Bætum hag ungs fólks – aukum jöfnuð

Auglýsing

Ójöfn­uður milli kyn­slóða hefur auk­ist. Þannig hefur staða ungs fólks versnað í íslensku sam­fé­lagi í sam­an­burði við kyn­slóð­irnar á und­an, einkum vegna tveggja þátta: ráð­stöf­un­ar­tekjur fólks á aldr­inum 20-35 ára hafa dreg­ist saman í sam­an­burði við fyrri kyn­slóðir og erf­ið­ara er fyrir ungt fólk að kaupa sé fast­eign.

Staðan er frekar ein­föld á hús­næð­is­mark­aði. Annað hvort býrðu í leigu­hús­næði, sem er bæði óör­uggt og alltof dýrt eins og ástandið er á leigu­mark­aði eða þú færð hjálp frá for­eldrum til að eiga fyrir afborgun af íbúð. Ég þekki enga mann­eskju sem hefur náð að spara fyrir útborgun í íbúð við fyrstu íbúð­ar­kaup í núver­andi umhverfi, án hjálpar fjöl­skyldu eða for­eldra. Vandi ungs fólks varð­andi hús­næði snýst aðal­lega um vand­ann við að safna fyrir útborgun þegar fast­eigna­verð er svo hátt sem raun ber vitni en ekki um að geta ekki greitt af hús­næð­is­láni, eins og nýbirt skýrsla um kyn­slóða­reikn­inga sýnir fram á.

Það er óþol­andi í svo ríku sam­fé­lagi að til sé slíkur aðstöðu­munur og við gerum ekk­ert í því. Fyrir okkur í Sam­fylk­ing­unni er þetta býsna ein­faldur biss­ness. Það er að end­ingu kostn­að­ar­sam­ara fyrir sam­fé­lagið að fólk búi ekki við öruggan hús­næð­is­kost eða hafi þak yfir höf­uðið heldur en að bjóða upp á núver­andi aðstæður og gera ekk­ert. Þá er stað­reynd að fólk sem býr alla­jafna við lægri tekjur t.d. kenn­arar og hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar,  hefur tak­mark­aðri tekju­mögu­leikar en ýmsir aðrir hóp­ar. Það er vond stefnu­mörkun sem leiðir til þess að færri velja sér þau störf sem eru jafn sam­fé­lags­lega mik­il­væg vegna þess eins að ekki er hægt að lifa manns­sæm­andi lífi. Hér á hið opin­bera að koma inn og sporna við. Við eigum alltaf að hugsa til þess að tryggja aukin jöfnuð þ.e. að vera bæta kjör þeirra og aðstöðu sem fyrir margar sakir hafa lægri tekjur en þeirra sem hafa hærri og þurfa ekki við­líka hjálp.

Auglýsing

For­skot á fast­eigna­mark­aði

Okkar and­svar við þess­ari öfug­þróun byggir á því að veita  þeim sem eru að verða undir í kyn­slóð­a­lott­er­ínu for­skot til fast­eigna­kaupa. Þannig fá íbúð­ar­kaup­endur styrk til þess að brúa afborgun í íbúð, en styrk­ur­inn er fyr­ir­fram­greiðsla vaxta­bóta. Hjón eða sam­búð­ar­fólk geta að hámarki fengið 3 millj­ónir króna. Ein­stæðir for­eldrar 2. 5 millj­ónir og ein­stak­lingar 2 millj­ón­ir. Á móti kemur að fólk sem tekur styrk­inn afsalar sér rétti til vaxta­bóta í 5 ár. Úrræðið kemur til fram­kvæmda strax, enda þörf á að koma til móts við þennan hóp strax . Leiðin er almenn og val­kvæð þ.e að hægt er að fá vaxta­bætur áfram frekar en styrk. Þá gagn­ast hún betur út á lands­byggð­inni þar sem fast­eigna­verð er lægra og því er öflug byggða­stefna tryggð með úrræð­inu. Þá eru eigna- og tekju­teng­ingar inni, svo það sé tryggt að það sé ekki að veita fólki sem á miklar eignir for­skot á mark­aði sem það í raun þarf ekki. Rétt­ur­inn til vaxta­bóta stæði þó alltaf eft­ir, ef fólk á annað borð rétt á þeim.

Á und­an­förnum árum hefur stuðn­ingur í formi vaxta­bóta minnkað gríð­ar­lega, þar sem skerð­ing­ar­mörk tekna og eigna hafa ekki breyst í sam­ræmi við launa­þróun og fast­eigna­verð. Þessu viljum við snúa við. Þá er aðgerðin ekki kostn­að­ar­söm en kostn­aður sem leggst á rík­is­sjóð er óveru­leg­ur. Fer eftir því hversu margir nýta sér úrræðið en reikna má að þetta sé dýr­ast á fyrstu árum eftir að aðgerðin er satt á lagg­irnar en jafni sig út þegar fram líða stund­ir.

Sam­fylk­ingin er flokkur sem berst fyrir jöfnum tæki­færum í sam­fé­lag­inu óháð efna­hag. Við teljum að það sé hlut­verk stjórn­valda að tryggja, við mótun efna­hags­stefnu, að ein kyn­slóð verði ekki undir í kyn­slóð­a­lott­er­ínu. Þannig eigi slík inn­grip rík­is­ins að miða að því að jafna leik­inn og hjálpa frekar þeim hópum sem hallar á.  

Höf­undur er í öðru sæti á fram­boðs­lista Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kergja innan hluthafahóps Eimskips nær suðupunkti
Óánægja með fyrirferð stærsta eigandans, dramatík í kringum stjórnarkjör og yfirtökuskyldu sem var svo felld úr gildi og slök rekstrarframmistaða sem leiddi af sér fall á markaðsvirði Eimskips hafði leitt til kergju á meðal lífeyrissjóða.
Kjarninn 30. september 2020
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None