið af af afkomu Arion banka á eign­ar­halds­tíma rík­is­ins, fjár­hags­legri getu bank­ans til að greiða arð og þeirrar stað­reyndar að ríkið hélt áfram 13% eign­ar­hlut í bank­an­um. Hinu var­færna mati sem gömlu bank­arnir féllust á á yfir­færðum eignum var ætlað að skapa skil­yrði fyrir eigna­upp­færslu í nýju bönk­unum og þar með styrk­ingu fjár­mála­kerf­is­ins en ekki til útborg­unar á eigna­aukn­ing­unni til rík­is­sjóðs. Ef það hefði verið ætl­unin hefði aldrei samist um hið var­færna yfir­færslu­mat. 

5. Við afhend­ing­una var jafn­framt látið hjá líða að reikna upp áfallna vexti á RIK­H ­rík­is­skulda­bréf­unum sem bank­arnir höfðu fengið til fjár­mögn­un­ar. ­Kröfu­hafar fengu rík­is­skulda­bréfin afhent með þessum áföllnu vöxtum og fór upp­gjör fram að ein­hverju leyti síðar með millj­arða tapi rík­is­sjóðs.  

Nei, eins og greinir undir lið 4. hér að framan fékk rík­is­sjóður einmitt end­ur­gjald fyrir vaxta­greiðslur sínar sem nam þeim sömu vaxta­greiðsl­um. Kröfu­hafar fengu aldrei þessi rík­is­skulda­bréf heldur voru þau hlutafé í nýju bönk­unum sem ríkið fékk svo afhent til baka þegar það dró sig út.

Ég hef hér reynt að útskýra í stuttu máli þær álykt­anir sem dregnar eru í skýrslu Vig­dísar Hauks­dótt­ur. Nið­ur­staða mín er sú að þær séu haldnar miklum ágöllum og í raun stendur ekki steinn yfir steini. Það er heldur ekki rúm til þess að fjalla um allar rang­færsl­urnar í meg­in­máli skýrsl­unnar í stuttri dag­blaðs­grein.

***

Að lokum vil ég minn­ast á að ýmis­legt í skýrsl­unni ber með sér að höf­undur hennar (og þeir aðilar sem aðstoð­uðu hana við gerð henn­ar) virð­ast líta á end­ur­reisn­ við­skipta­bank­anna ­þriggja sem hrein fyr­ir­tækja­við­skipti milli tveggja jafn­stæðra aðila, áhuga­sams kaup­anda og áhuga­sams selj­anda og þar sem ríkið sem selj­andi græddi ekki nóg. 

End­ur­reisnin var hins veg­ar ­miklu víð­tækara verk­efni þar sem meg­in­verk­efni rík­is­ins var að koma upp traustu banka­kerfi á Íslandi sem gæti tekið til við fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu fyr­ir­tækja og heim­ila. Fyrir rík­is­sjóð var þetta risa­vaxið verk­efni. Við end­ur­reisn við­skipta­bank­anna þriggja var aðal­lega beitt tveim aðferðum til að koma upp traustu fjár­mála­kerfi og minnka fjár­hags­lega áhættu rík­is­sjóðs: 1) Fá gömlu bank­ana til að fall­ast á var­færið mat á eignum sem færðar voru til nýju bank­anna og 2) Fá gömlu bank­ana til að taka þátt í eig­in­fjár­mögnun nýju bank­anna, en þeir lögðu fram sam­tals 156 ma.kr.

Sann­gjarnir menn og konur sem líta til traustrar stöðu fjár­mála­kerf­is­ins í dag og jákvæðra áhrifa end­ur­reisn­ar­innar á stöð­u ­rík­is­sjóðs hljóta að taka undir þá skoðun að vel hafi til tek­ist.

Höf­undur er hæsta­rétt­ar­lög­maður og kom að gerð samn­inga við kröfu­hafa föllnu bank­anna sem ráð­gjafi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None