Auglýsing

Borg­ar­svæði eru að stækka og innan þeira á stór hlut­i ný­sköp­unar í hag­kerfum heims­ins sér stað. Það er ekki nýtt, en þró­unin hef­ur verið sú að mik­il­vægi borg­ar­svæða hefur verið að aukast. Gert er ráð fyrir því að mik­il­vægi þeirra muni aukast enn meira á næstu árum og ára­tug­um. Þau verða hjarta­slögin í alþjóð­væddum heimi við­skipta.

Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri hefur bent á þetta ítrek­að í skrif­um, og það sama má segja um fleiri. Alveg þvert á hið ­flokkspóli­tíska lands­lag.

Sam­keppni um hug­myndir

Hér vest­an­hafs, í Banda­ríkj­un­um, er umræða um þetta alls ekki ný af nál­inni. Borgir eiga í mik­illi sam­keppni um fólk og fyr­ir­tæki, hug­myndir og rann­sókn­ir, nýsköpun og mann­líf. Sam­keppnin birt­ist meðal ann­ars í því hvernig tekst að tengja saman atvinnu­lífið á borg­ar­svæð­un­um, við ­rann­sókn­ar- og nýsköp­un­ar­starfið ann­ars veg­ar, og mann­lífið og skipu­lagið hins ­veg­ar. Úr verður ein heild; sjálf­stætt hag­kerfi sem vex síðan áfram, jafn­vel í ó­væntar átt­ir.

Auglýsing

Meira en þrjú hund­ruð borg­ar­kjarnar í Banda­ríkj­unum eru tvö­falt ­fjöl­menn­ari en höf­uð­borg­ar­svæðið (202 þús­und íbú­ar) á Íslandi, og hag­kerf­in flest stærri en Ísland, þegar allt er talið. Þegar borg­ar­svæðin eru greind enn ­meira nið­ur, eru svo ein­staka svæði með mun þyngri og stærri efna­hags­legan hjart­slátt en önn­ur.

Má nefna Brook­lyn í New York (fyr­ir­tæki eins og goTenna og Li­vestr­eam hafa vaxið þar), mið­borg­ar­hluti Portland og útjaðra Seatt­le-­borg­ar (Amazon og Microsoft),  sem dæmi um ­borg­ar­kjarna sem hafa afar sterkan efna­hags­legan grunn.

Þegar horft er til Norð­ur­landa er mið­bær­inn í Stokk­hólmi annað dæmi. Þar hafa borg­ar­yf­ir­völd, í sam­vinnu við frum­kvöðla­sam­fé­lagið í borg­inni og fjár­festa sömu­leið­is, lagt mikið upp úr því efla tengsl, og búa til­ „suðu­pott“ hug­mynda og mann­lífs. Ákvörðun Nas­daq um að hafa höf­uð­stöðvar sínar á Norð­ur­löndum í Stokk­hólmi, og líf­legan fjár­magns­markað fyrir smærri fyr­ir­tæki, hefur ýtt undir sterkt efna­hags­líf á svæð­inu. Það er ekki til­viljun að Spoti­fy er með glæsi­legar höf­uð­stöðvar sínar á svæð­inu, og að Minecraft tölvu­leikja­sam­fé­lag­ið hafi orðið til þar (og síðan selt til Microsoft fyrir 2,5 millj­arða ­Banda­ríkja­dala, um 300 millj­arða króna). Svæðið sogar til sín fólk með mikla þekk­ingu víða að úr heim­in­um, sem styrkir sam­fé­lag­ið.

Náið sam­starf

Í New York hefur borgin lagt sig fram við að skipu­legja „suðu­potta“ í nánu sam­starfi við fyr­ir­tæki og háskól­ana í borg­inni. Efna­hag­ur ­borg­ar­innar er risa­vax­inn, og sér­stakur sökum þess að hið alþjóða­vædda fjár­mála­kerfi á sér heima­stöð í borg­inni.

Hag­kerfið í New York er sagt stærra en hag­kerfi Kanada og margra ann­ara stórra ríkja, sem segir sína sögu.

Hér á Seattle svæð­inu er það keppi­kefli borg­ar­innar að vinna ­með fyr­ir­tækjum sem vilja stækka og efl­ast á svæð­inu. Allt frá fyrstu stigum og fram að hröðu vaxt­ar­skeið­i. 

Gott umhverfi

Má nefna ótrú­legan vöxt Microsoft og Amazon sem dæmi um þetta, en í til­fellum beggja fyr­ir­tækja hafa borg­ar­yf­ir­völd unnið náið með­ ­fyr­ir­tækj­unum að því að tryggja gott umhverfi fyrir fyr­ir­tæk­in, svo þau ákveðið að vaxa áfram á svæð­inu.

Sam­hliða þessum upp­bygg­ing­ar­á­formum fylgj­ast borg­ar­yf­ir­völd grannt með hverju skrefi, og reyna að þróa borg­ina í sam­ræmi við upp­bygg­ing­una ­sem á sér stað í atvinnu­lífi og háskóla­starfi. Þaðan kemur mikið af fólk­inu sem býr atvinnu­lífið til. Gott skipu­lag getur virkað eins og smurn­ing á vél þeg­ar kemur þessum mál­um. Og ef allt gengur upp, þá geta krafta­verk gerst. Fyr­ir­tæki ­fæðast, svæði end­ur­nýj­ast upp úr hug­mynda­vinnu þeirra og mann­líf blómstr­ar.

Þetta er ekki aðeins gert til að fjölga fólki sem fær góð ­laun, heldur til að ýta undir sjálf­bærni á svæð­inu til lengdar og skapa að­stæður fyrir „end­ur­tekn­ing­u“, þegar þörf er á. Fyr­ir­tæki geta komið og far­ið, en ef aðstæður eru byggðar upp með þeim hætti að jarð­veg­ur­inn er „dínamískur“, þá er lík­legra en ekki að svæðin end­ur­nýji sig sífellt.

Þessi atriði eru vafa­lítið ekk­ert ný af nál­inni, fyrir þeim ­sem hafa fylgst með umræðu um borg­ar­mál á Íslandi og víð­ar, en það er engu að ­síður mik­il­vægt að fara í gegnum þau, aftur og aft­ur.

Þróun eina borg­ar­svæðis lands­ins mun hafa mikið um það að ­segja hvernig íslenskt sam­fé­lag verður í fram­tíð­inni. Það hefur þan­ist út á und­an­förnum ára­tug­um, og út frá skipu­lags­málum hefur þró­unin verið umdeil­an­leg, svo ekki sé meira sagt.

Besta tæki­færið í upp­bygg­ingu á lands­byggð­inn­i ­getur falist í efla höf­uð­borg­ar­svæð­ið, og þróa það í rétta átt. Það verður til­ ­góðs fyrir landið allt, sér­stak­lega í örríki eins og Íslandi sem er með allra s­mæstu ríkjum ver­ald­ar. Mik­il­vægi starf­semi á lands­byggð­inni er vel þekkt, ekki síst þegar kemur að sjáv­ar­út­vegi, og með til­komu ferða­þjón­ust­unnar sem mátt­ar­stólpa í hag­kerf­inu eru þegar farin að opn­ast fjöl­mörg tæki­færi. Fyrir mér er aug­ljóst, að upp­bygg­ing í Vatns­mýr­inni er efna­hags­lega mik­il­vægt mál fyrir Ísland, vegna þess sem að ofan er lýst. Þar er ­kjör­svæði fyrir myndun suðu­potts sem getur virkað eins og end­ur­nýj­un­ar­vél fyr­ir­ hag­kerfið til fram­tíðar lit­ið.

Mér finnst ábend­ingar Róberts Guð­finns­sonar fjár­fest­is, um þessi mál, vera hár­rétt­ar, þó hann horfi á Vatns­mýr­ina í grein sinni út frá­ ­sjón­ar­hóli ferða­þjón­ust­unn­ar.

En mat hans, um að hag­felld þróun höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins til­ ­lengdar lit­ið, sé mik­il­vægt mál fyrir allt land­ið, er hár­rétt. Og þetta er stór­mál.

Þetta er hægt

Mann­líf sem tengir saman helstu nýsköp­un­ar­svæði á Íslandi, í Há­skól­anum í Reyka­vík og í Háskóla Íslands – sem eru í nátt­úr­legri nálægð við ­sprota- og rann­sókn­ar­starf­sem­ina í land­inu – getur myndað suðu­pott­ana sem borgir víða um heima kepp­ast um að skapa. Það er hægt að gera þetta á Íslandi og þau skref sem þegar hafa verið stig­in, með starf­semi Íslenskrar erfða­grein­ing­ar, háskól­ana, og til fram­tíðar CCP og Alvogen, eru svo sann­ar­lega í rétta átt. En það er hægt að ganga lengra, stíga stærri skref, búa til kjörað­stæður fyrir fram­þróun á alþjóð­legum þekk­ing­ar­iðn­aði.Tæki­færið er fyrir framan okk­ur, að því er mér finnst. Það er óþarfi að umræða um þessi mál, það er þróun höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins í sam­heng­i við efna­hags­legt mik­il­vægi þess fyrir landið í heild, skuli vera látin snúast al­farið um flug þegar horft er til Vatns­mýr­ar­inn­ar. Það eru fleiri hliðar á svæð­inu en flug­völl­ur­inn, og þó margend­ur­tekið hafi verið kafað ofan í kost­ina þegar kemur að flug­þjón­ustu í land­inu, þá hefur minna farið fyrir umræðu um suðu­pott­inn og mik­il­vægi hans. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka.
Sérstakur transskattur „ósanngjarn og óréttlátur“
Þingmaður gagnrýndi á þingi í dag gjald sem Þjóðskrá rukkar fólk sem vill breyta skráningu á kyni sínu. „Þingið þarf að viðurkenna að þarna varð okkur á í messunni, leiðrétta mistökin og afnema transskattinn strax.“
Kjarninn 19. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Svartá er vatnsmesta lindá landsins.
„Heita kartaflan“ sem mun „kljúfa samfélagið í Bárðardal“
Þingeyjarsveit hefur áður skipst í fylkingar í virkjanamálum. Laxárdeilan er mörgum enn í fersku minni en í þessari sömu sveit hyggst fyrirtækið SSB Orka reisa Svartárvirkjun sem engin sátt er um.
Kjarninn 19. janúar 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari
None