Stóru fjölmiðlarnir brugðust litlu flokkunum í kosningunum

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson spyr hvort að samsæri hafi verið í gangi gagnvart litlu flokkunum með hinni óréttlátu 5% reglu?

Auglýsing

Í því sem kall­ast lýð­ræði eru nokkrar grund­vall­ar­regl­ur, sem ríki sem vilja kalla sig lýð­ræð­is­ríki ættu að fara eft­ir. Ein þeirra er til dæmis að öll sjón­ar­mið frá öllum aðilum eigi rétt á því að heyr­ast. Í lögum um fjöl­miðla frá árinu 2011 segir meðal ann­ars í 26.­grein, um lýð­ræð­is­legar grund­vall­ar­regl­ur: ,, Fjöl­miðla­veita skal í starfi sínu halda í heiðri lýð­ræð­is­legar grund­vall­ar­reglur og standa vörð um tján­ing­ar­frelsi.“

Á Íslandi er rekin blanda af einka­fjöl­miðlum og fjöl­miðlum í almanna­þágu, (enspublic service). Í lögum um Rík­is­út­varpið frá 2013, fyrstu grein, segir meðal ann­ars að...,,­Mark­mið laga þess­ara er að stuðla að lýð­ræð­is­legri umræðu, menn­ing­ar­legri fjöl­breytni og félags­legri sam­heldni í íslensku sam­fé­lag­i...­Rík­is­út­varp­inu er falin fram­kvæmd henn­ar...­Rík­is­út­varpið er þjóð­ar­mið­ill og skal rækja fjöl­breytt hlut­verk sitt af fag­mennsku, metn­aði, heið­ar­leika og virð­ing­u.“

Í lög­unum segir einnig að Rík­is­út­varpið eigi að ...,,Kynna fram­boð til almennra kosn­inga, helstu stefnu­mál fram­boða, fram­bjóð­enda og fylk­inga eftir atvikum og greina ítar­lega frá nið­ur­stöðum kosn­inga. Þá skal það veita öllum gildum fram­boðum til Alþingis og for­seta­kosn­inga, sem og fylk­ingum í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­um, jafnt tæki­færi til að kynna stefnu­mál sín á hefð­bundnum dag­skrár­tíma í sjón­varpi. Rík­is­út­varpið skal birta reglur þar að lút­and­i. Í alþing­is­kosn­ingum er heim­ilt að tak­marka útsend­ing­ar­tíma þeirra fram­boða sem ekki bjóða fram í öllum kjör­dæmum þannig að þau fái hlut­fall af heild­ar­út­send­ing­ar­tíma til sam­ræmis við það hlut­fall kjör­dæma sem þau bjóða fram í.“ (Let­ur­breyt­ing­ar GH)

Auglýsing

5% reglan – hver bjó hana til?

Dög­un, sam­tök um rétt­læti, sann­girni og lýð­ræði, hefur um 80 blað­síðna stefnu­skrá í nán­ast öllum mál­efnum sem snerta íslenskt sam­fé­lag. Flokk­ur­inn bauð fram í öllum kjör­dæm­um. En fékk flokk­ur­inn heið­ar­lega eða sann­gjarna með­ferð í fjöl­miðlum í aðdrag­anda kosn­ing­anna? Svarið er nei. Vegna þess að 365 miðlar tóku upp þá reglu að úti­loka smá­fram­boðin frá ákveðnum hlutum umræð­unnar (en sem skipta kannski mestu máli, þ.e. sjón­varpi) á grund­velli þess að þau fengu ekki 5% eða meira í könn­unum (sem sumar voru ein­ungis 50% svar­hlut­fall, sem þótti ekki góður papp­ír, þegar und­ir­rit­aður var að læra aðferða­fræði hjá Þor­láki Karls­syni og Ólafi Þ.Harð­ar­syni í HÍ á sínum tíma). 

Á grund­velli þess­arar reglu var fram­bjóð­anda Dög­un­ar, Sig­ur­jóni Þórð­ar­syni, meinuð þátt­taka í kosn­inga­þætti Stöðvar tvö um Norð­vest­ur­kjör­dæmi þann 11. októ­ber, eftir að hafa farið alla leið frá Sauð­ár­króki til Reykja­vík­ur. Hér er grein á Feyk­ir.is  um þetta mál. Þetta verður að telj­ast dóna­skapur og lít­ils­virð­andi fram­koma, sem og ólýð­ræð­is­leg.

Þöggun og úti­lokun

Í aðdrag­anda kosn­ing­anna voru einnig ýmsir aðilar sem héldu stóra og mikla fundi, sem voru mjög mikið aug­lýst­ir, þar sem fjallað var um stefnu stjórn­mála­flokk­anna. Þar var ,,sjöflokkn­um“ ein­ungis boðið (Sjálf­stæð­is, Fram­sókn, Við­reisn, VG, Pírat­ar, Sam­fylk­ingu og Bjartri fram­tíð). Dögun var ekki boðið á einn ein­asta þess­ara funda sem voru hjá:

Háskóla Íslands - Sam­tökum atvinnu­lífs­ins - Sam­tökum í ferða­þjón­ustu  og ASÍ. Höfðu þessir aðilar engan áhuga á að heyra sjón­ar­mið Dög­un­ar? Hefur ASÍ t.d. engan áhuga á að heyra hug­myndir flokks­ins um sam­fé­lags­banka, sem önnur fram­boð hafa smám saman verið að stela, gera að sín­um, eins og t.d. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, sem kallar þetta ,,sam­vinnu­banka.“?

Þannig að þögg­unin hélt áfram.

Um þver­bak keyrði svo eig­in­lega á loka­metr­un­um, þegar RÚV tók upp þessa aðferð, þ.e.a.s. 5% regl­una og not­aði hana til þess að setja litlu flokk­ana í ein­hvers­konar ,,tossa­bekk“ þegar lokaum­ræð­urnar fóru fram. Hér vísa ég aftur til lag­anna um RÚV og sam­fé­lags­legt hlut­verk þess.

Nauð­syn á ,,góðu sjón­varpi“ ?

Hefði t.d. ekki verið hægt að raða upp­boðum með hlut­kesti og eða haft ein­fald­lega alla við hring­borð, þar sem öll sjón­ar­mið hefðu fengið að heyr­ast á sama tíma? ,,Sjöflokk­ur­inn“ var með þessum hætti tekin fram yfir litlu fram­boðin og fékk þar með mun hag­felld­ari með­ferð hjá RÚV, en litlu flokk­arn­ir. Eða þurfti að reyna að gera ein­hvers­konar ,,gott sjón­varp“ úr þessu, þar sem flokk­arnir með bestu mögu­lega valda­stöð­una eftir kosn­ing­arnar fengu bara náð fyrir augum stjórn­enda RÚV? Er virki­lega til of mik­ils mælt að RÚV standi undir nafni sem almanna­fjöl­mið­ill á fjög­urra ára fresti?

RÚV fellur í pytt­inn

Einnig var fram­koma RÚV gagn­vart for­mönnum litlu flokk­anna í kosn­inga­sjón­varp­inu til skammar, þegar ræða átti við for­menn flokk­anna um úrslit kosn­ing­anna. Þar var ,,sjöflokk­ur­inn“ í heið­urs­sæt­inu. For­mönnum litlu flokk­anna (sem höfðu verið boð­aðir í við­töl) var hrein­lega snúið frá, þegar upp í Efsta­leiti var kom­ið. En það gerð­ist þó ekki fyrr en þeir höfðu beðið í rúm­lega klukku­stund á staðn­um. Þeir misstu því meira og minna af kosn­inga­vökum sín­um. Og hvað með þeirra sjón­ar­mið, skiptu þau engu máli í umræð­unni?

Nú hugsa kannski sum­ir: Ja, þau þarna í Dögun eru bara fúl af því að þeim gekk svo illa. Og, já við erum kannski pínu­lítið fúl, en alveg sér­stak­lega vegna þess að okkur var ekki boðið að sama borði og ,,sjöflokkn­um“ – það var A-deild og B-deild! Það sátu ekki allir við sama borð og það ekki sömu reglur fyrir alla. Það er ólíð­andi og ólýð­ræð­is­legt. Þannig að þetta brýtur gegn svo­kall­aðri jafn­ræð­is­reglu.

Fimmta vald­ið?

Eftir Hrunið 2008 fengu fjöl­miðlar og fjöl­miðla­kerfið á sig mjög alvar­lega gagn­rýni, fyrir það að hafa verið lausir við alla gagn­rýni og að raddir þeirra sem vör­uðu við hrun­inu hafi nán­ast verið að engu gerð­ar. Fjöl­miðlar hafa verið kall­aðir fjórða valdið í sam­fé­lag­inu og það er kannski ekk­ert skrýt­ið, því þeir hafa mikla stjórn á umræð­unn­i. 

Í fram­haldi af fram­an­sögðu er hins veg­ar ekki er laust við að manni detti í hug  enn eitt vald­ið; það er að segja ,,fimmta vald­ið“, sem í þessu til­felli eru þá skoð­ana­könn­un­ar­fyr­ir­tækin og aðferðir þeirra. Verða áhrif þeirra meiri í næstu kosn­ingum og verða búnar til nýjar ,,regl­ur“ til að spila eft­ir, reglur sem ekki fara eftir hinum klass­ísku lög­málum lýð­ræð­is­ins og sam­staða er um að reyna að fylgja? Er sú sam­staða fokin út á hafs­auga? 

Til þess að tak­ist að end­ur­vekja traust almenn­ings á stjórn­mála­kerf­inu og stjórn­mál­unum verða fjöl­miðlar að tryggja það að öll sjón­ar­mið heyr­ist, en ekki bara sum – og það á kostnað ann­arra. Það er ekki lýð­ræði, það er eitt­hvað allt ann­að. Og öll hljótum við að vilja að Ísland flokk­ist sem alvöru lýð­ræð­is­ríki og verði slíkt áfram.

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ingur og gjald­keri Dög­un­ar, sam­taka um rétt­læti, sann­girni og lýð­ræði. Hann var einnig í 3ja sæti í Suð­vest­ur­kjör­dæmi (Krag­an­um) fyrir síð­ustu kosn­ing­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None