Vanvirðing á starfi kennara er óþolandi

klébergsskóli
Auglýsing

Nýverið var ég stödd í Kjarna í Mos­fellsbæ ásamt fjölda ann­arra kenn­ara. Til­efnið var að sýna sam­stöðu og afhenda bæj­ar­stjóra bréf þar sem kjörum kenn­ara er mót­mælt. Við erum ekki eina stéttin sem ofbýður launa­hækkun alþing­is­manna sem er kornið sem fyllti mæl­inn og hafa margar starfs­stéttir séð ástæðu til að senda frá sér harð­orð mót­mæla­bréf. 

Margir undr­ast þá stífni í kenn­urum að hafna samn­ingum ekki einu sinni, heldur tvisvar.  Ég skora á kenn­ara að hafna samn­ingum aftur ef sami grautur í sömu skál verður borin á borð. Við kærum okkur ekki um nýja samn­inga þar sem kenn­arar eru látnir afsala sér áunnum rétt­ind­um. Auk þess er nýi vinnuramm­inn óvin­sæll þar sem hann þjónar engan veg­inn til­ætl­uðum til­gang­i.  Á meðan verið er að auka sveigj­an­leika í starfi á almennum vinnu­mark­aði er verið að skerða hann hjá kenn­ara­stétt­inni. Van­virð­ingin og van­matið á starfi kenn­ara er óþol­andi. Svo margt veldur gremju.

Lítum aðeins á launa­hækkun þing­manna. Launin fara í ell­efu hund­ruð þús­und krónur á mán­uði en þeir geta nær tvö­faldað þá upp­hæð með auka­greiðsl­um. Til gam­ans skulum við ímynda okkur að alþing­is­menn þurfi að fara samn­inga­leið­ina. Til að fá þessa launa­hækkun verða þing­menn að stimpla sig inn klukkan 08:00 og út klukkan 16:00. Þeim er vel­komið að vinna eins mikla yfir­vinnu og þeir vilja án þess að fá hana greidda. Þeir verða að vera við­staddir í þing­sal ef eitt­hvað er þar um að vera og sitja þar í sínum úthlut­uðu sæt­um. Við­vera verður sam­visku­sam­lega skráð og fjar­vera illa séð. Þeir fá 20 mín­útur í kaffi og hálf­tíma í mat en verða að vera í kall­færi ef eitt­hvað kemur upp á og hlaupa til ef þarf. Þeir verða að afsala sér allar auka­greiðslur svo sem fyrir nefnd­ar­störf. Allur ferða­kostn­aður og dag­pen­ingar falla að sjálf­sögðu niður ef alþing­is­menn sam­þykkja launa­samn­ing­inn. Myndu þing­menn sætta sig við það?

Auglýsing

Kenn­arar vilja launa­leið­rétt­ingu. Án skil­mála. Rétt eins og alþing­is­menn eru að fá. Það sama verður yfir alla að ganga. Alþingi á að sýna for­dæmi. Gjörn­ingur kjara­ráðs er for­dæm­is­gef­andi. Launa­hækk­unin ein er hærri en grunn­laun grunn­skóla­kenn­ara. Þótt ég fengi slíka hækkun á mín laun næði ég ekki milljón á mán­uði. Ég myndi samt þiggja 44 pró­sentin með þökk­um!  

Ef ekk­ert er að gert horfum við fram á kenn­ara­skort í náinni fram­tíð. Kröfur hafa verið gerðar á aukna menntun kenn­ara. Nú þarf masters­gráðu til að fá kennslu­rétt­indi og hið besta mál að vera með vel mennt­aða kenn­ara. En háskóla­menntun er tíma­frek og dýr. Ef ráða­menn vilja fá til starfa kenn­ara með fimm ára háskóla­nám að baki verða launin að end­ur­spegla það. Launa­taxtar kenn­ara hafa ekki verið end­ur­skoð­aðir með það fyrir aug­um. Sér­kenn­arar og náms­ráð­gjafar eru t.d. ekki lengur með meiri menntun en nýút­skrif­aðir kenn­arar en eru engu að síður með hærri grunn­laun. Ekki að það muni miklu á launum en tíma­skekkja engu að síð­ur. 

Lausn­in? Laun kenn­ara verði fram­vegis reiknuð út frá þing­far­ar­kaupi eins og laun bæj­ar­stjórna. Ég vil launa­leið­rétt­ingu án skil­mála, taxta­leið­rétt­ingu og vinnurammann burt. Ungir spreng­mennt­aðir kenn­arar munu þá flykkj­ast í skól­ana, kenn­arar geta loks lifað af launum sínum og flótti úr stétt­inni verður afstýrð­ur. Krafan er ein­föld. Kenn­arar vilja laun í sam­ræmi við mennt­un, ábyrgð og vinnu­á­lag. 

Spáð hefur verið að næsta upp­reisn í sam­fé­lag­inu verði hjá lág­laun­uðu mennta­fólki. Við eigum svo margt sam­eig­in­legt. Vopnið okkar hefur alltaf verið orð­ið. Snúum bökum saman og látum í okkur heyra.

Bar­áttu­kveðj­ur.

Höf­undur er upp­eld­is­fræð­ingur og kenn­ari.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.
Kjarninn 30. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þetta eru áhyggjur Þórólfs
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tínir til margvísleg áhyggjuefni sín í minnisblaðinu sem liggur til grundvallar hertum samkomutakmörkunum sem eru þær ströngustu í faraldrinum hingað til.
Kjarninn 30. október 2020
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Tíu manna fjöldatakmarkanir næstu vikur
Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi strax á miðnætti og eiga að gilda til 17. nóvember. Einungis 10 mega koma saman, nema í útförum, matvöruverslunum, apótekum og almenningssamgöngum. Skólar verða áfram opnir.
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None