Kjarni málsins – fákeppni sleggjudómara?

Auglýsing

Í byrjun þessa mán­aðar birt­ist grein í Kjarn­anum eftir und­ir­rit­aðan Ráði frjáls mark­að­ur­ veiði­heim­ildum eða fákeppni? Við­brögð létu sann­ar­lega ekki á sér standa. Strax næsta morgun eft­ir birt­ingu grein­ar­innar brugð­ust tveir gagn­rýnendur við, Hún­bogi Gunn­þórs­son og Heiða Skúla­dótt­ir, hvort um sig með kjarn­yrtu áliti sínu á Face­book-síðu Kjarn­ans.

Mér er ljúft og jafn­vel skylt að svara þessu ágæta fólki þó ég sé ekki á Face­book, og þó svo væri þá væri það heldur alls ekki sjálf­gefið að svara þeim á þeim vett­vangi frekar en öðr­um. En þarna horfi ég ­upp á full­kom­inn mis­skiln­ing eða rétt­ara sagt vísvit­andi út­úr­snún­ing á því efni sem ég hafði fram að ­færa. Er því sjálf­sagt og eðli­legt að vinda aðeins ofan af mál­flutn­ingi þeirra Hún­boga og Heið­u.

Auglýsing

Umrædd grein birt­ist síð­degis 2. nóvem­ber í Kjarn­anum og um hæl var vísað til hennar á Face­book- síðu Kjarn­ans. Árla morg­uns dag­inn eftir birtir Hún­bogi eft­ir­far­andi ummæli við Face­book-­færsl­una:

Mikið lagt í þessa grein.

En hefur höfundur kynnt sér afleið­ingar sókn­ar­marks­kerfis þar sem það hefur verið not­að?

Sókn­ar­markið sem höfundur vil taka upp hefur hvergi reynst vel svo ég viti til. Það væri fínt ef höfundur gæti komið með dæmi um þjóð sem hefur notað sókn­ar­mark til stýr­inga með góðum árangri.

Helstu ókostir sókn­ar­marks hafa verið mikil offjár­fest­ing í skipa­kosti og það hefur stuðlað að ólymp­ískum veið­um, þar sem keppst er við að há­marka land­aðan afla en gæðin skipta minna máli.“ 

Sann­ast sagna þá fjalla ég hvergi og alls ekki um neitt sókn­ar­mark nema á einum ein­asta stað í ­grein­inni þar sem ég þó bein­línis hvet til þess að sókn­ar­mark verði aflagt! Verða ummæli Hún­boga því ekki öðru­vísi skilin en vísvit­andi afflutn­ingur stað­reynda, sleggju­dómur kveð­inn upp í því skyni að ­fæla les­endur frá lestri grein­ar­inn­ar. Kaus höfundur færsl­unar þó nokkrum dögum síðar að fjar­lægja þetta fót­spor sitt á Face­book, líkt og hann hefði þar hvergi komið nærri... En töluð orð verða ekki aftur tek­in, hvað þá eftir að komin eru í Face­bookskjóð­una. 

Í eft­ir­far­andi máls­grein, frekar fram­ar­lega í grein minni, kemur fram kjarni þess máls sem ég hef fram að færa þar sem ég augljós­lega hafna hverskyns sérafla­marki jafnt sem sókn­ar­marki: 

„Í stað þess að veið­i­­rétt­inum væri út­hlutað á mjög svo umdeildan hátt líkt og verið hefur und­an­farna ára­tugi, væri allt sérút­hlutað afla­­mark upp­­haf­ið, öll afla­­marks­hlut­­deild felld nið­­ur, og allur sér­stakur stuðn­­ingur í formi kvótaút­hlut­ana til ein­stakra byggða eða sókn­­ar­­marks í nafni strand­veiða aflagð­­ur, en öll­um, sem á annað borð upp­­­fylltu almenn skil­yrði um búnað veið­i­­­skipa sinna, væri heim­iluð frjáls veiði gegn greiðslu fyrir veið­i­­réttin þegar afla væri land­að, eðli­­lega að teknu til­­liti til reglu­­gerða um tíma­bundnar lok­­anir svæða og ann­­arra slíkra tak­­mark­ana. Veið­i­­rétt­­ar­gjald­ið – krónur pr. kíló land­aðs afla – myndi ein­fald­­lega mót­­ast af heild­­ar­fram­­boði fisk­teg­undar sam­­kvæmt ákvörðun stjórn­­valda en á hinn bóg­inn af eft­ir­­spurn, sókn í hverja fisk­teg­und á hverjum tíma.“

Í stað þess að við­halda núver­andi skömmt­un­ar­kerfi, hvort sem er í formi sérút­hlut­aðs kvóta eða ­sérút­hlut­aðra daga, sókn­ar­marks, til svo­kall­aðra strand­veiða, fer ég að dæmi Adams Smith og kalla eftir frelsi til við­skipta og athafna. Með öðrum orð­um, að öllum væri heim­iluð frjáls veiði gegn greiðslu er ein­fald­lega mótað­ist af hinu gamla mark­aðslög­máli um fram­boð og eft­ir­spurn.

Búðin væri því opnuð öllum en ekki ein­ungis sérút­völdum aðli og öllum heim­ilað að taka sér það ­sem hug­ur­inn girntist og þá sjálfsögðu gegn greiðslu. Enda er eng­inn hádeg­is­verður ókeypis, ekki frekar en mjólk, brauð og sulta í Bónus eða Iceland.

Þegar Milton Fried­man hélt hádeg­is­fyr­ir­lestra sína lagði hann ríka áherslu á að allir væru vel­komn­ir en eðli­lega gegn því að hver og einn borg­aði fyrir sig, jafnt fyrir mat­inn sem alla þjónustu, og sér sjálfum fyrir fyr­ir­lestr­ar­flutn­ing­inn og vinn­una við und­ir­bún­ing sem og fyrir leigu á sal eða var það ekki þannig? Eða hver átti ann­ars að borga? Þjóð­in? Rík­ið? Eða standa í út­kasti óverð­ugra við dyrn­ar? Eða út­hluta bestu sæt­unum til út­val­ins aðals, ef ekki mátti láta eft­ir­spurn móta verð fyrir tak­mark­að ­sæta­fram­boð?

Ummæli við greinina.Heiða Skúla­dóttir hefur verið mik­il­virkur gagn­rýn­andi á Face­book Kjarn­ans. Þegar þetta er ritað hef­ur Heiða afrekað að birta a.m.k. 25 ummæli við jafn­margar kynn­ing­ar­færslur Kjarn­ans á efni vefrits­ins á ein­ungis innan við hálfum þessum nóvem­bermán­uði liðnum frá birt­ingu greinar minn­ar, og myndi víst æra óstöðugan ef talið væri lengra aftur í tí­mann.

Fáum sem verða fyrir sleggju­dómum Heiðu hlotn­ast sú upp­hefð að vera ekki út­nefndir fas­istar, nas­istar, heimsk­ingjar, fá­bján­ar, spillt­ir, aum­ingjar, vits­muna­skert­ir, ill­menni, pervert­ar, geðsturl­að­ir eða annað eftir því í gagn­rýn­and­ans há­stemmdu hat­urs­orð­ræðu, svo sem ein­föld flett­ing gegn­um um­mæli hennar sann­ar. Má und­ir­rit­aður því þakka sínum sæla fyrir að vera þó ekki dæmdur harð­ar­ ­fyrir sinn pistil en hvert annað greind­ar­skert kjána­prik:

„Ef kjána­prikið sem skrif­aði þetta bull vissi hvað frjáls við­skipti væru væri mögu­lega hægt að taka mark á hon­um.

Hann virð­ist halda að evr­ópsk fas­ista­lög bann við veiðum og bann við kaupum á mörk­uðum sé við­skipta­frelsi.

Mað­ur­inn er greind­ar­skert­ur.“

Þarna er aðeins rétt rúmur hálft­ími lið­inn frá gagn­rýn­is­færslu Hún­boga Gunn­þórs­sonar og hefð­i ­maður þá haldið að nú færi aldeilis að fær­ast fjör í Face­book­leik­inn. Eða hvað? Var ekki til­gang­i beggja einmitt náð að kveða helst alla umræðu í kút­inn, fæla sem flesta frá með sleggjukast­in­u?

Eða til hvaða evr­óp­sku fas­ista­laga er Heiða Skúla­dóttir að vísa? Eða til banns hverra við veið­u­m hverra? Eða banns við kaupum á hvaða mörk­uð­um? Við­skipta­frelsi hvað?

Ég mæli hvergi gegn frjálsum fisk­mörk­uð­um, ef það eru slíkir mark­aðir sem Heiða hefur í huga, heldur er ég þvert á móti að mæla með því að veiði­heim­ildir verði farið sem hverja aðra vöru eða þjón­ustu á frjálsum mark­aði. Að veiði­rétt­ar­gjald mót­að­ist ein­fald­lega af heild­ar­fram­boði fisk­teg­undar en á hinn bóg­inn af eft­ir­spurn, sókn í hverja fisk­teg­und á hverjum tíma. Á sinn hátt einmitt líkt og ger­ist á opn­um, frjálsum fisk­mörk­uðum þegar kemur að því að útgerð­ar­menn selja sjálfan fisk­inn, þá vænt­an­lega að lok­inni greiðslu fyrir veiði­rétt­inn.

Bann við veiðum orða ég heldur hvergi, öðru nær. Ég mæli þvert á mót með að „öll­um, sem á annað borð upp­fylltu almenn skil­yrði um búnað veiði­skipa sinna, væri heim­iluð frjáls veiði gegn greiðslu fyrir veiði­rétt­inn þegar afla væri land­að,“ svo að ég vísi enn beint í máls­grein­ina hér að ofan beint úr pistli mín­um. 

Einu evr­óp­sku lög­in, svo mér sé kunn­ugt um, sem fjalla um bann við veiðum á Ís­lands­miðum og úti­loka jafn­framt frjáls við­skipti með ís­lenskar veiði­heim­ildir á raun­veru­legum opnum mark­aði, eru ís­lensk. Ég vil þó ekki taka svo djúpt í ár­inni sem gagn­rýn­and­inn Heiða, að kalla þau fasísk, ef það eru þau sömu lög sem hún á við. Óneit­an­lega eru ís­lensk fis­veiði­stjórn­un­ar­lög þó mjög ein­skorðuð við út­val­inn hóp og stang­ast þannig í mörgum greinum á við flest evr­ópsk lög um athafna- og við­skipta­frelsi.

Þannig er út­lend­ingum óheim­ilt, sem sagt bann­að, að eiga aðild að út­gerð í ís­lenskri lögsögu nema að þeir séu í litlum minni­hluta eig­enda. M.ö.o. skal mik­ill meiri­hluti eign­ar­að­ildar skipa er veiða í ís­lenskri ­fisk­veiði­lögsögu vera í höndum ís­lenskra rík­is­borg­ara eða ís­lenskra lög­að­ila sem eru undir yfir­ráð­u­m ís­lenskra aðila.

Bann við aðild að veiðum í ís­lenskri lögsögu er þó miklu víð­tækara en svo að nái til út­lend­inga einna. Heyrir það reyndar til und­an­tekn­inga, en ekki reglu, að Ís­lend­ingar geti stundað veiðar á Ís­lands­miðum nema með afar­kost­um, slík er fákeppnin sem lögin stuðla að.

Ein helsta grunn­regla íslenskra fisk­veiði­stjórn­un­ar­laga gerir ráð fyrir að útval­inn hópur Íslend­inga hafi öðl­ast fisk­veiði­rétt í krafti veiða á til­teknu örfárra ára tíma­bili allrar þús­und ára veiði­sögu þjóð­ar­inn­ar. Greiðsla til eig­enda fyrir afnot af nytja­stofnum í sam­eign þjóð­ar­inn­ar, eða með öðrum orðum fyrir afnot af veiði­rétti í for­sjá íslenska rík­is­ins, hefur lengstum verið lítil eða jafn­vel nær engin – og skýtur þó svo skökku vð að hand­höfum veiði­rétt­ar­ins á hverjum tíma hefur verið heim­ilað að versla með eign­ar­rétt rík­is­ins líkt og sér­eign­ar­réttur ein­stak­linga eða fyr­ir­tækja væri að ræða. 

Eng­inn kvóta­laus Ís­lend­ing­ur, hvað þá út­lend­ing­ur, kemst að soð­kötl­unum nema fyrir þá afar­kosti að greiða út­gerð­ar­mönn­um, en sem sagt ekki forsjárað­il­an­um, ís­lenska rík­inu, slíkt verð fyrir veiði­rétt­inn að myndi ganga að öllum stórút­gerðum dauðum ef þær ættu allan sinn út­hlut­aða kvóta undir svo hörðum kostum kom­inn.

Svo vel aldir eru út­gerð­ar­menn okkar sumir jafn­vel orðn­ir, að þeir telja sig vera miklu jafn­ari en aðrir í ­evr­ópskum og almennt alþjóð­legum skiln­ingi á athafna- og við­skipta­frelsi. Þykir þeim jafn sjálf­sagt að ­meina sem flestum Ís­lend­ingum og út­lend­ingum eðli­legan aðgang að soð­kötl­un­um, sem þeir hafa nán­ast tekið sér einkarétt á, fyrir atfylgi pólit­íkusa sinna og áróð­urs­meist­ara, eins og að fara með­ kvóta­gróða sinn úr landi og beita honum í hinum klók­ustu heims­við­skipt­um. Gildir þá einu hvort þessir miklu heims­borg­arar arð­ræna bláfátæk strandríki Afríku í nafni alþjóða­hyggju og við­skipta­frelsis eða láta mola hrjóta af borðum sínum til hinna ýmsu aflandseyja­skeggja víðs­vegar um jörð fyrir aðstoð við að koma sínum fág­uð­ustu heims­við­skiptum í skjól, undan sam­félags­legri ábyrgð.

Höfundur er áhuga­maður um fisk­veiði­stjórn­un

Nokkur helstu lög um fisk­veiði­stjórnun á Ís­land­i:

Lög um stjórn fisk­veiða

Lög um veiðar í fisk­veiði­land­helgi Ís­lands

Lög um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fisk­veiði­land­helgi Ís­lands

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None