Svindlað á þinginu

Andrés Ingi Jónsson, frambjóðandi VG í Reykjavík, skrifar um kjörtímabilið sem er að klárast.

Andrés Ingi Jónsson
Auglýsing

Einu hefur frá­far­andi rík­is­stjórn hægri­flokk­anna orðið nokkuð góð í. Hún er frekar flink við að finna hjá­leiðir til að ná umdeildum málum fram án þess að fara með þau í gegnum þing­ið. Þetta er hæfi­leiki sem umdeildum stjórn­ar­flokkum finnst örugg­lega eft­ir­sókn­ar­verð­ur, en er ekki jafn­góður fyrir lýð­ræð­ið. Dæmin um það hvernig hefur verið svindlað á þing­inu á þessu kjör­tíma­bili eru orðin óþægi­lega mörg.

Græna hag­kerf­inu og ESB sópað burt

Þannig lét Sig­mundur Davíð aðgerð­ar­á­ætlun um efl­ingu græna hag­kerf­is­ins gufa upp fljót­lega eftir að hann sett­ist í for­sæt­is­ráðu­neyt­ið. Áætl­unin var sam­þykkt í þverpóli­tískri sátt allra flokka á sínum tíma. En af því að það gerð­ist í tíð fyrri rík­is­stjórnar fannst hægri­st­jórn­inni hún ekki vera bundin af álykt­un­inni og skrúf­aði fyrir fjár­veit­ingu til græna hag­kerf­is­ins í sínum fyrstu fjár­lög­um. 

Svip­aðri aðferð var beitt við þegar Gunnar Bragi lét hætta aðild­ar­við­ræðum við Evr­ópu­sam­band­ið. Fyrst reyndi hann að fara með málið í gegnum þingið og ætl­aði að fá það til að sam­þykkja form­lega að slíta við­ræð­um. Þegar hann sá hversu umdeild sú til­laga var, m.a. vegna þess að ekki var gert ráð fyrir þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um mál­ið, dró hann það til baka. Ári seinna lædd­ist hann svo til að rétta ráða­mönnum í Brus­sel bréf um að Ísland væri ekki lengur umsókn­ar­ríki – al­gjör­lega án aðkomu Alþing­is.

Auglýsing

Ramma­á­ætlun og raf­línur næst

Ramma­á­ætlun um vernd og orku­nýt­ingu land­svæða hefur ekki farið var­hluta af þessu. Kannski hefur það eitt­hvað dregið kraft­inn úr starfi verk­efna­stjórnar að með fyrstu verkum Sig­urðar Inga sem umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra var að tala um að mætti fara að leggja umhverf­is­ráðu­neytið niður. Það metn­að­ar­leysi ráð­herr­ans hefur kannski orðið þess vald­andi að tveir fag­hópanna sem áttu að fjalla um land­svæði í ramma­á­ætlun voru ekki skip­aðir fyrr en vorið 2014 – þ.e. ári eftir kosn­ingar – en hinir tveir voru ekki skip­aðir fyrr en í kringum sum­arið 2015. 

Enda kemur á dag­inn að stór hluti gagn­rýn­innar á til­lögu umhverf­is­ráð­herra um ramma­á­ætlun snýr akkúrat að því að verk­efna­stjórn ramma­á­ætl­unar hafi ekki fjallað nógu vel um virkj­ana­kosti. Þetta er bein afleið­ing þess tíma­hraks sem var búið til með póli­tískri for­gangs­röðun – en var síðan notað af Jóni Gunn­ars­syni til að rétt­læta að klippa ramma­á­ætl­un­ina í sundur og sam­þykkja bara þann hluta ramma­á­ætl­unar sem snýr að nýt­ingu. Sem betur fer lét þingið ekki stýr­ast af þess­ari heima­til­búnu tíma­pressu stjórn­ar­flokk­anna. Hægt verður að fjalla um ramma­á­ætlun af yfir­vegun eftir kosn­ing­ar.

Og þá erum við komin að einu stærsta álita­máli þess­arar rík­is­stjórn­ar. Frum­varpi iðn­að­ar­ráð­herra um raf­línur að iðn­að­ar­svæð­inu á Bakka. Hefði frum­varpið náð fram að ganga hefði það kippt úr sam­bandi ótal mik­il­vægum ferlum sem tryggja aðkomu almenn­ings og sveit­ar­stjórna að mik­il­vægum mál­um. En hvaðan kom tíma­pressan?

Þegar iðn­að­ar­ráð­herra lagði frum­varpið um Bakka-lín­urnar fram á þingi sagði hún ástæð­una vera þá að úrskurð­ar­nefnd umhverf­is- og auð­linda­mála myndi ekki  ljúka við málið fyrr en í árs­lok. Laga­setn­ing væri eina leiðin til að klára málið hrað­ar. Nokkru síð­ast kom í ljós að úrskurð­anna væri að vænta innan tíðar þannig að þau rök urðu létt­væg. Þegar upp var staðið lá úrskurður í mál­inu fyrir áður en þingið gat afgreitt frum­varp iðn­að­ar­ráð­herra. 

Dæmin hrann­ast upp

Tína mætti til ótal­mörg dæmi til við­bót­ar. 

Þannig var t.d. gríð­ar­leg stefnu­breyt­ing í mennta­mál­um, þegar fram­halds­skólum var lokað fólki yfir 25 ára aldri, afgreidd í gegnum fjár­lög. Ekki með sér­stöku frum­varpi um ald­urs­tak­mörk í fram­halds­skól­um, sem hefði tryggt eðli­lega umræðu um stefn­una. 

Engin sam­göngu­á­ætlun var sam­þykkt framan af kjör­tíma­bili, þannig að ákvarð­anir um fjár­veit­ingar voru teknar án heild­ar­sýnar í gegnum fjár­lög hvers árs. Loks­ins þegar sam­göngu­á­ætlun var sam­þykkt nú í októ­ber 2016 var rík­is­stjórnin fallin svo rosa­lega á tíma að áætl­unin gildir 2015-2018

Og hvernig stendur á því að ekki er búið að frið­lýsa eitt ein­asta svæði í vernd­ar­flokki ramma­á­ætl­un­ar, rúmum þremur árum eftir að hún var sam­þykkt á Alþingi? Skyldi það vera vegna þess að umhverf­is­ráð­herrar Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa enga áherslu lagt á nátt­úru­vernd?

Einn stærsti lær­dóm­ur­inn sem við áttum að draga eftir hrunið sam­kvæmt leið­sögn rann­sókn­ar­nefndar Alþingis var sá að leit­ast við að bæta laga­setn­ingu og efla sjálf­stæði Alþing­is. Hvor­ugt hefur gengið eftir í tíð þess­arar rík­is­stjórn­ar. Ítrekað koma mál van­búin frá rík­is­stjórn­inni og ætl­ast er til þess að Alþingi þrýsti málum í gegn á meiri­hluta­afli. Ef það dugar ekki, þá leita ráð­herr­arnir hjá­leiða til að þurfa ekki að sann­færa þingið um ágæti eigin mála.

Mantran hjá stjórn­ar­lið­inu er skýr: Árangur áfram, ekk­ert stopp! Drífa málin í gegn, sér­stak­lega þegar stytt­ist í kosn­ing­ar. Ekki hlusta á rök sér­fræð­inga. Ekki hleypa almenn­ingi að mál­um. Ekki vanda sig.

Er ekki komið nóg af fúski inni á þingi?

Höf­undur skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Segir lánakjör enn í dag mjög góð – í sögulegu ljósi
Þrátt fyrir að kjör á lánamarkaði séu í sögulegu ljósi góð þá breytir það því ekki að margir ráða ekki við aukna greiðslubyrði, segir fjármálaráðherra. Hann vill þó ekki að ríkið grípi inn í og þvingi fram niðurstöðu sem ekki fæst á markaði.
Kjarninn 18. maí 2022
Maður á lestarstöð í Seoul í Suður-Kóreu fylgist með upplýsingafundi yfirvalda í Norður-Kóreu um kórónuveriufaraldurinn sem hefur loks náð þar fótfestu, um tveimur ogh álfu ári eftir að fyrsta smitið greindist í Kína.
Yfir milljón manns í Norður-Kóreu „með hita“
Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að um milljón íbúa landsins séu „með hita“eftir að fyrsta COVID-tilfellið var staðfest fyrir helgi. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur skipað sjálfan sig sem yfirmann sjúkdómsviðbragðra.
Kjarninn 18. maí 2022
Blaða- og fréttamenn í eina sæng
Á aðalfundi Félags fréttamanna í gær var sameining félagsins við Blaðamannafélag Íslands samþykkt en aðalfundur BÍ samþykkti sameininguna í apríl.
Kjarninn 18. maí 2022
Rússneska ríkisfyrirtækinu Gazprom hefur verið vísað úr alþjóðlegu bandalagi gasfyrirtækja.
ESB slakar á klónni gagnvart Rússum
Til að koma í veg fyrir stórfelldan orkuskort í Evrópu hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefið út viðmiðunarreglur um hvernig greiða megi fyrir rússneskt gas. Verið að láta undan kúgunum Pútíns, segir forsætisráðherra Póllands.
Kjarninn 18. maí 2022
Aðalvalkostur Landsnets er sá að Blöndulína 3 liggi um fimm sveitarfélög og í lofti alla leiðina.
Bítast um stuttan jarðstrengsspotta Blöndulínu 3
Sveitarfélög á Norðurlandi vilja Blöndulínu 3 í jörð um lönd sín en þeir eru hins vegar örfáir, kílómetrarnir sem Landsnet telur jarðstreng mögulegan á hinni 100 km löngu línu. Náttúruverndarsamtök segja streng yfir Sprengisand höggva á hnútinn.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None