Áður en ég kunni að segja „takk“

Pawel Bartoszek
Auglýsing

Ég flutti til Íslands átta ára gam­all, árið 1988. Ég fór Mela­skóla í annan bekk D. Pabbi kenndi mér nokkur orð í íslensku. “Kló­sett­ið” var þeirra fremst. Íslensku kenn­ar­arnir höfðu líka lært að segja „kló­sett­ið“ á pólsku. Það er „toa­leta“ sem en þau báru það reynda alltaf fram sem „toj­letta“. Ein­hvern veg­inn voru allir með­vit­aðir um að þessi mál mættu ekki vera í ólagi.

Fyrsta skóla­dag­inn var farið með bekk­inn í skoð­un­ar­ferð um skól­ann, fyrir nýju krakk­ana. Þegar gengið var fram hjá kló­sett­un­um, var stopp­að, kennslu­konan leit á mig, benti á kló­settin og sagði glað­beitt: „Toj­letta!“.

Ég man að mér fannst fas hennar benda til að ég þyrfti að gera eitt­hvað, bregð­ast ein­hvern veg­inn við þessum upp­lýs­ing­um. Lík­leg­ast hefði verið best og nóg að svara þessu með „Já, ég skil. Takk fyrir þetta.“ En ég kunni ekki íslensku. Ég kunni ekki segja neitt.

Auglýsing

Ein­hvern veg­inn fannst mér á þessum tíma, að eina leiðin til að koma því til skila að ég hafi mót­tekið skila­boðin væri að… nota kló­sett­ið.

Ég labb­aði því inn á kló­sett­ið, læsti að mér, gerði mitt, sturt­aði nið­ur, labb­aði út og þvoði á mér hend­urn­ar. Meðan bekk­ur­inn og kenn­ar­inn biður þol­in­móð fyrir utan. Sem var alls ekki vand­ræða­legt. Alls ekki.

Pólsk börn 15 árum áður

Mér var mjög vel tekið í Mela­skóla og ég á góðar minn­ingar það­an. Það höfðu verið pólsk börn í skól­anum ein­hverjum 15 árum áður, það voru börn pólska sendi­full­trú­ans á Íslandi. Eitt þeirra, Jacek Godek er í dag afkasta­mik­ill þýð­andi sem snarað hefur fjölda Íslend­inga­sagna íslenskra krimma og ann­arra fag­ur­bók­mennta yfir á pólsku.

Systk­inin höfðu greini­lega verið vel þokkuð af starfs­fólk­inu því minnt­ist stundum á þau við mig, og alltaf með hlýju. En þetta segir auð­vitað eitt­hvað um Ísland þess tíma. Erlend börn, pólsk börn, var eitt­hvað sem fólk mundi eft­ir. Á þessum tíma voru engar „að­gerða­á­ætl­anir í mál­efnum barna af erlendum upp­runa“. Mitt fyrsta verk var að læra „Heyrðu snöggvast Snati minn“ utan­bók­ar.

Breytt sam­fé­lag

Margt hefur auð­vitað breyst. Árið 1998 bjuggu 4 þús­und útlend­inga á Íslandi, flestir þeirra Dan­ir. Nú eru þeir 24 þús­und og flestir Pól­verj­ar. En lögin hafa líka breyst. Það er orðið auð­veld­ara fyrir Pól­verja, og aðra EES-­borg­ara, að koma til Íslands en það er eig­in­lega orðið tals­vert erf­ið­ara fyrir alla aðra.

Á þessum tíma voru í gildi lög sem hétu hinu mjög svo geð­þekka nafni „lög um eft­ir­lit með útlend­ingum. En þrátt fyrir hið hrein­skilna en vafa­sama nafn lag­anna var inni­haldið í raun ekki svo slæmt. Pabbi kom til Íslands til að læra íslensku, ári síðar komum við fjöl­skyld­an.

Náms­maður utan EES þyrfti í dag að koma til lands­ins á grund­velli dval­ar­leyfis vegna náms. Slíkt dval­ar­leyfi veitir fólki í dag ekki leyfi til að taka börn með sér til lands­ins, og það aflar fólki ekki sjálf­krafa leyfis til að setj­ast hér að eftir ákveð­inn tíma. Sumt af þessu er lagað með nýju lög­unum en alls ekki allt.

Lög­legum leiðum lokað

Það er full­kom­lega nátt­úr­leg og mennsk þörf að ferð­ast á milli staða og flytja búferlum, hvort sem það er til þess að leita að betra lífi en hreinnar for­vitni eða ævin­týra­þrár. Það er svo skrýtið að meðan ferða­lög eru orðin til­tölu­lega ódýr hefur landamæra­eft­ir­lit, ferða- og flutn­ings­frelsi orðið mjög skert. Við höfum í raun öll sætt okkur við að vera komið fram við eins og brota­menn á ferða­lagi.

Mörg lönd hafa gert fólki erf­ið­ara fyrir að flytja lög­lega milli landa. Fyrir vikið gerir fólk það ólög­lega eða nota hæl­is- og flótta­manna­leið­ina, þá einu leið sem skilin hefur verið eftir opin. Og umræðan fók­usar mikið á fólk sem nýtir sér þessa leið. En í raun ætti að gera aðrar leiðir auð­veld­ari.

Það er ekki erfitt að verja þá stefnu að örlítið meira frelsi fólks til að ferð­ast milli landa og blanda geði við annað fólk sé af hinu góða. Bók­mennta­verk þýð­ast ekki yfir á fram­andi tungu­mál af sjálfu sér. Barn diplómata sem fer í íslenskan grunn­skóla opnar heilan risamarkað fyrir íslenskum bók­mennt­um. Við sjáum það. Við sjáum ekki allt hitt sem varð ekki. Við sjáum ekki bæk­urnar sem ekki voru þýddar því for­eldrum barns­ins var snúið við í Leifs­stöð.

Betri inn­flytj­enda­stefnu fyrir okkur öll

Ég gekk nýverið til liðs við Við­reisn. Við­reisn er frjáls­lynd­ur, alþjóða­sinn­að­ur, inn­flytj­enda­vænn flokkur sem vill hafa landið opið fólki frá löndum innan Evr­ópu sem utan.

Við eigum að halda í EES, nor­rænt sam­starf og annað sem eykur mögu­leika fólks til að flytja milli landa. Við eigum að opna á lög­legar leiðir ann­arra til að koma til Íslands til að læra, búa og vinna. Til að gera sam­fé­lagið okkar betra.

Því þannig tryggjum við frelsi.

Frelsi ein­stak­linga.

Besta frels­ið.

Höf­undur er í öðru sæti á fram­boðs­lista Við­reisnar í Reykja­vík Suð­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None