gnarr.jpg
Auglýsing

Alveg frá því að ég man eftir mér hef ég haft andstyggð á öllu stríði og hernaðarbrölti. Mér verður líkamlega flökurt þegar ég les fréttir af stríðsátökum og ímynda mér þjáningar fólksins sem eru fórnarlömbin. Yfirleitt eru þessi stríð háð á vafasömum forsendum, einhverju er haldið fram af stjórnmálamönnum eða herforingjum en yfirleitt er hinn raunverulegi tilgangur annar. Stríð eru gjarnan háð undir formerkjum frelsis og sjálfstæðis – það á að frelsa fólk undan oki einhvers. En það gerist sjaldnast. Fólkið sem átti að frelsa er hneppt í nýja ánauð ófriðar. Ofbeldi og stríð eru bæði dýr og léleg aðferð til að leysa ágreining. Þeir sem græða mest á stríðsrekstri eru ekki fólkið sem átti að frelsa heldur þeir sem selja vopnin. Það eru þeir sem hagnast mest á stríðum. Allir aðrir tapa. 

Ísland byggir á langri friðarhefð. Hér hefur okkur þótt skynsamlegra að leysa ágreining með umræðum eða öðrum friðsamlegum aðferðum. Það eru ekki allar þjóðir sem eru þeirrar gæfu aðnjótandi. Jafnvel í nágrannalöndum okkar hafa geysað stríð og stundum í langan tíma. Ég tel mjög mikilvægt að friðelskandi þjóðir leggi sitt af mörkum til að stuðla að friði í heiminum. Í því sambandi gegna borgir lykilhlutverki. Borgir eru leiðandi í því að reyna að greiða úr þeim vandamálum sem helst ógna heilsu okkar og öryggi. Borgir standa þjóðríkjum langtum framar þegar kemur að mannréttindamálum og loftslagsmálum til dæmis. Eðli borga er annað en þjóðríkja. Borgir fara til dæmis aldrei í stríð við aðrar borgir. 

Auglýsing

Þegar ég var borgarstjóri reyndi ég eftir fremsta megni að beita mér í friðar- og mannréttindamálum. Ég komst að því að það getur verið erfitt að skipuleggja frið. Manni fallast stundum hendur. Að auki er maður oft sakaður um barnaskap en friðarbarátta krefst þess að maður sé í ákveðinni andstöðu við hefðbundin og ríkjandi gildi. 

Hvert skref frá ófriði er skref í átt til friðar. Ég óska HÖFÐA Friðarsetri Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands innilega til hamingju. Megi þessi stofnun efla frið og friðarumræðu bæði hér heima og erlendis. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Radíó Efling
Radíó Efling
Radíó Efling – Heimsmet í skerðingum
Kjarninn 25. júní 2021
Þórður Snær Júlíusson
Áframhaldandi tilfærsla á peningum úr ríkissjóði til þeirra sem hafa það best
Kjarninn 25. júní 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None