ESB og þjóðaratkvæðagreiðslur

Auglýsing

Í nýaf­stað­inni kosn­inga­bar­áttu voru þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur nokkuð til umræðu, sér­stak­lega þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um áfram­hald­andi aðild­ar­við­ræður Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu. Að mörgu leyti var þessi umræða mjög sér­stök. Fram­bjóð­endur Við­reisn­ar, svo dæmi sé tek­ið, lögðu mikla áherslu á að slík þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla færi fram, en töl­uðu næsta lítið um kosti þess að vera aðilar að Evr­ópu­sam­band­inu. Kostir aðildar hljóta þó að vera for­senda aðild­ar­við­ræðna. Svip­aða sögu má segja af Pírötum og Bjartri fram­tíð, þjóð­ar­at­kvæða­greiðslan um áfram­hald­andi aðild­ar­við­ræður var mun mik­il­væg­ara umræðu­efni en hvers vegna aðild væri æski­leg. Vinstri græn, sem alfarið segj­ast á móti aðild, vilja samt endi­lega þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu ef til áfram­hald­andi aðild­ar­við­ræðna kem­ur. For­mað­ur VG vill reyndar nota ferð­ina og „leita leið­sagn­ar“ þjóð­ar­innar um skyld mál, t.d. hvort þjóðin sé hlynnt því að ganga í ESB! Það yrði sann­ar­leg saga til næsta bæjar ef þjóðin sam­þykkti að halda áfram aðild­ar­við­ræðum en væri á móti aðild í einni og sömu kosn­ing­unn­i. 

Við­kvæði stjórn­mála­manna er gjarnan að þjóðin eigi að ráða för, frekar en stjórn­mála­flokkar eða stjórn­mála­menn. Og hver vill ekki að þjóðin ráði? Er það ekki kjarni lýð­ræð­is­ins? Þetta á alveg sér­stak­lega við, eins og dæmin sanna, þegar mað­ur  sjálfur er í stjórn­ar­and­stöðu. Gall­inn við popúl­ísk rök af þessu tag­inu er, eins og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins  þreyt­ist ekki að minna á, að jafn­vel þó þjóðin vilji halda áfram samn­inga­við­ræðum þá er það ekki þjóðin sjálf sem sér um samn­inga­við­ræð­urn­ar. Það gerir rík­is­stjórn­in. Hér er kom­inn kjarni hinnar þekktu kenn­ingar um „póli­tískan ómögu­leika“.  Kannski er for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins almennt póli­tískt sein­þroska. Í það minnst getur maður spurt hvað lá að baki því lof­orði Bjarna Bene­dikts­sonar fyrir kosn­ing­arnar 2013 að þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um hvort halda skyldi áfram við­ræðum færi fram „snemma á næsta kjör­tíma­bil­i“. Vissi Bjarni anno 2013 ekki að rík­is­stjórnin sér um samn­inga­við­ræð­ur? Fatt­aði hann vanda­málið fyrst þegar hann sett­ist í rík­is­stjórn sjálf­ur? Lík­leg­asta skýr­ingin er þó sú að Bjarni hafi hér verið að „drulluredda“ eða „bjarga í horn“. Þegar langvar­andi inn­an­flokks­deilur og órói í sam­fé­lag­inu almennt útaf til­teknu deilu­máli gerir stjórn­mála­leið­togum lífið leitt er til­valið að kalla „þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla“. Þetta eru þekkt við­brögð víða um lönd. Þegar deilur um kjarn­orku gerðu sænskum krötum lífið leitt, svo tekið sé frægt dæmi, boð­uðu þeir til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu 23. mars 1980. Nið­ur­staðan í þeirri atkvæða­greiðslu var síðan huns­uð, enda engin sam­staða um hvernig túlka bæri nið­ur­stöð­una. Nú 36 árum eftir þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­una fram­leiða sænsk kjarn­orku­ver ennþá rag­magn. Þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur „leysa mál“ stundum tíma­bund­ið, en kannski bara tíma­bundið eins og Davið kall­inn Cameron komst að nýver­ið.

Fjöl­mörg ríki hafa í gegnum tíð­ina sótt um aðild að ESB, ekk­ert þeirra hefur við­haft þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu áður en að umsókn er lögð fram. Nor­egur hefur fjórum sinnum sótt um aðild að ESB og aldrei haldið þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur um umsókn. Tvisvar hafa samn­ingar náð­st, tvisvar hafa þeir verið felldir í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­um. Er eitt­hvað óeðli­legt við þetta? Ef eitt­hvað er að marka orð­ræðu íslenskra stjórn­mála­manna hafa Norð­menn verið úti að aka ára­tugum sam­an. Öll umræða um aðild­ar­um­sókn Íslands að ESB og meinta nauð­syn á þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu ber því miður öll merki „drulluredd­inga“. Flokkar eru inn­byrðis ósam­stíga og geta ekki komið sér saman um málið sín í millum og því er gripið til þess ráðs að krefj­ast þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Stað­reyndin er hins vegar sú að stjórn­mála­flokkar sem telja aðild að ESB æski­lega og vilja þess vegna halda áfram við­ræð­um, njóta lít­ils stuðn­ing hjá þjóð­inni. Við­reisn er smá­flokk­ur, Björt fram­tíð og Sam­fylk­ingin örflokk­ar. Eng­inn þess­ara flokka getur borið uppi rík­is­stjórn og tryggt eðli­legar samn­inga­við­ræð­ur. Við þessar aðstæður er sér­stakt að boða til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um aðild­ar­við­ræð­ur, nema þeir sem boði til hennar telji sig vissa um að þjóðin segi nei. 

Auglýsing

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ingur

Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Geta konur stjórnað?
Kjarninn 16. september 2019
Það á ekki lengur að vera hægt að fela hver sé raunverulegur eigandi félaga sem skráð eru á Íslandi.
Raunverulegir eigendur félaga eiga ekki lengur að geta falið sig
Hérlendis hefur verið hægt að komast upp með það að fela raunverulegt eignarhald félaga með ýmsum hætti. Margir nýttu sér það, meðal annars til að komast hjá uppgjöri á kröfum eða skattgreiðslum. Þessi leikur á ekki að vera gerlegur lengur.
Kjarninn 16. september 2019
Þóra Kristín Þórsdóttir
Opið bréf til Ásmundar Einars Daðasonar
Kjarninn 16. september 2019
Drónaárás í Sádí-Arabíu ýtir olíuverðinu upp á við
Aldrei í sögunni hefur olíuverð hækkað jafnt mikið á jafn skömmum tíma, eins og gerðist í kjölfar drónaárásar á olíuframleiðslusvæði Aramco í Sádí-Arabíu.
Kjarninn 16. september 2019
Segir ríkislögreglustjóra bera skyldu til að tilkynna um spillingu
Verðandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir að Haraldur Johannessen eigi að tilkynna um spillingu sem hann viti af. Í viðtali í gær lét hann í það skína að slík væri til staðar.
Kjarninn 15. september 2019
Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None