Sérstakt lagaákvæði um hrelliklám

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Auglýsing

Skiln­ingur á alvar­legum afleið­ingum hrellikláms hefur auk­ist mjög að und­an­förnu. Hug­takið hrelliklám er engu að síður frekar nýlegt í opin­berri umræðu, þó að það sé reyndar ekki nýr veru­leiki að við­kvæmu kyn­ferð­is­legu myndefni sé deilt án sam­þykkis þess sem er á mynd­un­um. Hrelliklám hefur hins vegar kom­ist í kast­ljósið vegna auk­innar tíðni þess­ara brota og vegna alvar­legra afleið­inga brot­anna. Með til­komu sam­fé­lags­miðla og jafn­vel sér­stakra heima­síðna sem miðla efn­inu hefur vand­inn auk­ist veru­lega og orð­inn sýni­legri. Þegar myndefni hefur verið deilt á net­inu er erfitt að taka það úr birt­ingu og mjög erfitt að eyða slíku efni.

Alvar­legar afleið­ingar

En hvað er hrelliklám? Hrelliklám hefur verið skil­greint þannig að um sé að ræða opin­bera birt­ingu á kyn­ferð­is­legu myndefni án sam­þykkis þess sem sýndur er eða kemur fram í myndefn­inu. Afleið­ingar af mynd­birt­ingum sem þessum geta verið mjög alvar­legar ekki síst í til­vikum þar sem þeim fylgja per­sónu­upp­lýs­ingar um brota­þola. Reglu­lega ber­ast fréttir af fólki sem hefur fyr­ir­farið sér í kjöl­far þeirrar nið­ur­læg­ingar að efni af þeim hefur verið birt á inter­net­inu. Nýlega var sögð frétt af ítal­skri konu sem fyr­ir­fór sér í kjöl­far þess að kyn­lífs­mynd­band af henni og kærasta hennar var dreift á net­ið. Afleið­ingar þessa urðu þær að hún þurfti að flytja úr heimabæ sín­um, skipta um starf, glímdi við alvar­legan kvíða og þung­lyndi og svipti sig að lokum lífi. Mik­il­væg skref hafa verið stigin í þá átt að vernda þolendur slíkra brota og stefna Google er til dæmis sú að að verða við óskum þolenda hefnd­arkláms um að kyn­ferð­is­legt myndefni þeim tengt verið fjar­lægt úr leit­ar­vélum fyr­ir­tæk­is­ins.  

Hvað á að kalla brot­in?

Ekki er langt síðan að talað var um brotin sem hefnd­arklám. Það hug­tak er hins vegar vill­andi því hvatir ger­anda að baki brot­inu eru alls ekki alltaf hefnd, þó dæmi­gerð birt­ing­ar­mynd hrellikláms sé hefnd fyrr­ver­andi kærasta gagn­vart fyrrum kær­ustu. Á ensku hefur hug­tak­ið non-con­sensual porn­ography verið notað yfir þessi brot. Þegar litið er á það hug­tak er ljóst að jafn­vel þó að kjarni þess sé vissu­lega skortur á sam­þykki að þá stendur hug­tak­ið klám eft­ir. Og klám er ekki síður vill­andi hug­tak en hefnd auk þess sem notkun þess sem notkun orðs­ins klám sendir röng skila­boð til þolenda brot­anna og jafn­framt til sam­fé­lags­ins um það hvert eðli brots­ins er. 

Auglýsing

Með því að dreifa kyn­ferð­is­legu myndefni án sam­þykkis þess sem í hlut á, er ger­and­inn að brjóta gegn kyn­ferð­is­leg­um  ­sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétti brota­þola og rétti hans til­ frið­helg­i einka­lífs. Afleið­ing brot­anna er því alltaf alvar­legt brot á frið­helgi einka­lífs, sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétti og kyn­frelsi brota­þola. Í umræð­unni er hug­takið hrelliklám hins vegar að festa sig í sessi. Eðli­legra væri að fjalla um þessi brot sem grófa áreitni en klám, en á meðan brotið hefur ekki fengið annað heiti í lögum verður hér talað um hrelliklám.

Fá mál kærð til lög­reglu

Ekk­ert laga­á­kvæði skil­greinir þetta brot sér­stak­lega í íslenskum lög­um. Það getur flækt málin þegar kemur að rann­sókn lög­reglu og sak­sókn fyrir dómi. Flest mál sem varða hrelliklám og hafa leitt til útgáfu ákæru hér á landi varða dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu myndefni án sam­þykkis þess sem í hlut á.  Í flestum til­vikum voru mynd­irnar eða mynd­böndin hins vegar upp­haf­lega tekin með vit­und og vilja þolenda. Í lang­flestum til­vikum hefur verið um að ræða fólk sem hafði áður átt í kyn­ferð­is­legu sam­bandi og ger­andi er oft­ast karl og þol­andi kona. 

Ein alvar­leg­asta birt­ing­ar­mynd þess­ara brota eru mál þar sem ger­endur kyn­ferð­is­brota hafa tekið myndir eða mynd­bönd af því þegar þeir fremja kyn­ferð­is­brot gegn þol­anda og nota svo myndefnið til að brjóta enn frekar gegn brota­þol­anum með því að hóta að dreifa myndefn­inu ef hann ekki lætur að vilja ger­and­ans. Á þetta hefur nú þegar reynt fyrir dómi hér á landi og hér­aðs­dómur hefur sam­þykkt að slík hátt­semi feli í sér nauðg­un. Hæsti­réttur hefur þó ekki fengið málið til með­ferðar svo eftir er að sjá hver nið­ur­staðan verð­ur. Hót­unin um að dreifa myndefn­inu er þá verkn­að­ar­að­ferð til þess að ná fram kyn­ferð­is­brot­i. 

Mik­il­væg refsipóli­tísk skila­boð

Hér­lendis hefur nálgun lög­reglu og ákæru­valds verið sú að brotin feli bæði í sér æru­meið­ingar og kyn­ferð­is­brot. Í málum þar sem brota­þoli hefur verið yngri en 18 ára hef­ur ­jafn­fram­t verið ákært fyrir brot á barna­vernd­ar­lögum og jafn­vel fyrir dreif­ingu á barn­a­níðs­efni. Það er mik­il­vægt að gera breyt­ingu á almennum hegn­ing­ar­lögum og setja sér­á­kvæði sem gerir hrelliklám sem slíkt refsi­vert. Þunga­miðjan í refsi­vernd gegn hrelliklámi er að vernda fólk gegn því að við­kvæmu per­sónu­legu myndefni sé dreift án sam­þykk­is, óháð því hverjar hvatir ger­and­ans voru. Það myndi auð­velda rann­sókn og sak­sókn þess­ara brota ef fyrir lægi skýrt laga­á­kvæði með skil­grein­ingu á brot­inu. Slík laga­setn­ing fæli jafn­framt í sér skýr skila­boð lög­gjafans að um alvar­leg brot sé að ræða sem nauð­syn­legt er að berj­ast gegn. 

Höf­undur er á fram­boðs­lista Við­reisnar í Reykja­vík.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None