Vanvirðing á starfi kennara er óþolandi

klébergsskóli
Auglýsing

Nýverið var ég stödd í Kjarna í Mos­fellsbæ ásamt fjölda ann­arra kenn­ara. Til­efnið var að sýna sam­stöðu og afhenda bæj­ar­stjóra bréf þar sem kjörum kenn­ara er mót­mælt. Við erum ekki eina stéttin sem ofbýður launa­hækkun alþing­is­manna sem er kornið sem fyllti mæl­inn og hafa margar starfs­stéttir séð ástæðu til að senda frá sér harð­orð mót­mæla­bréf. 

Margir undr­ast þá stífni í kenn­urum að hafna samn­ingum ekki einu sinni, heldur tvisvar.  Ég skora á kenn­ara að hafna samn­ingum aftur ef sami grautur í sömu skál verður borin á borð. Við kærum okkur ekki um nýja samn­inga þar sem kenn­arar eru látnir afsala sér áunnum rétt­ind­um. Auk þess er nýi vinnuramm­inn óvin­sæll þar sem hann þjónar engan veg­inn til­ætl­uðum til­gang­i.  Á meðan verið er að auka sveigj­an­leika í starfi á almennum vinnu­mark­aði er verið að skerða hann hjá kenn­ara­stétt­inni. Van­virð­ingin og van­matið á starfi kenn­ara er óþol­andi. Svo margt veldur gremju.

Lítum aðeins á launa­hækkun þing­manna. Launin fara í ell­efu hund­ruð þús­und krónur á mán­uði en þeir geta nær tvö­faldað þá upp­hæð með auka­greiðsl­um. Til gam­ans skulum við ímynda okkur að alþing­is­menn þurfi að fara samn­inga­leið­ina. Til að fá þessa launa­hækkun verða þing­menn að stimpla sig inn klukkan 08:00 og út klukkan 16:00. Þeim er vel­komið að vinna eins mikla yfir­vinnu og þeir vilja án þess að fá hana greidda. Þeir verða að vera við­staddir í þing­sal ef eitt­hvað er þar um að vera og sitja þar í sínum úthlut­uðu sæt­um. Við­vera verður sam­visku­sam­lega skráð og fjar­vera illa séð. Þeir fá 20 mín­útur í kaffi og hálf­tíma í mat en verða að vera í kall­færi ef eitt­hvað kemur upp á og hlaupa til ef þarf. Þeir verða að afsala sér allar auka­greiðslur svo sem fyrir nefnd­ar­störf. Allur ferða­kostn­aður og dag­pen­ingar falla að sjálf­sögðu niður ef alþing­is­menn sam­þykkja launa­samn­ing­inn. Myndu þing­menn sætta sig við það?

Auglýsing

Kenn­arar vilja launa­leið­rétt­ingu. Án skil­mála. Rétt eins og alþing­is­menn eru að fá. Það sama verður yfir alla að ganga. Alþingi á að sýna for­dæmi. Gjörn­ingur kjara­ráðs er for­dæm­is­gef­andi. Launa­hækk­unin ein er hærri en grunn­laun grunn­skóla­kenn­ara. Þótt ég fengi slíka hækkun á mín laun næði ég ekki milljón á mán­uði. Ég myndi samt þiggja 44 pró­sentin með þökk­um!  

Ef ekk­ert er að gert horfum við fram á kenn­ara­skort í náinni fram­tíð. Kröfur hafa verið gerðar á aukna menntun kenn­ara. Nú þarf masters­gráðu til að fá kennslu­rétt­indi og hið besta mál að vera með vel mennt­aða kenn­ara. En háskóla­menntun er tíma­frek og dýr. Ef ráða­menn vilja fá til starfa kenn­ara með fimm ára háskóla­nám að baki verða launin að end­ur­spegla það. Launa­taxtar kenn­ara hafa ekki verið end­ur­skoð­aðir með það fyrir aug­um. Sér­kenn­arar og náms­ráð­gjafar eru t.d. ekki lengur með meiri menntun en nýút­skrif­aðir kenn­arar en eru engu að síður með hærri grunn­laun. Ekki að það muni miklu á launum en tíma­skekkja engu að síð­ur. 

Lausn­in? Laun kenn­ara verði fram­vegis reiknuð út frá þing­far­ar­kaupi eins og laun bæj­ar­stjórna. Ég vil launa­leið­rétt­ingu án skil­mála, taxta­leið­rétt­ingu og vinnurammann burt. Ungir spreng­mennt­aðir kenn­arar munu þá flykkj­ast í skól­ana, kenn­arar geta loks lifað af launum sínum og flótti úr stétt­inni verður afstýrð­ur. Krafan er ein­föld. Kenn­arar vilja laun í sam­ræmi við mennt­un, ábyrgð og vinnu­á­lag. 

Spáð hefur verið að næsta upp­reisn í sam­fé­lag­inu verði hjá lág­laun­uðu mennta­fólki. Við eigum svo margt sam­eig­in­legt. Vopnið okkar hefur alltaf verið orð­ið. Snúum bökum saman og látum í okkur heyra.

Bar­áttu­kveðj­ur.

Höf­undur er upp­eld­is­fræð­ingur og kenn­ari.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 22. maí 2022
Kristín Ása Guðmundsdóttir
Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá
Kjarninn 22. maí 2022
Einar kveðst þurfa að íhuga stöðuna sem upp er komin.
Einar ætlar að ræða við baklandið um eina möguleikann í stöðunni
Einar Þorsteinsson oddivit Framsóknarflokksins í Reykjavík segir aðeins einn meirihluta mögulegan í ljósi yfirlýsingar oddvita Viðreisnar um að ekki komi annað til greina en að virða bandalagið við Samfylkinguna og Pírata.
Kjarninn 22. maí 2022
Þórdís Lóa segir Viðreisn vilji láta á bandalagið reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviræður með Framsóknarflokknum.
Vill hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir flokkinn vera í bandalagi með Pírötum og Samfylkingu af heilum hug og vill láta á það reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum.
Kjarninn 22. maí 2022
Silja Bára var gestur í Silfrinu á RÚV þar sem hún sagði óásættanlegt að senda eigi 300 flóttamenn frá Íslandi til Grikklands á næstu misserum.
Útlendingastefnan elti þá hörðustu í hinum Norðurlöndunum
Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir uppruna og að verið sé að taka upp á Íslandi útlendingastefnu sem elti hörðustu stefnur annarra Norðurlanda.
Kjarninn 22. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
Kjarninn 22. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None