Hvernig nærbuxur notar þú?

Auglýsing

Ég staul­ast upp stig­ann og kem inn í litla bið­stofu. Ég til­kynni komu mína en rit­ar­inn þylur upp nafn sem ég hef skilið við; nafn sem bítur inn að beini. Ég játa og sest skömmustu­lega nið­ur, eins og hundur sem hefur verið stað­inn af verki við það að rífa upp­á­halds bangs­ann þinn í tætl­ur. Stuttu síðar er nafnið aftur kall­að, í þetta sinn af mann­eskj­unni sem ég kom til þess að hitta.

Þið hafið öll séð hán áður, þið hafið öll hitt hán áður, þið hafið öll verið hán áður. Hán er hold­gerv­ingur kynj­aðs veru­leika; hán er kynja­kerfið í manns­mynd. Hán stendur í gætt­inni; gætt­inni sem gæti leitt þig til betra lífs, sem gæti leitt þig á betri braut.

Ég fylgi háni inn í lítið við­tals­her­bergi og sest niður á móti háni. Hán byrjar að spyrja mig spurn­inga um líf mitt, hvar ég ólst upp, hvernig mínir fjöl­skyldu­hagir séu og hversu langt það er síðan ég byrj­aði að lifa í sátt við sjálfa mig. Ég svara háni af fullri ein­lægni og fyllist á sama tíma smá sjálfs­trausti þegar ég fæ á til­finn­ing­una að allt sé að ganga vel. En þá kemur spurn­ingin - spurn­ingin sem fékk mig til að svitna og hitna í and­lit­inu, spurn­ing sem ég skildi ekki. Spurn­ing sem kýldi mig í mag­ann og kraf­ist svara.

Auglýsing

„Hvernig nær­buxur notar þú?“

Ég strýk hárið bak við eyr­un, hárið sem ég hafði verið að láta vaxa í nær tvö ár, lengri tíma en mér hafði nokkurn tím­ann verið leyft að láta það vaxa. Það var ekki beint neinn sem bann­aði mér það, en það voru til­lög­ur, spurn­ing­ar, athuga­semd­ir. Það voru litlir hlutir sem byggð­ust hægt og rólega upp sem sendu þau skila­boð að ég mætti það ekki.

„Uuh.. ég er er nú bara í nær­buxum sem ég keypti í La Senza,“ sagði ég, titr­andi af ótta og skiln­ings­leysi. Ég skildi ekki hvernig þetta kom ein­hverju við.

Hán kink­aði kolli, snéri sér að tölv­unni og sló eitt­hvað inn með lykla­borð­inu. Tveir vísi­fing­ur, til skipt­is. Tikk, tikk. Tikk, tikk. Að lokum snéri hán sér aftur að mér.

„Hefur þú stundað kyn­líf?“ sagði hán næst og horfði á mig for­vitni­lega.

Tveimur árum áður hafði ég ferð­ast erlendis með bestu vin­konu minni í leyni­ferð til Bret­lands þar sem við vorum að hitta fólk sem ég hafði kynnst á net­inu. Þetta fólk þekkti mig í raun sem mig, sem hina raun­veru­legu mig. En samt ekki. Þar hafði ég kynnst strák; strák sem var sá sem ég átti fyrst ein­hvers­konar kyn­ferð­is­legt sam­neyti með.

„Já,“ svar­aði ég, skyndi­lega mjög með­vituð um minn eigin lík­ama og þær tak­mark­anir sem ég hafði sett sjálfri mér sem partur af eigin sjálfs­hatri og skömm. Sjálfs­hatri og skömm sem mér var kennt af sam­fé­lag­inu. Vegna þess að ég var ekki eins og allt annað fólk - ég var skrít­in, ógeðs­leg og verð­skuld­aði ekki sömu mann­legu virð­ingu og annað fólk. Hvað annað átti ég svo sem að halda? Eftir að hafa þurft að horfa upp á aðal leik­ara Ace Ventura eyða 5 mín. úr heilli bíó­mynd að öskra, bursta tenn­urn­ar, sturta í sig munnskoli og ég veit ekki hvað eftir að hann átt­aði sig á því að kona sem hann var hrifin af var trans, þá voru skila­boðin skýr.

„Og hvað nákvæm­lega hefur þú gert?“

Af ein­skærri hræðslu við að mér yrði neitað um þjón­ustu á for­sendum þess að vera ekki full­kom­lega sam­vinnu­þýð og neita að svara spurn­ingum þá lét ég allt flakka.

„Ég hef tottað karl­mann og látið hann fá full­næg­ingu þannig,“ segi ég, nán­ast skjálf­andi af nið­ur­læg­ingu og kvíða. Aftur snýr hán sér að tölv­unni. Tikk, tikk. Tikk, tikk.

„Með hvernig leik­föng lékstu þér sem barn? Klædd­ist þú ein­hvern tím­ann kjólum eða vildir það?“

Ég veit að fólk er oft sann­fært um það að leik­föng eða fata­val séu ein­hvers­konar merki um kyn­vit­und eða kyn­hegðun ein­stak­linga síðar á lífs­leið­inni. En ég hefði haldið að starfs­maður í heil­brigð­is­kerf­inu væri ekki einn af leiksoppum úreltra hug­mynda kynja­kerf­is­ins sem ótt­ast ekk­ert meir heldur en að börn þeirra sýni hegðun sem gæti leitt til þess að þau verði sam­kyn­hneigð eða jafn­vel ósátt við það kyn sem þau fengu í vöggu­gjöf. Gjöf sem er pakkað inn af ágisk­un­um, ráð­fær­ingum og gildum ríkj­andi kynja­kerf­is.

„Ég vildi aðal­lega leika mér með dúkkur og ég elskaði að klæða mig upp í kjóla. Ég vann meira að segja tvær drag­keppnir í grunn­skóla,“ sagði ég. Ég var að hauga­ljúga. Ég elskaði að leika mér með alls­konar dót, bæði bíla, act­ion kalla, dúkk­ur, tusku­dýr og nefndu það - en ég vissi að það væri ekki hegðun sem þætti við hæfi. Mér hafði nefni­lega verið tjáð áður en ég kom þangað að sann­leik­ur­inn væri ekki sagna best­ur.

Sú sögn sem væri best var sú sögn sem okkur hefur öllum verið kennt. Sögn sem við tökum öll þátt í; sögn sem okkur er skipað að þekkja í gegnum ósýni­legar og óskrif­aðar regl­ur. Hvernig hin full­komna kona er. Auð­mjúk, ein­læg, kurt­eis. Vel til fara, klæð­ist kjól eða pilsi. Sítt hár. And­lits­máln­ing. Lék mér með dúkkur sem barn. Hef alltaf vitað þetta. Sagði ömmu minni þegar ég var fjög­urra ára að ég væri kona. Hataði lík­ama minn. Sit þegar ég pissa. Vil ekk­ert heitar en að vera með brjóst og píku. Vil gifta mig og eign­ast börn með fram­tíðar eig­in­mann­inum mín­um. 

Segðu það sem þú veist að þau vilja heyra, þá verður allt svo mikið auð­veld­ara. Þá ertu nefni­lega alvöru kona. Þá ertu sko nógu mikið trans. Þá ertu með „dæmi­gerðan kynátt­un­ar­vanda“.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None