Tortryggni vex gagnvart rafrænum kosningum

Auglýsing

Megin munur raf­rænna kosn­inga og papp­írs­kosn­inga er að í fyrr­nefnda kerf­inu er hægt að fram­kvæma mið­læg svik, á heild­sölu­stigi eins og það er kall­að, en í síð­ar­nefnda kerf­inu er hættan mest á smá­sölu­stig­inu, á kjör­stöð­unum og í með­ferð kjör­gagna. Vegna þessa ein­kennis vekja raf­rænar kosn­ingar gjarnan upp tor­tryggni, enda þótt svika­mögu­leik­arnir séu kannski litlir og vel hugað að örygg­is­mál­um. En jafn­vel litlir mögu­leikar eru óásætt­an­legir því ef þeir eru til staðar yfir­leitt eru þeir stór­skað­leg­ir. Ekki er ósenni­legt að tor­tryggni gagn­vart raf­rænum kosn­ingum og net­kosn­ingum muni aukast á kom­andi árum, enda sjálft lýð­ræðið und­ir. 

Eftir kosn­inga­hneykslið í Florida 2000 hófst tölvu­væð­ing banda­rískra kosn­inga­kerfa. Um 2004 höfðu um 35 ríki keypt búnað frá Die­bold fyr­ir­tæk­inu. Kostn­aður hvers þeirra hljóp á millj­örðum ísl. króna og upp í tugi millj­arða. Þessi þróun hefur haldið áfram og nú kjósa flestir kjós­endur vest­an­hafs í kosn­inga­vél­um. Bún­að­ur­inn keyrir á kjör­stöðum og byggir á snert­iskjá­um. Í flestum til­fellum er um tvö­falt kerfi að ræða þar sem ann­ars vegar er raf­ræn taln­ing og hins vegar taln­ing á papp­ír, en þá prenta vél­arnar út atkvæða­seðil sem kjós­and­inn getur yfir­farið áður en honum er komið fyrir í kjör­kassa – rétt eins og við þekkj­um. Með hand­taln­ingu eftir á er talið að lík­urnar á kosn­inga­svikum í staf­ræna kerf­inu séu litl­ar. Um 80% banda­rískra kjós­enda búa við tvö­falt kerfi nú.

Úttekt á kerfi Die­bold Elect­ion Systems

Kerfi Die­bold var tekið út af tölv­un­ar­fræði­deild John Hop­k­ins háskól­ans og nið­ur­stöð­urnar birtar meðal ann­ars í bók­inni : Brave new ball­out – the battle to safegu­ard democracy in the age of elect­ronic vot­ing sem út kom á árinu 2006. Hún er eftir tölv­un­ar­fræð­ing­inn Aviel D. Rubin sem leiddi rann­sókn­ina. Sjá bók­ar­dóm um hana á slóð­inni: htt­p://www.irpa.is/­art­icle/vi­ew/907.  Í rann­sókn­inni komu fram margir ágallar og meðal ann­ars að raf­rænar kosn­ingar verða aldrei tryggð­ar, hvorki gagn­vart ytri hættu eða innri hættu, sem er meðal ann­ars hættan af svikum tækni­manna. Þannig kom í ljós að enda þótt keyrslukóði kerf­is­ins væri inn­sigl­aður gátu tölvu­menn breytt hon­um. Það segir sig sjálft að fram­leið­and­inn fór í mál við höf­unda rann­sókn­ar­innar enda um gríð­ar­lega hags­muni hug­bún­að­ar­iðn­að­ar­ins að ræða. Aviel D. Rubin eyddi tíma og fjár­munum í rétt­ar­sölum og hefur ekki unnið við meiri­háttar úttektir á kosn­inga­vélum síð­an, sem eru þó hans sér­svið innan tölv­un­ar­fræð­inn­ar.

Auglýsing

Raf­rænar kosn­ingar eða net­kosn­ingar

Áður en lengra er haldið skulum við muna að raf­rænar kosn­ingar hafa verið skil­greindar sem kosn­ingar með tölvu­bún­aði á kjör­stað, en net­kosn­ingar sem kosn­ingar utan kjör­staða, fram­kvæmdar á net­inu. Raf­rænar kosn­ingar þurfa ekki að tengj­ast net­inu, en ef nið­ur­stöður eru teknar saman mið­lægt þurfa þær að ber­ast með fjar­skipta­kerfi og í BNA var talað um leigðar línur fyrir þau sam­skipti. Net­kosn­ingar hafa alla veik­leika raf­rænna kosn­inga og tölu­vert marga fleiri, til dæmis að leyni­leika er ógnað og ekki er hægt að mynda papp­írs­slóð til þess að sann­reyna taln­ingu tölvu­kerf­anna.

Aðrar úttekt­ir 

Þá skulum við muna að úttekt á öryggi kosn­inga­kerfis Eist­lands sem fram fór á árinu 2014 undir stjórn J. Alex Hald­erman, for­stjóra tölvu­ör­ygg­is­sam­fé­lags­ins við háskól­ann í Michigan og hins heims­fræga fyrr­ver­andi hakk­ara, finn­ans Harri Hur­sti, leiddi í ljós mikla og marga svika­mögu­leika. Svo mikla að til­tölu­lega auð­velt er að hag­ræða mið­lægt nið­ur­stöðum net­kosn­ing­anna í Eist­landi fyrir þá sem hafa þekk­ingu á þessum mál­um. Og það hafa bæði leyni­þjón­ustur stærri ríkja, meðal ann­arra Rúss­lands og svo margir hakk­ar­ar. Eist­land er eina ríkið sem hefur heild­stætt kerfi fyrir net­kosn­ing­ar. Munum að fyrr­ver­andi ríki Sov­ét­ríkj­anna hafa litla til­trú á papp­írs­kosn­ingum eftir langvar­andi mis­notkun þeirra í því ríki og eistar fóru svo sann­ar­lega úr ösk­unni í eld­inn.

Sama ár riftu norsk stjórn­völd samn­ingum sínum við spænskt fyr­ir­tæki sem ann­að­ist net­kosn­ingar fyrir þau og hafði það verið rekið til hliðar við hefð­bundið kerfi. Sú til­raun hafði staðið yfir frá 2011 og til­gangur hennar var að auka þátt­töku ungs fólks í kosn­ing­um. For­sendur norskra stjórn­valda voru engu að síður þær að kjör­sókn jókst ekki nema síður væri, en tor­tryggni í garð kosn­ing­anna jókst hins vegar stöðugt.

Hvar eru svika­mögu­leik­arn­ir?

Fimmtán ríki í BNA reka kosn­inga­kerfi án papp­írs­slóð­ar. Sér­fræð­ingar í tölvu­tækni hafa dregið í efa öryggi taln­ing­ar­innar í þeim ríkjum í nýaf­stöðnum for­seta­kosn­ingum og bent á að Clinton hafi komið verst út þar sem þau eru not­uð. Þeir telja að hag­ræð­ing nið­ur­staðna geti numið 7%. Úrslit í Wiscons­in, Michigan og Penn­syl­vania réðu nið­ur­stöðum kosn­ing­anna og bein­ist athyglin því að þeim. Meðal sér­fræð­ing­anna eru áður­nefndur J. Alex Hald­erman og kosn­inga­rétt­ar­lög­mað­ur­inn John Bon­i­faz. Þeir hafa lagt til að kosn­ing­arnar verði kærðar og kraf­ist end­ur­taln­ingar og rann­sóknar á fram­kvæmd þeirra. 

Kæra er komin fram

Slík kæra var lögð fram í dag af fram­bjóð­anda græn­ingja, Jill Stein, sem setti af stað söfnun til stuðn­ings henni í gær­kvöldi og hefur þegar safnað þeim $2,5 millj­ónum sem hún stefndi að. Af end­ur­taln­ingu í ríkj­unum þremur gæti því orðið.

Hverjir geta svik­ið?

Sér­fræð­ing­arnir telja að þótt þeir hafi ekki sann­anir fyrir inn­brotum sé ástæða til þess að rann­saka málið til hlít­ar. Fram hafa komið ábend­ingar um að rúss­ar, sem studdu fram­boð Trumps leynt og ljóst, hafi mögu­lega brot­ist inn í kerf­in, en rík­is­stjórn Obama hafði áður sakað þá um að hafa svik­sam­leg áhrif á kjör­skrár. Sé miðað við þær upp­lýs­ingar sem fram komu í rann­sókn John Hop­k­ins háskól­ans þá var ytra öryggi kosn­ing­vél­anna all mikið í upp­hafi, það var meðal ann­ars ekki á net­inu, þannig að mögu­leikar rússa hafa legið í sam­starfi við mold­vörpur vestan hafs eins og í kalda stríð­inu og þá má hugsa sér bæði inn­brot inn á leigðar línur síma­fé­laga og inn í mið­læg kerfi auk sam­starfs við tækni­menn og stjórn­end­ur. Sér­fræð­ingar vest­an­hafs telja þó að mögu­leikar rússa á að hag­ræða nið­ur­stöðum séu litl­ir.

Tor­tryggni gagn­vart Die­bold hefur alltaf verið til stað­ar. Fyr­ir­tækið hefur stutt kosn­inga­sjóði repu­blik­ana ríku­lega og var talið hafa komið við­skiptum sínum við sum ríkin á í skjóli tengsla við þann flokk. Innan þeirra marka sem skoð­ana­kann­anir og aðrar rann­sóknir í ríkjum afmarka, meðal ann­ars útgöngu­spár, geta fram­leið­endur kosn­inga­véla strangt tekið unnið kosn­ingar þar sem ekki er papp­írs­slóð og papp­írstaln­ing­ar. 

Loka­orð

Afar ósenni­legt er að end­ur­taln­ing og rann­sókn á kosn­inga­mis­ferli í raf­ræna kerf­inu breyti nið­ur­stöð­um. Lík­leg­ast er að tor­tryggnin í garð þess auk­ist og lögð verði áhersla á papp­írs­slóð og taln­ingu kjör­seðla eftir á. Enda má rök­styðja að upp­lýs­inga­tæknin ein og sér ráði ekki við verk­efnið leyni­legar kosn­ing­ar.

Höf­undur er stjórn­sýslu­fræð­ing­ur. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Losun frá umferð og úrgangi dregst saman
Kjarninn 30. september 2020
Kergja innan hluthafahóps Eimskips nær suðupunkti
Óánægja með fyrirferð stærsta eigandans, dramatík í kringum stjórnarkjör og yfirtökuskyldu sem var svo felld úr gildi og slök rekstrarframmistaða sem leiddi af sér fall á markaðsvirði Eimskips hafði leitt til kergju á meðal lífeyrissjóða.
Kjarninn 30. september 2020
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None