Undantekningartilvik eða almenn regla?

Tölva
Auglýsing
Hræðsla fólks á Íslandi við hryðju­verk er á mjög veikum rökum reist, enda hefur ekk­ert gerst sem bendir til þess að Ísland sé skot­mark. Hins vegar er það til­fellið að tölvu­kerfi alls­staðar á Vest­ur­löndum hafa sætt auknum árásum á und­an­förnum árum, ekki síst vegna þess að mörg ríki eru byrjuð að efla getu sína til að stunda „sta­f­rænan hern­að“. Því er full ástæða til að leggja áherslu á staf­rænt öryggi, jafn­vel fyrir lítil lönd eins og Ísland.

Nútím­anum fylgir ara­grúi tölvu­kerfa sem eru sam­tengd með ýmsum hætti. Flest þessi kerfi eru stór, flók­in, og oftar en ekki eru þau smíðuð án mik­ils til­lits til örygg­is­þátta. Einnig eru kerfi for­rituð miðað við aðstæður sem þá eru, en ekki upp­færð til að mæta nýjum kröfum eða verj­ast nýjum hættum í öryggi.

Eitt af tölvu­kerfum hins opin­bera hér á landi er Lyfja­gagna­grunnur Emb­ættis land­læknis sem stofnað var til með lögum árið 1994 og var kom­inn í fulla notkun árið 2005, með aðkomu Land­lækn­is­emb­ætt­is­ins, Trygg­inga­stofn­unar og Lyfja­stofn­un­ar.

Tækni­leg kerf­is­lýs­ing Lyfja­gagna­grunns­ins kemur fram í kerf­is­hand­bók, dag­settri 30. mars 2005. Ekki hefur und­ir­rit­uðum tek­ist að fá nýrri útgáfu kerf­is­hand­bók­ar, og má því gera ráð fyrir því að hún sé að ein­hverju leyti úrelt, en að öðru leyti gild. Meðal þess sem kemur fram í kerf­is­hand­bók er að að notuð er ákveðin aðferð til að dulkóða kenni­tölur [svo­kall­að MD5 tæti­fall] til að „tæta“ kenni­tölur svo hægt sé að sjá töl­fræði yfir lyfja­notkun ein­stak­linga án þess að ein­stak­ling­arnir séu per­sónu­grein­an­leg­ir.

Auglýsing

Hér er tvennt sem veldur áhyggj­um: Ann­ars vegar hefur verið vitað síðan 1996 að hægt er að brjóta upp MD5 tæti­fall­ið, og því var lýst sem ónot­hæfu til dulkóð­unar árið 2004. Hins vegar er fjöldi gildra kennitalna tak­mark­aður og því fræði­lega mögu­legt að búa til tveggja dálka lista, þar sem í öðrum dálknum eru kenni­tölur og hinum dálknum dulkóð­aða útgáf­an. Þá væri hægt að per­sónu­greina alla í gagna­grunn­inum með því að fletta upp í töfl­unni því dulkóð­un­ar­að­ferðin er ónýt og öllum ljós sem vilja.

Það tók und­ir­rituð um fjórar mín­útur að smíða for­rit sem bjó til slíka töflu. Síðan tók innan við 20 mín­útur að finna út hvaða kennitala leynd­ist bak við hverja dulkóð­un. Sem betur fer hefur lyfja­gagna­grunn­ur­inn ekki lekið út á net­ið. Hins vegar hafa gögn úr hon­um, á dulkóð­uðu formi, verið afhent ýms­um. Má þar nefna vís­inda­menn, lyfja­fyr­ir­tæki og opin­berar stofn­an­ir.

Þá að öðrum þætti kerf­is­ins. Í kerf­is­hand­bók­inni er því lýst að gagna­grunn­ur­inn sé hýstur á tölvu sem not­ar Suse Enter­prise Ser­ver 9 stýri­kerf­ið. Það er vel mögu­legt að annað stýri­kerfi sé nú tekið við, en sé sama stýri­kerfi enn notað blasir við ákveðið vanda­mál: Suse Enter­prise Ser­ver 9 var síð­ast upp­fært árið 2007. Örygg­is­upp­færslur fyrir kerfið hættu að ber­ast árið 2011, en þá höfðu 1447 örygg­is­holur fund­ist í kerf­inu á líf­tíma þess. Ótal nýir gallar hafa fund­ist í hug­bún­aði sem fylgdi því kerfi síð­an.

Nýrri útgáfa af lyfja­gagna­grunni Emb­ættis land­læknis er nú sögð vera komin í notk­un, smám saman frá árinu 2012. Á hana reyndi í mars þegar inn­kalla þurfti amfetamíntöflur ís­lensks lyfja­fram­leið­anda, af því að þær reynd­ust við magn­grein­ingu inni­halda ónægt ­magn af amfetamíni. Lyfja­stofnun fékk þá úr lyfja­gagna­grunn­inum lista yfir lækna sem ávísað höfðu umræddu amfetamíni og ætl­unin var að fræða lækn­ana fljótt og vel um mögu­legar lausnir á vanda­málum tengdum inn­köll­un­inni. Ekki vildi betur til en svo að list­inn yfir 43 lækna sem sagðir voru hafa ávísað lyf­inu inni­hélt nöfn 7 lækna sem ekki höfðu ávísað því, og á aðra 7 lækna var skráð rangt magn ávís­aðs amfetamíns.

Þetta upp­götv­að­ist þegar einn lækn­anna 7 sem engu höfðu ávísað lét vita að amfetamín­inu hefði hann ekki ávís­að. Skýr­ing Emb­ættis land­lækn­is, sem send var til Lyfja­stofn­unar í apr­íl, var að um for­rit­un­ar­villu og und­an­tekn­ing­ar­til­vik væri að ræða.  Þar sem sú skýr­ing hljóm­aði ekki mjög senni­lega báðum við Emb­ætti land­læknis um gögnin sem lægju til grund­vallar skýr­ing­unni, og  svohljóð­andi svar barst þegar langt var liðið á sept­em­ber: „E(mbætti)L(and­læknis) er enn að rann­saka hvað fór úrskeiðis við umrætt atvik. Jafn­skjótt og því er lokið mun emb­ættið senda þér við­kom­andi gögn.“ Þannig höfðu villur sem í apríl voru kall­aðar „for­rit­un­ar­vill­ur“ þurft frek­ari rann­sókna við, og þeim var enn ekki lokið undir lok sept­em­ber, eftir nærri hálfs árs vinnu.

Ekki er algengt að lyf á Íslands­mark­aði séu inn­kölluð vegna galla ─ slíkt má telja algjör und­an­tekn­ing­ar­til­vik, og lík­lega er eins­dæmi að reynt sé að hafa not af lyfja­gagna­grunn­inum í slíku sam­hengi. Hins vegar er afar áríð­andi þegar inn­kalla þarf mik­il­virk lyf (í þessu til­viki líka mis­not­an­legt lyf, og í hæsta eft­ir­lits­flokki), að réttar upp­lýs­ingar fáist um ávísend­ur. Réttar upp­lýs­ingar geta í svip­uðum til­vikum jafn­vel skilið milli lífs og dauða.

Þar sem beiðnin er lík­lega eins­dæmi er svarið við henni vænt­an­lega einnig eins­dæmi. Þegar svarið er með þessum hætti og að auki er vitað um fleiri villur og vanda­mál, jafn­vel með svip­aðri tíðni (~ 30% rang­t), hlýtur sú spurn­ing að vakna hvort Emb­ættið geti full­yrt að svona for­rit­un­ar­villur séu und­an­tekn­ing­ar­til­vik, eða hvort mögu­lega sé nær lagi að tala um almenna reglu, sé byggt á þess­ari einu hrapal­lega mislukk­uðu afgreiðslu sem og vís­bend­ingum um önnur kerf­is­vanda­mál í Lyfja­gagna­grunni.

Lyfja­gagna­grunn­ur­inn er í raun­inni bara eitt af fjöl­mörgum kerfum sem mis­mun­andi rík­is­stofn­anir sjá um. Það er ekk­ert sem bendir til verra eða betra öryggis í honum en í en öðrum opin­berum kerf­um. Kerfið hefur lík­lega verið upp­fært að ein­hverju marki umfram það sem er lýst í kerf­is­hand­bók­inni. En Lyfja­gagna­grunn­ur­inn er mjög gott dæmi um kerfi sem eru miklir þjóð­fé­lags­legir hags­munir fólgnir í að vernda gegn inn­brot­um, árásum, hönn­un­ar­göll­um, inn­streymi rangra upp­lýs­inga og úreltum for­rit­un­ar­lausn­um.

Mikil þörf er á því að koma örygg­is- og gæða­málum þeirra tölvu­kerfa sem ríkið notar í skyn­samt horf. Mörg kerfi eru vel hönnuð og vel var­in, en mörg önnur eru börn síns tíma. Ekk­ert heild­stætt yfir­lit er til yfir hvaða kerfi ríkið not­ar, hvenær þau voru síð­ast upp­færð, eða hver ber ábyrgð á þeim. Þetta þarf að laga.

Ing­unn er dós­ent í lyfja­fræði við Osló­ar­há­skóla og Smári er odd­viti Pírata í Suð­ur­kjör­dæmi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None