Aðgerða þörf í loftslagsmálum

Auglýsing

Sam­kvæmt nýlegri skýrslu United Nations Environ­mental Programme (UNEP) ger­ast umhverf­is­breyt­ingar í heim­inum hraðar en áður var talið og munu verða hrað­ari ef hita­stig jarðar hlýnar enn frek­ar. Í skýrsl­unni er greint frá svæð­is­bundnum umhverf­is­breyt­ingum í Evr­ópu, Norður Amer­íku, Asíu og Kyrra­hafi, Vest­ur­-Asíu, Mið-Am­er­íku, Karí­ba­hafi og Afr­íku. Sam­bæri­leg umhverf­isvá herjar á hverja heims­álfu, auk­inn fólks­fjölg­un, hrað­ari þétt­býl­is­mynd­un, aukin neysla, eyði­merk­ur­mynd­un, jarð­vegseyð­ing, lofts­lags­breyt­ingar og nú í auknum mæli alvar­legur vatns­skort­ur. Það er ljóst að lífs­gæði allra í heim­inum byggja á sjálf­bærri nýt­ingu auð­linda en það er jafn­framt ljóst að fram­ganga manns­ins á jörð­inni hefur verið ósjálf­bær hingað til. Vist­kerfi jarðar er afar við­kvæmt, auk ofan­greindra þátta er ljóst að fjöldi dýra- og plöntu­teg­unda er í útrým­ing­ar­hættu. Til að stemma við þessum miklu breyt­ingum á vist­kerf­inu þurfa allir að taka ábyrgð til þess að halda frek­ari umhverf­is­breyt­ingum í skefj­um. Við eigum eina jörð, efna­hags­líf og sam­fé­lög þurfa að miða við hennar end­an­legu tak­mörk. 

Flestir þjóð­ar­leið­togar gera sér grein fyrir alvar­leika máls­ins sam­an­ber sam­komu­lag 195 þjóða í París á síð­ast­liðnu ári sem felst í því að halda hlýnun jarðar af manna­völdum inn­an 2°C. Ef sam­komu­lagið á að verða sá við­snún­ingur sem von­ast er eftir verða einnig fyr­ir­tæki um allan heim að axla ábyrgð í bar­átt­unn­i ­gegn lofts­lags­breyt­ingum og setja sér mark­mið í lofts­lags­mál­um. Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands hafa bent á það að hér­lendis er engin opin­ber stefna í lofts­lags­málum en stjórn­völdum ber að fylgja eftir und­ir­skrift­inni með aðgerð­ar­á­ætlun um að draga úr los­un. Losun á hvern íbúa er mun hærri hér­lend­is, um 14 tonn að með­al­tali á hvern íbúa á meðan hún er um 7 tonn í Evr­ópu.

Stjórn­endur á atvinnu­mark­aði þurfa að taka ábyrgð á áhrifum starf­semi fyr­ir­tækja sinna á umhverfið og horfa til fram­tíðar með lang­tíma­hags­muni fyr­ir­tæk­is­ins og sjálf­bærni að leið­ar­ljósi. Fyr­ir­tæki sem marka sér ekki ábyrga stefnu í þessum málum tekur aukna áhættu tengt beinum og óbeinum áhrifum starf­sem­innar á umhverfi og sam­fé­lag. Fyr­ir­tæki hér­lendis eru að setja sér mark­mið í umhverf­is­málum í auknum mæli. Nýlega skrif­uðu ríf­lega hund­rað fyr­ir­tæki undir lofts­lags­yf­ir­lýs­ingu Festu og Reykja­vík­ur­borgar með það að mark­miði að leggja sitt að mörkum í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ingum sem felst í því að ná jafn­vægi milli los­unar gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og kolefn­is­bind­ing­ar. Yfir­lýs­ingin krefst þess að fyr­ir­tækin setji sér mæl­an­leg mark­mið og birti nið­ur­stöður mæl­inga árlega. Í fram­hald­inu þurfa stjórn­endur að skipu­leggja starf­sem­ina á mark­vissan hátt með inn­byggðum mót­væg­is­að­gerðum þannig að hún skaði ekki umhverf­ið. Helsta áskor­unin felst í því að sam­þætta ábyrga stefnu við starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins á þann hátt að fyr­ir­tæki geti haft jákvæð áhrif á sam­fé­lagið og umhverfið á sama tíma og við­skipta­legum ár­angri er náð. Mæl­ing á árangri reyn­ist vera mik­ill hvati við inn­leið­ingu á umhverf­is­stefnu bæði innan fyr­ir­tækis og fyrir önnur fyr­ir­tæki í við­skipta­líf­in­u. 

Auglýsing

Hvatar til auk­innar ábyrgðar í þessum málum eru að aukast, nýverið kynnti Kaup­höllin leið­bein­ing­ar Nas­daq OMX um sam­fé­lags­á­byrgð fyr­ir­tækja. Stjórn­endur fyr­ir­tækja þurfa að vera með­vit­aðir um að senn líður að því að þeim beri laga­leg skylda til að fylgja form­legri umhverf­is­stefnu. Fyr­ir­tæki geta ekki mikið lengur skýlt sér á bak við smá­verk­efni og pen­inga­gjafir sem eru eyrna­merkt sam­fé­lags­á­byrgð. Ávinn­ingur fyr­ir­tækja að sýna ábyrga starfs­hætti er mik­ill, rann­sóknir benda til þess að fyr­ir­tæki öðlist for­skot og sýni fram á aukna sam­keppn­is­hæfni með því að fylgja fast­mót­aðri og aðgerða­bund­inni sam­fé­lags­lega ábyrgri stefnu. Fyr­ir­tæki líkt og stjórn­völd verða marka sér aðgerða­bundna stefnu í lofts­lags­málum og taka þannig virkan þátt í bar­átt­unn­i ­gegn frek­ari umhverf­is­breyt­ingum og hlýnun jarð­ar.

Höf­undur er ráð­gjafi hjá KOM.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi: Stjórnvöld gerðu mistök með því að opna landið
Prófessor í hagfræði, sem varaði við áhrifum af opnun landamæra Íslands í sumar, segir að stjórnvöld hafi stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu með því að halda þeim til streitu. Hagsmunir fárra hafi verið teknir fram yfir hagsmuni þorra landsmanna.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None