Þöguð í hel

Hof
Auglýsing

Þann 16. októ­ber síð­ast­lið­inn fór fram mik­il­vægur menn­ing­ar­við­burður í Hofi á Akur­eyri. Stór­sveit Reykja­víkur gekk þá til liðs við Sin­fón­íu­hljóm­sveit Norð­ur­lands og saman frum­fluttu hljóm­sveit­irnar nýjan ein­leiks­konsert fyrir stór­sveit og sin­fón­íu­hljóm­sveit eftir píanó­snill­ing­inn Kjartan Valde­mars­son. Einnig var hið sívin­sæla verk Rhapsody in Blue eftir Georg Gers­hwin flutt á nýjan hátt, þar sem spuninn spil­aði stórt hlut­verk enda hljóð­færa­leik­arar Stór­sveit­ar­innar vanir slíkri spila­mennsku. Sig­urður Flosa­son, einn af okkar fremstu djass­tón­list­ar­mönnum og aðal­stjórn­andi Stór­sveitar Reykja­vík­ur, kom fram í fyrsta sinn sem stjórn­andi sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar. Upp­selt var á tón­leik­ana og voru við­brögðin þannig að um var tal­að. Tón­leika­gestir stóðu upp allir sem einn í lokin og klöpp­uðu lista­mönn­unum lof í lófa svo undir tók í Hamra­borg­inni.

Er þá ekki allt í sóm­an­um?

Ekki alveg!

Auglýsing

Þrátt fyrir að þarna væru komnir saman um 70 flytj­endur í einu öfl­ug­asta menn­ing­ar­húsi lands­ins sá eng­inn fjöl­mið­ill sér fært að senda gagn­rýn­anda á þennan mik­il­væga við­burð. Þar að auki sá eng­inn íslenskur fjöl­mið­ill sér fært að taka við­töl við höf­uðlista­menn­ina, sem voru engir aðrir en þeir Sig­urður Flosa­son og Kjartan Valde­mars­son, eða að fjalla um tón­leik­ana á einn eða annan hátt. Við­burð­ur­inn var því í raun þag­aður í hel.

Á síð­asta ári hélt Sin­fón­íu­hljóm­sveit Norð­ur­lands 12 metn­að­ar­fulla tón­leika í Hofi og Hörpu með heims­frægum og lands­frægum lista­mönnum á borð við Guð­mund Pét­urs­son, Dan­íel Bjarna­son, Gretu Saló­me, Dimmu, Steve Hackett, Hall­fríði Ólafs­dótt­ur, Värt­innä, Stefán Karl Stef­áns­son, Guðna Franz­son, Evu Guð­nýju Þór­ar­ins­dótt­ur, Krist­jönu Arn­gríms­dótt­ur, Elmar Gil­berts­son, Val­gerði Guðna­dótt­ur o.fl. Frum­flutt voru 3 ný verk og 6000 manns komu til að njóta. Gagn­rýnendum var boðið á alla þessa tón­leika en eng­inn sá sér fært að mæta. Ekki eitt skipti. 12 tón­leikar þag­aðir í hel!

Maður hlýtur að spyrja sig hvað búi þar að baki. 

Und­ir­rit­að­ur, sem sjálfur er frá Reykja­vík, hefur verið við­burð­ar­hald­ari í ára­tugi og hefur á þeim tíma komið að miklum fjölda tón­leika. Und­an­tekn­ing­ar­laust hafa fjöl­miðlar fjallað um, gagn­rýnt eða tekið við­töl við lista­menn­ina sem að þeim tón­leikum hafa komið en þeir hafa oft­ast verið haldnir í Reykja­vík. Getur verið að það sé nóg að við­burður sé hald­inn á Akur­eyri, frekar en í Reykja­vík, til að aðstand­endur menn­ing­ar­hluta fjöl­miðl­anna, t.d. Morg­un­blaðs­ins, Frétta­blaðs­ins, Kast­ljóss­ins, Dag­blaðs­ins, Frétta­tím­ans o.fl. líti svo á  að hann sé ekki menn­ing­ar­lega mik­il­vægur og því ekki þess virði að fjalla um hann? Það væri mikil þröng­sýni og mik­ill hroki í garð lands­byggð­ar­innar og ég trúi ekki að svo sé raun­in.

For­verar mínir í starfi hafa sagst hafa fengið þær skýr­ingar að ekki væru til fjár­munir til að senda gagn­rýn­anda á tón­leika á Akur­eyri. Þá þarf nú aldeilis að vera illa komið fyrir hjá fjöl­miðl­inum ef ekki er hægt að verk­efna­ráða eina hæfa mann­eskju úti á landi til að fjalla um tón­list­ar­við­burði þar. Því er ekki hægt að taka slíkar skýr­ingar alvar­lega. Þá ætti að vera auð­velt að eyrna­merkja ein­fald­lega hluta fjár­mun­anna sem fara í menn­ing­ar­hluta þess­ara miðla við­burðum utan Reykja­vík­ur. Það ættu að vera óskráð lög að íslenskir fjöl­miðlar sinni menn­ing­ar­starf­semi á lands­byggð­inni jafnt og í höf­uð­staðn­um. Ég bind vonir mínar við að aðstand­endur fjöl­miðl­anna líti í eigin barm og athugi hvort þeir vilji virki­lega starf­rækja fjöl­miðil sem mis­munar lista­mönnum og unn­endum lista í land­inu eftir búsetu. Það væri hnign­un.

Ég kalla eftir sam­starfi og sam­ræðu við fjöl­miðla lands­ins svo að við getum fundið far­sæla lausn á þessu mik­il­væga máli. List­grein­arnar eru stór atvinnu­vegur sem skilar miklu fyrir þjóð­ar­bú­ið. Hlúum að þeim.

Höf­undur er tón­skáld, rokk­ari og tón­list­ar­stjóri Menn­ing­ar­fé­lags Akur­eyr­ar.

Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None