Svindlað á þinginu

Andrés Ingi Jónsson, frambjóðandi VG í Reykjavík, skrifar um kjörtímabilið sem er að klárast.

Andrés Ingi Jónsson
Auglýsing

Einu hefur frá­far­andi rík­is­stjórn hægri­flokk­anna orðið nokkuð góð í. Hún er frekar flink við að finna hjá­leiðir til að ná umdeildum málum fram án þess að fara með þau í gegnum þing­ið. Þetta er hæfi­leiki sem umdeildum stjórn­ar­flokkum finnst örugg­lega eft­ir­sókn­ar­verð­ur, en er ekki jafn­góður fyrir lýð­ræð­ið. Dæmin um það hvernig hefur verið svindlað á þing­inu á þessu kjör­tíma­bili eru orðin óþægi­lega mörg.

Græna hag­kerf­inu og ESB sópað burt

Þannig lét Sig­mundur Davíð aðgerð­ar­á­ætlun um efl­ingu græna hag­kerf­is­ins gufa upp fljót­lega eftir að hann sett­ist í for­sæt­is­ráðu­neyt­ið. Áætl­unin var sam­þykkt í þverpóli­tískri sátt allra flokka á sínum tíma. En af því að það gerð­ist í tíð fyrri rík­is­stjórnar fannst hægri­st­jórn­inni hún ekki vera bundin af álykt­un­inni og skrúf­aði fyrir fjár­veit­ingu til græna hag­kerf­is­ins í sínum fyrstu fjár­lög­um. 

Svip­aðri aðferð var beitt við þegar Gunnar Bragi lét hætta aðild­ar­við­ræðum við Evr­ópu­sam­band­ið. Fyrst reyndi hann að fara með málið í gegnum þingið og ætl­aði að fá það til að sam­þykkja form­lega að slíta við­ræð­um. Þegar hann sá hversu umdeild sú til­laga var, m.a. vegna þess að ekki var gert ráð fyrir þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um mál­ið, dró hann það til baka. Ári seinna lædd­ist hann svo til að rétta ráða­mönnum í Brus­sel bréf um að Ísland væri ekki lengur umsókn­ar­ríki – al­gjör­lega án aðkomu Alþing­is.

Auglýsing

Ramma­á­ætlun og raf­línur næst

Ramma­á­ætlun um vernd og orku­nýt­ingu land­svæða hefur ekki farið var­hluta af þessu. Kannski hefur það eitt­hvað dregið kraft­inn úr starfi verk­efna­stjórnar að með fyrstu verkum Sig­urðar Inga sem umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra var að tala um að mætti fara að leggja umhverf­is­ráðu­neytið niður. Það metn­að­ar­leysi ráð­herr­ans hefur kannski orðið þess vald­andi að tveir fag­hópanna sem áttu að fjalla um land­svæði í ramma­á­ætlun voru ekki skip­aðir fyrr en vorið 2014 – þ.e. ári eftir kosn­ingar – en hinir tveir voru ekki skip­aðir fyrr en í kringum sum­arið 2015. 

Enda kemur á dag­inn að stór hluti gagn­rýn­innar á til­lögu umhverf­is­ráð­herra um ramma­á­ætlun snýr akkúrat að því að verk­efna­stjórn ramma­á­ætl­unar hafi ekki fjallað nógu vel um virkj­ana­kosti. Þetta er bein afleið­ing þess tíma­hraks sem var búið til með póli­tískri for­gangs­röðun – en var síðan notað af Jóni Gunn­ars­syni til að rétt­læta að klippa ramma­á­ætl­un­ina í sundur og sam­þykkja bara þann hluta ramma­á­ætl­unar sem snýr að nýt­ingu. Sem betur fer lét þingið ekki stýr­ast af þess­ari heima­til­búnu tíma­pressu stjórn­ar­flokk­anna. Hægt verður að fjalla um ramma­á­ætlun af yfir­vegun eftir kosn­ing­ar.

Og þá erum við komin að einu stærsta álita­máli þess­arar rík­is­stjórn­ar. Frum­varpi iðn­að­ar­ráð­herra um raf­línur að iðn­að­ar­svæð­inu á Bakka. Hefði frum­varpið náð fram að ganga hefði það kippt úr sam­bandi ótal mik­il­vægum ferlum sem tryggja aðkomu almenn­ings og sveit­ar­stjórna að mik­il­vægum mál­um. En hvaðan kom tíma­pressan?

Þegar iðn­að­ar­ráð­herra lagði frum­varpið um Bakka-lín­urnar fram á þingi sagði hún ástæð­una vera þá að úrskurð­ar­nefnd umhverf­is- og auð­linda­mála myndi ekki  ljúka við málið fyrr en í árs­lok. Laga­setn­ing væri eina leiðin til að klára málið hrað­ar. Nokkru síð­ast kom í ljós að úrskurð­anna væri að vænta innan tíðar þannig að þau rök urðu létt­væg. Þegar upp var staðið lá úrskurður í mál­inu fyrir áður en þingið gat afgreitt frum­varp iðn­að­ar­ráð­herra. 

Dæmin hrann­ast upp

Tína mætti til ótal­mörg dæmi til við­bót­ar. 

Þannig var t.d. gríð­ar­leg stefnu­breyt­ing í mennta­mál­um, þegar fram­halds­skólum var lokað fólki yfir 25 ára aldri, afgreidd í gegnum fjár­lög. Ekki með sér­stöku frum­varpi um ald­urs­tak­mörk í fram­halds­skól­um, sem hefði tryggt eðli­lega umræðu um stefn­una. 

Engin sam­göngu­á­ætlun var sam­þykkt framan af kjör­tíma­bili, þannig að ákvarð­anir um fjár­veit­ingar voru teknar án heild­ar­sýnar í gegnum fjár­lög hvers árs. Loks­ins þegar sam­göngu­á­ætlun var sam­þykkt nú í októ­ber 2016 var rík­is­stjórnin fallin svo rosa­lega á tíma að áætl­unin gildir 2015-2018

Og hvernig stendur á því að ekki er búið að frið­lýsa eitt ein­asta svæði í vernd­ar­flokki ramma­á­ætl­un­ar, rúmum þremur árum eftir að hún var sam­þykkt á Alþingi? Skyldi það vera vegna þess að umhverf­is­ráð­herrar Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa enga áherslu lagt á nátt­úru­vernd?

Einn stærsti lær­dóm­ur­inn sem við áttum að draga eftir hrunið sam­kvæmt leið­sögn rann­sókn­ar­nefndar Alþingis var sá að leit­ast við að bæta laga­setn­ingu og efla sjálf­stæði Alþing­is. Hvor­ugt hefur gengið eftir í tíð þess­arar rík­is­stjórn­ar. Ítrekað koma mál van­búin frá rík­is­stjórn­inni og ætl­ast er til þess að Alþingi þrýsti málum í gegn á meiri­hluta­afli. Ef það dugar ekki, þá leita ráð­herr­arnir hjá­leiða til að þurfa ekki að sann­færa þingið um ágæti eigin mála.

Mantran hjá stjórn­ar­lið­inu er skýr: Árangur áfram, ekk­ert stopp! Drífa málin í gegn, sér­stak­lega þegar stytt­ist í kosn­ing­ar. Ekki hlusta á rök sér­fræð­inga. Ekki hleypa almenn­ingi að mál­um. Ekki vanda sig.

Er ekki komið nóg af fúski inni á þingi?

Höf­undur skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Reikna með 800-1.650 smitum í þriðju bylgjunni
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni
Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.
Kjarninn 29. september 2020
Í gær voru tekin yfir 2.300 sýni.
Tveir á gjörgæslu með COVID-19 – 32 ný smit
32 ný smit af kórónuveirunni greindust í gær, mánudag, og eru 525 eru nú með COVID-19 hér á landi og í einangrun. Tveir sjúklingar eru nú á gjörgæslu.
Kjarninn 29. september 2020
Yfirmaður Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til að fara með rannsókn á bankanum DNB. Málið verður fært til annars embættis.
Æðsti yfirmaður Økokrim segist vanhæfur til að rannsaka DNB
Nýlega ráðinn yfirmaður hjá norsku efnahagsbrotadeildinni Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til þess að koma að rannsókn á bankanum DNB, sem fór af stað eftir umfjöllun um Samherjaskjölin í fyrra. Málið verður fært til annars embættis.
Kjarninn 29. september 2020
Verðbólgan komin upp í 3,5 prósent
Verðbólgan í september er sú hæsta sem mælst hefur á árinu og hefur nú náð svipuðum hæðum og í fyrra.
Kjarninn 29. september 2020
Fjármagnstekjur ríkustu tíundarinnar voru 100 milljarðar í fyrra
Fjármagnstekjur Íslendinga voru tæplega 142 milljarðar króna í fyrra. Skattur af þeim er umtalsvert lægri en af launatekjum. Rúmlega 70 prósent af öllum fjármagnstekjum fóru til ríkustu tíu prósents landsmanna.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None