Árásin á Bifröst – Illur hugur ráðamanna

Auglýsing

Und­an­farin ár hefur ráðu­neyti mennta­mála staðið fyrir linnu­litlum árásum á skól­ana á Bif­röst. Aðal­lega er þetta í formi þess að setið er á fjár­fúlgum sem háskól­inn á rétt á sam­kvæmt samn­ing­um. Í annan stað hefur ráðu­neytið ekki staðið við þau fram­lög sem rík­inu ber til Gátt­ar, sem er í raun fram­halds­skóli sem skila nem­endum upp á háskóla­stig. Að auki rekur hið opin­bera umfangs­mik­inn fram­halds­skóla í her­stöð sem er í reynd rek­inn af Háskóla íslands, en þaðan er tekið við nem­endum orða­laust í Háskóla Íslands, en með sem­ingi og fífla­gangi úr Gátt­inni á  Bif­röst. Ský­laust brot á reglum um sam­keppni. Íbúða­lána­sjóður sýnir heldur enga mis­kunn og virð­ist ill­fá­an­legur til að semja um greiðslur af lán­um, sem hljóta að hluta til að byggj­ast á mis­tökum for­ystu­manna sjóðs­ins og stjórn­mála­manna.  

Háskól­inn á Bif­röst er ekki venju­legur háskóli nema að því leyti að þaðan koma við­skipta­fræð­ingar og lög­fræð­ingar sem hefur gengið vel á vinnu­mark­aði, stand­ast öðrum fylli­lega snún­ing. En þar er rekin skóli sem tekið hefur tölvu- og upp­lýs­inga­tækni mjög í þjón­ustu nem­enda og verið í far­ar­broddi á því sviði í hart­nær tutt­ugu ár. Þetta merkir að skól­inn hefur getað veitt fólki menntun sem á illa heiman gengt, með fjar­kennslu og vinnu­helg­um. En auk þess hefur leik­skól­inn að Hraun­borg auð­veldað ein­stæðum for­eldrum að ljúka háskóla­prófi. Í mörgum til­vikum hefur Bif­röst gefið nem­endum tæki­færi á að hefja nýtt líf, sem tor­velt hefði verið fyrir aðra skóla í land­inu. Í þessu felst sér­staða skól­ans, 

Lít­ill skóli á lands­byggð­inni getur verið dýr­ari á hvern nem­anda en skólar í þétt­býli, sem kvarta samt og kveina yfir nið­ur­skurði og naum­hyggju skil­lít­illa valda­manna. En skól­inn á Bif­röst hefur sannað mann­úð­ar­hlut­verk sitt með því að koma fólki til mennta sem ann­ars hefði aldrei átt þess kost, 

Auglýsing

Lands­byggð­ar­menn hafa stutt skól­ann vel en hvers mega þeir sín í einka­fár­inu.

Höf­undur er hag­fræð­ingur og líf­eyr­is­þegi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andlátin í þessari bylgju orðin þrjú
Einn einstaklingur lést á Landspítala síðasta sólarhring vegna COVID-19, samkvæmt tilkynningu á vef spítalans. Andlátin þar eru því tvö á einungis tveimur dögum.
Kjarninn 29. október 2020
Flóttafólk mótmælti í febrúar á síðasta ári.
Flóttafólkið frá Lesbos enn ekki komið til Íslands
Ríkisstjórnin tilkynnti í september að allt að 15 manns, flóttafólk frá Lesbos, myndi bætast í hóp þeirra 85 sem ríkisstjórnin hyggðist taka á móti á þessu ári. Flóttamannanefnd útfærir verkefnið en unnið er að því í samstarfi við m.a. grísk stjórnvöld.
Kjarninn 29. október 2020
Eiríkur Tómasson
Hvers vegna nýja stjórnarskrá?
Kjarninn 29. október 2020
Fjöldi fyrirtækja fór á hlutabótaleið í kjölfar lokana vegna veirufaraldursins í vor.
201 framúrskarandi fyrirtæki á hlutabótaleið
Fyrirtæki sem Creditinfo hefur skilgreint sem framúrskarandi voru líklegri til að hafa farið á hlutabótaleiðina en önnur virk fyrirtæki hér á landi, en tæpur fjórðungur þeirra nýttu sér úrræðið í vor.
Kjarninn 29. október 2020
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None