Kvennafrí – jöfn kjör strax

Dagný Ósk Aradóttir Pind skrifar um kvennafrídaginn, jafnrétti og launamun kynjanna.

Dagný Ósk Aradóttir Pind
Auglýsing

Ég man vel eftir 24. októ­ber 2005. Þá var ég í Háskól­anum og kven­stúd­entar fjöl­menntu niður á Aust­ur­völl. Við gengum saman frá HÍ kl. 14.08. Fæstar okkar voru með reynslu af vinnu­mark­aðnum og ég held að flestar okkar hafi gert ráð fyrir því að jafn­rétt­is­málin væru á réttri leið og að við ættum ekki eftir að þurfa að díla við launa­mun­inn þegar við værum komnar í vinn­u. 

Því er alltaf haldið fram að Ísland sé best í heimi þegar kemur að jafn­rétti. Við toppum ein­hvern lista sem mælir það ár eftir ár. En stað­reyndin er sú að í engu ríki heims er jafn­rétti. Það er því varla hægt að tala um að vera bestur í þessu. Ísland er í besta falli skást í heimi þegar kemur að jafn­rétti en ekk­ert land er nógu gott til að vera best. 

Einn angi jafn­réttis sem á eftir að laga heil­mikið er launa­munur kynj­anna. Konur eru með tæp­lega 30% lægri laun en karl­ar. Ég bjóst ekki við því að staðan yrði sú þegar ég gekk niður á Aust­ur­völl fyrir 11 árum. Staðan er nán­ast sú sama og hún var þá. Við höfum grætt hálf­tíma, því konur ætla að ganga af vinnu­stöðum sínum kl. 14.38 þann 24. októ­ber næst­kom­andi. Ég nenni ekki einu sinni að reikna út hvenær launa­jafn­rétti verður náð ef við spýtum ekki í lóf­ana. Því við verðum að spýta í lóf­ana. Mis­munun er bönnuð og greiða skal sömu laun fyrir sam­bæri­leg störf. Samt verða konur fyrir mis­munun og fá lægri laun. Þær leiðir sem beitt hefur verið hingað til hafa aug­ljós­lega ekki virk­að. Við þurfum að gera meira og við þurfum að gera það strax. Hér eru nokkrar til­lög­ur:

Auglýsing

Stjórn­endur fyr­ir­tækja og stofn­ana! Endi­lega farið yfir launa­setn­ingu starfs­fólks ykkar og leið­réttið ef þörf kref­ur. Afnemið launa­leynd hjá ykkar fyr­ir­tæki eða stofn­un. 

Þing­menn og ráð­herr­ar! Kannið af hverju núver­andi lög virka ekki og bætið úr. Setjið harð­ari við­ur­lög við brotum á jafn­rétt­islög­um. 

Kon­ur! Leggið niður störf á mánu­dag­inn, 24. októ­ber kl. 14.38 og mætið á Aust­ur­völl.  Sýnum sam­stöðu og sýnum að við höfum fengið nóg.

Ég vona inni­lega að þær ungu konur sem mæta á mánu­dag­inn þurfi ekki að standa í mínum sporum eftir 11 ár. Lögum þetta núna og færumst aðeins nær því að vera best í heimi í jafn­rétt­i. 

Höf­undur er rit­ari Kven­rétt­inda­fé­lags Íslands og lög­maður Raf­iðn­að­ar­sam­bands­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Náttúrufegurð Færeyja er eitt helsta aðdráttarafl eyjanna.
Færeyingar opna landamærin „sérstaklega fyrir Íslendinga“
„Kæru frændur, nú er rétti tíminn til að heimsækja Færeyjar,“ stendur í skilaboðum frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 4. júní 2020
8 mínútur og 46 sekúndur leystu úr læðingi sársauka margra kynslóða
Ólgan í Bandaríkjunum snýst ekki aðeins um þær átta mínútur og 46 sekúndur sem lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi George Floyds þar til hann lést. Hún á rætur í þjáningum margra kynslóða fólks er býr enn við misrétti sem er samgróið hugarfari valdhafa.
Kjarninn 4. júní 2020
Intenta segist í stakk búið til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður
Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Intenta, sem fyrrverandi starfsmenn Capacent stofnuðu skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, segir Intenta með þekkingu og getu til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None