Ó Reykjavík mín Reykjavík

Nichole Leigh Mosty
Auglýsing

Ég er Breið­hylt­ingur segi ég fyrst og fremst, sem er kannski ein­kenni okkar sem hér búa. Ég hef þann heiður að vera for­maður Hverf­is­ráð Breið­holts og sinni því hlut­verki með ástúð og metn­aði. En nú er ég að bjóða mig fram fyrir hönd Bjartrar fram­tíðar í kom­andi Alþing­is­kosn­ing­um. Ég skipa fyrsta sæti í Reykja­vík suður og býð mig fram sem full­trúi Reyk­vík­inga. Ég er að bjóða mig fram til þess að gæta að hag Reyk­vík­inga og þar með íslensku þjóð­ar­innar almennt. Ég ætla að vera svo djörf að segja að þegar hlutir ganga vel í Reykja­vík­ur­borg hefur það bein jákvæð áhrif á hversu vel hlut­irnir ganga um landið allt. Sam­kvæmt þjóð­skrá erum við í Reykja­vík­ur­kjör­dæmum sam­an­lagt 37.2% af kjós­enda á land­inu öllu. 

Hér í Reykja­vík höfum við það almennt gott. Við erum höf­uð­borg Ís­lands og hér höfum við aðgang að alls konar þjón­ustu og afþr­ey­ingu. Við vitum samt að það eru hlutir sem mættu betur fara í okkar borg. Ýmis­legt sem til dæmis ríkið ber ábyrgð á að taka afstöðu til og veita rétt­mæt­an ­stuðn­ing við. Það er ekki nóg að for­sæt­is­ráð­herra sé með afskipti af hvað og hvernig við byggjum heldur miklu frekar að við fáum fjár­magn, sam­starf og svig­rúm til þess að starfa með­ ­rík­is­stjórn­inn­i svo hægt sé að halda áfram að þróa borg­ina okk­ar. Við þurfum að eiga okkar málsvara innan veggja þings­ins. Nú sitja 22 full­trúar úr Reykja­vík­ur­kjör­dæmum á Alþingi en það þarf að standa betur að því að brúa bilið milli ríkis og borgar í ýmsum stórum mál­efnum sem skipta máli. Það er ekki skyn­sam­leg afstaða þing­manna að stilla hags­munum ríkis og borgar upp sem and­stæðum póln­um, hvað þá borgar og lands­byggðar. 

Við þurfum ekki að líta lengra til bak­a en til 2011 þegar mál­efni fatl­aðs fólks færð­ust frá hendi ríkis til til­ sveit­ar­fé­laga lands­ins. Hvers margar mann­eskj­ur, því við erum að tala um mann­eskjur hérna, lentu milli skips og bryggju, á milli kerfa þar sem allt of lít­ið  fjár­magn fylgdi verk­efn­inu. Eins og málum er háttað lendir lang­mestur þungi af þessu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og land­svæð­i þar sem fólks­fjöldi er minni eiga í stök­ustu vand­ræðum með að standa undir lög­bund­inni þjón­ustu. Reykja­vík­ur­borg og fleiri sveit­ar­fé­lög hafa brúað bilið af sínum útsvars­tekj­um, en miklu eðli­legra hefði verið að ríkið stæði að þess­ari yfir­færslu með nauð­syn­legu fjár­magni, með hag not­enda þjón­ust­unnar að leið­ar­ljósi.

Auglýsing

Þó svo að það sé ákveðið að sveita­stjórnir lands­ins eigi að fara með umsjón og rekstur á ýmsum mál­efnum er það ábyrgð rík­is­ins að halda utan um hag lands­manna burt sé frá í hvaða sveit­ar­fé­lag­i þeir eru búsettir í. Það er ábyrgð full­trúa frá hverju ein­asta kjör­dæmi að standa vörð um almenna hags­muni í þeirra kjör­dæm­um, líka Reykja­vík­ur.

Hvaða mál­efni ættu full­trúar úr Reykja­vík sem starfa á Alþingi að vinna betur að? Hér má til dæmis nefna hús­næð­is­málin sem eru ekki í nægj­an­lega góðum far­vegi, þó rétt sé að hrósa fyrir það sem þó hefur verið gert. Það þarf að auka mögu­leika á að sækja stofn­fram­lög til upp­bygg­ingar leigu­hús­næðis Það er mik­il­væg­ur, hluti þess að leysa hús­næð­is­vanda ungs fólks, þeirra sem eru tekju­lægri og þeirra sem ekki vilja binda allan sinn sparnað í hús­næði. Það er næstum því óger­legt fyrir ungt fólk  að kom­ast inn á hús­næð­is­mark­að­inn, geta sum hver hvorki leigt né keypt hús­næði. Fjöl­breytni á hús­næð­is­mark­aði er gríð­ar­lega mik­il­væg. 

Aukn­ing ferða­manna er að hafa gríð­ar­leg áhrif á borg­ina okk­ar. Reyk­vík­ing­ar, alla vega flestir sem ég hef rætt við, vilja hækka gistin­átta­gjald um­tals­vert. Meiri­hluti ferða­manna gista í Reykja­vík ein­hvern hluta ferða­lags­ins og álag sem teng­ist því er farið að hafa nei­kvæð áhrif á  í­búa. Fólk vill sjá  ­tekjur renna til sveit­ar­fé­laga til þess að koma til móts við umhirðu, við­hald á gangséttum, við­haldi gatna­kerfis og fleiri þátta sem beinn kostn­að­ar­auki hlýst af vegna stór­kost­legra fjölg­unar ferða­manna.  Af hverju ættum við ekki að inn­heimta slíkt  ­gjöld hér, það er mjög algengt að borga slíkan skatt erlend­is. Ríkið fær miklar tekjur af komu ferða­manna til lands­ins í gegnum stór­aukin virð­is­auka­skatt og olíu­gjald svo dæmi séu nefnd. Sveit­ar­fé­lög, þar með talin Reykja­vík, fá ekk­ert i sinn hlut nema það sem kemur inn í formi auk­ins útsvars. Það getur ekki talist skyn­sam­legt þegar litið er til þeirrar miklu upp­bygg­ingar inn­viða og rekst­urs sem nauð­syn­leg er. 

Annað sem ég vil taka fram er ábyrgð þing­manna á umhverf­inu ekki síður hér í höf­uð­borg­inn­i en úti á landi. Þar sem Alþingi sam­þykkti full­gild­ingu Par­ís­ar­sátt­mál­ans er það mik­il­vægt að ríkið hefji strax stór­aukið sam­starfi við Reykja­vík­ur­borg um að byggja upp öfl­ugri almenn­ings­sam­göng­ur. Þrátt fyrir að sífellt fleiri nýti sér almenn­ings­sam­göngur finnur fólk fyrir auk­inni umferð. Það er fyrst og fremst á háanna­tíma sem fólk verður fyrir töfum í umferð­inni. Einka­bíl­inn er langal­geng­asta ferða­máti höf­uð­borg­ar­búa . Það er öllum ljóst að hið opin­bera verður að taka höndum saman við að gera fleiri ferða­máta aðgengi­lega fyrir íbúa svæð­is­ins. Tveir þriðju hlutar þjóð­ar­innar búa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og það sam­ræm­ist engan veg­inn mark­miðum um að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, né lýð­heilsu­m­ark­miðum að hér ferð­ist fólk að mestu eitt í bíl. 

Lausnin er ekki að ausa fjár­munum í hrað­brautir og mis­læg gatna­mót heldur að byggja upp öfl­ugt almenn­ings­sam­gangna­kerfi, gera fólki í auknum mæli kleift að hjóla eða ganga til vinnu og svo líka að skoða mögu­leika á að dreifa ­um­ferð­ar­á­lag­i bet­ur. Af hverju þurfa skólar að byrja á sama tíma, geta stofn­anir rík­is­ins verið sveigj­an­legri í opn­un­ar­tíma? Það hefur líka sýnt sig að hjá fyr­ir­tækjum og stofn­unum sem taka upp sam­göngu­samn­inga sem hvetja til að fólk noti aðra ferða­máta en einka­bíl­inn minnka veik­indi umtals­vert. Ríkið á að vera leið­andi í þess­ari þró­un, ekki hamlandi.

Núver­andi Mennta­mála­ráð­herra er þing­maður fyrir Reykja­vík norð­ur. Það heyrð­ist ekki mikið um sýn ráð­herra mennta­mála þegar hag­ræð­ing­ar­að­gerðir í skóla­kerf­inu í Reykja­vík voru í hámæli í haust. Ég hef ekki orðið vör við neina fram­tíð­ar­sýn á hvernig eigi að takast á við skort á leik­skóla­kenn­urum og yfir­vof­andi skort á grunn­skóla­kenn­ur­um. Reykja­vík­ur­borg er að reka stærsta skóla­kerfi á land­inu og ef við erum að glíma við skort á fjár­magni til þess að mæta fag­legum skil­yrðum sem standa í lögum og námskrám (sem gefið er út af ráðu­neyt­in­u), og að við sjáum fyrir okkur að það þurfi veru­legt átak til að efla kenn­ara og kenn­ara­stétt­ina þá tel ég þörf á inn­gripi af hálfu rík­is­ins og góðu sam­starfi við þann sem fer með yfir­stjórn mennta­mála, ráð­herr­ann sjálf­an. Það er ekki nóg að setja fram læs­is­stefnu, ráða hóp sér­fræð­inga í ráðu­neytið og ætla svo sveit­ar­fé­lögum að inn­leiða þetta allt saman án þess að nálægt því við­un­andi fjár­magn fylg­i. 

Við í Bjartri fram­tíð höfum alltaf talað fyrir auknu sam­ráði og sam­starfi þar sem við viljum stuðla að því að almannahags­munir séu hafðir að leið­ar­ljósi. Við köllum eftir auknu sam­tali milli rík­is­stjórn­ar, Alþing­is, sveit­ar­fé­laga, atvinnu­lífs­ins, laun­þega, fjár­mála geirans og ann­arra hags­muna­að­ila í þjóð­fé­lag­in­u,  ­með­  lang­tíma­mark­mið og umbætur sem tak­mark á ýmsum svið­um. Við viljum gera störf Alþingis upp­byggi­legri og við teljum að sam­starf milli ríkis og sveit­ar­fé­lög, þar meðal við Reykja­vík­ur­borg, sé nauð­syn­legt. Núver­and­i ­rík­is­stjórn­ hefur því miður oft ákveðið að taka afstöðu á móti þróun í Reykja­vík og þar með á  ­móti okkur sem hér búum og lands­mönnum öll­um. Ég hlakka til hins vegar að fara í það mik­il­vægt sam­ráð  og sam­starfi sem full­trúi úr Reykja­vík­ ­suður með hug­anum á þróun í okkar borg sem getur haft áhrif á þróun um landið allt.

Höf­undur situr í 1. sæti á fram­­boðs­lista Bjartrar fram­­tíðar í Reykja­vík­­­ur­­kjör­­dæmi suð­­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None