Alþjóðageirinn - Hvað getum við gert?

Auglýsing

Í fyrri hluta umfjöll­unar minnar um alþjóða­geir­ann lýsti ég fyr­ir­bær­inu og setti fram mínar skoð­anir á því hverjir veik­leikar og styrk­leikar Íslands eru þegar kemur að stöðu og upp­bygg­ing­u hans. Und­an­fari umfjöll­unar um alþjóða­geir­ann eru skrif mín um þau atriði sem ég tel lík­leg­ust til þess að hafa áhrif á störf í fram­tíð­inni og  þær sam­fé­lags­breyt­ingar sem framundan eru. Þessi fjögur atriði eru: 1)  Inter­net of Things, 2) Sjálf­keyr­andi bílar, 3) ­Vél­menni og 4) Gervi­greind og gagna­grein­ing. Í stuttu máli munu tækni­fram­farir ger­a það að verkum að mörg störf sem við þekkjum í dag munu tap­ast á meðan önnur ný verða til. Hversu vel eru sam­fé­lög búin undir slíka breyt­ingu?

Annar und­an­fari umfjöll­unar um alþjóða­geir­ann er líka hversu litla for­gangs­röðun mennta­kerfið hef­ur ­fengið frá stjórn­völdum og hversu illa við sem þjóð erum mögu­lega búin undir þess­ar ­sam­fé­lags­breyt­ing­ar. Mennta­stig þjóð­ar­innar og fjár­fest­ing í menntun er að minnsta ­kosti undir með­al­lagi í OECD lönd­un­um.

Ég hef einna mestan áhuga á að við nýtum mark­visst öll tæki­færi til þess að ýta undir mennt­un, fjár­fest­ingu í innvið­um, sam­keppn­is­hæfu ­reglu­verki  og blóm­legra mann­lífi sem öll ­styðja við alþjóða­geir­ann.

Auglýsing

Breytt heims­mynd kallar á nýja nálgun

Það er áhuga­vert að leika sér með þá hug­mynd að Ísland hefði á að skipa fleiri fram­sýnum stjórn­mála- og emb­ætt­is­mönnum sem þyrðu að taka ákvarð­anir sem stydd­u við þekk­ing­ar­upp­bygg­ingu á sviði þeirrar tækni­þró­unar sem við stöndum frammi fyr­ir.

Tæknifyrirtæki vaxa og vaxa.

Sam­fé­lags­breyt­ingar fyrir til­stilli tækni­þró­unar og breyt­ing­ar í alþjóð­lega fyr­ir­tækja­heim­inum sem orðið hafa síð­ast­liðna ára­tugi munu halda áfram. Mér finnst ofan­greind mynd segja mikið um það hvert stefn­ir. Myndin lýsir verð­mætust­u ­fyr­ir­tækjum heims sem skráð eru í kaup­höllum heims­ins. Í dag eru þetta allt þekk­ing­ar­fyr­ir­tæki, ­sem byggja starf­semi sína á öfl­ugu hug­verki. Á meðan fram­leiðslu­fyr­ir­tæki og bankar hafa prýtt efstu sæti þessa lista sl. ára­tugi (50 ár eða svo) er að verða nokk­ur breyt­ing í eðli þess­ara fyr­ir­tækja. Öll fimm fyr­ir­tækin starfa í alþjóða­geir­an­um.

Ísland er gott í flestu í alþjóð­legu sam­hengi nema stað­setn­ingu

Ísland er sann­ar­lega góður og öruggur staður að búa á, en aðgengi að nægu, hæfu starfs­fólki og nálægð við við­skipta­vini er trauðla okk­ar ­styrk­leiki í dag. Við sem þjóð þurfum því aðra þætti til að vega á móti þessum punkt­u­m. Við getum unnið mark­visst í mannauðnum með virkri stefnu­mótun mennta­kerfis og skatta­leg­um hvöt­um, stað­setn­ing­unni síð­ur.

Íslenska heil­brigð­is­kerfið og stjórn­sýsla er mjög góð í al­þjóð­legum sam­an­burði. Þeir sem hafa búið utan Íslands eru fljótir að átta sig á því. Raf­ræn skil­ríki og stjórn­sýsla er stjarn­fræði­lega góð þjón­usta sem skipt­ir ­máli þegar t.d. útlend­ingar koma sér fyr­ir, aðgangur að heil­brigð­is­þjón­ustu kostar ­lítið sem ekk­ert, menntun sömu­leið­is. Við erum vina­leg þjóð og góðir gest­gjaf­ar. Það er stutt í allt og við tengj­umst flest ein­hvern veg­inn sem tryggir stuttar boð­leið­ir.  Sjá nánar for­sendur mínar fyrir þessum sjón­ar­mið­um.

Nýverið keyrði mig sýr­lenskur leigu­bíl­stjóri (há­skóla­kenn­ari í fyrrum heima­landi sínu) í New York. Við áttum afar gef­andi spjall. Við rædd­um um land og þjóð okkar beggja. Svo kom spurn­ing­in: „Hverjir eru óvinir Íslands­?“ Það kom fát á mig sem hann sá. „Eigið þið enga óvini? Ég þekki ekk­ert ann­að. Mik­ið eruð þið hepp­in“. Friður og öryggi borg­ara er nefni­lega ekki jafn sjálf­sagður hlut­ur og við gefum okkur hér á landi. Og fyrir alla jarð­ar­búa er það eft­ir­sókn­ar­vert.

Ofan­greindur sam­an­burður má ekki gleym­ast. Með því er ég ekki að segja að við getum ekki bætt okk­ur, ég bendi bara á stóru mynd­ina. Það er alltaf hægt að gera betur og við eigum að bæta í ef eitt­hvað er til að við­halda ­stöðu okkar í alþjóða­sam­fé­lag­inu. En Ísland er gott sam­fé­lag á flesta alþjóð­lega ­mæli­kvarða. Við erum bara á erf­iðum stað á jarð­kringl­unni land­fræði­lega séð.

Verum mikið fyrir ein­hverja en ekki lítið fyrir alla

Ísland á ekki að reyna að keppa við þjóðir heims­ins á for­send­um þeirra. Við eigum að keppa á okkar eigin for­send­um. Við höfum í raun margar for­send­ur til að stand­ast þá sam­keppni. Nokk­urs konar „reynum ekki að vera öllum allt, held­ur eitt­hvað fyrir ein­hverja“. Til þess þarf hins vegar hug­rekki, bæði af hálfu hins op­in­bera og fyr­ir­tækja.

Van­nýtt íslenskt tæki­færi?

Í fyrri hluta greinar minnar um alþjóða­geir­ann var því lýst að til að standa undir hag­vexti og hag­sæld er nauð­syn­legt að búa til nýjar ­út­flutn­ings­tekj­ur. Miðað við hag­vöxt upp á 3-4% á ári þarf að eiga sér ný verð­mæta­sköp­un og útflutn­ings­tekjur upp á 1.000 millj­arða króna á næstu 15-20 árum. Hvað gæti það ver­ið? Hvernig fyllum við upp í það gat?

Á þessu geta verið margar ólíkar skoð­anir og ég hvet til­ ­meiri umræðu um þessi mál. Fólk og fyr­ir­tæki munu finna sinn far­veg í hverjum aðstæð­u­m. Ég sé hins vegar mögu­leg tæki­færi fyrir Ísland, sum aug­ljós og önnur ekki.

Reglu­verk og Reglu­verk­s­tækni (e. Reg­ul­ation og Reg­Tech)

Reglu­verk segir til um hvernig fyr­ir­tæki og ein­stak­lingar geta hagað sér í sam­fé­lag­inu. Frelsi til athafna er lyk­il­at­riði en með því þarf að hafa skyn­sam­leg­t ­eft­ir­lit. Sem lítið land á Ísland góð tæki­færi til þess að vera með ein­falt og skil­virkt ­reglu­verk semstendur ekki bara jafn­fætis nágranna­lönd­un­um, heldur er sam­keppn­is­hæf­ara í þeim skiln­ingi að innan eins eða fleiri geira á að vera auð­velt að stunda alþjóða­við­skipt­i og þar sem hvat­ar eru til að búa til verð­mæti.

Í Bret­landi hefur rík­is­stjórnin og Central Bank of England t.d. lagt mikla áherslu á að Bret­land missi ekki stöðu sína sem fjár­mála­mið­stöð ­Evr­ópu. Þannig leggur rík­is­stjórnin mikla áherslu á þróun í Reg­Tech fyrir fjár­mála­geirann ­með það að mark­miði að fjár­mála­stofn­anir kjósi Bret­land sem mið­stöð fyrir starf­sem­i sína. Ísland gæti fundið sína syllu og mótað og inn­leitt tækni sem styður við slíkt ­reglu­verk og gert þá bæði reglu­verkið og tækn­ina að útflutn­ings­vöru til ann­arra landa. Heil­brigð­is­kerfið (ra­f­rænar sjúkra­skrár í mið­lægu kerfi) og nátt­úru­vernd eru mögu­leg dæmi.

Stjórn­valds­tækn­i (e. GovTech /eGov)

Ég nefndi hér að ofan að íslensk stjórn­sýsla býður fram­úr­skar­andi þjón­ust­u á alþjóða­mæli­kvarða. Raf­ræn skil­ríki auka svo enn á skil­virkn­ina þar sem fyr­ir­tæki og stofn­anir nýta sér þau til að þjón­usta við­skipta­vini sína. Horfum á hvernig skatt­skil hafa þró­ast á Íslandi. Hvernig skólar nýta raf­ræna þjón­ustu við að upp­lýsa for­eldra ognem­endur um skóla­starf­ið.Hvernig inn­kaup rík­is­ins eru skipu­lögð.

Við búum yfir víð­tækri þekk­ingu og áttum okkur ekki endi­lega á styrk­leik­unum í alþjóð­legu sam­hengi. Íslensk stjórn­völd í góðri sam­vinnu við tækni­fyr­ir­tæki eiga raun­veru­lega mögu­leika á því að gera GovTech að útflutn­ings­vöru á alþjóða­vís­u. Bretar tóku afar stefnu­mið­aða ákvörðun um að bæta aðgengi þegn­anna að raf­rænni stjórn­sýslu ­með allt annarri nálgun en áður hafði þekkst innan stjórn­sýsl­unn­ar. 



Áfram­hald­and­i ­upp­bygg­ing í leikja- og sýnd­ar­veru­leika­geir­anum

Um þetta þarf ekki mörg orð. Góð þekk­ing á báðum geirum er til staðar og umhverfi þess­ara fyr­ir­tækja prýði­legt. Það er rök­rétt fram­hald að Ísland við­haldi stöðu sinni sem góð upp­spretta leikja- og sýnd­ar­veru­leika­fyr­ir­tækja á heims­vísu. Aðgangur að hæfu starfs­fólki er þó Akki­les­ar­hæll geirans. (Nán­ar: Vef­síða Íslenska leikja­iðn­að­ar­ins).

Raf­bíl­ar og tengd tækni

Er til betra land en Ísland til að vera mið­stöð raf­væð­ing­ar bíla­flota í heilu landi? Við erum með 100% end­ur­nýj­an­lega raf­orku, eitt af áreið­an­leg­ust­u orku­af­hend­ing­ar­kerfum á heims­vísu, víð­tækt dreif­ing­ar­kerfi og kalt lofts­lag. Sam­an­lag­t ­gerir þetta Ísland að nán­ast full­komnu próf­un­ar­um­hverfi fyrir raf­bíla­fram­leiðslu­fyr­ir­tæki heims­ins. Í dag er unnið að betri innviðum fyrir hleðslu raf­bíla á Íslandi.



Mögu­leikar lands­ins í að þjón­usta þessa mik­il­vægu atvinnu­grein eru það aug­ljósir að það kemur mér á óvart að stjórn­völd og fyr­ir­tæki hafi ekki lagt meira á sig til að gera landið að mið­stöð raf­bíla­væð­ing­ar. Umtals­verð þekk­ing ­myndi verða til á land­inu, innan orku­geirans en ekki síður í afleiddum grein­um, s.s. hug­bún­aði og vél­bún­aði.  Mögu­leikar á út­flutn­ings­tekjum hér eru all­mikl­ir.

Ofan­greindur listi er alls ekki tæm­andi en tekin eru dæmi um hvar ákveðin tæki­færi liggja sem úti­loka eðli­lega ekki önnur tæki­færi. Sam­hliða þessu munu íslensk fyr­ir­tæki halda áfram að auka sam­keppn­is­hæfni sína í sjáv­ar­út­veg­i, orku­tengdum grein­um, styrkja inn­við­ina og bæta þjón­ustu við ferða­menn.

Skort­ir ­ís­lensk fyr­ir­tæki og stjórn­völd metn­að?

Davíð Helga­son, stofn­andi fyr­ir­tæk­is­ins Unity, sem er leið­andi fyr­ir­tæki á heims­vísu þegar kemur að hug­bún­aði til að þróa tölvu­leiki, sagði nýverið að íslenska frum­kvöðla skorti metnað, að hug­myndir og draumar þeirra væru kannski ekki nóg­u stór­ir. Gildir hið sama kannski um íslensk stjórn­völd? Það þarf gjarnan utan­að­kom­and­i ein­stak­linga til að benda okkur á það sem vel er gert, því öll verðum við samdauna okkar dag­lega umhverfi. Glöggt er gests augað líkt og Banda­ríkja­mað­ur­inn Oli­ver Luckett, sem nýlega flutti hingað til lands, bendir Íslend­ingum á með því að segja að við ­gerum okkur ekki grein fyrir mögu­leik­unum sem landið hef­ur. Ég er sam­mála Oli­ver um hans sjón­ar­mið og vil horfa á þau í enn víð­ara sam­hengi, ekki bara út frá ferða­þjón­ust­unni.

Upp­bygg­ing ­sér­þekk­ingar tekur tíma

Íslend­ingar eiga nokkur dæmi um frá­bær frum­kvöðla­fyr­ir­tæki ­sem hafa náð langt á alþjóð­legum vett­vangi. Þau eiga það sam­eig­in­legt að vera drif­in á­fram af kraft­miklu fólki sem höfðu góðar hug­mynd­ir, vel fram­kvæmdar og á rétt­u­m ­tíma. Við þurfum fleiri slík fyr­ir­tæki sem inn­viðir okkar styðja við að móta og að­stoða. Hilmar Veigar Pét­urs­son, for­stjóri CCP, bendir þó á í nýlegu við­tali, að mörg spenn­andi sprota­fyr­ir­tæki séu á Íslandi í dag en sé horft til síð­ast­lið­inna 20 ára vanti upp á árang­ur­inn.

Af einni ástæðu á Ísland t.d. býsna öfl­ugan leikja- og sýnd­ar­veru­leika­iðn­að. Sú ástæða er stofnun fyr­ir­tæk­is­ins OZ snemma á 10. ára­tugn­um. Stofn­endur og starfs­fólk hafa síðan þá stofnað fjöld­ann allan af fyr­ir­tækj­um, sem mörg hver eru lands­mönn­um kunn. Í OZ varð til þekk­ing sem knúði áfram enn frek­ari þekk­ing­ar­sköpun sem hef­ur hald­ist áfram að þró­ast sl. 25 ár. Í seinni tíð er gjarnan vísað í CCP sem upp­sprett­u nýrra fyr­ir­tækja, en nokkrir stofn­enda og upp­haf­legir starfs­menn CCP voru einmitt ­starf­menn OZ. Á þess­ari mynd má sjá nokkur þess­ara fyr­ir­tækja en myndin er þó ekki tæm­andi.

Oz-áhrifin. Þau eru mikil.

Stjórn­völd geta ekki (og eiga ekki) að búa til klasa fyr­ir­tækja eða skipu­leggja þá. Klasar verða að vera sjálf­sprottn­ir. Stjórn­völd geta hins veg­ar ­búið þannig um hnút­ana að aðstæður hvetji fólk til þess að stofna fyr­ir­tæki og að um­gjörð fyr­ir­tækja sé að minnsta kosti sam­keppn­is­hæf við nágranna­lönd okk­ar.

Að lokum

Aðal­at­riðið í upp­bygg­ingu alþjóða­geirans er þetta: Ísland er gott land á all­flesta alþjóð­lega mæli­kvarða, sama hvar drepið er ­nið­ur. Við þurfum þó að vera betri í fjár­fest­ingu, skil­virkni og for­gangs­röðun í mennta­kerf­inu. Við þurfum að vera betur sam­keppn­is­hæf um (er­lent) vinnu­afl. Við þurfum líka sam­keppn­is­hæfan gjald­mið­il. En umfram allt þurfum við að búa til umhverf­i á Íslandi sem bætir mann­lífið og menn­ingu og gerir landið eft­ir­sókn­ar­verðan stað til að búa á í alþjóð­legu sam­hengi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None