Hvernig nærbuxur notar þú?

Auglýsing

Ég staul­ast upp stig­ann og kem inn í litla bið­stofu. Ég til­kynni komu mína en rit­ar­inn þylur upp nafn sem ég hef skilið við; nafn sem bítur inn að beini. Ég játa og sest skömmustu­lega nið­ur, eins og hundur sem hefur verið stað­inn af verki við það að rífa upp­á­halds bangs­ann þinn í tætl­ur. Stuttu síðar er nafnið aftur kall­að, í þetta sinn af mann­eskj­unni sem ég kom til þess að hitta.

Þið hafið öll séð hán áður, þið hafið öll hitt hán áður, þið hafið öll verið hán áður. Hán er hold­gerv­ingur kynj­aðs veru­leika; hán er kynja­kerfið í manns­mynd. Hán stendur í gætt­inni; gætt­inni sem gæti leitt þig til betra lífs, sem gæti leitt þig á betri braut.

Ég fylgi háni inn í lítið við­tals­her­bergi og sest niður á móti háni. Hán byrjar að spyrja mig spurn­inga um líf mitt, hvar ég ólst upp, hvernig mínir fjöl­skyldu­hagir séu og hversu langt það er síðan ég byrj­aði að lifa í sátt við sjálfa mig. Ég svara háni af fullri ein­lægni og fyllist á sama tíma smá sjálfs­trausti þegar ég fæ á til­finn­ing­una að allt sé að ganga vel. En þá kemur spurn­ingin - spurn­ingin sem fékk mig til að svitna og hitna í and­lit­inu, spurn­ing sem ég skildi ekki. Spurn­ing sem kýldi mig í mag­ann og kraf­ist svara.

Auglýsing

„Hvernig nær­buxur notar þú?“

Ég strýk hárið bak við eyr­un, hárið sem ég hafði verið að láta vaxa í nær tvö ár, lengri tíma en mér hafði nokkurn tím­ann verið leyft að láta það vaxa. Það var ekki beint neinn sem bann­aði mér það, en það voru til­lög­ur, spurn­ing­ar, athuga­semd­ir. Það voru litlir hlutir sem byggð­ust hægt og rólega upp sem sendu þau skila­boð að ég mætti það ekki.

„Uuh.. ég er er nú bara í nær­buxum sem ég keypti í La Senza,“ sagði ég, titr­andi af ótta og skiln­ings­leysi. Ég skildi ekki hvernig þetta kom ein­hverju við.

Hán kink­aði kolli, snéri sér að tölv­unni og sló eitt­hvað inn með lykla­borð­inu. Tveir vísi­fing­ur, til skipt­is. Tikk, tikk. Tikk, tikk. Að lokum snéri hán sér aftur að mér.

„Hefur þú stundað kyn­líf?“ sagði hán næst og horfði á mig for­vitni­lega.

Tveimur árum áður hafði ég ferð­ast erlendis með bestu vin­konu minni í leyni­ferð til Bret­lands þar sem við vorum að hitta fólk sem ég hafði kynnst á net­inu. Þetta fólk þekkti mig í raun sem mig, sem hina raun­veru­legu mig. En samt ekki. Þar hafði ég kynnst strák; strák sem var sá sem ég átti fyrst ein­hvers­konar kyn­ferð­is­legt sam­neyti með.

„Já,“ svar­aði ég, skyndi­lega mjög með­vituð um minn eigin lík­ama og þær tak­mark­anir sem ég hafði sett sjálfri mér sem partur af eigin sjálfs­hatri og skömm. Sjálfs­hatri og skömm sem mér var kennt af sam­fé­lag­inu. Vegna þess að ég var ekki eins og allt annað fólk - ég var skrít­in, ógeðs­leg og verð­skuld­aði ekki sömu mann­legu virð­ingu og annað fólk. Hvað annað átti ég svo sem að halda? Eftir að hafa þurft að horfa upp á aðal leik­ara Ace Ventura eyða 5 mín. úr heilli bíó­mynd að öskra, bursta tenn­urn­ar, sturta í sig munnskoli og ég veit ekki hvað eftir að hann átt­aði sig á því að kona sem hann var hrifin af var trans, þá voru skila­boðin skýr.

„Og hvað nákvæm­lega hefur þú gert?“

Af ein­skærri hræðslu við að mér yrði neitað um þjón­ustu á for­sendum þess að vera ekki full­kom­lega sam­vinnu­þýð og neita að svara spurn­ingum þá lét ég allt flakka.

„Ég hef tottað karl­mann og látið hann fá full­næg­ingu þannig,“ segi ég, nán­ast skjálf­andi af nið­ur­læg­ingu og kvíða. Aftur snýr hán sér að tölv­unni. Tikk, tikk. Tikk, tikk.

„Með hvernig leik­föng lékstu þér sem barn? Klædd­ist þú ein­hvern tím­ann kjólum eða vildir það?“

Ég veit að fólk er oft sann­fært um það að leik­föng eða fata­val séu ein­hvers­konar merki um kyn­vit­und eða kyn­hegðun ein­stak­linga síðar á lífs­leið­inni. En ég hefði haldið að starfs­maður í heil­brigð­is­kerf­inu væri ekki einn af leiksoppum úreltra hug­mynda kynja­kerf­is­ins sem ótt­ast ekk­ert meir heldur en að börn þeirra sýni hegðun sem gæti leitt til þess að þau verði sam­kyn­hneigð eða jafn­vel ósátt við það kyn sem þau fengu í vöggu­gjöf. Gjöf sem er pakkað inn af ágisk­un­um, ráð­fær­ingum og gildum ríkj­andi kynja­kerf­is.

„Ég vildi aðal­lega leika mér með dúkkur og ég elskaði að klæða mig upp í kjóla. Ég vann meira að segja tvær drag­keppnir í grunn­skóla,“ sagði ég. Ég var að hauga­ljúga. Ég elskaði að leika mér með alls­konar dót, bæði bíla, act­ion kalla, dúkk­ur, tusku­dýr og nefndu það - en ég vissi að það væri ekki hegðun sem þætti við hæfi. Mér hafði nefni­lega verið tjáð áður en ég kom þangað að sann­leik­ur­inn væri ekki sagna best­ur.

Sú sögn sem væri best var sú sögn sem okkur hefur öllum verið kennt. Sögn sem við tökum öll þátt í; sögn sem okkur er skipað að þekkja í gegnum ósýni­legar og óskrif­aðar regl­ur. Hvernig hin full­komna kona er. Auð­mjúk, ein­læg, kurt­eis. Vel til fara, klæð­ist kjól eða pilsi. Sítt hár. And­lits­máln­ing. Lék mér með dúkkur sem barn. Hef alltaf vitað þetta. Sagði ömmu minni þegar ég var fjög­urra ára að ég væri kona. Hataði lík­ama minn. Sit þegar ég pissa. Vil ekk­ert heitar en að vera með brjóst og píku. Vil gifta mig og eign­ast börn með fram­tíðar eig­in­mann­inum mín­um. 

Segðu það sem þú veist að þau vilja heyra, þá verður allt svo mikið auð­veld­ara. Þá ertu nefni­lega alvöru kona. Þá ertu sko nógu mikið trans. Þá ertu með „dæmi­gerðan kynátt­un­ar­vanda“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None