Þöguð í hel

Hof
Auglýsing

Þann 16. októ­ber síð­ast­lið­inn fór fram mik­il­vægur menn­ing­ar­við­burður í Hofi á Akur­eyri. Stór­sveit Reykja­víkur gekk þá til liðs við Sin­fón­íu­hljóm­sveit Norð­ur­lands og saman frum­fluttu hljóm­sveit­irnar nýjan ein­leiks­konsert fyrir stór­sveit og sin­fón­íu­hljóm­sveit eftir píanó­snill­ing­inn Kjartan Valde­mars­son. Einnig var hið sívin­sæla verk Rhapsody in Blue eftir Georg Gers­hwin flutt á nýjan hátt, þar sem spuninn spil­aði stórt hlut­verk enda hljóð­færa­leik­arar Stór­sveit­ar­innar vanir slíkri spila­mennsku. Sig­urður Flosa­son, einn af okkar fremstu djass­tón­list­ar­mönnum og aðal­stjórn­andi Stór­sveitar Reykja­vík­ur, kom fram í fyrsta sinn sem stjórn­andi sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar. Upp­selt var á tón­leik­ana og voru við­brögðin þannig að um var tal­að. Tón­leika­gestir stóðu upp allir sem einn í lokin og klöpp­uðu lista­mönn­unum lof í lófa svo undir tók í Hamra­borg­inni.

Er þá ekki allt í sóm­an­um?

Ekki alveg!

Auglýsing

Þrátt fyrir að þarna væru komnir saman um 70 flytj­endur í einu öfl­ug­asta menn­ing­ar­húsi lands­ins sá eng­inn fjöl­mið­ill sér fært að senda gagn­rýn­anda á þennan mik­il­væga við­burð. Þar að auki sá eng­inn íslenskur fjöl­mið­ill sér fært að taka við­töl við höf­uðlista­menn­ina, sem voru engir aðrir en þeir Sig­urður Flosa­son og Kjartan Valde­mars­son, eða að fjalla um tón­leik­ana á einn eða annan hátt. Við­burð­ur­inn var því í raun þag­aður í hel.

Á síð­asta ári hélt Sin­fón­íu­hljóm­sveit Norð­ur­lands 12 metn­að­ar­fulla tón­leika í Hofi og Hörpu með heims­frægum og lands­frægum lista­mönnum á borð við Guð­mund Pét­urs­son, Dan­íel Bjarna­son, Gretu Saló­me, Dimmu, Steve Hackett, Hall­fríði Ólafs­dótt­ur, Värt­innä, Stefán Karl Stef­áns­son, Guðna Franz­son, Evu Guð­nýju Þór­ar­ins­dótt­ur, Krist­jönu Arn­gríms­dótt­ur, Elmar Gil­berts­son, Val­gerði Guðna­dótt­ur o.fl. Frum­flutt voru 3 ný verk og 6000 manns komu til að njóta. Gagn­rýnendum var boðið á alla þessa tón­leika en eng­inn sá sér fært að mæta. Ekki eitt skipti. 12 tón­leikar þag­aðir í hel!

Maður hlýtur að spyrja sig hvað búi þar að baki. 

Und­ir­rit­að­ur, sem sjálfur er frá Reykja­vík, hefur verið við­burð­ar­hald­ari í ára­tugi og hefur á þeim tíma komið að miklum fjölda tón­leika. Und­an­tekn­ing­ar­laust hafa fjöl­miðlar fjallað um, gagn­rýnt eða tekið við­töl við lista­menn­ina sem að þeim tón­leikum hafa komið en þeir hafa oft­ast verið haldnir í Reykja­vík. Getur verið að það sé nóg að við­burður sé hald­inn á Akur­eyri, frekar en í Reykja­vík, til að aðstand­endur menn­ing­ar­hluta fjöl­miðl­anna, t.d. Morg­un­blaðs­ins, Frétta­blaðs­ins, Kast­ljóss­ins, Dag­blaðs­ins, Frétta­tím­ans o.fl. líti svo á  að hann sé ekki menn­ing­ar­lega mik­il­vægur og því ekki þess virði að fjalla um hann? Það væri mikil þröng­sýni og mik­ill hroki í garð lands­byggð­ar­innar og ég trúi ekki að svo sé raun­in.

For­verar mínir í starfi hafa sagst hafa fengið þær skýr­ingar að ekki væru til fjár­munir til að senda gagn­rýn­anda á tón­leika á Akur­eyri. Þá þarf nú aldeilis að vera illa komið fyrir hjá fjöl­miðl­inum ef ekki er hægt að verk­efna­ráða eina hæfa mann­eskju úti á landi til að fjalla um tón­list­ar­við­burði þar. Því er ekki hægt að taka slíkar skýr­ingar alvar­lega. Þá ætti að vera auð­velt að eyrna­merkja ein­fald­lega hluta fjár­mun­anna sem fara í menn­ing­ar­hluta þess­ara miðla við­burðum utan Reykja­vík­ur. Það ættu að vera óskráð lög að íslenskir fjöl­miðlar sinni menn­ing­ar­starf­semi á lands­byggð­inni jafnt og í höf­uð­staðn­um. Ég bind vonir mínar við að aðstand­endur fjöl­miðl­anna líti í eigin barm og athugi hvort þeir vilji virki­lega starf­rækja fjöl­miðil sem mis­munar lista­mönnum og unn­endum lista í land­inu eftir búsetu. Það væri hnign­un.

Ég kalla eftir sam­starfi og sam­ræðu við fjöl­miðla lands­ins svo að við getum fundið far­sæla lausn á þessu mik­il­væga máli. List­grein­arnar eru stór atvinnu­vegur sem skilar miklu fyrir þjóð­ar­bú­ið. Hlúum að þeim.

Höf­undur er tón­skáld, rokk­ari og tón­list­ar­stjóri Menn­ing­ar­fé­lags Akur­eyr­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Matthildur Björnsdóttir
Að vera útlendingur – Víðara hugtak en við höldum
Kjarninn 22. febrúar 2020
Sönnun þess að hægt er að skrifa um myndlist á lifandi og áhrifaríkan hátt
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir skrifar um bókina Vetrargulrætur.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Gylfi Sigurðsson er stærsta íslenska stjarnan í enska boltanum, sem Síminn keypti sýningarréttinn að í fyrra. Hann leikur með Everton.
Tekjur Símans af sjónvarpsþjónustu jukust um 818 milljónir í fyrra
Áhrif kaupanna á sýningarrétti enska boltans, og þeirra breytinga sem Síminn réðst í samhliða innleiðingu hans í sjónvarpsþjónustu sína, eru afar áberandi í uppgjöri félagsins fyrir síðasta ár.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Algjörlega tilbúinn í hið pólitíska at sem fylgir því að stýra RÚV
Stefán Eiríksson segist að sjálfsögðu hafa sínar pólitísku skoðanir og lífsviðhorf, en sé ekki tengdur neinum stjórnmálaflokkum og með góða reynslu af því að takast á við stjórnmálamenn.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Svandís Svavarsdóttir
Sjúklingar borga minna
Kjarninn 22. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður segir Samtök iðnaðarins í áróðursherferð gegn orkufyrirtækjum
Forstjóri Landsvirkjunar spyr hvort meirihluta aðildarfélaga Samtaka iðnaðarins sé samþykkur því að íslenska þjóðin gefi 20-30 milljarða króna til nokkurra alþjóðlegra stórfyrirtækja með því að hætta að selja upprunaábyrgðir.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Kórónaveiran breiðist út – Viðbúnaður aukinn í Bandaríkjunum
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur lýst því yfir, að nauðsynlegt sé að auka viðbúnað til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Magnús Halldórsson
Ekki gleyma listinni í stjórnmálabröltinu
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None