Svindlað á þinginu

Andrés Ingi Jónsson, frambjóðandi VG í Reykjavík, skrifar um kjörtímabilið sem er að klárast.

Andrés Ingi Jónsson
Auglýsing

Einu hefur frá­far­andi rík­is­stjórn hægri­flokk­anna orðið nokkuð góð í. Hún er frekar flink við að finna hjá­leiðir til að ná umdeildum málum fram án þess að fara með þau í gegnum þing­ið. Þetta er hæfi­leiki sem umdeildum stjórn­ar­flokkum finnst örugg­lega eft­ir­sókn­ar­verð­ur, en er ekki jafn­góður fyrir lýð­ræð­ið. Dæmin um það hvernig hefur verið svindlað á þing­inu á þessu kjör­tíma­bili eru orðin óþægi­lega mörg.

Græna hag­kerf­inu og ESB sópað burt

Þannig lét Sig­mundur Davíð aðgerð­ar­á­ætlun um efl­ingu græna hag­kerf­is­ins gufa upp fljót­lega eftir að hann sett­ist í for­sæt­is­ráðu­neyt­ið. Áætl­unin var sam­þykkt í þverpóli­tískri sátt allra flokka á sínum tíma. En af því að það gerð­ist í tíð fyrri rík­is­stjórnar fannst hægri­st­jórn­inni hún ekki vera bundin af álykt­un­inni og skrúf­aði fyrir fjár­veit­ingu til græna hag­kerf­is­ins í sínum fyrstu fjár­lög­um. 

Svip­aðri aðferð var beitt við þegar Gunnar Bragi lét hætta aðild­ar­við­ræðum við Evr­ópu­sam­band­ið. Fyrst reyndi hann að fara með málið í gegnum þingið og ætl­aði að fá það til að sam­þykkja form­lega að slíta við­ræð­um. Þegar hann sá hversu umdeild sú til­laga var, m.a. vegna þess að ekki var gert ráð fyrir þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um mál­ið, dró hann það til baka. Ári seinna lædd­ist hann svo til að rétta ráða­mönnum í Brus­sel bréf um að Ísland væri ekki lengur umsókn­ar­ríki – al­gjör­lega án aðkomu Alþing­is.

Auglýsing

Ramma­á­ætlun og raf­línur næst

Ramma­á­ætlun um vernd og orku­nýt­ingu land­svæða hefur ekki farið var­hluta af þessu. Kannski hefur það eitt­hvað dregið kraft­inn úr starfi verk­efna­stjórnar að með fyrstu verkum Sig­urðar Inga sem umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra var að tala um að mætti fara að leggja umhverf­is­ráðu­neytið niður. Það metn­að­ar­leysi ráð­herr­ans hefur kannski orðið þess vald­andi að tveir fag­hópanna sem áttu að fjalla um land­svæði í ramma­á­ætlun voru ekki skip­aðir fyrr en vorið 2014 – þ.e. ári eftir kosn­ingar – en hinir tveir voru ekki skip­aðir fyrr en í kringum sum­arið 2015. 

Enda kemur á dag­inn að stór hluti gagn­rýn­innar á til­lögu umhverf­is­ráð­herra um ramma­á­ætlun snýr akkúrat að því að verk­efna­stjórn ramma­á­ætl­unar hafi ekki fjallað nógu vel um virkj­ana­kosti. Þetta er bein afleið­ing þess tíma­hraks sem var búið til með póli­tískri for­gangs­röðun – en var síðan notað af Jóni Gunn­ars­syni til að rétt­læta að klippa ramma­á­ætl­un­ina í sundur og sam­þykkja bara þann hluta ramma­á­ætl­unar sem snýr að nýt­ingu. Sem betur fer lét þingið ekki stýr­ast af þess­ari heima­til­búnu tíma­pressu stjórn­ar­flokk­anna. Hægt verður að fjalla um ramma­á­ætlun af yfir­vegun eftir kosn­ing­ar.

Og þá erum við komin að einu stærsta álita­máli þess­arar rík­is­stjórn­ar. Frum­varpi iðn­að­ar­ráð­herra um raf­línur að iðn­að­ar­svæð­inu á Bakka. Hefði frum­varpið náð fram að ganga hefði það kippt úr sam­bandi ótal mik­il­vægum ferlum sem tryggja aðkomu almenn­ings og sveit­ar­stjórna að mik­il­vægum mál­um. En hvaðan kom tíma­pressan?

Þegar iðn­að­ar­ráð­herra lagði frum­varpið um Bakka-lín­urnar fram á þingi sagði hún ástæð­una vera þá að úrskurð­ar­nefnd umhverf­is- og auð­linda­mála myndi ekki  ljúka við málið fyrr en í árs­lok. Laga­setn­ing væri eina leiðin til að klára málið hrað­ar. Nokkru síð­ast kom í ljós að úrskurð­anna væri að vænta innan tíðar þannig að þau rök urðu létt­væg. Þegar upp var staðið lá úrskurður í mál­inu fyrir áður en þingið gat afgreitt frum­varp iðn­að­ar­ráð­herra. 

Dæmin hrann­ast upp

Tína mætti til ótal­mörg dæmi til við­bót­ar. 

Þannig var t.d. gríð­ar­leg stefnu­breyt­ing í mennta­mál­um, þegar fram­halds­skólum var lokað fólki yfir 25 ára aldri, afgreidd í gegnum fjár­lög. Ekki með sér­stöku frum­varpi um ald­urs­tak­mörk í fram­halds­skól­um, sem hefði tryggt eðli­lega umræðu um stefn­una. 

Engin sam­göngu­á­ætlun var sam­þykkt framan af kjör­tíma­bili, þannig að ákvarð­anir um fjár­veit­ingar voru teknar án heild­ar­sýnar í gegnum fjár­lög hvers árs. Loks­ins þegar sam­göngu­á­ætlun var sam­þykkt nú í októ­ber 2016 var rík­is­stjórnin fallin svo rosa­lega á tíma að áætl­unin gildir 2015-2018

Og hvernig stendur á því að ekki er búið að frið­lýsa eitt ein­asta svæði í vernd­ar­flokki ramma­á­ætl­un­ar, rúmum þremur árum eftir að hún var sam­þykkt á Alþingi? Skyldi það vera vegna þess að umhverf­is­ráð­herrar Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa enga áherslu lagt á nátt­úru­vernd?

Einn stærsti lær­dóm­ur­inn sem við áttum að draga eftir hrunið sam­kvæmt leið­sögn rann­sókn­ar­nefndar Alþingis var sá að leit­ast við að bæta laga­setn­ingu og efla sjálf­stæði Alþing­is. Hvor­ugt hefur gengið eftir í tíð þess­arar rík­is­stjórn­ar. Ítrekað koma mál van­búin frá rík­is­stjórn­inni og ætl­ast er til þess að Alþingi þrýsti málum í gegn á meiri­hluta­afli. Ef það dugar ekki, þá leita ráð­herr­arnir hjá­leiða til að þurfa ekki að sann­færa þingið um ágæti eigin mála.

Mantran hjá stjórn­ar­lið­inu er skýr: Árangur áfram, ekk­ert stopp! Drífa málin í gegn, sér­stak­lega þegar stytt­ist í kosn­ing­ar. Ekki hlusta á rök sér­fræð­inga. Ekki hleypa almenn­ingi að mál­um. Ekki vanda sig.

Er ekki komið nóg af fúski inni á þingi?

Höf­undur skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Íbúðalánasjóður getur gjaldfellt lán eða breytt lánskjörum hjá þeim sem ætla að græða
Íbúðalánasjóður hefur gripið til aðgerða gagnvart félögum sem rekin eru með arðsemissjónarmiði en hafa tekið lán hjá sjóðnum sem ætluð eru fyrir óhagnaðardrifin leigufélög.
Kjarninn 6. desember 2019
Aramco með verðmiðann 205.700.000.000.000
Olíufyrirtæki Aramco verður langsamlega verðmætasta skráða hlutafélag í heiminum. Um 1,5 prósent hlutafjár í félaginu var selt, miðað við verðmiða upp á 1.700 milljarða Bandaríkjadala.
Kjarninn 6. desember 2019
Fyrirmæli gefin um ákæru á hendur Trump
Öll spjót beinast nú að Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Demókratar telja hann hafa brotið svo alvarlega af sér að hann eigi að missa réttinn til að vera forseti.
Kjarninn 5. desember 2019
Icelandair gengur frá 4,3 milljarða króna fjármögnun
Eigið fé Icelandair nam um 60 milljörðum í lok þriðja ársfjórðungs.
Kjarninn 5. desember 2019
Sameina kraftana gegn frumvarpi ráðherra
Ellefu hagsmunasamtök hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu.
Kjarninn 5. desember 2019
Kostnaður við starfslok Haraldar 57 milljónir
Það hefði kostað ríkissjóð meira að láta Harald Johannessen sitja áfram sem ríkislögreglustjóra en að gera við hann starfslokasamning, enda hefði hann þá fengið laun út skipunartíma sinn. Á móti hefði hann þurft að vinna.
Kjarninn 5. desember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None