Ríkisfjármál og hagstjórn á tímum stjórnarmyndunar

Auglýsing

Það má kalla öfug­snúið að þurfa að ræða um þrönga stöðu í rík­is­fjár­málum á því herr­ans ári 2016, árinu þar sem stefnir í sögu­legan metaf­gang hjá rík­is­sjóði, bók­halds­legan þ.e.a.s., um eða yfir 400 millj­arða með bók­færslu stöð­ug­leika­fram­lag­anna. Að því við bættu að Ísland er vænt­an­lega á hápunkti hag­sveifl­unn­ar, með 6 ára sam­felldan hag­vöxt að baki.

En ekki er allt sem sýn­ist. Hinir stöð­ugu tekju­stofnar rík­is­ins hafa verið veiktir um 50-60 millj­arða sl. 3 ár (að með­töldum breyt­ingum á tekju­skatti og tollum sem vænt­an­legar eru um næstu ára­mót). Það veldur því að raun­veru­legur rekstur rík­is­ins er rétt við núllið og hag­sveiflu­leið­rétt er ríkið rekið með halla. Í því sam­bandi má vísa í grein­ar­góða umfjöllun í nýj­ustu Pen­inga­málum Seðla­banka Íslands og fjár­mála­ráð­herra verður að þenja sig við þá Seðla­banka­menn vilji hann mót­mæla því sem þar stend­ur.

Hefði þó ekki væri nema góðum helm­ingi þess­ara tekna verið haldið inni væri staðan allt önnur og betri. Hefði ann­arra tekna verið aflað að ein­hverju leyti í stað þeirra sem hurfu með skatt­kerf­is­breyt­ingum á síð­asta kjör­tíma­bili, sem ríkið tap­aði nær und­an­tekn­ing­ar­laust á, væri staðan betri. Afkoman nú bygg­ist í of miklum mæli á óvenju háum arð­greiðsl­um, tekjum af spenntum vinnu­mark­aði og vax­andi eyðslu/veltu í hag­kerf­inu. Slíkar tekjur gufa hratt upp ef á móti blæs. Verið er að gera sömu „ör­laga-mi­s­tök­in“ og gerð voru á þenslu­ár­unum fyrir hrun. Hinn stöðugi tekju­grunnur rík­is­ins er veiktur og það leyfa menn sér í skjóli hverf­ulla froðu­tekna af þensl­unni. Þetta hátta­lag er ósjálf­bært og óstöðugt þegar horft er til lengri tíma. Hag­stjórn­ar­lega er þetta ráðslag jafn galið nú og það reynd­ist þá (sbr. nið­ur­stöðu Rann­sókn­ar­nefndar Alþing­is). Skatta­lækk­anir við svona aðstæður eru; sprek á bál­ið, olía á eld­inn.

Auglýsing

Stöð­ug­leika­fram­lög bundin til nið­ur­greiðslu skulda

Skilj­an­lega spyrja margir, sbr. það sem að ofan sagði um metaf­gang hjá rík­is­sjóði vegna stöð­ug­leika­fram­laga, er þá ekki allt fullt af pen­ing­um? En svarið er, og sem betur fer, að full sam­staða er um að nota slíka ein­skiptis búhnykki, sem reyndar eru að minnstum hluta fé sem laust er til ráð­stöf­unar nú þeg­ar, til nið­ur­greiðslu skulda. Þessum fjár­munum er því ekki blandað saman við rekstur rík­is­ins á líð­andi stund og sama myndi gilda kæmi til meiri­háttar eigna­sölu hjá rík­inu. Sá freistni­vandi hefur verið aftengdur í ágætri póli­tískri sátt að menn fleyti sér á líð­andi stund með slíkum ein­skipt­is- eða óreglu­legum tekjum og geymi allar skuld­irnar handa börn­unum okkar til að borga. En óháð þessu er Ísland ríkt land og hér er nægur auð­ur, að vísu allt of sam­þjapp­aður á fárra hend­ur, til að gera miklu betur í heil­brigð­is­mál­um, mennta­mál­um o.s.frv. En til að þessi staða nýt­ist lands­mönnum þurfa þeir sem stýra fjár­málum rík­is­ins að hafa vilja og áræði til að sækja fé þangað sem það er að hafa.

Um við­skiln­að­inn og„gat­ið“ í rík­is­fjár­mála­á­ætlun

Fjár­mála­ráð­herra, Bjarni Bene­dikts­son, hefur tekið óstinnt upp og mót­mælt tali um þrengri stöðu rík­is­fjár­mála en haldið var þegar kemur að því að setja saman fjár­lög næsta árs. Upp­lýs­ing­arnar um þetta koma þó beint frá fjár­mála­ráðu­neyt­inu sjálfu sem góð­fús­lega mætti til fundar við við­ræðu­hóp um efna­hags­mál, rík­is­fjár­mál o.fl. í nefndum stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um. Löng hefð er fyrir því að stjórn­ar­ráðið aðstoði flokka með umboð til stjórn­ar­mynd­un­ar, enda sjálf­sagt mál. Við­ræðu­hóp­ur­inn afl­aði reyndar upp­lýs­inga víð­ar, svo sem frá Vega­gerð­inni um sam­göngu­á­ætl­un, og fékk nokkuð skýra mynd af stöð­unni sem er meira en virð­ist hafa verið gert í fyrri við­ræðum Sjálf­stæð­is­flokks með Við­reisn og Bjartri fram­tíð.

Nið­ur­staðan er eft­ir­far­andi:

Þrátt fyrir að tekjur eru nú, á grund­velli nýrrar hag­spár og reynslutalna úr rík­is­bók­hald­inu fyrstu níu mán­uð­ina, áætl­aðar verða 16 millj­örðum meiri á árinu 2017 en áður var talið (ekki 10 eins og fjár­mála­ráð­herra hefur talað um) vantar umtals­vert ­upp á, nálægt 20 millj­örð­um, að ýmsar útgjalda­á­kvarð­anir frá­far­andi rík­is­stjórnar séu fjár­magn­aðar þannig að hennar eigin rík­is­fjár­mála­á­ætlun haldi. Áætl­unin byggir á því að afgangur af rekstri rík­is­sjóðs sé a.m.k. 1% af vergri lands­fram­leiðslu, VLF, eða um 26,5 millj­arð­ar. Þessi vandi stafar af því að;

- í fyrsta lagi er búið að lög­festa útgjalda­aukn­ingu í almanna­trygg­inga­kerf­inu upp á 11 millj­arða. 

-í öðru lagi vantar 13,2 millj­arða inn í fjár­lög næsta árs til þess að nýsam­þykkt sam­göngu­á­ætl­un, að við­bættri fjár­þörf í fjar­skipta­mál og vegna Sam­göngu­stofu, sé full­fjár­mögn­uð. 

-í þriðja lagi vantar a.m.k. 1,5 millj­arða til að hægt verði að standa við áform um að „þak“ á heil­brigðis­kostn­aði ein­stak­linga sam­kvæmt nýjum lögum verði ekki hærra en 50 þús­und krónur á ári.

-í fjórða lagi vanta 1 millj­arð til að fjár­magna ákvarð­anir frá­far­andi rík­is­stjórnar sem tengj­ast nýsköp­un.

-í fimmta lagi mun vanta 4 millj­arða vegna meiri líf­eyr­is­út­gjalda rík­is­sjóðs, náist ekki að end­ur­lífga sam­komu­lag um líf­eyr­is­mál og því standi þegar teknar ákvarð­anir stjórna opin­berra líf­eyr­is­sjóða um hækkun iðgjalda. Reyndar mun það einnig kosta sveit­ar­fé­lögin um fjóra millj­arða en það kemur ekki við sögu hér.

- í sjötta lagi vantar um 5 millj­arða til að öryrkjar fái, með eða án kerf­is­breyt­inga, sam­bæri­lega bót sinna mála og aldr­aðir eiga að fá með nýjum lög­um.

Og, hér er auð­vitað ekki allt talið. Óum­flýj­an­legt er að leggja Land­spít­al­anum til meira rekstr­arfé en rík­is­fjár­mála­á­ætl­unin gerir ráð fyr­ir. Sama gildir víðar í heil­brigð­is­kerf­inu, á fram­halds­skóla- og háskóla­stig­inu. Auð­vitað verður ekki hægt að mæta vænt­ingum allra og allra síst nú rétt eftir kosn­ingar þar sem sumir flokkar lof­uðu stór­auknum útgjöld­um. Gall­inn er bara sá að fæstir þeirra höfðu fyrir því að segja hvernig þeir hygðust afla til þess tekna og reyn­ast svo ekki hafa neinn vilja til þess. Við Vinstri græn höfum hins vegar lagt fram vel ígrund­aðar til­lögur um tekju­öflun rík­is­ins og vilj­ann til að hrinda þeim í fram­kvæmd höfum við sýnt eftir kosn­ingar í við­ræðum við aðra flokka.

Ein­faldar stað­reynd­ir, engin geim­vís­indi

Hér er ekki um nein geim­vís­indi að ræða. Hvaða ábyrg rík­is­stjórn sem er kemur til með að standa frammi fyrir þessu verk­efni, mæta þessum aðstæð­um. Með öllu væri óábyrgt, og sér­stak­lega við núver­andi aðstæður í hag­kerf­inu, að fjár­magna ekki þessi útgjöld verði ákvarð­anir um þau látin standa. Ætlar ein­hver að skera þetta nið­ur? Taka af öldruðum því sem þeim er heitið í nýsam­þykktum lög­um? Taka frá sársveltu vega­kerf­inu meira fé í við­hald? Nei ætli það. Og þá þarf tekjur til að mæta þessum útgjöld­um. Þeirra öflum við með skött­um. Og, skattar eru góð­ir, skattar eru ekki ofbeldi. Skattar eru opin­bera heil­brigð­is­kerfið okk­ar. Skattar eru skól­arnir okk­ar. Skattar eru sam­fé­lags­laun öryrkja. Skattar eru lög­gæslan í land­inu. Skattar eru siðað og þróað sam­fé­lag sem reynir að búa vel að öll­um. Í þannig sam­fé­lagi vill yfir­gæf­andi meiri­hluti lands­manna búa, þótt því sé að vísu fylgt sorg­lega lin­lega eftir í kjör­klef­an­um. Við þetta er því einu að bæta að ekki öfunda ég þá flokka af hlut­skipti sínu sem hyggj­ast setj­ast í rík­is­stjórn án þess að sýna við­leitni til að standa við gefin fyr­ir­heit um að byggja upp heil­brigð­is­kerf­ið.

Um hag­stjórn og vinnu­markað

Loks er ekki annað hægt en nefna, þó það þurfi að ræða betur síðar og í lengra máli, að framundan eru krefj­andi tímar hvað hag­stjórn snert­ir. Gengið hefur þegar styrkst svo mikið að öll fram­leiðni er að þurrkast upp í fisk­vinnslu nema þá hjá allra stærstu aðilum sem kaupa hrá­efni af eigin skipum á lág­marks­verði. Tækni- og þekk­ing­ar­fyr­ir­tæki eru farin að hörfa úr landi og almennt er hljóðið orðið þungt í útflutn­ings- og sam­keppn­is­grein­um. Með áfram­hald­andi styrk­ingu krón­unnar mun sjálfur mót­or­inn, ferða­þjón­ust­an, fara að hiksta og þá megum við fara að biðja fyrir okk­ur.

Þrátt fyrir verð­bólgu undir við­mið­un­ar­mörkum miss­erum saman eru raun­vextir háir og gam­al­kunnug staða komin upp þegar Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, með inn­gróna fötlun sína hvað eðli­lega tekju­öflun í þágu sam­neysl­unnar snert­ir, fer með rík­is­fjár­mál. Rík­is­stjórnin rær í vestur en Seðla­bank­inn í austur og má í því sam­bandi vísa aftur í Pen­inga­mál.

Því skulum við nú gæta að okk­ur, Íslend­ing­ar. Því fyrr sem umræðan kemst af tauga­æs­inga­stigi stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðna því betra. Því fyrr sem tekst að mynda hér, von­andi ábyrga rík­is­stjórn, því betra. Ekki veitir af því krefj­andi tímar fara í hönd og hef ég þó ekki nefnt til sög­unnar óró­ann á vinnu­mark­aði sem einn og sér er ærið áhyggju­efni þó ekki bætt­ist hag­stjórn­ar­vand­inn við.

Höf­undur er þing­maður Vinstri grænna og fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None