Velferð og ríkisfjármál

Auglýsing

„Stjórn­mála­frétta­maður RÚV hefur oft á dag síðust­u vikur flutt þjóð­inni þá frétt að stjórn DAC myndi hafa eins þing­manns meiri­hluta og umfjöll­un flestra fjöl­miðla um vænt­an­lega stjórn­ar­myndun er þannig að ætla mætti að um sé að ræða lýs­ingu á BINGO og að kosn­ing­arnar fyrir skemmstu hafi verið ten­inga­kast en ekki snú­ist um mál­efni.

Fram­an af var mikið gert úr því að mynda þyrfti stjórn þegar í stað. Nú er runnið upp fyrir flestum að ekk­ert liggur á, alla vega ekki svo mikið að lang­tíma­hags­mun­um sé fórn­að. Fjár­lög fyrir næsta ár þola nokkra bið, sem brúa má með fram­leng­ing­u fjár­heim­ilda eða fjár­lögum á vegum starfs­stjórn­ar­innar sem breyta má síð­ar­. ­Meira er um vert að end­an­leg fjár­lögin taki mið af nýj­u­m ­for­sendum og breyttri stefnu og eðli­legt er að mál sem tengj­ast kjara­samn­ing­um bíði þar til stefna nýrrar stjórnar einkum í vel­ferð­ar­málum liggur fyr­ir.

Kosn­inga­baráttan var nokkuð afdrátt­ar­laus um meg­in­línur í vel­ferð­ar­málum og þar af leið­andi rík­is­fjár­mál­u­m. Sá sem kynnir sér stöðu rík­is­fjár­mála til ein­hverrar hlítar sér fljótt að breyt­ing verður ekki gerð í heil­brigð­is­mál­um, öðrum vel­ferð­ar­málum og upp­bygg­ingu inn­viða að óbreyttri stefnu í rík­is­fjár­mál­um. Núver­andi stjórn­völd hafa leynt og ljóst ­dregið sam­neysl­una nið­ur. Í gild­andi rík­is­fjár­mála­á­ætlun er stefnt að því að frum­gjöld (þ.e. útgjöld án vaxta­gjalda) rík­is­sjóðs verði um eða undir 24% af lands­fram­leiðslu á næstu árum. Með því yrði náð botni sem er undir því þjón­ustu­stigi sem verið hef­ur ­lengi hér á landi og langt undir því sem ger­ist í flestum löndum V-Evr­ópu.

Auglýsing

Fylg­i hugur máli í því að bæta heil­brigð­is­kerf­ið, aðra op­in­bera þjón­ustu og byggja upp inn­viði sam­fé­lags­ins, verður rót­tæk breyt­ing að verða á stefnu rík­is­fjár­mál­um. Í stað blindrar nið­ur­skurð­ar­trúar verður að horfast í augu við stað­reynd­ir, m.a. þá að nútíma­sam­fé­lag krefst meiri þjón­ustu af rík­in­u en áður var. Aukið lang­lífi, betri heil­brigð­is­þjón­usta, sterk­ari jafn­ræðis­kennd, ­meiri kröfur til mennt­unar o.s.frv. er hlut­i lífs­gæða í nútíma­sam­fé­lagi sem fást ekki nema stærri hluta lands­fram­leiðslu sé var­ið til þeirra eins og sést í þeim sam­fé­lögum sem lengst eru komin á veg í þeim efn­um.

Í stað þess að draga opin­bera þjón­ustu niður á eymd­ar­stig eins og gert er í gild­andi rík­is­fjár­mála­á­ætlun verður að snúa við blað­inu. Þau um­bóta­verk­efni sem við blasa og sam­an­burður við nor­rænu vel­ferð­ar­ríkin benda til þess að á næstu fáum árum þurfi frum­gjöld rík­is­ins til sam­neyslu að aukast í a.m.k. 27% af VLF. Slík breyt­ing má ekki verða á kostnað ábyrgðar í rík­is­fjár­mál­u­m og kallar því á aukna tekju­öfl­un. Hún er sem betur fer mögu­leg án þess að ver­a ­borin uppi af skatt­heimtu af almenn­ingi auk þess sem að breytt tekju­öflun er ­nauð­syn­leg til að færa þjóð­inni í heild arð af auð­lindum hennar í stað þess að fáir njóti hans og til að deila kostnað af sam­neyslu og félags­legri þjón­ustu af sann­girni í stað þess að ívilna hinum best settu.

Til að ná því marki sem að framan greinir þarf í fyrsta lagi að láta auð­lind­arentu í sjáv­ar­út­vegi og orku­sölu til stór­iðju skila sér­ til þjóð­ar­inn­ar, í öðru lagi að tryggja það að sá litli hluti þjóð­ar­inn­ar, sem á mestan hluta hins efna­hags­lega þjóð­ar­auðs og fær í skjóli hans vax­andi hluta ­tekna í sínar hend­ur, greiði a.m.k. svipað hlut­fall af þeim tekjum í sam­eig­in­lega ­sjóði og þeir sem tekju­lægri eru og í þriðja lagi að umhverf­is­gjöld, ­meng­un­ar­skattar og mark­aðir tekju­stofnar til vega­gerðar haldi sögu­legu verð­gild­i og verði hækk­aðir þar sem sér­stakar ástæður eru til. Þessar tekjur ásam­t ­vax­andi almennum tekjum sem spretta af þeim hag­vexti sem hald­ist hefur frá því að efna­hags­mál­unum var komið á rétta kjöl á árum 2010 til 2012 gera það kleift að ná því marki sem að framan greinir á fáum árum.

Eng­inn ­stjórn­mála­flokk­anna lagði fram heild­stæða stefnu í rík­is­fjár­málum og vel­ferð­ar­málum nema Vinstri græn, sem boð­uði varfærna en mark­vissa upp­bygg­ingu heil­brigð­is­kerf­is­ins og ann­arrar opin­berr­ar ­þjón­ustu sem van­rækt hefur verið á síð­ustu árum. Þær hug­myndir voru und­ir­byggð­ar­ ­með tekju­öflun sem tryggðu jafn­vægi í rík­is­bú­skapn­um. Aðrir flokkar virtu­st van­búnir til þess að leggja fram heild­stæða stefnu í þessum efn­um. Aðrir stjórn­ar­and­stöðu­flokk­ar tóku undir þá kröfu að bæta þyrfti stöðu heil­brigð­is­mála og ann­arra vel­ferð­ar­mála án þess að gera grein fyrir hvernig því yrði hrint í fram­kvæmd að frá­tal­inn­i ­Sam­fylk­ing­unni, sem tal­aði skýrt í þeim efnum á svip­uðum línum og Vinstri græn. ­Stjórn­ar­flokk­arnir höfðu þá sér­stöðu að þeir við­ur­kenndu til­neyddir nauð­syn á aukn­u fé í heil­brigð­is­kerfið en lok­uðu um leið á það með þver­stæðu­fullum skatta­lækk­un­ar­söng eins og þeim séu ekki ljós sú “sel­vfölgelig­hed” að rík­is­út­gjöldin ákvarða skatt­ana.

Á yfir­borð­inu virt­ist víð­tæk sam­staða vera um flest vel­ferð­ar­mál í aðdrag­anda þing­kosn­ing­anna. Krafa um aukið fé til heil­brigð­is­mála kom glöggt fram í stefnu­skrám og mál­flutn­ingi Vinstri grænna og ­Sam­fylk­ing­ar. Hjá Bjartri fram­tíð,  Pírötum og Við­reisn­ var tekið undir það með óljósu orða­lagi í rit­uðum stefu­skjölum en ­stundum kveðið sterkar að orði í umræðum og í fjöl­miðlum og má ætla að kjós­end­ur þess­ara flokka hafi talið sig vera að kjósa umbætur í þessum efn­um. Stjórn­ar­flokk­arn­ir héldu því lengi vel fram að þeir hefðu þegar gert allt sem gera þarf á þessu sviði en aumir eftir húð­strýk­ingar Kára Stef­áns­sonar við­ur­kenndu þeir að lok­um ­stað­reyndir en héldu þó áfram eilífu hjali um for­gangs­röðun sem merkir ­yf­ir­leitt að ekki skuli bætt í en áfram hrært í sama pott­in­um. Afstaða ­flokk­anna til ann­arra vel­ferð­ar­mála var svipuð þessu.

Afstaða flokk­anna til auð­linda­mála var mis­mun­andi. Vinstri græn og ­Sam­fylk­ingin voru afdrátt­ar­laus í því að eign­ar­hald og arður af nátt­úru­auð­lind­um ætti hvort tveggja að vera í höndum þjóð­ar­innar og rent­una af fisk­veiði­auð­lind­inn­i ætti að inn­heimta með upp­boði afla­heim­ilda og/eða veiðigjöldum. Segja má að Píratar hafi tekið undir þessi sjón­ar­mið þótt með almenn­ari hætti væri og ­sama gildir um Bjartat fram­tíð sem þrátt fyrir óljóst stefnu­skjal tók undir kröfu um ­upp­boð veiði­heim­ild í umræðu. Stefna Við­reisnar í þessum málum var aftur á mót­i þoku­kennd. Tal um mark­aðstengt auð­linda­gjald sagði lítið og til­laga um 3% upp­boð­kvóta ­felur í sér lækkun frá núver­andi lækk­uðum veiði­gjöldum og virð­ist í ætt við til­lög­ur ­for­manns atvinnu­vega­nefndar um de facto fram­sal eign­ar­halds á kvóta gegn smán­ar­gjald­i. ­Stjórn­ar­flokk­arnir héldu óbil­gjarnir fram þeim sjón­ar­miðum að renta af auð­lind­um til­heyri stór­fyr­ir­tækjum í sjáv­ar­út­vegi og stór­iðju.

Um aðra tekju­öflun skiptir í þrjú horn. Vinstri græn og ­Sam­fylk­ingin töl­uðu fyrir óbreyttri skatt­lagn­ingu alls almenn­ings en vildu ger­a ráð­staf­anir til að þeir efna- og tekju­hæstu í þjóð­fé­lag­inu, sem njóta nú íviln­and­i skatt­lagn­ing­ar, greiði a.m.k. ekki lægri skatta en þeir sem lakar eru sett­ir. Góð ­reynsla er af tekju­jafn­andi áhrifum hátekju­skatts og auð­legð­ar­skatts og ljóst að þeir gætu lagt mikið af mörkum til fjársveltra vel­ferð­ar­kerfa. Afstaða  Píratar og Bjartr­ar­ fram­tíðar í þessum málum var óljós en af orð­ræðu þeirra var auk­inn jöfn­uður í skatt­lagn­ing­u tal­inn æski­leg­ur. Stjórn­ar­flokk­arnir afhjúp­uðu lýð­skrums­hneigð sína í þessum mál­u­m ­með því að boða skatta­lækk­anir beint ofan í lof­orð um aukin útgjöld og svar­daga um jafn­vægi í rík­is­fjár­mál­um. Við­reisn féll í sömu gröf með því að taka und­ir­ skatta­lækk­un­ar­söng­inn og veifa ásamt Framsóknar­flokk­um hug­mynd­um, sem enga fag­lega skoðun stand­ast.

Fram­an­greind­ir mála­flokkar hljóta að vera meg­in­við­fangs­efni í við­ræð­u­m um stjórn­ar­mynd­un. Þótt önnur mál, einnig stór í snið­um, séu eðli­lega líka upp á borð­um, er ljóst að þessi mál og afstaða flokk­anna til þeirra réði miklu um val kjós­enda. Það sýnir m.a. áskorun 86 þús­und manna um efl­ingu heil­brigð­is­mála. Það væri svik að sópa þessum málum undir teppið með for­gangs­röð­un­ar­hjali, margnota slag­orðum og sam­komu­lagi um að gera póli­tískan ómögu­leika mögu­leg­an. Setja þarf ­skýr og tíma­sett mark­mið í þessum efn­um. Þau þola ekki bið. Fjöl­miðlar lands­ins ættu í stað talna­leik­fimi að beina sjónum sínum að mál­efnum kosn­ing­anna og beina spurn­ingum um þau til þeirra sem að til­raunum til stjórn­ar­mynd­unar kom­a. ­Fólkið í land­inu á rétt á því að fylgj­ast með fram­vindu í þessum málum og því hvort til stendur að fórna þeim í valda­tafli sér­hags­muna­stjórn­mála.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None