Ein pilla á dag kemur skapinu í ólag

Getnaðarvarnarpilla
Auglýsing

Mig langar að vekja athygli á mál­efni sem ég tel að sé of lítið til umræðu, en það varðar getn­að­ar­varn­arpill­una og áhrif hennar á líf ótal margra og á sam­fé­lagið í heild sinni. Flest vitum við af þeim auka­verk­unum sem fylgja getn­að­ar­varn­arpill­unni sem ætluð er kon­um, eða við erum alla­vega vöruð við þeim á lyf­seðl­inum sem fylgir, en erfitt er að segja til um hversu mikið mark ein­stak­lingar taka á slíkum seðl­um. Inn­taka hennar er þó orðin svo normaliseruð í sam­fé­lags­gerð­inni að oft er erfitt að gera sér grein fyrir því hversu mik­ill skað­valdur hún getur orðið bæði í einka­lífi og í sam­bönd­um. Getn­að­ar­varn­arpillan er vissu­lega auð­veld lausn sem vörn gegn þung­un­um, þá sér­stak­lega í föstum sam­böndum milli gagn­stæðra kynj­anna en margar dökkar hliðar pill­unnar gera hana að eins kon­ar draug ­sem vofir yfir sam­skiptum para en hún hefur djúp­stæð­ari áhrif á skap­lyndi og heila­starf­semi en halda mætti í fyrst­u. 

Margar gerðir eru til af getn­að­ar­varn­arpill­unni og mis­mun­andi hversu mikil áhrif hún hefur á hvern ein­stak­ling fyrir sig. Allar eru þær þó með til­búnar útgáfur af kven­horm­ón­un­um estró­geni og pró­gesteróni. Þessi hormón fyr­ir­finn­ast í eggja­stokk­unum en með því að taka inn auka magn af horm­ón­unum verða þeir óvirkir og kemur þar með í veg fyrir að kona verði þunguð við sam­far­ir. 

Ég sjálf er núna búin að vera á pill­unni í tals­verðan tíma, og er einnig til­tölu­lega nýbyrjuð í sam­bandi, en þessi litli hlutur sem ég gleypi á hverjum degi með góðri sam­visku til að verja mig gegn ótíma­bærri þungun hefur breytt mér í eitt­hvað sem ég þekki ekki. Margar konur kann­ast mögu­lega við eitt­hvað af því sem ég mun telja upp en þetta eru hlutir sem hafa hrjáð mig í ein­hvern tíma, en ég er bara fyrst núna að upp­götva orsök vand­ans. Til­finn­ingar sveifla á undra­verðan hátt frá einni til ann­arrar án nokk­urrar ástæðu. Ég er viðut­an, rugl­ast á dögum og klessi á bíla því heil­inn minn dettur út úr sam­hengi en um leið og ég upp­götva mis­tökin skil ég ekki hvað fór í gegnum huga minn sek­úndu áður. Ég er við­kvæm fyrir ótrú­leg­ustu hlutum og dag­ur­inn getur byrjað á hlátri en endað á grát­kasti aðeins nokkrum stundum síðar án þess að til­efni sé til. Ég fer í fýlu út í maka minn af óút­skýr­an­legum ástæðum og ég get varla skýrt þær sjálf á þeirri stundum sem pirr­ing­ur­inn stendur yfir. 

Auglýsing

Atvik eins og verða fúl út í kærast­ann fyrir að hafa í svefni snúið sér á hina hlið­ina, farið nán­ast að skæla um miðja nótt og ákveðið síðan að klípa hann í lærið fyrir ósvífn­ina er það sem mark­aði það að vera djúpt sokkin í óráðs­fen, og er hegðun sem ég tengi ekki við minn eigin per­sónu­leika eða skap­gerð. Svona stundir kalla á virki­lega sterkt sam­band. Þetta er ástand sem hefur varað í um tvo mán­uði eftir að læknir ráð­lagði mér að taka þrjú pillu­spjöld í röð. Þar sem mér þótti það með ein­dæmum huggu­leg og skemmti­leg hug­mynd til að fresta því að fara á hvim­leiðar blæð­ingar hef ég verið með­vitað að dæla í mig of stórum skammti af horm­ón­um ­sem eitra hug minn.

Þetta er að mér vit­andi ekk­ert eins­dæmi, en margar kyn­systur mínar og vin­kon­ur glíma eða hafa á ein­hverjum tíma­punkti glímt við svip­aðar aðstæð­ur. Óræður til­finn­inga­rús­sí­ban­inn sem hefur áhrif á and­lega heilsu og hegðun kvenna og sú normalís­er­ing ­sem hefur ein­kennt skað­vald­inn er eitt­hvað sem ætti að ræða betur í sam­fé­lag­inu. Enda þykir oft­ast sjálf­sagt að konan axli þá ábyrgð að setja upp getn­að­ar­vörn í sam­böndum og oft jafn­vel líka í kæru­leys­is­legra kyn­líf­i. Þetta ein­skorð­ast heldur ekki við getn­að­ar­varn­arpill­una, enda inni­halda flestar getn­að­ar­varnir sem ætl­aðar eru konum horm­ón, þó það sé mis­mun­andi í hversu miklu magni eftir teg­und­um. Þung­lyndi er einnig stór þáttur í auka­verk­unum pill­unnar og er oft erfitt að greina á milli hvað sé afleið­ing ­skamm­deg­is­þung­lynd­is­ins og hvað sé hægt að bein­tengja við horm­óna-inn­spýt­ing­una. Samt halda konur áfram að taka pill­una, oft vit­andi um hvaða áhrif hún hefur á líf þeirra. 

Nýverið fóru af stað til­raunir með getn­að­ar­varn­arpillu ætl­aða til inn­töku af karl­mönn­um. Próf­unum á til­rauna­hópi var fljótt aflýst vegna þess hversu mikið af auka­verk­unum fóru að láta á sér kræla meðal karl­kyns við­fang­anna. Auka­verk­anir voru flestar, ef ekki all­ar, þær sömu og finn­ast í getn­að­ar­varn­arpill­unni sem hefur verið notuð af konum frá árinu 1960. Flestir karl­menn upp­lifðu miklar breyt­ingar í skap­sveiflum við próf­anir og reyndi eitt við­fangið jafn­vel að fremja sjálfs­morð. Þar með var próf­unum á getn­að­ar­varn­arpillu karla hætt með öllu.   

Margar rann­sóknir hafa sýnt fram á aukin þung­lynd­is­ein­kenni og kvíða hjá þeim konum sem nota getn­að­ar­varn­arpill­una. Talið er að hún gæti jafn­vel haft áhrif á heila­starf­semi og þá sér­stak­lega á þá hluta heil­ans sem snerta skynj­un, tauga­boð og til­finn­ing­ar. Margar aðrar auka­verk­anir eru einnig í boði pill­unnar en þar má meðal ann­ars telja þyngd­ar­aukn­ingu, höf­uð­verki, ógleði og eymsli í brjóst­um. Margar konur skipta yfir í aðrar teg­undir ef auka­verk­anir verða of miklar og getur oft önnur teg­und hentað bet­ur. Hins vegar má spyrja sig hvort að þessi drag­bítur kvenna sé þess virði fyrir and­lega heilsu þeirra, hver kona dæmir auð­vitað fyrir sig en það er ekki nægi­leg umræða um þetta mál­efni í sam­fé­lag­inu og hversu mikil áhrif pillan hefur á lund kvenna, þeirra eigið líf og aðstand­enda. 

Getn­að­ar­varn­arpillan hefur þró­ast í að vera svo sjálf­sagður hlutur fyrir konur til að inn­byrða að margar hverjar spyrja sig ekki einu sinni út í hversu mik­ill áhrifa­valdur þessi litli hlutur getur orð­ið, og ein­hverjar hafa jafn­vel talið sér trú um að skap­sveifl­urnar séu eðli­legur hlut­ur. Þegar þær í raun eru inn­byggðar og mót­aðar af eigin hendi með inn­töku af efna­fræði­legum efnum sem bera oft fleiri galla en kost­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None