Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son er fall­inn. Nú hefur þjóðin hafnað honum á Aust­ur­velli í mestu mót­mælum Íslands­sög­unn­ar, sam­starfs­menn hans hafnað honum með því að setja hann af sem for­sæt­is­ráð­herra og nú sjálfur Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn með því að kjósa Sig­urð Inga Jóhanns­son sem for­mann sinn þrátt fyrir að Sig­mundur Davíð væri í fram­boði.

Sig­mundur Davíð er lík­lega einn umdeildasti, og lit­rík­asti, stjórn­mála­maður sem Íslend­ingar hafa átt. Það eru stór orð þegar haft er í huga að hér hafa deilt og drottnað menn á borð við Jónas frá Hriflu, Davíð Odds­son og Ólaf Ragnar Gríms­son. En eng­inn þeirra kemst nálægt Sig­mundi Davíð í því að fara sínar eigin leið­ir, sjá heim­inn með sínum eigin augum og líta á alla sem eru ósam­mála eða gagn­rýna hans „rót­tæku skyn­sem­is­hyggju“ sem and­stæð­inga eða flugu­menn óljós­ra, en illa mein­andi, afla sem vildu hann póli­tískt feig­an.

Nike-­skór og væn­i­sýki

Það eru fáir sem hafa skipt fólki upp í jafn öfga­fullar fylk­ing­ar. Ann­ars vegar fólk sem gjör­sam­lega þoldi Sig­mund Davíð svo illa að allt sem hann gerði varð ósjálfrátt afleitt í þeirra huga, jafn­vel þótt það væri það ekki. Hins vegar var fólk sem var til­búið að ganga í gegnum steypta veggi fyrir for­mann­inn sinn og leggj­ast í nán­ast súr­r­eal­ískar rétt­læt­ingar á gjörðum hans, sem sumar hverjar voru órétt­læt­an­leg­ar.

Auglýsing

Sig­mundur Davíð hefur orðið upp­vís að ótrú­legri skrýtni á sínum póli­tíska ferli. Hann fór í kostu­lega ferð til Nor­egs að sníkja risa­lán, tal­aði fyrir því að taka upp Kana­da­doll­ar, fór á íslenska kúr­inn, var­aði við því að neysla á veiru­sýktu erlendu kjöti gæti breytt hegð­un­ar­mynstri Íslend­inga, fór í einum Nike-­skó að hitta Barack Obama og yfir­gaf þing­sal til að fá sér peruköku.

Hann var líka þekktur fyrir risa­stór lof­orð um úrlausn flók­inna hluta, að halda hádramat­íska við­burði í Hörpu þegar rík­is­stjórn hans tók ákvarð­anir og fyrir nán­ast guð­lega sjálfs­upp­hafn­ingu sem í fólst að Sig­mundur Dav­íð, og Sig­mundur Davíð einn, hafi reist við íslenskt sam­fé­lag og efna­hag. 

Síð­ustu mán­uði hefur hann þó fyrst og síð­ast verið þekktur fyrir að hafa leynt aflands­fé­laga­tengslum sín­um, að hann hafi verið kröfu­hafi í bú bank­anna og fyrir að ljúga í við­tali sem nær allur heim­ur­inn hefur séð. Í kjöl­farið hefur Sig­mundur Davíð boðið upp á hlað­borð af væn­i­sýki og sam­sær­is­kenn­ingum sem í fel­ast að fjöl­miðlar og vog­un­ar­sjóð­ir, og sér­stak­lega rík­is­fyr­ir­tækið RÚV, hafi tekið sig saman til að fella hann.

Tíma­bundin ráð­stöfun

Það er nokkuð ljóst að Sig­mundur Davíð átti alls ekki von á því að missa tökin með þeim hætti sem hann gerði, þótt að honum hafi átt að vera það. Nú hefur nefni­lega verið upp­lýst að þing­flokkur Fram­sókn­ar­flokks­ins ætl­aði að setja hann af sem for­sæt­is­ráð­herra í apr­íl, og lýsti sig því sam­mála 78 pró­sentum þjóð­ar­innar sem vildi hann burt úr þeim stóli og treysti honum ekki lengur eftir opin­berun Wintris-­máls­ins.

Sig­mundur Davíð leit þó greini­lega á þetta sem tíma­bundna ráð­stöfun og að Sig­urður Ingi myndi ein­ungis gegna starfi for­sæt­is­ráð­herra tíma­bundið á meðan að hann kæm­ist að nið­ur­stöðu um hverjum öðrum en sjálfum sér Wintris-­málið væri að kenna. Sig­mundur Davíð ætl­aði að koma alla leið til baka.

Innsti hringur Sig­mundar Dav­íðs reikn­aði ekki með öðru en að leið­tog­inn myndi snúa aftur og að skýr­ingar hans á aflands­fé­laga­eign sinni, hlut­verki sínu sem kröfu­hafa og lygum myndi á end­anum ná í gegn.

Vopnum safnað og áætlun mótuð

Hið mjög sér­staka „fjöl­miðla­fyr­ir­tæki“ For­ysta ehf., sem er ein­hvers­konar und­ir- og áróð­urs­deild í mark­aðs- og ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæk­inu Mark­aðs­menn, var búin að setja upp tvær heima­síður til stuðn­ings honum sem aug­ljós­lega áttu að not­ast í bar­átt­unni framundan. Önn­ur, Íslandi­allt.is, fjallar um gríð­ar­leg og nán­ast ofur­mann­leg afrek Sig­mundar Dav­íðs. Hin, Panama­skjol­in.is, útli­staði málsvörn hans í Wintris-­mál­inu í löngu máli. 

For­ysta rekur líka skráðan fjöl­mið­il, Vegg­ur­inn.is. Þar var lengi vel að finna mikið af áróðri fyrir því að gera lang­tíma­samn­ing um orku­sölu við Norð­urál á mjög hag­stæðum kjörum, enda unnu Mark­aðs­menn þá fyrir það fyr­ir­tæki. Eftir að Norð­urál og Lands­virkjun náðu samn­ingum um nýjan orku­sölu­samn­ing hefur umfjöllun Veggs­ins aðal­lega snú­ist um jákvæð skrif um Sig­mund Dav­íð, nei­kvæð skrif um and­stæð­inga hans og und­ir­tektir með gölnum sam­sær­is­kenn­ingum um fjöl­miðla.

Þéttur hópur fylg­is­manna fór líka mik­inn á sam­fé­lags­miðl­um, í Morg­un­blað­inu, á Eyj­unni og á net­inu og hamr­aði á því að leið­togi lífs þeirra hefði orðið fyrir ótrú­legri árás. Hann hefði ekki gert neitt rangt utan þess að sjá þá árás ekki fyr­ir. 

Sig­mundur Davíð var meira að segja byrj­aður að láta skína í nýja pen­inga­gjaf­ar­lof­orðið sem hann ætl­aði sér að beita í kom­andi kosn­ing­um: að beita laga­setn­ingu á hámarks­vexti. Það átti sem sagt að neyða banka í eigu rík­is­ins og líf­eyr­is­sjóði í eigu almenn­ings til að tapa pen­ingum og láta sem að í því fælist með engum hætti að pissa í skó­inn heldur yrði um fulln­að­ar­sigur Sig­mundar Dav­íðs á fjár­mála­kerf­inu að ræða. Sam­an­dregið var Sig­mundur Davíð búinn að safna liði og vopnum fyrir stríðið fram und­an. Hann var til­bú­inn.

Svo tap­að­ist hver orustan á fætur annarri. Honum tókst ekki að koma í veg fyrir að kosn­ingar yrðu í haust. Svo tókst honum ekki að koma í veg fyrir að flokks­þing yrði haldið né að Sig­urður Ingi byði sig fram gegn hon­um. Og loka­ó­sig­ur­inn kom loks í gær þegar hann tap­aði for­manns­stóln­um.

Flokkur manns­ins, ekki maður flokks­ins

Það verður seint sagt að það hafi gerst með reisn. Ásak­anir voru uppi um að Sig­mundur Davíð hafi sýnt af sér ein­ræð­istil­burði með því að haga dag­skrá fund­ar­ins sér í hag. Þær ásak­anir fengu síðan vængi þegar kom í ljós að tækni­menn hafi verið beðnir um að slökkva á streymi af flokks­þing­inu eftir að klukku­tíma ræðu Sig­mundar Dav­íðs lauk og áður en að korters ræða Sig­urðar Inga gat haf­ist. Þegar ljóst var að Sig­urður Ingi hefði sigr­að, og Sig­mundur Davíð tap­að, sat for­mað­ur­inn fyrr­ver­andi stein­runn­inn í bíó­sæt­inu sínu líkt og hann hafi ekki trúað því sem var að ger­ast. Hann stóð ekki upp fyrir nýjum for­manni, né þegar Sig­urður Ingi bað við­stadda að klappa fyrir Sig­mundi Dav­íð. Þess í stað rauk hann út með fjöl­miðla­menn í eft­ir­dragi án þess að svara neinum almenni­legum spurn­ingum né að hirða um að hafa sína nán­ustu með. 

Sig­mundur Davíð var einn og ráð­villtur fyrir utan Háskóla­bíó í gær. Hann vissi ekki hvaða stefnu hann ætti að taka, hvorki í þeim aðstæðum sem þá voru nýskap­aðar né í stjórn­mála­lífi sínu almennt.

Það verður þó að telj­ast ólík­legt að stjórn­mála­þátt­töku Sig­mundar Dav­íðs sé lok­ið. Hvort hann haldi áfram að starfa innan Fram­sókn­ar­flokks­ins eða hvort hann stofnar sinn eigin „Rót­tæka skyn­sem­is­hyggju­flokk“ verður að koma í ljós.

En eitt blasir við. Sig­mundur Davíð getur ekki starfað í hefð­bundnum lýð­ræð­is­legum flokki. Hann getur tekið yfir flokk og látið hann hverf­ast að öllu leyti um sig og sínar hug­mynd­ir, en um leið og ein­hver innan eða utan vébanda þess flokks efast um for­ingj­ann þá er við­kom­andi orð­inn and­stæð­ing­ur. 

Þeim sem fylla þann flokk hefur fjölgað ansi hratt á und­an­förnum mán­uð­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None