Aðgerða þörf í loftslagsmálum

Auglýsing

Sam­kvæmt nýlegri skýrslu United Nations Environ­mental Programme (UNEP) ger­ast umhverf­is­breyt­ingar í heim­inum hraðar en áður var talið og munu verða hrað­ari ef hita­stig jarðar hlýnar enn frek­ar. Í skýrsl­unni er greint frá svæð­is­bundnum umhverf­is­breyt­ingum í Evr­ópu, Norður Amer­íku, Asíu og Kyrra­hafi, Vest­ur­-Asíu, Mið-Am­er­íku, Karí­ba­hafi og Afr­íku. Sam­bæri­leg umhverf­isvá herjar á hverja heims­álfu, auk­inn fólks­fjölg­un, hrað­ari þétt­býl­is­mynd­un, aukin neysla, eyði­merk­ur­mynd­un, jarð­vegseyð­ing, lofts­lags­breyt­ingar og nú í auknum mæli alvar­legur vatns­skort­ur. Það er ljóst að lífs­gæði allra í heim­inum byggja á sjálf­bærri nýt­ingu auð­linda en það er jafn­framt ljóst að fram­ganga manns­ins á jörð­inni hefur verið ósjálf­bær hingað til. Vist­kerfi jarðar er afar við­kvæmt, auk ofan­greindra þátta er ljóst að fjöldi dýra- og plöntu­teg­unda er í útrým­ing­ar­hættu. Til að stemma við þessum miklu breyt­ingum á vist­kerf­inu þurfa allir að taka ábyrgð til þess að halda frek­ari umhverf­is­breyt­ingum í skefj­um. Við eigum eina jörð, efna­hags­líf og sam­fé­lög þurfa að miða við hennar end­an­legu tak­mörk. 

Flestir þjóð­ar­leið­togar gera sér grein fyrir alvar­leika máls­ins sam­an­ber sam­komu­lag 195 þjóða í París á síð­ast­liðnu ári sem felst í því að halda hlýnun jarðar af manna­völdum inn­an 2°C. Ef sam­komu­lagið á að verða sá við­snún­ingur sem von­ast er eftir verða einnig fyr­ir­tæki um allan heim að axla ábyrgð í bar­átt­unn­i ­gegn lofts­lags­breyt­ingum og setja sér mark­mið í lofts­lags­mál­um. Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands hafa bent á það að hér­lendis er engin opin­ber stefna í lofts­lags­málum en stjórn­völdum ber að fylgja eftir und­ir­skrift­inni með aðgerð­ar­á­ætlun um að draga úr los­un. Losun á hvern íbúa er mun hærri hér­lend­is, um 14 tonn að með­al­tali á hvern íbúa á meðan hún er um 7 tonn í Evr­ópu.

Stjórn­endur á atvinnu­mark­aði þurfa að taka ábyrgð á áhrifum starf­semi fyr­ir­tækja sinna á umhverfið og horfa til fram­tíðar með lang­tíma­hags­muni fyr­ir­tæk­is­ins og sjálf­bærni að leið­ar­ljósi. Fyr­ir­tæki sem marka sér ekki ábyrga stefnu í þessum málum tekur aukna áhættu tengt beinum og óbeinum áhrifum starf­sem­innar á umhverfi og sam­fé­lag. Fyr­ir­tæki hér­lendis eru að setja sér mark­mið í umhverf­is­málum í auknum mæli. Nýlega skrif­uðu ríf­lega hund­rað fyr­ir­tæki undir lofts­lags­yf­ir­lýs­ingu Festu og Reykja­vík­ur­borgar með það að mark­miði að leggja sitt að mörkum í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ingum sem felst í því að ná jafn­vægi milli los­unar gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og kolefn­is­bind­ing­ar. Yfir­lýs­ingin krefst þess að fyr­ir­tækin setji sér mæl­an­leg mark­mið og birti nið­ur­stöður mæl­inga árlega. Í fram­hald­inu þurfa stjórn­endur að skipu­leggja starf­sem­ina á mark­vissan hátt með inn­byggðum mót­væg­is­að­gerðum þannig að hún skaði ekki umhverf­ið. Helsta áskor­unin felst í því að sam­þætta ábyrga stefnu við starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins á þann hátt að fyr­ir­tæki geti haft jákvæð áhrif á sam­fé­lagið og umhverfið á sama tíma og við­skipta­legum ár­angri er náð. Mæl­ing á árangri reyn­ist vera mik­ill hvati við inn­leið­ingu á umhverf­is­stefnu bæði innan fyr­ir­tækis og fyrir önnur fyr­ir­tæki í við­skipta­líf­in­u. 

Auglýsing

Hvatar til auk­innar ábyrgðar í þessum málum eru að aukast, nýverið kynnti Kaup­höllin leið­bein­ing­ar Nas­daq OMX um sam­fé­lags­á­byrgð fyr­ir­tækja. Stjórn­endur fyr­ir­tækja þurfa að vera með­vit­aðir um að senn líður að því að þeim beri laga­leg skylda til að fylgja form­legri umhverf­is­stefnu. Fyr­ir­tæki geta ekki mikið lengur skýlt sér á bak við smá­verk­efni og pen­inga­gjafir sem eru eyrna­merkt sam­fé­lags­á­byrgð. Ávinn­ingur fyr­ir­tækja að sýna ábyrga starfs­hætti er mik­ill, rann­sóknir benda til þess að fyr­ir­tæki öðlist for­skot og sýni fram á aukna sam­keppn­is­hæfni með því að fylgja fast­mót­aðri og aðgerða­bund­inni sam­fé­lags­lega ábyrgri stefnu. Fyr­ir­tæki líkt og stjórn­völd verða marka sér aðgerða­bundna stefnu í lofts­lags­málum og taka þannig virkan þátt í bar­átt­unn­i ­gegn frek­ari umhverf­is­breyt­ingum og hlýnun jarð­ar.

Höf­undur er ráð­gjafi hjá KOM.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None