Dóra Sif Tynes
Auglýsing

Á dög­unum sam­þykkti Alþing­i  ­þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að taka reglur um evr­ópsk fjár­mála­eft­ir­lit upp í EES samn­ing­inn. Þetta stærsta mál í 22 ára sögu EES ­samn­ings­ins rataði dulítið í fréttir vegna þess að enn og aftur þarf að toga og teygja ­stjórn­ar­skránna til þess að Ísland geti tekið þátt í í EES samt­arf­inu. Vita­skuld er það galið að skuli ekki hafa tek­ist að end­ur­skoða stjórn­ar­skrá og skjóta styrk­ari rótum undir EES samn­ing­inn – að ekki sé talað um alþjóða­sam­starf almennt. Að í hvert skipti sem EES samn­ing­ur­inn þró­ast inn á ný svið þurfi her lög­spek­inga til að freista þess að finna nýjum reglum stað innan óskýrra hug­mynda um ólög­festar meg­in­regl­ur ­stjórn­skip­an­ar­inn­ar. 

Þetta mál er þó ekki síður merki­legt fyrir þær sakir að í því krist­all­ast að gömlu stjórn­mála­flokk­arnir skila auðu í Evr­ópu­mál­um. Núver­andi stjórn­ar­flokkar freist­uðu þess að loka á umræður um Evr­ópu­sam­vinnu með því að senda bréf til Brus­sel með óskýru orða­lagi um – í besta falli – frestun á við­ræðum um aðild að ESB. Í stað­inn skyldi Evr­ópu­stefna stjórn­ar­innar grund­vall­ast á EES samn­ingn­um. Samt er það svo að stjórnin hefur haldið á því máli með hang­andi hendi og státar af einum versta árangri í sögu EES með til­heyr­andi inn­leið­ing­ar­halla og met­fjölda samn­ings­brota­mála fyrir EFTA dóm­stóln­um. Utan­rík­is­mála­nefnd eyddi til dæmis ríf­lega tveimur árum í að velta fyrir sér hvort taka mætti gerðir um vist­væna hönnun heim­il­is­tækja upp í EES samn­ing­inn, líkt og að það væri grund­vall­ar­at­riði í utan­rík­is­stefnu lands­ins að hér fengjust óvist­vænar ryksug­ur. 

Auglýsing

Í umræðum um evr­ópsk fjár­mála­eft­ir­lit á Alþingi bar svo við að ákveðnir full­trúar Sam­fylk­ing­ar, sem hingað til hefur státað af því að vera Evr­ópu­sinn­aður flokk­ur, töl­uðu niður EES sam­starfið og ekki síst Eft­ir­lits­stofnun EFTA.  Allt í einu var sem Eft­ir­lits­stofnun EFTA væri útsend­ari erlends valds þar sem stjórn­ar­menn skip­aðir af öðrum EFTA ríkjum væru þar bein­línis til þess að skaða íslenska hags­muni. Þessum aðilum á þó að vera fylli­lega ljóst að það er grund­vall­ar­for­senda EES samn­ings­ins að komið sé á fót sjálf­stæðri eft­ir­lits­stofnun og dóm­stól hvers hlut­verk er fyrst og fremst að tryggja rétta inn­leið­ingu og fram­kvæmd EES reglna, einnig á Íslandi. Stjórn­ar­menn í Eft­ir­lits­stofnun EFTA eiga þannig að gæta sjálf­stæðis og hlut­leysis í störfum sínum og skiptir þá engu um hverjir skipa þá til starfans. Eng­inn stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna virt­ist í þessum umræðum heldur átta sig á því að hefði Alþingi synjað því að taka umræddar reglur upp í EES samn­ing­inn væri EES sam­starf­inu sjálfu stefnt í hættu, enda er það ekki svo að menn geti valið og hafnað að vild hvaða hlutum samn­ings­ins sé fylgt hér á landi. Enn síður var til umfjöll­unar að styrk­ing fjár­mála­eft­ir­lits með þátt­töku í Evr­ópu­sam­starfi gæti hugs­an­lega orðið borg­urum þessa lands til góðs. 

Við­reisn leggur áherslu á að Ísland sé virkur og ábyrgur þátt­tak­andi í alþjóða­sam­starfi. Að því er varðar Evr­ópu er ljóst að Evr­ópu­sam­starf og aðgangur Íslands að innri mark­að­inum byggir á EES samn­ingnum eins og sakir standa. Það er mik­il­vægt að stjórn­völd tryggi að borg­arar þessa lands fái notið þeirra kosta sem EES samn­ing­ur­inn felur í sér með því að upp­fylla samn­ings­skyldur sínar á hverjum tíma. Að sama skapi á hvorki að tala samn­ing­inn sjálfan eða sam­starfs­þjóðir okkar innan EFTA nið­ur. Hins vegar er það svo að eftir því sem EES samn­ing­ur­inn breyt­ist og þró­ast verður spurn­ingin um fulla aðild að ESB meira aðkallandi. Það þurfa ein­fald­lega allir kostir að vera uppi á borð­um. Þess vegna viljum við að þjóðin fái að kjósa um áfram­hald aðild­ar­við­ræðna við ESB þannig að þjóðin sjálf geti metið hvort full aðild að sam­band­inu sé betri kostur til fram­tíð­ar. Við treystum okkur í þá veg­ferð með þjóð­inn­i. 

Höf­undur situr í 3. sæti á fram­boðs­lista Við­reisnar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes: Þeim er velkomið að reyna að villa um fyrir fólki
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja og uppljóstrari í málum fyrirtækisins í Namibíu, var í viðtali við Kastljós í kvöld.
Kjarninn 11. desember 2019
Molar
Molar
Molar – 2020 verði ár tollastríðsins
Kjarninn 11. desember 2019
Jóhannes Stefánsson
Rannsaka ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum
Lögreglan í Namibíu rannsakar nú ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum.
Kjarninn 11. desember 2019
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir
Jörðum jarðefnaeldsneytið 2035 og verum fyrirmynd
Kjarninn 11. desember 2019
Oddný Harðardóttir
Vilja að embætti skattrannsóknarstjóra verði veitt ákæruvald
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga þar sem lagðar eru til breyt­ingar á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins í þá veru að emb­ætt­inu verði veitt ákæru­vald og heim­ild til sak­sóknar í þeim málum sem það rann­sak­ar.
Kjarninn 11. desember 2019
Greta Thunberg manneskja ársins hjá TIME
Tímaritið TIME Magazine hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927 og þetta árið varð loftslagsaktívistinn Greta Thunberg fyrir valinu.
Kjarninn 11. desember 2019
Herdís sótti um að verða næsti útvarpsstjóri
Fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir er á meðal þeirra 41 sem sóttu um stöðu útvarpsstjóra RÚV.
Kjarninn 11. desember 2019
Íslandi gert að breyta skilyrðum um búsetu framkvæmdastjóra og stjórnarmanna
Samkvæmt Eftirlitsstofnun EFTA þarf Ísland að breyta reglum sem skylda stjórnarmenn og framkvæmdastjórn félaga til þess að vera ríkisborgarar eða búsettir í EES ríki.
Kjarninn 11. desember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None