Gryfja hinna skapandi greina

Aðsend grein eftir Snæbjörn Brynjarsson, frambjóðanda Pírata í Reykja­vík norður.

Snæbjörn Brynjarsson
Auglýsing

Ímyndið ykkur í smá­stund að það sé eng­inn háskóli á Íslandi sem kenni list­sköp­un, hönn­un, tón­list eða dans. Að í hans stað sé bara djúp hola ein­hvers staðar milli Bænda­hallar og Þjóð­ar­bók­hlöðu sem smám saman fyllist vatni. Ímyndið ykkur að íslenska ríkið hafi enga mennta- eða atvinnu­stefnu til að bregð­ast við breyttri heims­mynd auk­innar sjálf­virkni­væð­ingar og gíf­ur­legrar tækni­fram­þró­unar. Ímyndið ykkur þetta í smá­stund? Var það erfitt?

Ungur nemi í mygl­uðum skóla

Ég hóf nám við Lista­há­skóla Íslands árið 2005 á fram­úr­stefnu­legri braut sem nefnd­ist Fræði og Fram­kvæmd (og heitir núna sviðs­höf­unda­braut). Fram að þessum tíma­punkti hafði ekki verið nám á Íslandi sem kenndi leik­stjórn, leik­hús­fræði eða leik­rit­un. Ári síðar var svo komið nám á háskóla­stigi í dansi. Það olli því að ég kynnt­ist konu minni sem var við þá braut. Ef ekki hefði verið fyrir þessi tvö skóla­stig hefðum við eflaust bæði farið út í nám, og miðað við töl­fræð­ina eru ágæt­is líkur á því að annað okkar hefði síðan aldrei komið heim. (Nema um jól­in).

Slík eru reyndar örlög margra af minni kyn­slóð sem mennta sig í ein­hverju óvenju­legu. Starfs­fram­inn togar mann út og ekk­ert togar mann heim aftur af því stjórn­völd kunna ekki að skapa starfs­skil­yrði fyrir menntað fólk. Það er munur á áburð­ar­verk­smiðju og því að sækja um inn­göngu í evr­ópsku geim­vís­inda­stofn­un­ina með fullri virð­ingu fyrir Hvíta Rúss­landi, stærsta áburð­ar­fram­leið­anda Evr­ópu.

Auglýsing

Lista­há­skól­inn er metn­að­ar­fullur skóli en ég upp­götv­aði snemma í nám­inu að stjórn­völd töldu hann ann­ars flokks. Hús­næðið við Sölv­hóls­götu þar sem helstu leik­arar Íslands hafa menntað sig, eins og t.d. Ingvar E. Sig­urðs­son og Nína Dögg Fil­ippus­ar­dóttir er hrip­lekt hús, það er illa hljóð­ein­angrað þannig að þú heyrir gaulið í faggott­leik­ur­um, básún­um, fiðlum og raf­mögn­uð­um sag­vél­mennum sem tón­smíða­brautin hef­ur prógrammerað allan lið­langan dag­inn og með myglu­sveppi í veggj­um. Hluti hús­næð­is­ins er ónot­hæft af því það er ekki hit­að, ekk­ert mötu­neyti og bóka­safn er í hús­inu sökum nið­ur­skurð­ar. Það er þröngt og lyftu­laust til að tryggja að eng­inn í hjóla­stól geti lært á hljóð­færi og að dáð­asti óperu­söngv­ari Íslands, Krist­inn Sig­munds­son, þurfi á gam­als aldri að klöngr­ast upp á ris til að kenna list sína.

Svona átti þetta aldrei að vera. Samt er þetta svona. Og á tutt­ug­ustu og fyrstu öld­inni, öld upp­lifana­hag­kerf­is­ins, þar sem skap­andi greinar verða drif­kraft­ur­inn í hag­vexti er þetta bein­línis þjóðar­ör­ygg­is­mál.

Fjórða iðn­bylt­ingin kemur

Það er eig­in­lega aldrei talað um fram­tíð­ina þegar talið berst að atvinnu eða efna­hags­stefnu. Við erum bara að reyna að halda niðri verð­bólgu næsta árs, ríf­ast um hvort það eigi að vera almenn­ings­kló­sett nærri nátt­úruperlum og hver eigi að borga fyrir það, ríf­ast um eina raf­línu eða eina virkjun eða eina verk­smiðju. Þetta eru allt skamm­tíma­lausnir og plástr­ar. Und­an­þágur án gæða­eft­ir­lits. Aldrei fram­tíð­ar­sýn eða raun­veru­leg stefnu­mót­un.

Aðrar þró­aðar þjóðir eru búnar að ákveða hvert þær stefna næst. Hvort fók­us­inn sé á lyfja­tækni, for­rit­un, hönnun eða hið marg­fræga „eitt­hvað ann­að.“ Þær þjálfa kenn­ar­ana sína svo þeir geti kennt börnum að hugsa og skapa í nýjum og fram­andi heimi. Börnin okkar hins vegar eru að búa sig undir iðn­bylt­ing­una. Ekki þá sem er í vænd­um, heldur þessa á nítj­ándu öld.

Í ár sagði hol­lenski bank­inn ING upp 5600 manns og færði 1200 manns til í starfi. Ástæðan var sú að ekki var lengur þörf á þessu fólki. Tölvu­for­rit önn­uð­ust starf­semi þeirra full­kom­lega. Þetta er ein­ungis upp­haf­ið. Banka­fólk sem og annað afgreiðslu­fólk mun ekki bara missa vinn­una á næsta ára­tug. Það sama mun ger­ast fyrir þá sem hafa atvinnu af því að keyra. Sjálf­keyr­andi bílar verða á göt­unni innan skamms í stað leigu og vöru­bíl­stjóra, og það mun sam­kvæmt iðn­að­ar­ráðu­neyti Bank­a­ríkj­anna kosta fimm milljón manns vinn­una.

Hversu marga hér?

Atvinna fram­tíð­ar­innar er skap­andi

Nú þegar eru skap­andi greinar á Íslandi um tutt­ugu þús­und störf. Ein­ungis ferða­þjón­ustan hefur jafn­mikið af fólki á sínum snærum og þessir tveir geirar skar­ast víða. Að miklu leyti er þetta heppni. Við erum heppin að ­ís­lenskt lista­fólk hefur náð þeim árangri sem það hef­ur, við erum heppin að Eyja­fjalla­jök­ull gaus og vakti á okkur heims­at­hygli.

En núna er þetta spurn­ing um að slá járnið meðan það er heitt. Sú ímynd sem við reynum að selja erlendis er úrelt. Í stað þess að kynna fyrir þeim nítj­ándu öld­ina, torf­þök og lopa­peys­ur, ættum við að reyna að selja íslenskt hug­vit og nýsköp­un. Það er ein­ungis þannig sem við förum upp á næsta stig.

Íslensk stjórn­sýsla og mennta­kerfi eru van­búin undir þetta verk­efni. Að vísu er list­nám á grunn­stigi býsna gott og ekki til að van­meta, en allur fókus í atvinnu­vega­ráðu­neytum er á land­búnað og sjáv­ar­út­veg. Mögu­lega þarf ein­hvers konar end­urstokk­un. Er tíma­bært að stofna ráðu­neyti menn­ingar eða ferða­mála, ráðu­neyti hinna skap­andi greina?

Lista­há­skól­inn sem mynd­lík­ing

Lista­há­skól­inn mun gegna lyk­il­hlut­verki í upp­bygg­ingu fram­tíð­ar­-at­vinnu­vega á Íslandi, en staða hans er býsna lýsandi fyrir Ísland í heild sinni. Hús­næði LHÍ er óboð­legt, rétt eins og land­spít­al­inn. Fjársvelti tryggir að allur tækja­bún­aður er úrelt­ur, mygla hefur sest í veggi og inn­viðir fún­að­ir. Á sama tíma eru póli­tíkusar enn að ríf­ast um það hvar skól­inn eigi að vera, eða það sem verra er, hafa ekki einu sinni hug­rekki til að taka afstöðu. Aug­ljós­lega er tíma­bært að sú ákvörðun sé tek­inn. Skól­inn hefur verið til í tvo ára­tugi, ef við viljum ekki að hann sé hús­næð­is­laus næstu tutt­ugu ár þá þurfum við að negla niður hvort hann eigi að fara í Vatns­mýr­ina við hlið ann­arra háskóla eða á Lauga­nes­ið. Þetta þarf ekki að vera flók­ið, bara vilja­yf­ir­lýs­ing frá mennta­mála­ráð­herra eftir einn fund með borg­ar­stjórn. Skóli í Lauga­nesi hefur nú þegar verið teikn­að­ur. Þarfa­grein­ing hefur farið fram á Lista­há­skól­an­um.

Við vitum að 21. öldin verður öðru­vísi en sú síð­asta. 80% af þeim störfum sem við munum vinna við í fram­tíð­inni eru ekki til ennþá. Slatti af þeim störfum sem við vinnum við í dag verða ekki til leng­ur, hvort sem það verða ný for­rit sem koma í stað okkar eða sjálf­stýr­andi tæki. Við erum óund­ir­búin þess­ari fram­tíð, en þetta þarf ekki allt að koma aftan að okk­ur.

Íslend­ingar eru nefni­lega mikil menn­ing­ar­þjóð sem hefur alla burði til að takast á við þessa áskor­un. Póli­tíkusarnir okkar vita það bara ekki ennþá.

Höf­undur er fram­bjóð­andi Pírata í Reykja­vík Norð­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða
Alls hafa fyrirtæki hér á landi sótt um 227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða króna síðan opnað var fyrir umsóknir þann 9. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“
Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra óskaði eftir flýtimeðferð á boðuðu dómsmáli
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur óskað eftir flýtimeðferð á dómsmáli sínu gegn skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá hnekkt úrskurði kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None