Bætum hag ungs fólks – aukum jöfnuð

Auglýsing

Ójöfn­uður milli kyn­slóða hefur auk­ist. Þannig hefur staða ungs fólks versnað í íslensku sam­fé­lagi í sam­an­burði við kyn­slóð­irnar á und­an, einkum vegna tveggja þátta: ráð­stöf­un­ar­tekjur fólks á aldr­inum 20-35 ára hafa dreg­ist saman í sam­an­burði við fyrri kyn­slóðir og erf­ið­ara er fyrir ungt fólk að kaupa sé fast­eign.

Staðan er frekar ein­föld á hús­næð­is­mark­aði. Annað hvort býrðu í leigu­hús­næði, sem er bæði óör­uggt og alltof dýrt eins og ástandið er á leigu­mark­aði eða þú færð hjálp frá for­eldrum til að eiga fyrir afborgun af íbúð. Ég þekki enga mann­eskju sem hefur náð að spara fyrir útborgun í íbúð við fyrstu íbúð­ar­kaup í núver­andi umhverfi, án hjálpar fjöl­skyldu eða for­eldra. Vandi ungs fólks varð­andi hús­næði snýst aðal­lega um vand­ann við að safna fyrir útborgun þegar fast­eigna­verð er svo hátt sem raun ber vitni en ekki um að geta ekki greitt af hús­næð­is­láni, eins og nýbirt skýrsla um kyn­slóða­reikn­inga sýnir fram á.

Það er óþol­andi í svo ríku sam­fé­lagi að til sé slíkur aðstöðu­munur og við gerum ekk­ert í því. Fyrir okkur í Sam­fylk­ing­unni er þetta býsna ein­faldur biss­ness. Það er að end­ingu kostn­að­ar­sam­ara fyrir sam­fé­lagið að fólk búi ekki við öruggan hús­næð­is­kost eða hafi þak yfir höf­uðið heldur en að bjóða upp á núver­andi aðstæður og gera ekk­ert. Þá er stað­reynd að fólk sem býr alla­jafna við lægri tekjur t.d. kenn­arar og hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar,  hefur tak­mark­aðri tekju­mögu­leikar en ýmsir aðrir hóp­ar. Það er vond stefnu­mörkun sem leiðir til þess að færri velja sér þau störf sem eru jafn sam­fé­lags­lega mik­il­væg vegna þess eins að ekki er hægt að lifa manns­sæm­andi lífi. Hér á hið opin­bera að koma inn og sporna við. Við eigum alltaf að hugsa til þess að tryggja aukin jöfnuð þ.e. að vera bæta kjör þeirra og aðstöðu sem fyrir margar sakir hafa lægri tekjur en þeirra sem hafa hærri og þurfa ekki við­líka hjálp.

Auglýsing

For­skot á fast­eigna­mark­aði

Okkar and­svar við þess­ari öfug­þróun byggir á því að veita  þeim sem eru að verða undir í kyn­slóð­a­lott­er­ínu for­skot til fast­eigna­kaupa. Þannig fá íbúð­ar­kaup­endur styrk til þess að brúa afborgun í íbúð, en styrk­ur­inn er fyr­ir­fram­greiðsla vaxta­bóta. Hjón eða sam­búð­ar­fólk geta að hámarki fengið 3 millj­ónir króna. Ein­stæðir for­eldrar 2. 5 millj­ónir og ein­stak­lingar 2 millj­ón­ir. Á móti kemur að fólk sem tekur styrk­inn afsalar sér rétti til vaxta­bóta í 5 ár. Úrræðið kemur til fram­kvæmda strax, enda þörf á að koma til móts við þennan hóp strax . Leiðin er almenn og val­kvæð þ.e að hægt er að fá vaxta­bætur áfram frekar en styrk. Þá gagn­ast hún betur út á lands­byggð­inni þar sem fast­eigna­verð er lægra og því er öflug byggða­stefna tryggð með úrræð­inu. Þá eru eigna- og tekju­teng­ingar inni, svo það sé tryggt að það sé ekki að veita fólki sem á miklar eignir for­skot á mark­aði sem það í raun þarf ekki. Rétt­ur­inn til vaxta­bóta stæði þó alltaf eft­ir, ef fólk á annað borð rétt á þeim.

Á und­an­förnum árum hefur stuðn­ingur í formi vaxta­bóta minnkað gríð­ar­lega, þar sem skerð­ing­ar­mörk tekna og eigna hafa ekki breyst í sam­ræmi við launa­þróun og fast­eigna­verð. Þessu viljum við snúa við. Þá er aðgerðin ekki kostn­að­ar­söm en kostn­aður sem leggst á rík­is­sjóð er óveru­leg­ur. Fer eftir því hversu margir nýta sér úrræðið en reikna má að þetta sé dýr­ast á fyrstu árum eftir að aðgerðin er satt á lagg­irnar en jafni sig út þegar fram líða stund­ir.

Sam­fylk­ingin er flokkur sem berst fyrir jöfnum tæki­færum í sam­fé­lag­inu óháð efna­hag. Við teljum að það sé hlut­verk stjórn­valda að tryggja, við mótun efna­hags­stefnu, að ein kyn­slóð verði ekki undir í kyn­slóð­a­lott­er­ínu. Þannig eigi slík inn­grip rík­is­ins að miða að því að jafna leik­inn og hjálpa frekar þeim hópum sem hallar á.  

Höf­undur er í öðru sæti á fram­boðs­lista Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None