Svindlað á þinginu

Andrés Ingi Jónsson, frambjóðandi VG í Reykjavík, skrifar um kjörtímabilið sem er að klárast.

Andrés Ingi Jónsson
Auglýsing

Einu hefur frá­far­andi rík­is­stjórn hægri­flokk­anna orðið nokkuð góð í. Hún er frekar flink við að finna hjá­leiðir til að ná umdeildum málum fram án þess að fara með þau í gegnum þing­ið. Þetta er hæfi­leiki sem umdeildum stjórn­ar­flokkum finnst örugg­lega eft­ir­sókn­ar­verð­ur, en er ekki jafn­góður fyrir lýð­ræð­ið. Dæmin um það hvernig hefur verið svindlað á þing­inu á þessu kjör­tíma­bili eru orðin óþægi­lega mörg.

Græna hag­kerf­inu og ESB sópað burt

Þannig lét Sig­mundur Davíð aðgerð­ar­á­ætlun um efl­ingu græna hag­kerf­is­ins gufa upp fljót­lega eftir að hann sett­ist í for­sæt­is­ráðu­neyt­ið. Áætl­unin var sam­þykkt í þverpóli­tískri sátt allra flokka á sínum tíma. En af því að það gerð­ist í tíð fyrri rík­is­stjórnar fannst hægri­st­jórn­inni hún ekki vera bundin af álykt­un­inni og skrúf­aði fyrir fjár­veit­ingu til græna hag­kerf­is­ins í sínum fyrstu fjár­lög­um. 

Svip­aðri aðferð var beitt við þegar Gunnar Bragi lét hætta aðild­ar­við­ræðum við Evr­ópu­sam­band­ið. Fyrst reyndi hann að fara með málið í gegnum þingið og ætl­aði að fá það til að sam­þykkja form­lega að slíta við­ræð­um. Þegar hann sá hversu umdeild sú til­laga var, m.a. vegna þess að ekki var gert ráð fyrir þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um mál­ið, dró hann það til baka. Ári seinna lædd­ist hann svo til að rétta ráða­mönnum í Brus­sel bréf um að Ísland væri ekki lengur umsókn­ar­ríki – al­gjör­lega án aðkomu Alþing­is.

Auglýsing

Ramma­á­ætlun og raf­línur næst

Ramma­á­ætlun um vernd og orku­nýt­ingu land­svæða hefur ekki farið var­hluta af þessu. Kannski hefur það eitt­hvað dregið kraft­inn úr starfi verk­efna­stjórnar að með fyrstu verkum Sig­urðar Inga sem umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra var að tala um að mætti fara að leggja umhverf­is­ráðu­neytið niður. Það metn­að­ar­leysi ráð­herr­ans hefur kannski orðið þess vald­andi að tveir fag­hópanna sem áttu að fjalla um land­svæði í ramma­á­ætlun voru ekki skip­aðir fyrr en vorið 2014 – þ.e. ári eftir kosn­ingar – en hinir tveir voru ekki skip­aðir fyrr en í kringum sum­arið 2015. 

Enda kemur á dag­inn að stór hluti gagn­rýn­innar á til­lögu umhverf­is­ráð­herra um ramma­á­ætlun snýr akkúrat að því að verk­efna­stjórn ramma­á­ætl­unar hafi ekki fjallað nógu vel um virkj­ana­kosti. Þetta er bein afleið­ing þess tíma­hraks sem var búið til með póli­tískri for­gangs­röðun – en var síðan notað af Jóni Gunn­ars­syni til að rétt­læta að klippa ramma­á­ætl­un­ina í sundur og sam­þykkja bara þann hluta ramma­á­ætl­unar sem snýr að nýt­ingu. Sem betur fer lét þingið ekki stýr­ast af þess­ari heima­til­búnu tíma­pressu stjórn­ar­flokk­anna. Hægt verður að fjalla um ramma­á­ætlun af yfir­vegun eftir kosn­ing­ar.

Og þá erum við komin að einu stærsta álita­máli þess­arar rík­is­stjórn­ar. Frum­varpi iðn­að­ar­ráð­herra um raf­línur að iðn­að­ar­svæð­inu á Bakka. Hefði frum­varpið náð fram að ganga hefði það kippt úr sam­bandi ótal mik­il­vægum ferlum sem tryggja aðkomu almenn­ings og sveit­ar­stjórna að mik­il­vægum mál­um. En hvaðan kom tíma­pressan?

Þegar iðn­að­ar­ráð­herra lagði frum­varpið um Bakka-lín­urnar fram á þingi sagði hún ástæð­una vera þá að úrskurð­ar­nefnd umhverf­is- og auð­linda­mála myndi ekki  ljúka við málið fyrr en í árs­lok. Laga­setn­ing væri eina leiðin til að klára málið hrað­ar. Nokkru síð­ast kom í ljós að úrskurð­anna væri að vænta innan tíðar þannig að þau rök urðu létt­væg. Þegar upp var staðið lá úrskurður í mál­inu fyrir áður en þingið gat afgreitt frum­varp iðn­að­ar­ráð­herra. 

Dæmin hrann­ast upp

Tína mætti til ótal­mörg dæmi til við­bót­ar. 

Þannig var t.d. gríð­ar­leg stefnu­breyt­ing í mennta­mál­um, þegar fram­halds­skólum var lokað fólki yfir 25 ára aldri, afgreidd í gegnum fjár­lög. Ekki með sér­stöku frum­varpi um ald­urs­tak­mörk í fram­halds­skól­um, sem hefði tryggt eðli­lega umræðu um stefn­una. 

Engin sam­göngu­á­ætlun var sam­þykkt framan af kjör­tíma­bili, þannig að ákvarð­anir um fjár­veit­ingar voru teknar án heild­ar­sýnar í gegnum fjár­lög hvers árs. Loks­ins þegar sam­göngu­á­ætlun var sam­þykkt nú í októ­ber 2016 var rík­is­stjórnin fallin svo rosa­lega á tíma að áætl­unin gildir 2015-2018

Og hvernig stendur á því að ekki er búið að frið­lýsa eitt ein­asta svæði í vernd­ar­flokki ramma­á­ætl­un­ar, rúmum þremur árum eftir að hún var sam­þykkt á Alþingi? Skyldi það vera vegna þess að umhverf­is­ráð­herrar Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa enga áherslu lagt á nátt­úru­vernd?

Einn stærsti lær­dóm­ur­inn sem við áttum að draga eftir hrunið sam­kvæmt leið­sögn rann­sókn­ar­nefndar Alþingis var sá að leit­ast við að bæta laga­setn­ingu og efla sjálf­stæði Alþing­is. Hvor­ugt hefur gengið eftir í tíð þess­arar rík­is­stjórn­ar. Ítrekað koma mál van­búin frá rík­is­stjórn­inni og ætl­ast er til þess að Alþingi þrýsti málum í gegn á meiri­hluta­afli. Ef það dugar ekki, þá leita ráð­herr­arnir hjá­leiða til að þurfa ekki að sann­færa þingið um ágæti eigin mála.

Mantran hjá stjórn­ar­lið­inu er skýr: Árangur áfram, ekk­ert stopp! Drífa málin í gegn, sér­stak­lega þegar stytt­ist í kosn­ing­ar. Ekki hlusta á rök sér­fræð­inga. Ekki hleypa almenn­ingi að mál­um. Ekki vanda sig.

Er ekki komið nóg af fúski inni á þingi?

Höf­undur skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None