Aðgerða þörf í loftslagsmálum

Auglýsing

Sam­kvæmt nýlegri skýrslu United Nations Environ­mental Programme (UNEP) ger­ast umhverf­is­breyt­ingar í heim­inum hraðar en áður var talið og munu verða hrað­ari ef hita­stig jarðar hlýnar enn frek­ar. Í skýrsl­unni er greint frá svæð­is­bundnum umhverf­is­breyt­ingum í Evr­ópu, Norður Amer­íku, Asíu og Kyrra­hafi, Vest­ur­-Asíu, Mið-Am­er­íku, Karí­ba­hafi og Afr­íku. Sam­bæri­leg umhverf­isvá herjar á hverja heims­álfu, auk­inn fólks­fjölg­un, hrað­ari þétt­býl­is­mynd­un, aukin neysla, eyði­merk­ur­mynd­un, jarð­vegseyð­ing, lofts­lags­breyt­ingar og nú í auknum mæli alvar­legur vatns­skort­ur. Það er ljóst að lífs­gæði allra í heim­inum byggja á sjálf­bærri nýt­ingu auð­linda en það er jafn­framt ljóst að fram­ganga manns­ins á jörð­inni hefur verið ósjálf­bær hingað til. Vist­kerfi jarðar er afar við­kvæmt, auk ofan­greindra þátta er ljóst að fjöldi dýra- og plöntu­teg­unda er í útrým­ing­ar­hættu. Til að stemma við þessum miklu breyt­ingum á vist­kerf­inu þurfa allir að taka ábyrgð til þess að halda frek­ari umhverf­is­breyt­ingum í skefj­um. Við eigum eina jörð, efna­hags­líf og sam­fé­lög þurfa að miða við hennar end­an­legu tak­mörk. 

Flestir þjóð­ar­leið­togar gera sér grein fyrir alvar­leika máls­ins sam­an­ber sam­komu­lag 195 þjóða í París á síð­ast­liðnu ári sem felst í því að halda hlýnun jarðar af manna­völdum inn­an 2°C. Ef sam­komu­lagið á að verða sá við­snún­ingur sem von­ast er eftir verða einnig fyr­ir­tæki um allan heim að axla ábyrgð í bar­átt­unn­i ­gegn lofts­lags­breyt­ingum og setja sér mark­mið í lofts­lags­mál­um. Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands hafa bent á það að hér­lendis er engin opin­ber stefna í lofts­lags­málum en stjórn­völdum ber að fylgja eftir und­ir­skrift­inni með aðgerð­ar­á­ætlun um að draga úr los­un. Losun á hvern íbúa er mun hærri hér­lend­is, um 14 tonn að með­al­tali á hvern íbúa á meðan hún er um 7 tonn í Evr­ópu.

Stjórn­endur á atvinnu­mark­aði þurfa að taka ábyrgð á áhrifum starf­semi fyr­ir­tækja sinna á umhverfið og horfa til fram­tíðar með lang­tíma­hags­muni fyr­ir­tæk­is­ins og sjálf­bærni að leið­ar­ljósi. Fyr­ir­tæki sem marka sér ekki ábyrga stefnu í þessum málum tekur aukna áhættu tengt beinum og óbeinum áhrifum starf­sem­innar á umhverfi og sam­fé­lag. Fyr­ir­tæki hér­lendis eru að setja sér mark­mið í umhverf­is­málum í auknum mæli. Nýlega skrif­uðu ríf­lega hund­rað fyr­ir­tæki undir lofts­lags­yf­ir­lýs­ingu Festu og Reykja­vík­ur­borgar með það að mark­miði að leggja sitt að mörkum í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ingum sem felst í því að ná jafn­vægi milli los­unar gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og kolefn­is­bind­ing­ar. Yfir­lýs­ingin krefst þess að fyr­ir­tækin setji sér mæl­an­leg mark­mið og birti nið­ur­stöður mæl­inga árlega. Í fram­hald­inu þurfa stjórn­endur að skipu­leggja starf­sem­ina á mark­vissan hátt með inn­byggðum mót­væg­is­að­gerðum þannig að hún skaði ekki umhverf­ið. Helsta áskor­unin felst í því að sam­þætta ábyrga stefnu við starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins á þann hátt að fyr­ir­tæki geti haft jákvæð áhrif á sam­fé­lagið og umhverfið á sama tíma og við­skipta­legum ár­angri er náð. Mæl­ing á árangri reyn­ist vera mik­ill hvati við inn­leið­ingu á umhverf­is­stefnu bæði innan fyr­ir­tækis og fyrir önnur fyr­ir­tæki í við­skipta­líf­in­u. 

Auglýsing

Hvatar til auk­innar ábyrgðar í þessum málum eru að aukast, nýverið kynnti Kaup­höllin leið­bein­ing­ar Nas­daq OMX um sam­fé­lags­á­byrgð fyr­ir­tækja. Stjórn­endur fyr­ir­tækja þurfa að vera með­vit­aðir um að senn líður að því að þeim beri laga­leg skylda til að fylgja form­legri umhverf­is­stefnu. Fyr­ir­tæki geta ekki mikið lengur skýlt sér á bak við smá­verk­efni og pen­inga­gjafir sem eru eyrna­merkt sam­fé­lags­á­byrgð. Ávinn­ingur fyr­ir­tækja að sýna ábyrga starfs­hætti er mik­ill, rann­sóknir benda til þess að fyr­ir­tæki öðlist for­skot og sýni fram á aukna sam­keppn­is­hæfni með því að fylgja fast­mót­aðri og aðgerða­bund­inni sam­fé­lags­lega ábyrgri stefnu. Fyr­ir­tæki líkt og stjórn­völd verða marka sér aðgerða­bundna stefnu í lofts­lags­málum og taka þannig virkan þátt í bar­átt­unn­i ­gegn frek­ari umhverf­is­breyt­ingum og hlýnun jarð­ar.

Höf­undur er ráð­gjafi hjá KOM.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Íbúðalánasjóður getur gjaldfellt lán eða breytt lánskjörum hjá þeim sem ætla að græða
Íbúðalánasjóður hefur gripið til aðgerða gagnvart félögum sem rekin eru með arðsemissjónarmiði en hafa tekið lán hjá sjóðnum sem ætluð eru fyrir óhagnaðardrifin leigufélög.
Kjarninn 6. desember 2019
Aramco með verðmiðann 205.700.000.000.000
Olíufyrirtæki Aramco verður langsamlega verðmætasta skráða hlutafélag í heiminum. Um 1,5 prósent hlutafjár í félaginu var selt, miðað við verðmiða upp á 1.700 milljarða Bandaríkjadala.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None