Dóra Sif Tynes
Auglýsing

Á dög­unum sam­þykkti Alþing­i  ­þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að taka reglur um evr­ópsk fjár­mála­eft­ir­lit upp í EES samn­ing­inn. Þetta stærsta mál í 22 ára sögu EES ­samn­ings­ins rataði dulítið í fréttir vegna þess að enn og aftur þarf að toga og teygja ­stjórn­ar­skránna til þess að Ísland geti tekið þátt í í EES samt­arf­inu. Vita­skuld er það galið að skuli ekki hafa tek­ist að end­ur­skoða stjórn­ar­skrá og skjóta styrk­ari rótum undir EES samn­ing­inn – að ekki sé talað um alþjóða­sam­starf almennt. Að í hvert skipti sem EES samn­ing­ur­inn þró­ast inn á ný svið þurfi her lög­spek­inga til að freista þess að finna nýjum reglum stað innan óskýrra hug­mynda um ólög­festar meg­in­regl­ur ­stjórn­skip­an­ar­inn­ar. 

Þetta mál er þó ekki síður merki­legt fyrir þær sakir að í því krist­all­ast að gömlu stjórn­mála­flokk­arnir skila auðu í Evr­ópu­mál­um. Núver­andi stjórn­ar­flokkar freist­uðu þess að loka á umræður um Evr­ópu­sam­vinnu með því að senda bréf til Brus­sel með óskýru orða­lagi um – í besta falli – frestun á við­ræðum um aðild að ESB. Í stað­inn skyldi Evr­ópu­stefna stjórn­ar­innar grund­vall­ast á EES samn­ingn­um. Samt er það svo að stjórnin hefur haldið á því máli með hang­andi hendi og státar af einum versta árangri í sögu EES með til­heyr­andi inn­leið­ing­ar­halla og met­fjölda samn­ings­brota­mála fyrir EFTA dóm­stóln­um. Utan­rík­is­mála­nefnd eyddi til dæmis ríf­lega tveimur árum í að velta fyrir sér hvort taka mætti gerðir um vist­væna hönnun heim­il­is­tækja upp í EES samn­ing­inn, líkt og að það væri grund­vall­ar­at­riði í utan­rík­is­stefnu lands­ins að hér fengjust óvist­vænar ryksug­ur. 

Auglýsing

Í umræðum um evr­ópsk fjár­mála­eft­ir­lit á Alþingi bar svo við að ákveðnir full­trúar Sam­fylk­ing­ar, sem hingað til hefur státað af því að vera Evr­ópu­sinn­aður flokk­ur, töl­uðu niður EES sam­starfið og ekki síst Eft­ir­lits­stofnun EFTA.  Allt í einu var sem Eft­ir­lits­stofnun EFTA væri útsend­ari erlends valds þar sem stjórn­ar­menn skip­aðir af öðrum EFTA ríkjum væru þar bein­línis til þess að skaða íslenska hags­muni. Þessum aðilum á þó að vera fylli­lega ljóst að það er grund­vall­ar­for­senda EES samn­ings­ins að komið sé á fót sjálf­stæðri eft­ir­lits­stofnun og dóm­stól hvers hlut­verk er fyrst og fremst að tryggja rétta inn­leið­ingu og fram­kvæmd EES reglna, einnig á Íslandi. Stjórn­ar­menn í Eft­ir­lits­stofnun EFTA eiga þannig að gæta sjálf­stæðis og hlut­leysis í störfum sínum og skiptir þá engu um hverjir skipa þá til starfans. Eng­inn stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna virt­ist í þessum umræðum heldur átta sig á því að hefði Alþingi synjað því að taka umræddar reglur upp í EES samn­ing­inn væri EES sam­starf­inu sjálfu stefnt í hættu, enda er það ekki svo að menn geti valið og hafnað að vild hvaða hlutum samn­ings­ins sé fylgt hér á landi. Enn síður var til umfjöll­unar að styrk­ing fjár­mála­eft­ir­lits með þátt­töku í Evr­ópu­sam­starfi gæti hugs­an­lega orðið borg­urum þessa lands til góðs. 

Við­reisn leggur áherslu á að Ísland sé virkur og ábyrgur þátt­tak­andi í alþjóða­sam­starfi. Að því er varðar Evr­ópu er ljóst að Evr­ópu­sam­starf og aðgangur Íslands að innri mark­að­inum byggir á EES samn­ingnum eins og sakir standa. Það er mik­il­vægt að stjórn­völd tryggi að borg­arar þessa lands fái notið þeirra kosta sem EES samn­ing­ur­inn felur í sér með því að upp­fylla samn­ings­skyldur sínar á hverjum tíma. Að sama skapi á hvorki að tala samn­ing­inn sjálfan eða sam­starfs­þjóðir okkar innan EFTA nið­ur. Hins vegar er það svo að eftir því sem EES samn­ing­ur­inn breyt­ist og þró­ast verður spurn­ingin um fulla aðild að ESB meira aðkallandi. Það þurfa ein­fald­lega allir kostir að vera uppi á borð­um. Þess vegna viljum við að þjóðin fái að kjósa um áfram­hald aðild­ar­við­ræðna við ESB þannig að þjóðin sjálf geti metið hvort full aðild að sam­band­inu sé betri kostur til fram­tíð­ar. Við treystum okkur í þá veg­ferð með þjóð­inn­i. 

Höf­undur situr í 3. sæti á fram­boðs­lista Við­reisnar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Árni óskar eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta með Framsókn
Samfylkingin bætti við sig um níu prósentustigum af fylgi í Hafnarfirði og er nú með jafn marga bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur, sem tapaði einum. Framsókn er samt með öll tromp á hendi og getur valið með hvorum flokknum myndaður verður meirihluti.
Kjarninn 16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
Kjarninn 15. maí 2022
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.
Kjarninn 15. maí 2022
„Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja – ekki þjást og gráta“
Myndlistarmaðurinn Jón Magnússon safnar fyrir prentun á myndlistarbókinni „Á meðan ...“ sem er til styrktar starfi Unicef í Úkraínu.
Kjarninn 15. maí 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.
Kjarninn 15. maí 2022
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Kjarninn 15. maí 2022
Ótvíræður sigurvegari kosninganna, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu, er Framsóknarflokkurinn.
Sigrar og töp sveitarstjórnarkosninganna
Framsóknarflokkurinn vann sveitarstjórnarkosningarnar, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur mátti þola nokkur erfið töp en vann sigra inn á milli. Vinstri grænum gengur ekkert ná fótfestu í stærstu sveitarfélögum landsins.
Kjarninn 15. maí 2022
Danska kvennasveitin Reddi komst ekki áfram á úrslitakvöld Eurovision á laugardag. Danmörku var eina Norðulandaþjóðin sem komst ekki áfram í úrslit og Danir velta fyrir sér hvað fór úrskeiðis.
Gangtruflanir í dönsku Eurovision vélinni
Í annað skipti í röð mistókst Dönum að komast í úrslit Eurovision söngvakeppninnar. Danskir Eurovision sérfræðingar segja ekki nóg að flytjendur standi sig vel, lagið þurfi að höfða til áhorfenda og dómara.
Kjarninn 15. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None