Hagsmunir landsbyggðarinnar

Róbert Guðfinnsson, athafnamaður og fjárfestir á Siglufirði, skrifar um innanlandsflug og Vatnsmýri.

7DM_2103_raw_0589.JPG
Auglýsing

Síð­ast­lið­inn ald­ar­fjórð­ung hefur verið mik­ill upp­gangur í sjáv­ar­út­vegi á Íslandi. Þeir sem yngri eru muna lítið eftir bar­lómnum sem hljóm­aði með reglu­legu milli­bili hér á árum áður. Við sem komin erum yfir miðjan aldur munum hins­vegar vel eftir tali um geng­is­fell­ingar og mikla erf­ið­leika í rekstri fyr­ir­tækja um allt land. Þessi breyt­ing hefur þó sínar dökku hlið­ar. 

Til að ná fram hag­ræði í sjáv­ar­út­vegi varð mikil sam­þjöppun sem leiddi til byggða­rösk­un­ar. Blóm­legir bæir töp­uðu atvinnu­tækjum sínum og fólkið flutti burt. Aðal­lega í upp­gang­inn á Reykja­vík­ur­svæð­inu þar sem veru­legur hluti afleiddra stærða af hag­ræð­ing­unni end­aði. Þetta var okkur flestum sárt sem vorum í for­ystu íslensks sjáv­ar­út­vegs á þessum tíma og beittum okkur í þessum mál­um. Aðgerð­irnar voru nauð­syn­legar til að íslenskur sjáv­ar­út­vegur yrði sam­keppn­is­hæfur á alþjóða­vísu og atvinnu­greinin fengi stöð­ug­leika. Ótal til­raunir voru gerðar með nýja atvinnu­starf­semi í byggð­unum með mis­jöfnum árangri. Ekk­ert okkar sá fram á að tæki­færi til end­ur­reisnar væru í aug­sýn. Við vorum ekki sér­fræð­ingar í ferða­mennsku. 

Ótrú­legur hraði í fjölgun ferða­manna til Íslands hefur nú breytt lands­lag­inu. Sam­kvæmt skoð­ana­könn­unum þá koma flestir ferða­menn til Íslands til að sjá nátt­úru lands­ins. Feg­urðar sem ekki er ein­göngu að finna á þröngu svæði á Suð­ur­land­inu og Suð­vest­ur­horn­inu þar sem troðn­ingur á nátt­úru­auð­lindir nálg­ast nú þol­mörk. Með áfram­hald­andi stefnu þyrfti að tak­marka fjölgun ferða­manna til lands­ins. Við sem komum úr útgerð­inni eigum erfitt að með að sætta okkur við að stoppa skip okkar á miðri ver­tíð ef vinnslu­stöðv­arnar hafa ekki und­an. Við förum og endu­bætum vinnsl­una til að réttur taktur fáist í virð­is­auka­keðj­una og auð­lindir verði skyn­sam­lega nýtt­ar. Aðgangur ferða­manna að fal­legum litlum byggðum út um allt land er mjög tak­mark­að­ur. Mjóir vegir yfir oft erf­iða fjall­garða gerir ferð­ina erf­iða og jafn­vel frá­hrind­andi. Um allt land eru litlir flug­vellir sem voru aflagðir þegar vega­kerfið skán­aði og innanlands­flug varð ekki sam­keppn­is­hæft. Fólkið keyrði frekar til höf­uð­borg­ar­innar en að greiða fyrir dýrt flug­far­gjald. Nú er hins­vegar mark­hóp­ur­inn ann­ar. Ferða­menn sem vilja fá að njóta fjöl­breyttrar nátt­úru Íslands. 

Auglýsing

Ég þakka stundum fyrir að sumir þeir sem eru að fjalla um flug­valla­mál á Íslandi voru ekki í útgerð­inni á umbrota­tímun­um. Sjáv­ar­út­veg­ur­inn væri ekki kom­inn á þann stað sem hann er í dag með slíkum vinnu­brögð­um. Fyrir nokkrum árum var sett á nefnd til að meta hvort til væri önnur stað­setn­ing fyrir flug­völl­inn í Vatns­mýr­inni. Nefndin vann gott starf og skil­aði inn nið­ur­stöðu. Mat þeirra var að heppi­leg­ast væri að nýr flug­völlur yrði í Hvassa­hrauni rétt fyrir sunnan álverið í Straums­vík. En eins og oft áður komu upp efa­semd­araddir sem varð til þess að mál­inu hefur lítt verið sinnt síð­an. Gerðir hafa verið samn­ingar milli ríkis og borgar sem smátt og smátt þrengja að mögu­leik­anum á að Reykja­vík­ur­flug­völlur eigi sér fram­tíð þar sem hann er. 

Sem nýliði í ferða­mennsku hef ég lagt mig fram við að skilja hverjir séu lang­tíma­hags­munir okkar sem erum í þeirri atvinnu­grein á lands­byggð­inn­i. 

Mín nið­ur­staða er sú að beint flug frá alþjóða­flug­velli með öfl­ugu inn­an­lands­flugi tryggi best hags­muni ferða­mennsku á lands­bygð­inni. Með tengiflugi út á land aukast mögu­leikar til að selja áfanga­staði í feg­urð minni byggða. Við verðum að læra að horfa á landið allt sem eina auð­lind sem okkur ber að nýta á skyn­sam­legan hátt. 

Ég get ekki leynt aðdáun minni á krafti stjórn­enda flug­fé­lag­anna Icelandair og WOW. Frum­kvæði, áræðni og hæfi­leikar til að lesa stöð­una rétt ásamt mik­illi vinnu hjá Íslands­stofu hefur leitt af sér hjarð­hegðun þar sem önnur flug­fé­lög og ferða­skrif­stofur hafa fylgt á eftir með ferðum til Íslands. Ef að rýnt er í áform þess­ara félaga til fram­tíðar þá ættu menn að gera sér grein fyrir að hug­myndum þeirra um vöxt verða sett tak­mörk á illa und­ir­búnum Kefla­vík­ur­flug­velli. Það er því ein­falt ­mat að óraun­hæft sé að láta þann flug­völl byggj­ast upp á skyn­sam­legum hraða án veru­legra trufl­ana á flug­rekstri sam­hliða því að þróa tengiflug út á land. 

Lausnin liggur því í því að byggja nýjan flug­völl í Hvassa­hrauni sem þjónar bæði inn­an­lands- og alþjóða­flugi, öllum til hags­bóta. Aðflugstil­raunir verða gerðar á næstu miss­erum og munu skera úr um hvort að um raun­hæfan mögu­leika sé að ræða.

Nefnt hefur verið að kostn­aður við nýjan flug­völl yrði of mik­ill fyrir litla þjóð.

Ef að skoð­aður er kostn­aður fyrir Reykja­vík­ur­borg að þurfa að þróa ný svæði fyrir byggð þá munu menn kom­ast að því að tölur fyrir nýjan flug­völl eru ekki óyf­ir­stíg­an­leg­ar. Landið undir flug­vell­inum í Vatns­mýr­inni er að tveimur þriðju í eigu borg­ar­innar og einum þriðja í eigu rík­is­ins. Sam­kvæmt fram­reikn­uðum útreikn­ingum sem gerðir voru fyrir nokkrum árum má ætla að verð­mæti þessa lands sé um eitt hund­rað millj­arðar hið minnsta. Lang­leið­ina sú upp­hæð sem áætlað er að nýr flug­völlur í Hvassa­hrauni muni kosta. Fram­tíð­ar­hags­munir Reykja­víkur liggja í að fá að byggja í Vatns­mýr­inni en ekki að selja og þróa landið í bútum eða að þenja núver­andi byggð enn frekar út með til­heyr­andi óhag­ræði og nei­kvæðum umhverf­is­á­hrif­um. Það eru ekki hags­munir lands­byggð­ar­innar að byggð í Reykja­vík þró­ist á óhag­kvæman hátt. Á þessu þarf því að finna lausn. Reykja­vík og rík­is­sjóður verða að leggja til landið í Vatns­mýr­inni sem fram­lag án gagn­greiðslu. Landið verði selt til líf­eyr­is­sjóð­anna með afhend­ingu eftir sex til átta ár þegar búið yrði að taka nýjan flug­völl í notk­un. Fjár­fest­ing sem ætti að vera líf­eyr­i­s­jóð­unum kær­komin á tímum þar sem erfitt er að finna ásætt­an­lega ávöxtun fyrir líf­eyri lands­manna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None