Meta þarf kennara að verðleikum

Skóli
Auglýsing

Ég verð alltaf svo­lítið sorg­mædd þegar ég les hversu margir hafa lít­inn skiln­ing á starfi grunn­skóla­kenn­ar­ans. Ég ákvað því að setja starfið mitt, sem ung­linga­kenn­ara 140 nem­enda, í annað sam­heng­i: 

Ég er stjórn­andi í fyr­ir­tæki í þekk­ing­ar­geir­an­um.

Ég er með 140 starfs­menn sem ég skipti í ca 20 manna minni hópa. Ég get ekki rekið neinn og ég fékk ekki að velja starfs­menn inn í hóp­inn minn.  Vinnu­að­staðan okkar er frekar lítið her­bergi. Stundum vinna starfs­menn­irnir einir en oftar í hóp­um. 

Auglýsing

Í fyr­ir­tæk­inu þurfa starfs­menn­irnir að viða að sér nýrri þekk­ingu og nýta svo þekk­ing­una í verk­efna­vinnu.

Til þess að allir starfs­menn­irnir geti til­einkað sér nýja þekk­ingu þarf ég að hafa ýmis­legt í huga:

 • Les­blindu starfs­menn­irnir þurfa sér úrræði.
 • Ein­hverfu starfs­menn­irnir þurfa sér úrræði.
 • Tví­tyngdu (eða jafn­vel mál­lausu) starfs­menn­irnir þurfa sér úrræði.
 • Taka þarf sér­stakt til­lit til starfs­manna með athygl­is­brest og/eða ofvirkni.
 • Hluti starfs­mann­anna getur ekki unnið nema að það sé alveg hljóð á vinnu­staðn­um, ann­ars missa þeir ein­beit­ing­una. 
 • Aðrir ein­beita sér best ef þeir geta hlustað á tón­list við vinnu sína. 
 • Nokkrir starfs­menn til­einka sér nýja þekk­ingu best með því að vera á hreyf­ingu og geta talað um verk­efnin sín í leið­inni.
 • Sumir vilja gjarnan að nýja þekk­ingin sé útskýrð mynd­rænt.
 • Nokkrir starfs­menn vilja vinna sam­an, í litlum hóp­um, til að viða að sér nýju þekk­ing­unni.
 • Aðrir vilja vinna ein­ir. 
 • Finna lausn hvernig ég aðstoða alla í hópnum við að til­einka sér nýju vit­neskj­una.

Ég þarf að búa til vinnu­hópa innan hvers starfs­manna­hóps með allt ofan­greint í huga jafn­framt því að finna bestu sam­setn­ingu starfs­mann­anna , þ.e. hvaða ein­stak­lingar geta unnið sam­an. Þá eru ennþá fleiri þættir sem þarf að huga að.

 • Í síð­asta vinnu­hópi voru ein­stak­lingar sem unnu lítið en töl­uðu mik­ið, ég get aug­ljós­lega ekki látið þá vinna sam­an. 
 • Sumir geta ekki unnið saman þar sem þeir fara alltaf að ríf­ast, ekki setja þá sam­an.
 • Taka til­lit til að dug­leg­ustu starfs­menn­irnir vilja ekki alltaf vinna með þeim sem eru svo­lítið lengur að til­einka sér nýju þekk­ing­una.
 • Taka til­lit til að þeir sem eru aðeins lengur að til­einka sér nýju þekk­ing­una, vilja ekki alltaf vinna sam­an.
 • Taka til­lit til þess að aðstand­andi eins hafði sam­band og bað vin­sam­leg­ast að hafa við­kom­andi ekki í vinnu­hóp með ákveðnum starfs­manni.
 • Taka til­lit til feimna og hlé­dræga starfs­manns­ins, velja góðan hóp fyrir hann, svo má ekki gleyma starfs­mönn­unum sem glíma við kvíða­rösk­un, þeir þurfa líka að vinna í sterkum hópi.
 • Taka til­lit til að bestu vinir báðu um að vera saman í vinnu­hóp.

Þegar vinnan fer af stað er hlut­verk mitt einnig marg­þætt:

 • Hafa hemil á  ­kraft­mikla starfs­mann­inum sem á erfitt  ­með að sitja kyrr og er út um allt.
 • Passa að dug­legu starfs­menn­irnir hafi nóg fyrir stafni svo þeim leið­ist ekki.
 • Ýta við þeim starfs­mönnum sem eiga það til að detta í dagdrauma í miðri vinnu.
 • Hvetja þá starfs­menn sem sjá engan til­gang í að vinna þessa vinnu og hafa því engan áhuga.
 • Hjálpa þeim starfs­mönnum sem eiga almennt erfitt með að til­einka og nýta sér nýju þekk­ing­una.
 • Passa að allir í vinnu­hópnum séu virkir þannig að það sé ekki aðeins lít­ill hluti hóps­ins sem sér um alla vinn­una. 
 • Taka á upp­á­komum sem koma iðu­leg upp á meðan á vinnu stend­ur, t.d. ósætti yfir mynd sem var deilt á face­book, rifr­ilda sem skap­ast vegna dóna­legra athuga­semda eða þegar starfs­menn henda hlutum í hvern ann­an. 
 • Aðstoða við að leysa vanda­málið í hóp­vinn­u ­sem skap­ast þegar einn úr hópnum er veikur eða far­inn í frí með fjöl­skyld­unni.

Þegar starfs­menn­irnir fara heim sit ég eftir og met vinnu­fram­lag og úrvinnslu starfs­mann­anna. Fer á fundi, sinni skrán­ingum í tölvu, hef sam­band við aðstand­endur starfs­manna sem eiga í erf­ið­leikum í vinnu sinni, sinni end­ur­mennt­un, tek þátt í stefnu­mótun fyr­ir­tæk­is­ins, set mig inn í nýja hug­mynda­fræði sem á að fara að vinna eft­ir.  Loks get ég byrjað að vinna að því hvernig ég legg fyrir næsta  verk­efni og hvernig ég get komið til móts við fjöl­breyti­leika starfs­mann­anna. Þá þarf ég að sjálf­sögðu að hafa allt ofan­greint í huga en  einnig að taka til athug­un­ar:  

 • Hvort verk­efnið (eins og öll önnur verk­efni starfs­mann­anna) taki á þeim við­miðum sem yfir­menn mínir setj­a. (að­al­námskrá mennta­mála­ráðu­neyt­is­ins) Þau við­mið eru í mörgum liðum og þátt­um, það má engu gleyma. Máta þarf því verk­efnið inn í þann pakka. 
 • Hvernig aðstoða ég starfs­menn­ina í að til­einka sér nýju þekk­ing­una.
 • Hvernig skipti ég í hópa.
 • Kenn­ara­starfið er ekki ein­falt. Þetta er ekki bara les­bók og vinnu­bók.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjölmargir erlendir ríkisborgarar starfa við mannvirkjagerð á Íslandi.
Erlendum ríkisborgurum heldur áfram að fjölga þrátt fyrir samdrátt og atvinnuleysi
Á málþingi fyrir ári sagði ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu að það væri einfalt fyrir Ísland að „losa sig“ erlent vinnuafl þegar samdráttur yrði í efnahagslífinu. Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað það sem af er ári þrátt fyrir metsamdrátt.
Kjarninn 27. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við undirritun reglugerðanna í dag.
Opnað á hálfs árs fjarvinnu erlendra sérfræðinga með reglugerðarbreytingum
Ráðherrar í ríkisstjórninni undirrituðu í dag breytingar á reglugerðum sem gefa ríkisborgurum utan EES færi á að koma hingað til lands með fjölskyldur sínar og vinna í fjarvinnu til sex mánaða.
Kjarninn 27. október 2020
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segist ekki hafa veitt upplýsingar um fjölda hælisleitenda
Upplýsingar um komu hælisleitenda á Keflavíkurflugvöll, sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur birt á samfélagsmiðlum, komu ekki frá lögreglunni á Suðurnesjum, samkvæmt embættinu.
Kjarninn 27. október 2020
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair
Bætur frá Boeing vega þungt
Afkoma Icelandair fyrir vaxtagreiðslur og skatta var jákvæð um hálfan milljarð íslenskra króna á nýliðnum ársfjórðungi, þökk sé bótagreiðslum frá Boeing.
Kjarninn 27. október 2020
Milljónir hektara af regnskógum í Indónesíu og Malasíu hafa verið ruddir síðustu ár til vinnslu pálmaolíu.
Vilja takmarka notkun pálmaolíu í íslenskri framleiðslu
Pálmaolía er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Notkun hennar sem eldsneyti hefur aukist síðustu ár og hópur þingmanna vill banna hana í lífdísil og takmarka í allri framleiðslu á Íslandi.
Kjarninn 27. október 2020
Óróinn kokkaður upp inni á skrifstofu SA
„Sú hætta er raunverulega fyrir hendi að ungt fólk finni ekkert að gera eftir nám. Við getum þá siglt inn í aðstæður sem eru svipaðar og í sunnanverðri Evrópu þar sem atvinnuleysi ungs fólks er gríðarlegt.“ Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Kjarninn 27. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Kjarninn 27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None