Það verður að gera handsprengjuna óvirka

Auglýsing

Alþjóða­væð­ing hefur fært vest­rænum þjóðum frið á heima­slóðum í rúm 70 ár. Á grund­velli hennar hafa hags­munir ríkja heims verið bundnir saman með þeim hætti að það væri stór­skað­legt að raska því jafn­vægi. Hún hefur fært okkur frí­verslun sem eykur sér­hæf­ingu og leyfir hverju sam­fé­lagi fyrir sig að ein­beita sér að því sem það gerir best.

Sam­hliða hefur val­kostum neyt­enda fjölgað veru­lega, verð lækkað og mögu­leikar fólks til að freista gæf­unnar nán­ast hvar sem er stór­auk­ist. Þá hefur upp­lýs­inga- og tækni­bylt­ing­in, sem von­andi mun bjarga mann­skepn­unni frá sjálfri sér og afleið­ingum iðn­bylt­ing­ar­inn­ar, orðið til á grund­velli alþjóða­væð­ing­ar. Sam­an­dregið þá hafa orðið gríð­ar­legar fram­farir í lífs­gæð­um.

En aðstæð­urnar sem alþjóða­væð­ing­in, sam­fé­lags­skipu­lagið og það stjórn­ar­far í vest­rænum ríkjum sem fylgt hefur henni, hafa leitt til þess að tugir millj­óna manna telja sig það utan­gátta að þeir kusu for­ríka, rasíska, kven­fyr­ir­lít­andi, popúl­íska, sundr­andi raun­veru­leika­stjörnu með vind­hana­eig­in­leika sem finnst í lagi að gera lítið úr fötlun fólks og stendur ekki fyrir neitt nema sig sjálfa, sem for­seta Banda­ríkj­anna.

Auglýsing

62 ein­stak­lingar áttu meira en helm­ingur mann­kyns

Grund­vall­ar­breytur alþjóða­væð­ingar eru mark­aðs­drif­inn kap­ít­al­ismi, sam­vinna og frjáls­lyndi. Hún boðar nið­ur­fell­ingu allra múra og gerir þjóð­fé­lags­hópum sem áður voru utan­garðs kleift að tengj­ast þvert á landa­mæri. Flest allar fram­farir und­an­far­inna ára­tuga eiga rætur sínar að rekja til alþjóða­væð­ing­ar, hvort sem um er að ræða efna­hags­legar eða í mann­rétt­inda­mál­um.

Aug­ljós vanda­mál fylgja henni þó líka. Mis­skipt­ing, jafnt milli landa og innan sam­fé­laga, hefur stór­auk­ist. Í skýrslu Oxfam frá því í jan­úar kom til að mynda fram að rík­asta eitt pró­sent fólks í heim­inum er orðið rík­ara en öll restin til sam­ans. Á árinu 2015 var staðan þannig að 62 ein­stak­l­ingar –ein­um ­færri en sitja á Alþingi Íslend­inga – áttu sam­tals jafn mik­inn auð og sá helm­ingur mann­kyns sem á minnst, eða sam­tals 3,6 millj­­arðar manna. Þessi þróun hefur verið stans­laus frá níunda ára­tugn­um.

Alþjóða­við­skipti hafa fært fram­leiðslu- og þjón­ustu­störf frá vest­rænum ríkjum til ann­arra sem bjóða upp á ódýr­ari starfs­krafta. Á sama tíma hafa tækni­fyr­ir­tæki, sem krefj­ast sér­hæfs og mennt­aðs vinnu­afls, tekið yfir sem risar hins alþjóð­lega fyr­ir­tækja­heims. Fyrir tíu árum voru fjögur af fimm stærstu fyr­ir­tækjum heims auð­linda­nýt­ing­ar- eða fram­leiðslu­fyr­ir­tæki. Hlut­fall slíkra var það sama árið 2011. Um mitt þetta ár voru fimm stærstu fyr­ir­tæki heims­ins öll tækni­fyr­ir­tæki: Apple, Alp­habet (Google), Microsoft, Amazon og Face­book.

Þeir sem vinna og þeir sem tapa

Tækni­bylt­ingin gerir fleiri og fleiri fram­leiðslu- og þjón­ustu­störf óþörf og sá hópur sem byggði lífs­gæði sín á þessum störfum hefur verið skilin eft­ir. Í ára­tugi hefur hann færst fjær því að vera sett­leg milli­stétt sem gat séð sér far­borða á einum launum og nær því að vera lág­stétt sem er óþarft tann­hjól í efna­hags­legu gang­verki nútím­ans. Lág­stétt sem er hædd af sjálfs­á­nægðri og upp­lýstri mennta­el­ítu fyrir ein­faldar skoð­anir sínar og vænt­ingar til lífs­ins. Heims­mynd þess­ara hóps hefur verið brotin nið­ur. Þessi þróun mun halda áfram. Til­koma gervi­greind­ar, betri fjar­skipta og inter­neti hlut­anna (e. inter­net of things) mun hraða þess­ari þróun enn á næstu árum og ára­tug­um. Þá munu áhrifin teygja sig líka til ódýru fram­leiðslu­land­anna sem tóku vest­rænu störfin og hafa verið að byggja upp milli­stétt.

Sam­hliða hefur orðið til ein­hver konar ofur­yf­ir­stétt pen­inga og valda. Sam­setn­ing hennar er hvergi sýni­legri en í Banda­ríkj­un­um, þar sem Wall Street og stjórn­mál hafa runnið saman í eitt risa­stórt hags­muna­banda­lag. Það sást best þegar fjár­glæfra­menn­irnir í fjár­fest­inga­banka­heim­inum sigldu ver­öld­inni allri í efna­hag­skreppu árið 2008 með vafn­ingum sín­um. Bein og óbein fórn­ar­lömb þeirra aðgerða var venju­legt fólk. Það missti húsin sín, tap­aði vinn­unni og líf­eyr­inum sín­um. Þurfti að líða skerta þjón­ustu og nið­ur­læg­ing­una sem fylgir því að finna engan til­gang með til­veru sinni.

Til að bæta gráu ofan á svart var orsaka­vald­ur­inn, banka­menn­irnir sem ollu erf­ið­leik­un­um, dæmdir of stórir til að falla. Þeim var haldið við með skattfé almenn­ings. Þeir héldu ofur­laun­unum sín­um, sjálfs­þjón­andi kerfið þeirra fékk að halda sér í nær óbreyttri mynd þrátt fyrir skað­ann sem það olli og áður en langt um leið var allt komið á fullt aft­ur. Bónus­ar, vafn­ing­ar, bit­ling­ar, strokur og allt hitt sem veldur þorra heims­ins skaða, en fóðrar milli­göngu­að­il­anna í bönk­un­um, var nán­ast það fyrsta sem var end­ur­reist eftir hrun­ið.

Þú hefur það bara víst fínt

Eini stað­ur­inn í heim­inum þar sem tekið hefur verið almenni­legt upp­gjör við banka­hrunið er Ísland. Hér var skrifuð mörg þús­und blað­síðna skýrsla þar sem flest var lagt á borðið og hún seld í bóka­búð­um. Hér var farið í að láta á það reyna hvort að athafnir banka­manna væru ólög­leg­ar, sem þær hafa reynst vera í ansi mörgum til­vik­um.

Við gerðum samt fjölda­mörg mis­tök. End­ur­reistum banka­kerfið í nán­ast sömu mynd, bjuggum til far­veg fyrir áfram­hald­andi sjálftöku þeirra sem vinna í fjár­mála­kerf­inu og leyfðum sömu leik­endum að nýta betra aðgengi að tæki­færum til að styrkja enn stöðu sína. Hinir ríku verða líka sífellt rík­ari á Íslandi og völd á grund­velli auk­ins eign­ar­halds á gæðum þjóðar hafa þjapp­ast enn frekar sam­an.

Í þessu tómi hefur ríkt mikil reiði og full­komið van­traust sem kerfið hefur ekk­ert tek­ist á við, og hefur þar af leið­andi ekk­ert minnk­að. Þessar aðstæður hafa leitt til þess að við kusum okkur einu sinni lýð­skrumara til valda. Sá var þó ljósárum frá því að vera á sama ömur­lega kail­beri og Don­ald Trump. Eftir að hann var hrak­inn frá vegna óheið­ar­leika kaus 38 pró­sent þjóð­ar­innar ný breyt­ingaröfl sem orðið hafa til eftir hrun og vilja breyta kerf­inu með jákvæðum for­merkjum og aðferð­um. Nú stendur yfir til­raun til að koma áherslum þeirra að. Tak­ist það ekki með ein­hverjum hætti skap­ast aðstæður fyrir okkar eigin útgáfu af Trump næst. Ef við hættum ekki að segja fólki sem finnst það hafa það skít að það hafi það bara víst fínt þá skap­ast aðstæður á borð við þær sem sköp­uð­ust í Bret­landi í sumar og í Banda­ríkj­unum í haust.

Hand­sprengju­að­stæður

Þegar ein­hver hefur það skítt, og hefur haft það skítt í lengri tíma, þá er hann miklu frekar til­bú­inn að kjósa hand­sprengju með ein­faldar skýr­ingar og barna­legar lausnir á vanda hans en aðila sem stendur fyrir óbreytt ástand. Í versta falli mun sá sem stillir sér upp gegn kerf­inu gera það að verkum að við­kom­andi hafi það aðeins meira skítt. Í besta falli munu barna­legu patent-­lausn­irnar virka. En með því að kjósa þann sem tryggir óbreytt ástand er verið að tryggja áfram­hald­andi veru í for­inni í sessi.

Á þennan stað er mass­inn kom­inn víða í heim­in­um. Við sjáum það með gríð­ar­legum upp­gangi fas­isma og útlend­inga­andúðar víða í Evr­ópu. Lýð­skrumar­ar, sumir hverjir stór­hættu­leg­ir, hafa selt upp­gefnum og yfir­gefnum hópum í sam­fé­lag­inu barna­legar og rangar skýr­ingar á aðstæðum þeirra. Þeir tala við fólkið og stillir sér upp með þeim. Og, því mið­ur, er það að svín­virka.

Það er ekki hægt að rétt­læta kjör á manni eins og Don­ald Trump. En það er hægt að horfa á þær aðstæður sem gera honum kleift að ná kjöri og velta fyrir sér hvernig mögu­legt sé að breyta þeim. Það eru nefni­lega ekki nálægt því allir sem kjósa slíkan mann jafn ömur­legt fólk og hann sjálf­ur.

Annað hvort ákveða kerfin að breyta sér innan frá, ríka fólkið að gefa frá sér auð, valda­klík­urnar að losa um tökin og hlusta á/hefja sam­tal við allan þann fjölda sem er óánægður með aðstæður sínar og mæta kröfum þeirra eða við erum ekki búin að sjá síð­asta Trump-inn kom­ast til valda.

Aðstæð­urnar eru orsök­in. Flón eins og Trump eru afleið­ing­in.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None