ESB og þjóðaratkvæðagreiðslur

Auglýsing

Í nýaf­stað­inni kosn­inga­bar­áttu voru þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur nokkuð til umræðu, sér­stak­lega þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um áfram­hald­andi aðild­ar­við­ræður Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu. Að mörgu leyti var þessi umræða mjög sér­stök. Fram­bjóð­endur Við­reisn­ar, svo dæmi sé tek­ið, lögðu mikla áherslu á að slík þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla færi fram, en töl­uðu næsta lítið um kosti þess að vera aðilar að Evr­ópu­sam­band­inu. Kostir aðildar hljóta þó að vera for­senda aðild­ar­við­ræðna. Svip­aða sögu má segja af Pírötum og Bjartri fram­tíð, þjóð­ar­at­kvæða­greiðslan um áfram­hald­andi aðild­ar­við­ræður var mun mik­il­væg­ara umræðu­efni en hvers vegna aðild væri æski­leg. Vinstri græn, sem alfarið segj­ast á móti aðild, vilja samt endi­lega þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu ef til áfram­hald­andi aðild­ar­við­ræðna kem­ur. For­mað­ur VG vill reyndar nota ferð­ina og „leita leið­sagn­ar“ þjóð­ar­innar um skyld mál, t.d. hvort þjóðin sé hlynnt því að ganga í ESB! Það yrði sann­ar­leg saga til næsta bæjar ef þjóðin sam­þykkti að halda áfram aðild­ar­við­ræðum en væri á móti aðild í einni og sömu kosn­ing­unn­i. 

Við­kvæði stjórn­mála­manna er gjarnan að þjóðin eigi að ráða för, frekar en stjórn­mála­flokkar eða stjórn­mála­menn. Og hver vill ekki að þjóðin ráði? Er það ekki kjarni lýð­ræð­is­ins? Þetta á alveg sér­stak­lega við, eins og dæmin sanna, þegar mað­ur  sjálfur er í stjórn­ar­and­stöðu. Gall­inn við popúl­ísk rök af þessu tag­inu er, eins og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins  þreyt­ist ekki að minna á, að jafn­vel þó þjóðin vilji halda áfram samn­inga­við­ræðum þá er það ekki þjóðin sjálf sem sér um samn­inga­við­ræð­urn­ar. Það gerir rík­is­stjórn­in. Hér er kom­inn kjarni hinnar þekktu kenn­ingar um „póli­tískan ómögu­leika“.  Kannski er for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins almennt póli­tískt sein­þroska. Í það minnst getur maður spurt hvað lá að baki því lof­orði Bjarna Bene­dikts­sonar fyrir kosn­ing­arnar 2013 að þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um hvort halda skyldi áfram við­ræðum færi fram „snemma á næsta kjör­tíma­bil­i“. Vissi Bjarni anno 2013 ekki að rík­is­stjórnin sér um samn­inga­við­ræð­ur? Fatt­aði hann vanda­málið fyrst þegar hann sett­ist í rík­is­stjórn sjálf­ur? Lík­leg­asta skýr­ingin er þó sú að Bjarni hafi hér verið að „drulluredda“ eða „bjarga í horn“. Þegar langvar­andi inn­an­flokks­deilur og órói í sam­fé­lag­inu almennt útaf til­teknu deilu­máli gerir stjórn­mála­leið­togum lífið leitt er til­valið að kalla „þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla“. Þetta eru þekkt við­brögð víða um lönd. Þegar deilur um kjarn­orku gerðu sænskum krötum lífið leitt, svo tekið sé frægt dæmi, boð­uðu þeir til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu 23. mars 1980. Nið­ur­staðan í þeirri atkvæða­greiðslu var síðan huns­uð, enda engin sam­staða um hvernig túlka bæri nið­ur­stöð­una. Nú 36 árum eftir þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­una fram­leiða sænsk kjarn­orku­ver ennþá rag­magn. Þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur „leysa mál“ stundum tíma­bund­ið, en kannski bara tíma­bundið eins og Davið kall­inn Cameron komst að nýver­ið.

Fjöl­mörg ríki hafa í gegnum tíð­ina sótt um aðild að ESB, ekk­ert þeirra hefur við­haft þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu áður en að umsókn er lögð fram. Nor­egur hefur fjórum sinnum sótt um aðild að ESB og aldrei haldið þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur um umsókn. Tvisvar hafa samn­ingar náð­st, tvisvar hafa þeir verið felldir í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­um. Er eitt­hvað óeðli­legt við þetta? Ef eitt­hvað er að marka orð­ræðu íslenskra stjórn­mála­manna hafa Norð­menn verið úti að aka ára­tugum sam­an. Öll umræða um aðild­ar­um­sókn Íslands að ESB og meinta nauð­syn á þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu ber því miður öll merki „drulluredd­inga“. Flokkar eru inn­byrðis ósam­stíga og geta ekki komið sér saman um málið sín í millum og því er gripið til þess ráðs að krefj­ast þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Stað­reyndin er hins vegar sú að stjórn­mála­flokkar sem telja aðild að ESB æski­lega og vilja þess vegna halda áfram við­ræð­um, njóta lít­ils stuðn­ing hjá þjóð­inni. Við­reisn er smá­flokk­ur, Björt fram­tíð og Sam­fylk­ingin örflokk­ar. Eng­inn þess­ara flokka getur borið uppi rík­is­stjórn og tryggt eðli­legar samn­inga­við­ræð­ur. Við þessar aðstæður er sér­stakt að boða til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um aðild­ar­við­ræð­ur, nema þeir sem boði til hennar telji sig vissa um að þjóðin segi nei. 

Auglýsing

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ingur

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni segir kökumyndband Öryrkjabandalagsins vera misheppnað
Fjármála- og efnahagsráðherra segir það rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið af efnahagskökunni sem íslenskt samfélag baki. ÖBÍ segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að auka fátækt sinna skjólstæðinga.
Kjarninn 28. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Útlit fyrir að sóttvarnalæknir leggi til hertar aðgerðir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki ánægður með stöðu faraldursins og ætlar að skila minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fljótlega.
Kjarninn 28. október 2020
Alls segjast um 40 prósent kjósenda að þeir myndu kjósa stjórnarflokkanna þrjá.
Samfylking stækkar, Sjálfstæðisflokkur tapar og Vinstri græn ekki verið minni frá 2016
Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala og mælist nú tæplega helmingur af því sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Flokkur forsætisráðherra yrði minnsti flokkurinn á þingi ef kosið yrði í dag.
Kjarninn 28. október 2020
Neytendastofa er með aðsetur í Borgartúni.
Unnið að því að leggja niður Neytendastofu
Stjórnvöld sjá fyrir sér að hugsanlega verði hægt að færa öll verkefni frá Neytendastofu á næsta ári og leggja stofnunina niður, með mögulegum sparnaði fyrir ríkissjóð. Stofnunin tók til starfa árið 2005 og fær tæpar 240 milljónir úr ríkissjóði í ár.
Kjarninn 28. október 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ráðherra ferðamála.
Tekjufallsstyrkir til ferðaþjónustunnar áætlaðir 3,5 milljarðar króna
Leiðsögumenn og aðrir litlir rekstraraðilar eiga rétt á að fá allt að 400 þúsund krónur á mánuði í tekjufallsstyrki fyrir hvert stöðugildi í allt að 18 mánuði. Kostnaður vegna styrka til ferðaþjónustu hefur nú verið áætlaður.
Kjarninn 28. október 2020
Ráðhús Reykjavíkur
„Hagstjórnarmistök“ að styðja ekki betur við sveitarfélög
Reykjavíkurborg varar ríkisstjórnina við að veita sveitarfélögunum ekki meiri stuðning í nýju fjárlagafrumvarpi og segir niðurskurð í fjárfestingum vinna gegn viðbótarfjárfestingu ríkisins.
Kjarninn 28. október 2020
Óskað eftir því að Vilji Björns Inga verði tekinn til gjaldþrotaskipta
Sýslumaðurinn á Vesturlandi hefur lagð fram beiðni um að Útgáfufélag Viljans verði tekið til gjaldþrotaskipta. Björn Ingi Hrafnsson segist fyrst hafa heyrt um málið í gærkvöldi. Hann missti stjórn á umsvifamiklu fjölmiðlaveldi árið 2017.
Kjarninn 28. október 2020
Fjölmargir erlendir ríkisborgarar starfa  við mannvirkjagerð á Íslandi.
Erlendum ríkisborgurum heldur áfram að fjölga þrátt fyrir samdrátt og atvinnuleysi
Á málþingi fyrir ári sagði ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu að það væri einfalt fyrir Ísland að „losa sig“ erlent vinnuafl þegar samdráttur yrði í efnahagslífinu. Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað það sem af er ári þrátt fyrir metsamdrátt.
Kjarninn 27. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None