Alvöru valkostur í brotnu kerfi

Dögun býður upp á nýjar lausnir fyrir íslenskt samfélag, skrifar Gunnar Hólmsteinn Ársælsson.

Auglýsing

Staðan í íslenskum stjórn­málum nú er sér­stök. Eftir for­dæma­lausa atburð­ar­rás frá vor­dögum ganga íslenskir kjós­endur að kjör­borð­inu nú í lok októ­ber til þess að kjósa nýja rík­is­stjórn.

Á hægri væng stjórn­mál­anna er staðan þannig að hann er klof­inn í tvennt. Miðjan er eitt flak­andi sár eftir það sem má kalla ,,St­url­unga­öld hina síð­ari“ innan Fram­sókn­ar­flokks­ins, bræðra­víg, botn­lausa fýlu og almenn leið­indi. Fylgi jafn­að­ar­manna­flokks­ins er í sögu­legu lág­marki og stendur Sam­fylk­ingin ekki undir nafni, enda fylgistalan sam­kvæmt könn­unum komin í eins stafs tölu.

Því hljóta kjós­endur að leita í nýjar átt­ir. Dögun er stjórn­mála­afl sem á rætur að rekja til banka og efna­hags­hrun­ins árið 2008, þegar óheft frjáls­hyggju og spillt fjár­mála­öfl og ein­stak­lingar koll­keyrðu næstu þjóð­ar­skút­una.

Auglýsing

Ein­kunn­ar­orð Dög­unar eru sann­girni, rétt­læti og lýð­ræði. Þessi orð ramma inn hug­mynda­fræði flokks­ins, sem berst fyrir almanna­hags­munum og gegn sér­hags­mun­um.

Umbætur á fjár­mála­kerfi

Ein af grunn­hug­myndum Dög­unar er að gera rót­tækar umbætur á fjár­mála­kerfi lands­ins, sem ekki vinnur með hag almenn­ings að leið­ar­ljósi, heldur hag hlut­haf­anna og eig­end­anna. Gróði bank­anna frá Hruni er ævin­týra­leg­ur, eða um 500 millj­arðar króna. Það um 30% af þjóð­ar­fram­leiðslu Íslands á einu ári. Hefur þessi hagn­aður farið í að lækka vexti? Svarið er nei. Hann hefur farið eitt­hvað allt ann­að, mikið í vasa eig­end­anna og bón­us­greiðslur sem vekja velgju meðal almenn­ings.

Nýr Sam­fé­lags­banki fyrir fólk og fyr­ir­tæki

Stofnun Sam­fé­lags­banka er ein af megin hug­myndum Dög­un­ar. Í sem stystu máli gengur hún út á stofnun banka sem hefur það að mark­miði að vinna að hag almenn­ings og fyr­ir­tækja lands­ins. Grunn­hug­myndin er að hagn­aði af banka­starf­sem­inni verði veitt aftur úr í atvinnu­lífið og til við­skipta­vina bank­anna, til þess að byggja upp og rækta atvinnu­starf­sem­ina í land­inu. Í Þýska­landi er til dæmis banka­starf­semi af þessu tagi með um 50 millj­ónir við­skipta­vina, en þýskt atvinnu­líf byggir að mestu leyti á litlum og með­al­stórum fyr­ir­tækj­u­m. 

Þetta er hug­mynd sem svo sann­ar­lega er vert að skoða á banka­mark­aði, þar sem þrír (nán­ast alveg eins bankar) drottna yfir mark­aðnum og hafa við­skipta­vini sín gjör­sam­lega í vas­an­um. Þess ber að geta að sam­fé­lags­bankar hafa það að mark­miði að stunda ekki ,,spila­vít­is“ eða áhættu­starf­semi, en það er einmitt sá þáttur sem fór hvað verst með okkur Íslend­inga í Hrun­inu.

Bland­aðar lausnir

Á heild­ina litið er Dögun afl sem berst fyrir blönd­uðum lausnum, bæði opin­berum og einka­mark­aðs­lausn­um. Dögun vill til dæmis að allur fiskur verði seldur á mark­aði, en flokk­ur­inn vill líka tryggja hágæða menntun og heilsu­gæslu, sem hvort tveggja er fjár­magnað með sköttum almenn­ings.

Þá leggur Dögun mikla áherslu á fjöl­breytt­ari úrræði í hús­næð­is­mál­um, en segja má að sú sér­eigna­stefna sem verið hefur við lýði sé gengin sér til húð­ar, enda menn teknir við að iðka ýmsar skottu­lækn­ingar á því sviði.

Hús­næð­is­ör­yggi = mann­rétt­indi

Til dæmis að setja á kerfi þar sem fólk notar sér­eigna­sparnað (sem ætl­aður er til elli­líf­eyris að starfs­ferli lokn­um) til að kaupa sér sína fyrstu íbúð. Auð­vitað á ungt fólk að kaupa sér sína fyrstu íbúð á alt öðrum for­sendum en þess­um. Dögun vill til skapa heil­brigðan leigu­markað (sem ein­kenn­ist í dag af okri) og skapa rými fyrir sam­vinnu­fé­lög sem eru óhagn­að­ar­drif­inn, til dæmis á sviði leigu­rétt­ar. Hús­næð­is­ör­yggi er mann­rétt­inda­mál að mati Dög­un­ar, en fjöl­margir hafa miklar áhyggjur af mögu­leikum ungs fólks á húnsæð­is­mark­aði fram­tíð­ar­inn­ar, enda verð á hús­næði gríð­ar­hátt. Sem er að hluta til vegna svim­andi vaxta­stigs í land­inu, en það er í raun efni í aðra grein.

Les­andi góð­ur. Í þess­ari stuttu grein hef ég reynt að gera örlitla grein fyrir nokkrum veiga­miklum stefnu­málum Dög­un­ar, sam­taka um rétt­læti, sann­girni og lýð­ræði. Frek­ari upp­lýs­ingar eru á heima­síðu okk­ar, www.x­dog­un.is. Hvet ég til þess að skoða hana vel og velta alvar­lega fyrir þér því sem þar stend­ur. Lista­bók­stafur Dög­unar er T. Góðar stund­ir.

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ingur og kenn­ari og skipar þriðja sætið á lista Dög­unar í Suð­vest­ur­kjör­dæmi (Krag­an­um).

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None