Auglýsing

Í Kaliforníu búa 38 milljónir, í Oregon rúmlega fjórar milljónir og í Washington ríki, ríflega sjö milljónir. Á þessu tæplega 50 milljóna svæði vesturstrandarinnar er tiltölulega ungt samfélag, í heimssögulegu samhengi.

Árið 1802, fyrir aðeins 214 árum, þá áttu Bretar Washington ríki. Örnefni bera þess merki. Newcastle, Sheffield, Brighton. Þetta má allt finna hér á svæðinu ásamt fjölda annarra kennileita sem minna á fortíðina og hið gamla breska yfirráðasvæði. Saga Bandaríkjanna er blóði drifin með Borgarastyrjöldina, sem stóð frá 1861 til 1865, sem miðpunkt hrikalegra átaka.

Nágrannaríkið í suðri, Oregon, var að mestu í eigu Spánverja eins og Kalifornía, fjölmennasta ríki Bandaríkjanna. 

Auglýsing

Bandaríkin mörg og misjöfn

Þó færa megi rök fyrir mörg þúsund ára sögu Bandaríkjanna þá er grunnur samfélaganna í landinu – sem eru ólík á alla mögulega vegu eftir ríkjum – merkilega ungur. Efnhagsheimsveldið Bandaríkin er ekki ein heild, heldur samsetning margra hagkerfa sem eiga tiltölulega fáa hluti sameiginlega, oft á tíðum. Strandríkin hafa blómstrað efnahagslega í seinni tíð, á meðan mið- og suðurríkin berjast í bökkum. Hið pólitíska landslag mótast af þessu og þeim aðstæðum sem alþjóðavæddur heimur efnahagsmála hefur skapað.

Mótmælendur gegn Trump - einkum og sér í lagi orðum hans gegn minnihlutahópum - hafa verið áberandi í Portland. Mynd: EPA

Stórveldið í vestri

Sé litið sérstaklega á stöðu mála á vesturströndinni þá er eitt sem einkennir þá miklu efnahagslegu krafta sem héðan berast yfir heiminn. Það er rótgróin innflytjendamenning. Í þróuðum ríkjum heimsins þá finnast ekki jafn fjölbreyttir suðupottar ólíkra menningarstrauma. Þessum sambræðingi hefur fylgt mikill sveigjanleiki og stórkostlega mikil samkeppnishæfni, ekki síst hjá tæknifyrirtækjum. Á þessu 50 milljóna svæði eru höfuðstöðvar allra stærstu tæknifyrirtækja heimsins, þar á meðal Alphabet, Microsoft, Apple, Amazon, Oracle, Facebook og Uber. Bara svo fáein séu nefnd.

Þá hefur iðnaður einnig lengi verið með sínar helstu æðar á þessu svæði. Boeing er stærsti einkarekni vinnustaðurinn á Seattle-svæðinu með 80 þúsund starfsmenn, en með margfeldisáhrifum er talið að Boeing-hagkerfið sé með 213 þúsund starfsmenn. Það er um 13 þúsund fleiri starfsmenn en eru á öllum íslenska vinnumarkaðnum, sem dæmi sé tekið.

Borgirnar verja sig

Borgarsamfélögin á vesturströndinni – Seattle, San Francisco, Portland og Los Angeles (LA) –  eiga allt undir opinni innflytjendastefnu. Í kjölfar sigurs Donalds Trump í forsetakosningunum – sem talaði gegn innflytjendum og sagðist ætla að sjá til þess að tvær til þrjár milljónir innflytjenda færu úr landi –  þá hafa samfélögin á vesturströndinni gripið til sértækra aðgerða til að verja samfélögin. 


Seattle var fyrsta borgin til að lýsa því yfir að borgin myndi verja ólöglega innflytjendur fyrir þeim vilja stjórnvalda – ef hann raungerist undir stjórn Trumps – að senda þá úr landi. Borgirnar hafa til þess heimildir. Fleiri borgir fylgdu í kjölfarið, meðal annars Portland og LA, og einnig New York borg á austurströndinni. Alveg eins og tilfellið er með borgirnar á vesturströndinni, þá á New York mikið undir því að innflytjendum líði vel og þeir sinni störfum eins og þeir hafa gert alla tíð.

Kosningasigur Trumps - sem hann tryggði ekki síst með góðu gengi í dreifbýli víða um Bandaríkin - hefur kallað fram fjöldamótmæli víða í borgum landsins.

Uppsprettan

Fari svo að Trump reyni stuðla að stórkostlegum flutningum á innflytjendum úr landi, þá má búast við því að borgarsamfélögin í Bandaríkjunum verji sig enn meira en þau hafa þegar gert. Fáar borgir í Bandaríkjunum veittu Trump meirihlutastuðning í kosningunum, og engin á vestur- og austurströndinni. Gjáin á milli borgarsamfélaganna og dreifbýlis varð stærri í þessum kosningum en hún hefur nokkru sinni verið.

Innflytjendasamfélögunum í Bandaríkjunum verður ekki breytt svo glatt, og það er ekki víst að stjórnvaldsákvarðanir muni gera neitt gagn þegar upp er staðið. Stutt saga Bandaríkjanna hefur einn rauðan þráð, og það er sambræðingur ólíkra menningarstrauma sem hafa borist með fólki víða að. Asíu, Evrópu og Suður-Ameríku þar helst.

Ég held að Trump muni ekki gera neitt efnahagslegt gagn, með því að tala gegn innflytjendum og hvað þá reyna að stuðla að því með lögum, og fólk þurfi að yfirgefa landið í milljónatali. Borgirnar, suðapottar nýsköpunar og rannsókna í landinu, munu ekki sætta sig við það og mega ekki við því. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari
None